Þjóðviljinn - 10.03.1984, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 10.03.1984, Blaðsíða 16
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 10. - 11. mars 1984 Dagvistarheimili - Forstöðumaður Félagsmálastofnun Kópavogs auglýsir lausa stööu forstööumanns dagheimilis og leik- skóla við Grænatún, sem tekur til starfa í maí n.k. Fóstrumenntun áskilin og laun eru sam- kvæmt kjarasamningum Starfsmannafélags Kópavogs. Umsóknarfresturertil l.apríln.k. Einnig óskast starfsfólk í eftirtalin störf. 1. Fóstrur 2. Matráð 3. Aðstoðarfólk við uppeldisstörf 4. Starfsfólk til ræstinga. Umsóknarfrestur er til 15. apríl n.k. Umsóknum skal skila á þar til gerðum eyðu- blöðum, sem liggja frammi á Félagsmála- stofnun Kópavogs, Digranesvegi 12. Opnun- artími 9.30-12.00 og 13.00-15.00, og veitir dagvistarfulltrúi nánari upplýsingar um störf- in í síma 41570. Félagsmálastjóri Kópavogs ÚTBOÐ Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftirfarandi: RARIK 84004 - Að fullgera verkstæðis- og tengibyggingu svæðisstöðv- ar á Hvolsvelli. Byggingin er fokheld með gleri og útihurðum og að fullu frágengin að utan. Grunnflötur byggingar er 390m2. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofum Raf- magnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, Reykjavík og Austurvegi 4, Hvolsvelli, frá og með þriðjudeginum 13. mars n.k. og kostar hvert eintak kr. 600.-. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagns- veitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykja- vík fyrir kl. 14.00 mánudaginn 26. mars n.k. og verða þau opnuð þar að viðstöddum þeim bjóðendum, er þess óska. LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráöa starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. HÚSVÖrður við Droplaugarstaði, hjúkrunar- og vist- heimili aldraðra, Snorrabraut 58. Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í síma 25811. Hjukrunarfræðinga við Heiisuverndarstöð Reykjavíkurborgar, á barnadeild, heimahjúkrun, húð- og kynsjúkdómadeild, vaktavinna kemur til greina. Heilsu- gæslunám æskilegt. Einniq vantar hjúkrunarfræðinga til af - ieysinga við hinar ýmsu deildir. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 22400. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkur- borgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum umsóknar- eyðublöðum sem þar fást, fyrir kl. 16.00, mánudaginn 12. mars 1984. Einbýlishúsalóðir Hafnarfjarðarbær mun á næstunni úthluta lóðum í 1. og 2. áfanga Setbergs. Um er að ræða 30 til 40 lóðir, einkum fyrir einbýlishús en einnig nokkur raðhús og parhús. Lóðirnar eru sumar byggingarhæfar nú þegar, en lóðir í 2. áfanga verða byggingarhæfar sumarið 1984. Nánari upplýsingar veitir skrifstofa bæjarverkfræðings Strandgötu 6, þar með talið: um gatnagerðargjöld, upptökugjald, byggingarskilmála og fleira. Umsóknum skal skilað á sama stað á eyðublöðum, sem þarfást, eigi síðaren 27. mars n.k.. Eldri umsóknir þarf að endurnýja. Bæjarverkfræðingur Séra Sigfús Árnason skrifar Priðja freistingin l.sd. íföstu. Sjá Matt. 4.1.