Þjóðviljinn - 10.03.1984, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 10.03.1984, Blaðsíða 12
12 SIÐA - ÞJOÐVILJINN Helgin 10. - 11. mars 1984 Guðmundur Valgeir Sigurðsson Borgarnesi Fœddur 30. des. 1912 Dáinn 3. mars 1984 I dag er kvaddur hinstu kveöju Guðmundur V. Sigurðsson, heiðursfélagi og fyrrverandi for- maður Verkalýðsfélags Borgar - ness. Við fráfall Guðmundur koma upp í huga minn ótal minningar frá áratuga ánægjulegu samstarfi okk- ar að félgsmálum. Mér er ríkt í minni er ég sem unglingur, árið 1960, fylgdist með stjórnarkjöri í Verkalýðsfélagi Borgarness. Fé- lagsmenn gátu þá valið um tvo lista, en það hafði oft gerst áður, því að um árabil hafði óeining verið ríkjandi og pólitískir flokkadrættir drógu úr starfsmætti. Formanns- efni á þeim lista, sem boðinn var fram gegn þáverandi stjórn, var Guðmundur V. Sigurðsson bif - reiðastjóri. Flann varformaðuríbíl- stjóradeild félagssins árið 1958, en hafði fram að því lítið tekið þátt í starfi félagsins. Þegar úrslit í stjórnarkjörinu lágu fyrir kom í ljós að listi Guðmundar hafði sigr- að með fjögurra atkvæða mun. Ég minnist þess, að Guðmundur sagði mér frá því, þegar fráfarandi formaður kom með eignir félagsins á heimili hans, en þær voru: skápur, kjörkassi og nokkrar krón- ur í sjóði. Félagið hafði ekki fastan samastað og voru stjórnarfundir oftast haldnir heima hjá formanni og þangað leitaði fólk ef það átti erindi við Verkalýðsfélagið. Guðmundur V.Sigurðsson og fé- lagar hans gerðu sér strax ljóst að friður yrði að ríkja innan félagsins ef það ætti að geta orðið öflugur málssvari alþýðu manna. And- stæðingar stjórnarinnar reyndu að gera henni erfitt fyrir, og fundir voru hávaðasamir. Það var því ekki auðvelt verk að gegna formennsku í Verkalýðsfélagi Borgarness á þessum árum, en Guðmundur sýndi mikla þolinmæði og lagni, sem leiddi til þess að eftir þrjú til fjögur ár tókst að korna á einingu innan félagsins. Nýr tími öflugs félagsstarfs rann í garð. Að sjálfsögðu voru kjara- og at- vinnumál aðal viðfangsefnið, en Guðmundur lagði áherslu á fjöl- breytt félagsstarf. Hann hvatti mjög til þess að haldnar væru árs- hátíðir á vegum félagsins og var hrókur alls fagnaðar á þeim sam- komum. Þá beitti Guðmundur sér fyrir skemmtiferðum að sumarlagi. Ferðalögin voru ánægjulegur þátt- ur í félagsstarfinu, sem margir minnast með þakklæti. Guðmund- ur átti gott myndasafn úr ferðum þessum, svo og öðrum, sem hann fór. Hann kunni vel að meta fegurð landsins og bjó yfir fróðleik um hinaýmsu staði, sem komið var til. Arið 1964 var tekið á leigu hús- næði undir starfsemi Verka- lýðsfélagsins. Árið 1972 tókst svo að koma á samvinnu milli stéttar • félaganna í Borgarnesi. Guðmund- ur lagði sig fram, að af þessu sam- starfi yrði. Þar var stigið mikið heilla spor. Jafnhliða formennsku í Verka- lýðsfélagi Borgarness hlóðust á Guðmund fjölmörg trúnaðarstörf. Hann tók þátt í stofnun Lífeyris- sjóðs Vesturlands og átti sæti í stjórn sjóðsins frá 1970 - 1976, og í' stjórn Sjúkra- og orlofssjóðs