Þjóðviljinn - 10.03.1984, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 10.03.1984, Blaðsíða 18
18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN : Helgin 10. - 11. mars 1984 dægurmál Yoko Ono - II Þekktur sálfræðingur sagði eitthvert sinn að öruggasta og einfald- asta próf sem hann þekkti til að meta skapgerð manna væri að spyrja þá hvern af Bítlunum fjórum þeir héldu mest uppá. Með þessu móti væri hægt að sjá á augabragði upplag manna og á hvaða stigi persónuþroska þeir væru. Og ef þið spyrjið fólk hvað því finnist um Yoko Ono, hélt hann áfram, þá vitið þið nákvæmlega hvernig því gengur að eiga við Móður-Archetýpuna, eða frumhug- myndina Konu. Á sinn rólega og sérkennilega hátt hefur Yoko Ono verið ein mest afger- andi kvenpersóna í sögu vestrænnar siðmenningar; konan sem umbreytti samdulvituðum veruleika okkar mcð því að umbreyta John Lennon, þeirri persónusemvarholdgerð ímynd upp- reisnar og hugsjóna í augum þeirra kynslóða sem tóku við tættum og úr - sérgengnum heimi eftirstyrjaldarár- anna. Saga Johns Lennons hefur óneitan- lega yfir sér trúarlegan blæ því í henni birtist táknrænn veruleiki sem hefur fylgt mannkyninu í árþúsundir í líki goðsagna um Osiris, Adonis, Attis og aðra þá guði sem fela í sér hugmyndir um upprisu, umbreytingu, frjósemi og fegurra líf. Upprisa Johns Lennons varð þegar hann hafnaði þeim lifandi dauða sem skemmtiiðnaðurinn hafði skammtað honum. Hann var orðinn heftur í hlutverki l’enfant terrible sem mátti ekki ná þroska. Hann gat fengið allt nema sjálfan sig. Hið dapra hlutverk trúðsins var farið að sliga hann og leitin að einhverju nýju varð aðeins uppspretta enn meiri tómleika. Gúr- úar og kosmískir vísdómar komu og fóru og eftir stóð Lennon leiður á blekkingum og skyndilausnuin. Allt í einu laumaðist þessi kona inn í líf hans, Lennon breyttist og heims- mynd okkar um leið. Rödd hennar átti eftir að enduróma í gegnum friðarumræður og hugmyndir um kvenréttindi. Sjaldnast kom hún þar skilur þjóðfélagið ekki að það er hægt að gelda konur. En það skilja allar konur, því að þær hafa engu ráðið um að skapa þá þjóðfélagsgerð er við í dag búum við. Þær hafa ekki skilið þau frumöfl er mynduðu ríkjandi skipulag, dregið sig í skel sína og óvirkst. Geldst. Veruleiki um draum Fólk trúir að ímyndunarafl og draumar sé óskylt raunverulcikan- um, en fantasía er fremur sá raun- veruleiki sem koma skal. Hver og einn skapar sinn sérstaka hugarheim sem og sinn eigin veruleika. Vongóð og falleg hugsun mun skapa nýjan, betri raunveruleika. Nokkurskonar bæn. Máttur bænarinnar er stað- reynd. Mannkyninu eru engin tak- mörk sett hvað varðar andagift og há- leitni. Flug mannsandans er okkar hinsta von. Afskiptasemi og yfirráðahyggja eru andans fjötrar og böl. Við höfum guðdómlega náttúru ef við þorum að kynnast henni, og hlusta á hana tala í gegnum okkar innsta, sannasta mann. Draumeðlið er ekki tilkomið af engu, það er til staðar í markvissum tilgangi: svo við getum andað, andað friði, andað ást, skynjað óravíddir mannlegra tjábrigða. Þig dreymir eina og það er aðeins draumur, okkur dreymir saman og draumurinn verður að veruleika. Látum okkur dreyma saman. „Notaðu hluti þar til þeir verða þurrir og harðir. Búðu til flautu úr þeim“. ... Use things until they become dry and hard. Make a flute out of them... Tónlist er hjartsiáttur. Öndun. Við leitum eftir þeim lækningamætti sem býr í tónum og hljóðum. Hún er huggun. Tónlist er svo kraftmikil að hún getur orðið hættuleg og ógnandi. Á bak við tónlistina býr hjartsláttur, árur og meining. Þessvegna ber að fara varlega með hana, skynja afl hennar og þroska. Nota hana rétt. Popptónlist er sterkasta og á- hrifamesta tjáningarform alþýðunn- ar. Sönn, einföld án tvískinnungs mis- viturra gáfu- og spámanna og hún nær til fólksins. Með popptónlist er hægt að gera stórkostlega góða hluti. Vita- skuld er til vont popp, en allir eiga sína uppáhaldsútgáfu af því og því deyr það aldrei. Popplag getur verið stutt og kraftmikið. Hverjir hlusta á nútímatónlist og aðra sjálfsfróun „frumlegra“ tón- listarmanna aðrir en þeir sjálfir og þeirra sálbræður með heimskulegt