-11. Líklega finnst oss ekki, að vér mætum mörgum freistingum á eyðimörk. Á eyðimörk Júdeu var fátt utan steinborgirnar og upp - blásturinn, steikjandi hitinn og e.t.v. væl sjakalanna. í eyðimörk- inni stóð Lausnarinn þó andspænis hinum áleitnustu freistingum. Freistingin á heimaland í huga þínum, löngun og hugsun. Hugs- unina skiljum vér ekki eftir heima, þótt vér förum í óbyggðan stað - ef hún á annað borð er fyrir hendi og vér ekki hætt að hugsa. Mér er tamt að líta á þetta guð- spjall sem táknmynd um baráttu Lausnarans og vora við það vítis- vald, sem Biblían hefur persónu- gjört og nefnir SATAN - DJÖFUL* INN. Sú spurning sem það setur fram, er fyrst og fremst um vald, hvaða valdi vér lútum, hvaða líf vér kjósum. Henni er ekki síst beint til þess, sem vald er fengið í hendur. Guðspjöll greina frá því, að Jesús frá Nazaret hafi búið yfir og farið með einstakt vald. En hvergi er þess getið, að hann hafi misbeitt því. Svangar manneskjur myndu hylla hvern þann sjónhverfinga- meistara sem breytti steinum í brauð. Leiktrúðurinn á líka vísan stóran hóp aðdáenda. En sjón- hverfingar og trúðleikar, í hvaða mynd sem þeir annars birtast, eru í engu vitnisburður um gildi góð- leikans, efla í engu ríki kærleikans. Það verður aldrei reist nema með því einu að lifa með fólkinu, þjást með því, deyja fyrir það. Trúð - leikurinn kemur engum til trúar og vitnar ekki um góðan Guð. En í þeim mæli sem þú gefur verður þér gefið. Þetta var niðurstaða Lausnar* ans. Þriðja freistingin felst í því að krjúpa valdi djöfulsins og beita því: „Allt þetta mun ég gefa þér ef þú fellur fram og tilbiður mig“. Við blasti skjótur árangur með leiftur- sókn, þótt meðalið væri misjafnt en auðvelt. Augljós er afstaða Lausnarans jafnframt því að vera einstæð. Það er býsna auðvelt að höfða til vinsælda og fá fjöldann til að samsinna. En víðtæk samsinn- ing sem svo er fengin er alla jafna lítils nýt og lífvana. Manneskja, sem heldur sig lifa á brauði einu saman, hvernig birtist hún í nútíðinni? Hún etur og drekkur, vinnur og sefur, „lendir á skallanum" um helgar-ef hún áþá fyrir því - æxlast, hrörnar og deyr. Hún er eitthvað svipað stödd og „prólarnir“ hjá Orwell í 1984. Hvers konar líf er það að lifa í svo þröngum heimi? Yrði oss ekki erfitt um andardrátt? Yrði oss ekki sárt að vera svo svipt mannlegri reisn og sjálfsvirðingu? Ég fékk vinarbréf á dögunum, eitt af fleirum, og ekki úr „Mogga“. Bréfritari lítur á lífið með augum Lausnarans og heil- agrar kirkju en ekki með augum flokkshálfvitans. Hann sagði: „Hér í land er komin miskunnarlaus pen- ingastefna Og róttækur „kapítal- ismi", þar sem traðkað er á mann- legri sjálfsvirðingu, ekki síst þeirra, sem meiga sín minnst, og með því er hlaðið undir tilfinningu fyrir tilgangsleysi". Um slíkt getur ei sú kirkja þagað, sem vill vera Drottni sínum trú. Ábyrgð hennar er mikil, og undir henni rísum vér ekki nema með hjálp hans, sem freistað var á allan hátt, en þó án syndar. Stundum er þess krafist - og hér í landi líka, þegar flokkunum og hálfvitum þeirra hentar- að kirkj- an sé og eigi að vera ópólitísk. ó- pólitísk kirkja hefur urðað margar af sínum mikilvægustu meginreglum, „prinsípum", ekki síst mannsýn meistarans frá Nazaret. Þú sérð hana í hinni opinberu kirkju So- vétríkjanna eða á ráðstefnum Al- kirkjuráðs. Þú sérð hana jafnvel á Islandi sem þögla kirkju og hrædda við að koma nálægt kjarna kristins máls og kristins dóms, heyrir hana því oftar vaða elginn um dag og veg í stað þess að gjöra