Verkalýðsfélags Borgarness frá stofnun sjóðanna til dauðadags. Fulltrúi á þingum ASÍ frá 1960 - 1976 og fulltrúi á þingum VMSf meðan hann var formaður. Þá var Guðmundur varamaður í sam- bandsstjórn ASÍ. í trúnaðar- mannaráði Verkalýðsfélags Borgarness átti hann sæti til aðal- fundar 1983. Guðmundur átti sæti í hreppsnefnd Borgarneshrepps frá 1966 - 1970. Þar lét hann atvinnu- mál sig miklu varða og var á þess- um árum í atvinnumálanefnd, sem starfaði á Vesturlandi. Guðmundur gegndi formennsku í Verkalýðsfélagi Borgarness til ársins 1973, en þá gaf hann ekki kost á sér til endurkjörs. Hann var farsæll formaður, sem naut þakk- lætisog virðingarað starfiloknu. Á 50 ára afmæli félagsins 1981 var Guðmundur einróma kjörinn heiðursfélagi þess. Árið 1944 gerðist Guðmundur starfsmaður Kaupfélags Borgfirð- inga, sem bifreiðastjóri. Það starf stundaði hann lengst af til ársloka 1982. Félagsmálastörf Guðmundar voru því öll unnin í frístundum, án þess að greiðsla kæmi fyrir. Oft varð því vinnudagurinn langur. Hann varði ómældum tíma í þágu félagsins en aldrei heyrði ég hann kvarta yfir því. Það var lærdómsríkt að vinna með Guðmundi að félagsmálum. Hann lagði jafnan áherslu á að leysa mál með sátt, en ef það tókst ekki var Guðmundur fastur fyrir og gekk ótrauður ti! baráttu. Hann hvatti ungt fólk til starfa í félaginu. Þegar ég hóf störf í stjórn Verka- lýðsfélags Borgarness ungur að árum mætti ég sérstakri velvild og hjálpsemi hjá Guðntundi. Til hans var ávallt gott að leita ef vanda bar að höndum. Mér er nú efst í huga þakklæti fyrir góð ráð og vinsemd, sem Guð- mundur sýndi mér í öllu okkar samstarfi fyrr og síðar. Á heimili Guðmundar var ánægjulegt að koma. Þar ríkti jafn- an glaðværð og gott viðmót. Það eru margar góðar minningar frá þessum árum. Kona Guðmundar var Ingvarína Einarsdóttir. Hún varð bráðkvödd 20. nóvember 1972. Það varð Guðmundi þungt áfall, en hann var þástadduráþingi ASÍ í Reykjavík. Börn þeirra hjóna eru: Erla Guðrún búsett í Danmörku, Þor- geir og Eydís búsett í Borgarnesi. Á kveðjustund þakkar Verka- lýðsfélag Borgarness Guðmundi V. Sigurðssyni ómetanleg störf í þágu félagsins, og við sem unnum með honum söknum góðs vinar og félaga. Verkalýðsfélag Borgarness hef- ur nú misst einn sinn besta liðs- mann, en áhrifa starfa hans í fé- laginu mun lengi gæta. Ég vott ástvinum Guðmundar innilega samúð. Jón Agnar Eggertssson „Og lífsins kvöð og kjarni er það að líða, og kenna til í stormum sinna tíða". St.G.St. Enn falla vinir og samherjar í valinn. Nú er það Guðmundur vin- ur minn Sigurðsson, fyrrum for- maður Verkalýðsfélags Borgar - ness, mjólkurbílstjóri hjá Kaupfé- lagi Borgfirðinga svo lengi sem ég hefi þekkt hann. Fyrir nokkru heimsótti ég hann á Sjúkrahús Akraness, þar sem hann hafði dvalið í nokkurn tíma. Var hann þá hinn hressasti, og við á - kváðum að fara í ferð útá Mýrar, þaðan sem Guðmundur var ættað- ur, þegar voraði og daginn tæki að lengja. Næst þegar ég ætlaði að heimsækja hann, var hann dáinn. Það verður víst