meirimáttarbrjálæði? Varla nokkur, og hinir misskildu snillingar eru græn- Stórci systir framtíðarinnar SKASONOFCIASS V)KOO\() lco ir af öfund útí mátt hinnar einföldu vinsælu popptónlistar. Stór systkin Fyrirtæki nútímatækni oig hraða heimta einstaklinga án fjöl- skyldubanda, þeir geta varið öllum sínum tíma og krafti í vinnuna og meiri pískun getur átt sér stað. Kröfur til vinnukrafta harðna í Fáir skildu hvað Yoko leið er hún birti á albúmi fyrstu stóru sóló- plötu sinnar, sem kom út eftir lát Johns Lennon, mynd af gler- augum manns síns með storkn- uðu blóði hans. Hugmyndin er af- stæður sannleikur um ást þeirra, sem ástlausir menn munu ávallt hneykslast á. beint við sögu - var aðeins þögul og sterk nærvera sem innblés orð og at- hafnir. En hver er hennar eigin rödd? Hvað sagði hún þá og hvað segir hún í dag? Baba Yoko ■ Ég hef verið kölluð öllunt þeim nöfnum sem nornir á miðöldum þurft u að bera og voru brenndar fyiir- Bitur? Ekki lengur. Það vita allir í dag að þær konur, sem bera þurftu kross niðurlægingar og útskúfunar, voru án efa svo glæsilegar og greindar að hempuklæddir fulltrúar guðs á jörð, sem valdið höfðu, áttu í erfiðleikum með að fcla girnd sína og hallæri. Dauðlegt hold þeirra reis af fýsn og öfuguggakenndum kynórum og ekki einusinni síð, svört og víð hempan fékk dulið bunguna er reis um þá miðja. Vitandi um vakandi auga al- mættisins, sem þeir sköpuðu sjálfir í sinni mynd, bentu þeir af brenglun og öðrum illum hvötum undirlepjulega á þessar stórkostlegu konur, gjóuöu augunum í auðmýkt til hans í efra og sögöu: Þetta er þeim að kenna. Djöf- ullinn sendi þær til að tæla okkur á sitt vald. Fólk í dag er í stórum dráttum ekki breytt í eðli sínu, óttinn og sjálfs- blekkingin sú sama. Það hræðist allt sem skekur tilbúinn raunveruleik þess og er reiðubúið að selja sálu sína til að fá að vera í friði fyrir sannleikanum. Ég er slík kona sem nornirnar fyrrum. Ef fólk vill kalla mig norn, gott, hreykin er ég. En ég er fyrst og fremst kona. Kona sem ögrað hef um- hverfi mínu og stöðluðum, aftur- haldssömum þáttum í aggressívu karlaþjóðfélagi. Það cr staðreynd að ég er nær eingöngu fordæmd af körlum. Af hverju? Spurðu þá. Kvenkynið hefur verið gelt í jafn- langan tíma og karlkynið hefur trón- að og ríkt í okkar heimi. Auðvitað „frelsa" fólk frá fjölskyldulífi, hefur Mammoni tekist að tæla það beint í gildru kapítalismans. Vítahringur auðvalds og markaðar leyfir ekki tilfinningabönd. Það er enginn tími til slíkra mægða. Ef fólk kýs stöður og frama framyfir fjöl- skylduna er það að púkka undir kap- ítalískt harðlífi og gefa ísköldum augum „Stóra bróður“ alræðisvald. Auðvitað þráir „Hann“ að stjórna fjölgun mannkyns eftir hentugleika kerfisins, en þetta er eingöngu spá- dómur nokkurra karlmanna sem trúðu ekki á að kvenelimentið yrði nokkurntímann virkt. Konan sem móðir mannkynsins er í beinu sambandi við lífið. Hún elur það og nærir á brjósti. Hún trúir ekki á líf í glösum. f andlegri örbirgð og ráðleysi hefur karlmanninum hins- vegar tekist að stofna til sorglegra styrj- alda og annarra tortímingarleikja og í biturleika misst trúna á manninn og þar með lífið. Karlmenn hafa þurft að þjást gífurlega fyrir kyn sitt og hlutskipti sem þeir að vísu sjálfir hafa formað í gegnum aldirnar. Stóri bróðir mun sína bróurkærleik með Stóru systur sér við hlið. Konur og karlar munu sameinast um að lina þjáningar okkar. Lenono John var myrtur vegna þeirrar tón - listar sem hann lifði fyrir og var hann. Hjartsláttur Johns heyrist á bak við öll hans lög, þannig mun hann aldrei gefa upp öndina, hjarta hans slær enn. Það eru margir hlutir í þessu lífi sem ég ræð við, fátækt og niðurlæging eru mér auðveld bráð, en andspænis einmanaleikanum stend ég ber - skjölduð og varnarlaus. John og mig dreymdi saman, okkar líf var sami draumurinn, við vorum eitt. Nú spyr ég hvers vegna, hvers vegna? En ég veit ég fær hvergi svar, hvergi nema í draumi. ? 9 Ást og vinskapur tveggja einstak- linga. Fjölskyldan sameinuð. Þau hjón lögðu nýja áherslu á þennan gamla sannleik með plötum sínum Double Fantasy og Milk & Honey.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.