kunn boð Guðs og bönn. Og slík kirkja lætur sjaldn' ast í sér heyra um pólitískan hráskinnaleik, trúðleika og slag- orðavaðal eða um mannréttindabrot þess valds, sem níðist á þeim, sem ekki geta borið hönd fyrir höfuð sér. Lausnarinn gekk aðra götu, nefndi hlutina rétt- um nöfnum og sagði það hreint út en aflaði sér oft með því óvinsælda, mætti misskilningi og var borinn út. Hann mætti manneskjunni þar sem hún var, hver sem hún var. Gekk inn í líf hennar, baráttu og þjáningu og leið og dó fyrir alla menn. * a messudegi Aðferð hans er sú að endurleysa menn með orðinu, með persónu- legri vináttu, þótt sú leið sé í senn erfið og torfær. Öll vitum vér það sem eitt, að framhjá freistingum kemst enginn maður af moldu gjörður. Ekki heldur þeir, sem streitast árum saman við að rækta sinn innri mann. Ekki veit ég hverjar þínar eru - kannske ekki þær sömu og mínar. En ég veit, að þær eru. Og mismunandi - vegna þess að vald þeirra er mismunandi. En ávallt eru þær samofnar einhverju valdi. Þær snúast um græðgi, hroka, munað, blygðunarleysi og efa um skikkan Skaparans, gildi góð- Ieikans og Guðs boð og bönn. Gagnvart þeim er manneskja án mælivaðs og viðmiðunar einlægt á berangri. En sé mælisnúran tiltæk, verður freistingum best mætt í ein- veru og thugun áður en þær verða að áthöfn. Vér erum það sem vér hugsum. Vörn Lausnarans var Ritningin, og hún ein. „Ritað er“, segir hann. Og svo kemur svarið: „Drottinn Guð þinn átt þú að tilbiðja og þjóna honum einum". Þar höfum vér viðmiðun hans. Og án liennar verður engin freisting yfirunnin. Til baráttu þýðir ekki að ganga nema vita með hvaða aðferðum. Vísasti vegurinn til ósigurs er að draga í efa hina kristnu viðmiðun á meðan á baráttunni stendur. Það á jafnt við heild sem einstakling. Segjum því: Hér stend ég, „því rit- að er“. Vegna taumlausrar græðgi hefur hinn tæknivæddi heimur misboðið svo móður jörð og þeirri skikkan Skaparans, sem vér nefnum lífríki, að varla er nokkurt svið, þar sem eyðilegging af völdum einhvers konar stóriðju er ekki augljós. Og vopnaveldin liggja á hnjánum fyrir framan vítisvaldið í þeirri von, að þeirra sé allt vald á þessari jörð í krafti drápstækja sinna. Hít vopna- væðingarinnar er jafn óseðjandi og hún er banvæn lífinu. Ef ekki verð- ur snúið við á þessari braut mun vítisvélin ríkja ein yfir manni og náttúru og eyðileggja bæði að lok- um. Við verðum að lifa í þeirri von og trúa, að „öll svikráð manna og atvik ill ónýtir Drottinn, þá hann vill. Hans ráð um eilífð stöðugt stár og stjórnin klár, slœgðin dramblátra slétt forgár“. (Hallgrímur Pétursson). Góðar stundir. ÖLL FIMMTUDAGS-, FÖSTUDAGS- OG LAUGARDAGSKVÖLD Grandagarði 10-Sími: 15932^ Sóknarfelagar - Soknarfélagar Fundur verður haldinn í Hreyfilshúsinu þriðjudaginn 13. mars n.k. og hefst kl. 20.30. Fundarefni: 1. Kjarasamningarnir 2. Önnur mál Félagar mætið vel og stundvíslega með fé- lagsskírteini. Stjórnin Vélritun Tek að mér vélritunarverkefni ýmiss konar. Hef 10 ára starfsreynslu við alhliða vélritun- ar- og skrifstofustörf. Mjög góð ensku- og dönskukunnátta. Upplýsingar í síma 74761. mi- iMrnrn KVÖLDIN KAffl ^ mirn BJOÐUM EINNIG: fiskréttahlaðborð fyrir hópa og samkvæmi, köld borð, smurt brauð og snittur. Verið velkomin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.