ekkert af því að við förum í þessa ferð á Mýrarnar að sinni, hann er lagður í aðra ferð með nesti og nýja skó. Ég segi nesti og nýja skó, því að ef eitthvað er framundan eftir þetta líf, þá er Guðmundur vel búinn til slíkrar farar. Ég heyrði hann oft nefndan Guðmund góða, af samferða- mönnum sínum, og ég hyg að það hafi ekki verið að ófyrirsynju. í ná- vist hans varð allt eitthvað betra og léttbærara. Hann barði aldrei í brestina, heldur tók yfirvegaða af- stöðu með mönnum og málefnum. Það var gaman að heyra hann segja frá því, hvernig hann, verka- maðurinn og Framsóknarmaður- inn, leitaði sér samsvörunnar í pól- itískum flokki og varð sósíalisti eftir átökin 1942. Þetta ergömul og ný saga þeirra, sem á kreppuárum verða að berjast fyrir lífi sínu og sinna, og sú barátta stendur oft svo glöggt, að engu má muna. Guðmundur V. Sigurðsson vár fæddur 30. des. 1912 á Smiðjuhóls- veggjum í Álftaneshreppi á Mýr- um, kotbæ, sem nú er löngu kom- inn í eyði. Foreldrar hans voru þau hjónin Sigurður Othúelsson og Er- lendína Erlendsdóttir. Hann kynntist kjörum fátæks fólks frá upphafi og fór snemrha að sjá fyrir sér sjálfur, eins og þá var títt. Fór í verið suður með sjó og hann sagði oft frá því að afraksturinn hefði ekki verið í réttu hlutfalli við erfið- ið og vosbúðina. Kona Guðmundar var Ingvarína Einarsdóttir, ættuð úr Innri Akra- neshrepp. Hún varð bráðkvödd árið 1972, og var það mikið áfall fyrir Guðmund, og ég held að hann hafi aldrei orðið samur maður á eftir. Þau áttu þrjú börn. Erlu, sem er elst, gift dönskum manni Boy Petersen og búa þau í Danmörku. Þangað þótti Guðmundi gott að fara og dvelja með þessari fjöl- skyldu sinni. Fór hann þangað oft þegar hann átti frí. Hin börnin búa í Borgarnesi, en þau eru Þorgeir, hans kona er Rebekka Benjamíns- dóttir, og Eydís gift Þorsteini Benjamínssyni. Rebekka og Þor- steinn eru systkini. Barnabörnin eru orðin átta. Guðmundur var bílstjóri hjá Kaupfélagi Borgfirðinga frá 1944 og til ársloka 1982, er hann kenndi sér þess sjúkleika, sem nú hefur dregið hann til dauða. Áður hafði hann unnið algenga verkamanna- vinnu hér og þar. Guðmundur keyrði í mörg ár mjólk til okkar Akurnesinga og varð honum og okkur konunum sem þá unnum í Mjólkurbúðunum vel til vina og söknuðum við hans innilega þegar mjólkurbúðunum var lokað og við hættum að geta gefið honum kaffi- sopa og spjallað við hann um lands- ins gagn og nauðsynjar, sem hann ræddi af góðlátlegri kímni, en þó ^ar alltaf alvara á bak við. Dýrmætust urðu kynni mín af Guðmundi í verkalýðs- og stjórnmálum. Þar vorum við saa% stíga og samtaka. Hann var félags- hyggjumaður, og hafði einlægan metnað fyrir hönd verkafólks, og hann óttaðist að afskiptaleysi fólks um kjör sín kæmi niður á því fyrr en síðar. Hann hafði lifað kreppuna og vissi hvað það var, kannaðist við lítilsvirðingu atvinnurekenda og stjórnvalda á verkafólki, og hvern- ig aðeins samtakamáttur fólksins gat breytt kjörum þess og viðhorf- um. Hann minntist þess oft hvernig Dagsbrún var forustufélag