Þjóðviljinn - 10.03.1984, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 10.03.1984, Blaðsíða 22
22 SÍÐA - ÞJOÐVILJINN Helgin 10. - 11. mars 1984 um helgina______________ Listkynning í Alþýðu- bankanum á Akureyri Bankinn kynnir að þessu sinni verk eftir Sigurð Kristjánsson, iðnverkamann. Slgurður er innfæddur Akur- eyringur, f. 1909. Hver kynning stendur í tvo mánuði. Amma þó! Edda Björgvinsdóttir og Gísli Guð- mundarson sem fara á kostum í nýja barnaleikritinu, Amma þó!, sem ver- ið er að sýna í Þjóðleikhúsinu. Ný gerð vörubretta úr plasti fyrir matvælaiðnaðinn MARGFALT BETRI SAMT r/ÓDÝRARI 7 O TÆKNILEGAR STAÐREYNDIR: Burðargeta: Vinnuálag 1 tonn og stöðu- álag 4 tonn jafndreift. Standast kröfur IST 70 um burðargetu, hreinlæti o.fl. (Engin óþarfa efni eru í brettunum svo sem POLYURETHANE.) Prjú togbönd eru neðst á fótum brettanna sem stóreykur öryggi við stöflun undir álagi og dreifir álaginu. Hálka brettanna er miklu minni en áður hefur þekkst vegna hins munstraða og stama yfirborðs, sem vörurnar hvíla á og er sams konar munstur á þeim flötum sem gaflar lyftaranna leggjast að þegar brettunum er lyft og stóreykur þetta öryggi ímeðferð. Við framleiðslu á brettunum er aðeins notað POLYETHELENE sem er viður- kennt í matvælaiðnaði Bandarikjanna (U.S. Food and Drug Administration), sem er lang strangasta reglugerð um allt er varðar matvælaiðnað. Verð:til fiskiðnaðarins 80x120sm kr. 1350 og 100x120 sm kr.1600 Qódur árangur og reynsla er þegar fengin hér í tií annara: hækkar verð um söluskatt 23,5X íslenskum matvælaiðnaði af þessum nýju vörubrett-1 um okkar. Stærðir í samræmi við alþjóðlega flutningastaðla Nýtísku vélabúnaður og nýjasta tæknikunnátta. „ÍSLENSK GÆÐAVARA Á GÓÐU VERÐI“ BORGARPLAST|HF sími 91-46966 Vesturvör 27 Kópavogi Sími 93-7370 Borgarnesi. leiklist Amma þól Nýja barnaleikritið eftir Olgu Guðrúnu gengur vel og hefur verið vel sótt. Tvær sýningar verða um helgina, sú fyrri á laugardag kl. 15.00 og sú síðari á sunnu- dag kl. 15.00. Leikendureru: Herdis Þor- valdsdóttir, Edda Björgvinsdóttir, Glsli Guðmundsson, Pálmi Gestsson, Örn Árnason, Árni Tryggvason, Sigurður Skúlason, Helga Jónsdóttir og Erlingur Gfslason. Sveyk f sfðarl heimstyrjöldlnnl leikrit Bertolts Brechts með söngvum eftir Hanns Eisler og byggt á skáldsögu Jaroslav Haseks um góða dátann, verð- ur sýnt tvisvar sinnum um helgina, á laugardagskvöld og á sunnudagskvöld. Leikstjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir og hljómsveitarstjóri er Jón Hlöðver Ás- geirsson. Helstu hlutverk leika: Bessi Bjarnason, Þóra Friðriksdóttir, Gunnar Eyjólfsson, Gísli Rúnar Jónsson, Bald- vin Halldórsson og Sigurður Sigurjóns- son. Lokaæfing eftir Svövu Jakobsdóttir, næstu sýning- ar: þriðjudag 13. mars og fimmtudaginn 15. mars. Fáar sýningar eftir. Lelkfélag Akureyrar Sfðasta sýning á söngleiknum vinsæla My fair lady veður ( kvöld laugardags- kvöld kl. 20.30, og verða þá sýningarnar orðnar 55 talsins. I aðalhlutverkum eru þau Ragnheiður Steindórsdóttir og Arn- ar Jónsson en þau þurfa nú að fara suður aftur. Leikbruðuland I Iðnó kl. 15.00 sýnir Leikbrúðuland Tröllaleiki, en þeir samanstanda af fjór- um einþáttungum: Ástarsögu úr fjöllun- um, Draumlynda risanum, Egginu og Búkollu. Hallveig Thorlacius, Bryndis