Þjóðviljinn - 10.03.1984, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 10.03.1984, Blaðsíða 17
Einar Vilhjálmsson: HeJgin 10. - 11. mars 1984 ÞJÓÐVÍLJINN - SÍÐA 17 Erlendar ránsþjóðir á íslands- miðum Frá árunum 1879 og fram um miðja þessa öld ráku Norðmenn umfangsmiklar síldveiðar hér við land. Arið 1883 settust Norðmenn hér að með hvalveiðiútgerð og stunduðu hvalveiðar af kappi til ársins 1913. Auk þess stunduðu þeir bolfiskveiðar í stórum stíl á lslandsmiðum. Öll þessi umsvif Norðmanna höfðu á sér snið ný- lendukúgunar og reyndist ríkis- valdið máttlítið til varnar. Á árunum eftir 1880 voru Norð- menn hér með um 180 skip, 90 nótalög og um 18 hundruð manna við síldveiöar. Fluttu þeir frá landinu allt að 170 þúsund tunnur saltsíldar á ári. Þeir notuðu hafnir landsins og landaðstöðu, sem væru þeir heima hjá sér, og guldu nánast ekkert í leigur. Síldina veiddu þeir inni í fjörðum, mest í landnætur. Hvalveiðar Norðmanna stóðu frá 1883 til 1913. Á þessum tíma höfðu þeir nánast eytt hvalstofnin- um við landið. Þessi þrjátíu ár veiddu þeir um 33 þúsund hvali og framleiddu um miljón föt af lýsi auk annarra afurða. Norðmenn höfðu hér flest 8 hvalveiðistöðvar með 32 veiðiskip. Metárið hjá hvalveiðimönnum var 1905 er þeir veiddu um 2000 hvali sem gáfu af sér 66 þúsund lýsisföt. Til þess að gera sér grein fyrir gróða hvalveiðanna hjá Norð- mönnum hér við land má hafa til hliðsjónar að á árunum 1720-1795 gerðu Hollendingar út 160 hval- veiðiskip við Grænland og Daviz- flóa og víðar. Veiði þess flota var 33 þúsund hvalir á 75 árum! Frá árinu 1891 stunduðu Eng- lendingar togveiðar á grunnslóðum hér við land. Fór togurum þeirra fjölgandi ár frá ári þannig að 1904 voru þeir orðnir 150 talsins á mið- unum og voru þá aðrir útlendir tog- arar um 30 talsins. Má segja að þessi erlenda ásókn togaranna eyddi bestu fiskimið landsmanna Þau voru að byrja að lesa leikritið saman. F.v. Birna Guðmundsdóttir frá Blönduósi, Steinunn Aðalbjarnardóttir frá Öxarfirði, Gunnar Svanbergsson (ekki Gunter Svan) frá Ólafsfirði, Hannes Garðarsson frá Ólafsfirði, Þorgrím- ur Daníelsson frá Tannstöðum í Hrútafiröi, Ári Bjarnason frá Borgarnesi, Brynja Haraldsdóttir frá Siglufirði, Árdís Sigmundsdóttir úr Grundarfirði, Lára Magnea Jónsdóttir frá Akureyri og Ragnar Jónsson frá Kántrýbæ (Skagaströnd). Ljósm.: Atli. Tvíburar fæddust í nótt „ Þetta er ekki gamanleikrit. Þetta er fallegt leikrit og tekur á lífinu sjálfu - eins og hlutirnir gátu verið og geta verið“. Við rákumst inn á leikæfingu hjá Leikfélagi Menntaskólans á Akureyrifyrirskömmu, en þar voru að hefjast æfingar á leikrit- inu Bærinnokkar eftirThornton Wilder í þýðingu Boga Ólafs- sonar en Jónas Jónasson er leikstjóri. Krakkarnirvoru íðil- hressir og sögðu að í þessum bæ væru 2.604 íbúar og „fædd- ust tvíburar í pólska hverfinu í nótt“. Við drógum Árdísi Sig- mundsdóttur formann Leikfé- lagsins afsíðis til að spyrjast svolítið fyrir um leiklistarstarf- semina í skólanum. Hvað sýnið þið oft? - Leikfélagið var endurreiSt fyrir nokkrum árurn og við sýnum eitt leikrit á ári. Þetta hófst eigin- lega með því að við settum upp Æðikollinn og þá var Jónas einmitt leikstjóri líka, svo að hann er eins konar guðfaðir hins endurreista leikfélags. Og mikill áhugi í skólanum? - Ragnheiður Steindórsdóttir leikari hélt námskeið með okkur fyrir jól og það heppnaðist í alta staði vel. Við vorum 35 sem tókum þátt í því. Leiklist er nú valgrein í skólanum og var þetta námskeið því hluti af náminu. Og taka allir af námskeiðinu þátt í að setja upp leikritið? - Við reynum að virkja alla sem vilja vera með og veljum þess vegna leikrit með mörgum hlut- verkum. Það er mikið af aukahlut- verkum í Bænum okkar og þeir sem ekki leika sjá um búninga og leiktjöld og annað sem tilheyrir. Er félagslíf öflugt í MA? - Ég tel það mjög gott, sérstak- lega íþróttalífið, leikfélagið og tónlistarfélagið. Þá er 3. bekkur með ýmsar uppákomur í skólalíf- inu, svo sem kvöldvökur, en þau eru að safna fyrir utanferð í haust. -GFr Á norsku sildveiðiskipi á íslandsmiðum um 1920. Einn íslendingur er í áhöfninni. Það er Georg Pálsson frá Seyðisfirði. Hann er þriöji frá hægri á myndinni. auk þess sem þeir spilltu veiðarfær- um þeirra. Togararnir hirtu aðeins verðmætasta fiskinn, svo sem flatfisinn, en hentu þorski og öðr- um bolfiski. Voru spjöll þeirra þannig tilfinnanlegri en ella. Ekki létu Færeyingar sinn hlut eftir liggja. Þeir sóttu á íslandsmið af miklu kappi frá 1871 og fram á þennan dag. Á útróðratímanum er þeir sóttu sjó á opnum bátum frá útróðrastöðum á Norður- og Austurlandi voru hér um þúsund Færeyingar frá miðjum maí og fram í september. Þannig fullkomnuðu Færeyingar ofsókn hinna erlendu ránsþjóða og of- gerðu sókninni á hin grynnstu mið jafnframt því sem þeir stunduðu þorskveiðar með fjölda þilskipa á dýpri miðum. Skákuðu þeir þar sem oftar í skjóli Dana. Auður sá, sem þessar ránsþjóðir sóttu í auðlindir íslendinga var óhemju mikill og seint munu þær bæta skaðann. Við getum ímyndað okkur viðbrögð Norðmanna og Englendinga ef íslendingar reyndu að sækja endurgreiðslu í olíulindir þeirra á svipaðan hátt. Norðmenn sækja enn á rétt íslendinga er þeir helga sér Jan Mayen og stefna að veiðum við Austur-Grænland og taka þar hugsanlegan göngufisk á leið á Vestfjarðamið. Helstu heimildir: Litið til baka eftir Matthías Þórðar- son frá Móum. Norske scilskuter pá Islandsfiske eftir Kari Shetling Hovland. Til Lands utröður á íslandi eftir Sám- al Johansen. Kaiser eru vestur-þýsk matar- og kaffistell ur urvals postulíni. Heimsþekkt gæöavara. Hagstætt verð. Alhvítt stell (White Lady, sjá mynd). Fæst einnig meö gylltri rönd (Nizza). Eigum jafnan gott úrval af margskonar gjaf^vörum úr postulíni KOSTA BODA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.