á þess- um árum og færði fólki um allt land afraksturinn af baráttunni. Við Guðmundur áttum oft tal saman, og ég minnist þess að stundum hitnaði honum í hamsi. Þá stóð hann upp, tók í nefið, og snýtti sér síðan hraustlega, gekk kannski góða stund um gólf og endurtók að verkafólki hefði aldrei verið rétt neitt á silfurdiski, það sem náðst hefði væri fyrir samstíga baráttu fólksins og ekkert annað, atvinnuleysistryggingar, orlof, sjúkrasjóðir, lífeyrissjóðir ofl. ofl. en það gæti verið fljótlegt að glutra þessu niður ef fólk gætti ekki vöku sinnar. Heimili Guðmundar var góður áningarstaður fyrir okkur sem vor- um í argaþrasi stjórnmálanna. Það kom fyrir að ég eldaði kjötsúpu heima hjá honum fyrir svanga fundarmenn, sem þeyttust um kjördæmið þvert og endilangt til að koma Jónasi Árnasyni á þing. Það voru skemmtilegir tímar og ekki var verra að vita af Guðmundi á mörgum þessara funda. Menn voru ekkert að telja eftir sér að fara á milli fundarstaða til þess að hvetja frambjóðendur. Við áttum líka saman margar skemmtilegar ferðir um landið okkar. Hann hafði mikið yndi af ferðalögum og ferðaðist mikið ut- anlands og innan. Alltaf var hann sami ljúfi og góði ferðafélaginn. Í fyrravor fórum við nokkrir félagar út á Mýrar, þaðan sem þeir félag- arnir Guðmundur og Sigurður Guðbrandsson eru ættaðir. Þeir kepptust við að fræða okkur um staðhætti og um lífshætti fólksins, sögðu ökkur margar merkilegar og um leið skemmtilegar sögur af körlum og kerlingum á Mýrunum. Við fórum með útfallinu út í Straumfjörð á Mýrum. Gengum þar um garða, sem eru að verða aðeins endurminning um fyrri frægð. Þarna er búskapur hættur, eins og víða annarsstaðar. Við horfðum út til Hnokka, sem er skerið þar sem franska hafrann- sóknarskipið Pourquoi-Pas strand- aði og allir mennirnir fórust utan einn. Guðmundur sagði okkur sögu af því, hvernig þessum eina skipbrotsmanni hafði liðið eftir að honum var bjargað í land. Hann gat ekki hvílst, ekki talað við neinn sem skildi hann, virtist liggja við sturlun, en það var gömul kona á bænum sem kunni kvæði á frönsku og hún söng það fyrir hann, þar til hann náði að sofna. Þannig fléttaðist landið og sagan saman og það var óþrjótandi efni. Niður áranna rennur hægt og þungt að sama ósi, kynslóðir koma og fara, allar sömu leið. Og nú ert þú vinur minn horfinn á vit minninganna, og ég kveð þig með orðum skáldsins. „Ég kveð þig ugglaus, um það lokast sárin. Á eftir blessun, þakkirnar og tárin". Ástvinum þínum öllum bið ég blessunar. Bjarnfríður Leósdóttir. Laugardaginn 3. þ.nt. lést Guð- mundur V. Sigurðsson fyrrum for- maður Verkalýðsfélags Borgar- ness, liðlega 71 árs að aldri. Guömundur var fæddur að Smiðjuhólsveggjum á Mýrunt þann 30. desember 1912 og voru foreldrar hans hjónin Erlendína Erlendsdóttir og Sigurður Otúels- son, en þau bjuggu lengst af í Leirulækjarseli á Mýrum. Guðmundur mun hafa stundað öll algeng störf framaan af ævi, en 1944 er hann kominn til Borgar- ness og starfaði eftir það nær ein- vörðungu hjá Kaupfélagi