Gunnarsdóttir og Helga Steffensen gerðu leikmynd og brúður, leikstjóri Þór- hallur Sigurðsson. Iðnó Guð gaf mór eyra. Sýning Laugardagskvöld, aöalhlutverk: Sigurður Skúlason og Berglind Stefáns- dóttir. Sýningum fer fækkandi. Forsetaheimsóknln. Miðnætursýning laugardagskvöld I allra síðasta sinn kl. 23.30. Glsl. Sunnudag kl. 20.00. Uþpselt. Leiklistarskóli Islands. Frumsýning á unglingaleikritinu: „Bara Ijón" eftir Anders Jarleby. Þýðandi er Olf- ur Hjörvar. Leikstjóri Þorsteinn Gunnar- son. Leikritið fjallar um unglinga á uppt- ökuheimlli. Frumsýningin verður kl. 15.00 i Kramhúsinu Bergstaðastræti 9b, bakhúsi. Aögöngumiðar seldir á skrif- stofu skólans Lækjargötu 14b sfmi 25020. myndlist Llstasafn ASl. Myndir úr Iffi mfnu er heiti á sýningu á verkum Jóns Engilberts sem nú stendur yfir f safninu. Á sýningunni eru 118 myndir og eru allar til sölu. Safnið er opið til 16. mars allar virka daga nema mánu- daga kl. 16-22 og um helgar kl: 14-22. Tvfþætt málverkasýnlng. Listmálarinn Hringur Jóhannesson sýnir verk sfn á tveimur stöðum. I Ásmundar- sal sýnir hann 38 olfupastelmyndir, en á Kjarvalsstöðum eru sýndar rúmlega hundrað mynda hans. Sýningarnar standa til 11. mars og verða þær opnar frá kl. 14-22.00. Sýnlng ó verkum Páls Isakssonar á Mokka: Páll Isaksson heldur sýningu á þrettán plasthúðuðum pastelmyndum á kaffi- húsinu Mokka á Skólavörðustfg. Mynd- Málverk Jóns Óskars á Kjarvalsstöð- um. 38 málverk Jóns Óskars eru nú sýndar á Kjalvarsstöðum. Myndirnar eru unnar með blandaðri tækni. Þessi fyrsta sýning Jóns stendur til sunnudagsins 11. mars. Málverkasýnlng að Bergstaðastrætl 15. Þýski listmálarinn Rudolf Weissauer sýnir um hundrað málverk, vatnslita- myndir, frumgraffkverk og pastelmyndir og eru myndirnar allar til sölu. Sýningin er opin daglega frá kl. 14.00-18.00. Edvard Munch f Llstasafnl fslands. Nú stendur yfir sýning á 17 grafíkverkum f eigu safnsins eftir norska málarann Edvard Munch. 14 myndana voru gefnar af Christian Gierlöff nánum vini Edvards, Ragnar Moltzau gaf þrjár myndir. Sýn- ingin er opin á sunnudögum, þriðju- dögum, fimmtudögum, og laugardögum frá kl. 13.30-16.00. Norrænar Ijósmyndlr f Gerðubergl. „Allir vilja eignast barn, en enginn ung- ling" er yfirskrift norrænnar Ijósmynda- sýningar, sem staðið hefur yfir I Gerðu- bergi að undanförnu. Sýningunni lýkur nk. sunnudag. Bllndrabókasafnlð Snertllist er yfirskrift höggmyndarsýn- ingar f húsi Blindrafélagsins að Hamra- hlfð 17, sem lýkur f dag frá kl. 14.00- 18.00. Mvndlr Bjargar Atladóttur. I Héraðsbókasafni Kjósarsýslu stendur nú yfir kynning á myndum Bjargar Atla- dóttur myndmenntakennara. Verk Bjargar voru sýnd á sýningunni „Kirkju- list" á Kjarvalsstöðum 1983. Sýningin verðuropin út marsmánuð frá kl. 13.00- 20.00 á venjulegum opnunartfma safnsíns. Gallerf Glugglnn. Gallerl Glugginn nefnist nýtt galleri sem hefur starfsemi sfna á morgun, með sýn- ingu á verkum Kristjóns E. Karlssonar. Eins og nafnið gefur til kynna er þetta Gluggagalleri, þ.e. sýningargestir geta skoðað sýninguna gegnum glugga á Garðastræti 2. Á horni Vesturgötu og Garðastrætls. Sólheimar, myndlr Guðmundar Ófelgs- sonar. I Sólheimum f Grfmsnesi stendur yflr sýning á verkum Guðmundar Ófeigs- sonar. Eru það hundrað vatnslitamyndir og fjörutfu teikningar. Guðmundur sem nú dvelst á elliheimili varfyrrum vistmað- ur á Kópavogshæli og dvaldist hann I mörg sumur f Sólheimum. Norræna húslð. Finnski listamaðurinn Máns Hedeström sýnir um þessar mundir f Norræna hús- inu leikhúsveggtjöld sem hann hefur gert fyrir KOM-leikhúsið f Helsinki og önnur leikhús. Á sýningunní er hluti leik- mynda hans við þallettinn Sölku Völku hjá Raatikkodans-lelkhúsinu. Sýningin stendur til 25. mars og er hún opin dag- lega frá kl. 14.00-19.00. Gallerf Langbrók I gallerí Langbrók stendur nú yfir kynning á verkum Sigrid Valtingojer. Hér er um að ræða teikningar og grafikmyndir og eru flestar þelrra til sölu. Gallerfið er opið á virkum dögum frá 12.00 til 18.00 en á helgum frá kl. 14.00 til 18.00. M(R-salurlnn. Kvikmynd um bernsku Gagaríns verður sýnd I MlR-salnum að Lindargötu 48, sunnudaginn 11. mars. Segir myndin frá bernsku Júrl Gagarfns, sem fyrstur fór (geimfari umhverfis jörð- ina 11. apríl 1961. Kvikmyndin er gerð 1976 undir stjórn Boris Grigoríévs. Skýringartextar á ensku. Aðgangur ókeypis. ýmislegt Flnnsk bókakynnlng. Laugardaginn 10. mars kl. 15.00 I Nor- ræna húsinu verða kynntar bækur úr út- gáfu ársins 1983 f Finnlandi. Helena Porkola sendlkennari f finnsku við Há- skóla Islands annast þessa kynningu, en gestur verður finnskl rithöfundurinn Tommy Taberman, sem kynnir verk sln og les upp. I tengslum viö bókakynninguna er bóka- sýning og bókaútlán. Áðagangur er ókeypls og alllr velkomnlr. Kvlkmyndaklúbburinn Norðurljós. Sunnudaginn 11. mars kl. 17.00 verður sænska unglingamyndin Mackan sýnd f Norræna húsinu. Leikstjóri og höfundur handrita er Birg- itta Svenson, og er þessi mynd fyrsta kvikmynd hennar. I aðalhlutverkum eru Maria Andersson, sem leikur Mackan og vin hennar Kenneth leikur Káre Mölder. Myndin gerist I sænskum smábæ á 7. áratugnum og fjallar um unglingsárin og hlutverk kynjanna. Mackan er 14 ára stúlka, sem leitar vina og öryggis I ó- tryggum heiml. Myndin er bönnuð börnum innan 12 ára. Aðgangskort eru seld I bókasafni og við Innganginn. Ljósmyndasýnlng. f Listmunahúsinu, Lækjargötu 2, stend- ur yfir sýning á myndum Guðmundar Ingólfssonar og Sigurgeirs Sigurjóns- sonar. Sýningin er opin sem hér segir: Virka daga frá kl. 10-18. Laugardaga og sunnudaga frá kl. 14-18. Lokað ó mánudögum. Sýnlngunni lýkur þann 18. mars. Hótel- og veltlngaskóllnn. Nemendur skólans standa dagana 9.- 11, mars fyrir sýnlngu I skólanum, ann- arri hæð Hótel Esju. Þar hafa þeir til sýnis dúkuð, skreytt borð og kalda rétti sem nemendur hafaunnið. Einnig kynna veitingahús og fyrirtæki það sem þau hafa á boðstólnum. Á staðnum verður svo sýnikennsla f matargerð og fleiru. Sýningin er opin laugardag og sunnu- dag frá kl. 10.00-22.00. tónlist Dómkirkjan. Kl, 17.00 hefjast sfðustu tónleikar finnska sönghópsins Köyhát Ritarir (fá- tæku riddararnir) en þeir eru staddir hér ásamt Kai Erik Gustafsson orgelleikara og Herman Rechberger tónskáldi. Leikin verða m.a, verk eftir Sibelius, Co- uperin, Bach, Mendelssohn, Kokkonen. Tónleikarnir verða I Dómkirkjunni. Egllsstaðlr Guðný Guðmundsdóttir konsertmeistari og Snorri Sigfús Birgisson pfanóleikari halda tónleika f Valaskjálf I dag, laugar- dag 10. mars.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.