Borgfirð- inga og lengst af sem bílstjóri. Guðmundur kvæntist árið 1944 Ingvarínu Einarsdóttur, hinni ágætustu konu. Ingvarína lést 20. nóvember 1972 langt fyrir aldur fram. Var fráfall hennar Guð- mundi mikið áfall. Þau hjónin eignuðust 3 börn sem upp komust: Erlu Guðrúnu fædda 1945, en hún er búsett í Danmörku og gift þarlendum manni, Þorgeir fæddan 1949 og Eydísi fædda 1951; eru bæði gift og búsett í Borgar- nesi. Þau Guðmundur og Ingvarína bjuggu síðari ár sín í Borgarnesi að Þórólfsgötu 8 og áttu þar mjög hlý- legt og notalegt heimili. Það for ekki hjá því að á Guð- mund hlæðust trúnaðarstörf, enda maðurinn mjög félagslyndur að eðlisfari. Hann var formaður bíl- stjóradeildar Verkalýðsfélags Borg- arness árið 1958 og tveimur árum seinna varð hann formaður verka- lýðsfélagsins og var ávallt endur- kjörinn meðan hann gaf á því kost eða til 1973, hefur enginn annar gegnt formannsstarfi í félaginu svo lengi. Hann var fulltrúi félagsins á þingum Alþýðusambands Islands 1960-1976 og á þingum Verka- mannasambands íslands frá stofn- un þess 1964 til 1973. Þá átti hann um skeið sæti í sambandsstjórn ASI sem yaramaður. Guðmundur vann mjög mikið starf við stofnun Lífeyrissjóðs Vesturlands og átti sæti í fyrstu stjórn hans. í trúnaðarmannaráði Verkalýðs- félagsins átti hann sæti frá 1960- 1982 að hann gaf ekki kost á því lengur af heilsufarsástæðum. I stjórn sjúkra- og orlofssjóð átti hann sæti frá stofnun sjóðsins til dauðadags. Þá sat hann eitt kjörtímabil 1966-1970 í hreppsnefnd Borgar- neshrepps fyrir Álþýðubandalag- ið. Af framangreindri upptalningu er ljóst að Guðmundur hefur skilið eftir sig verulegan þátt í sögu verkalýðshreyfingarinnar í Borgar- nesi og nafn hans er skráð í sögu Verkalýðsfélags Borgarness með óafmáanlegum hætti. Eins og áður segir var Guð- mundur að eðlisfari mjög félags- lega sinnaður og hafði flest það til að bera, sem góðan félagsmála- mann má prýða. Hann átti mjög létt með að umgangast fólk, og var laginn að leita heppilegra leiða til lausnar félagslegum vandamálum án þess að missa sjónar á þeim meginmarkmiðum, sem að var stefnt hverju sinni. Hann var ein- lægur verkalýðssinni og sósíalisti að lífsskoðun en laus við alla kreddufestu og einstrengingshátt. í persónulegri viðkynningu var hann einstakt ljúfmenni og hjálp- fús svo að af bar. Ég held að hann hafi notið þess af heilum hug að rétta vinum sínum og félögum hjálparhönd og gera þeim greiða, m.a. þess vegna var gott að leita til hans með vandamál hvort heldur það snerti hina daglegu önn, eða um stærri framtíðarverkefni væri að ræða. Hann var einn þeirra manna sem hver maður verður ríkari af að kynnast og eiga að vini. Ég átti þess nokkrum sinnum kost að njóta gistivináttu og gest- risni hans og þeirra hjóna; frá þeim stundum á ég, og við hjónin, ómetanlegar minningar. Má ég svo að lokum þessara fáu og fátæklegu orða þakka Guð- mundi Sigurðssyni samfylgdina og samvinnuna. Við hjónin sendum Framhald á bls. 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.