Þjóðviljinn - 10.03.1984, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 10.03.1984, Blaðsíða 11
Helgin 10. - 11. mars 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 „Myndir úr lífi mínn“ 109 myndir eftir Jón Engilberts í Listasafni ASÍ Jón Engilberts var einn þeirra málara sem sprottinn var úr jarð- vegi kreppunnar á fjórða áratugn- um og endaði í abstraksjóninni eftir styrjöldina. Á þeirri þróun- arbraut gerðist þó margt sem skóp honum sérstöðu og því fer fjarri að Jón hafi gengið beina götu óhlut- bundinnar tjáningar. Reyndar er hið fígúratíva ávallt nærri í mynd- um hans, þótt rými og litaval sé byggt á huglægu mati. Þetta kemur skýrt fram í Listasafni ASÍ, en þar stendur yfir sýning á 109 myndum eftir Jón Engilberts. Þetta eru litlar myndir, margar hverjar risskennd- ar, gerðar með olíukrít, vatnslit- um, tússi og blýanti. Af þeim eru 78 sem listamaðurinn nefndi „Myndir úr lífi mínu“ og var það eins konar dagbók í myndum, sem listamaðurinn vann að frá 1954- 1966. Engin myndanna á sýning- unni hafa áður verið til sýnis. Hinar myndirnar 30 eru velflestar eldri en áðurnefnd syrpa og sumar þeirra ná allt aftur til millistríðsáranna. Jón Engilberts var mjög per- sónulegur málari ailt frá fyrstu tíð. Hann bjó yfir miklum teiknihæfi- leikum eins og sjá má af öllum verkunum á sýningunni. Ef til vill eru það einmitt þeir hæfileikar sem mestu hafa ráðið um styrk hans sem listamanns. Þar er hann óspar á frjálsa tjáningu, hömluleysi og hugmyndaríki. Litir hans eru heitir og rómantískir, en ávallt harmon- ískir. Þeir undirstrika teikninguna og lyfta henni upp en ráðast aldrei inn yfir landamæri hennar. Þannig njóta sín línur og litir í spenntum jafnvægisdansi og það er einmitt þetta hvikula jafnvægi sem gæðir þessar smámyndir lífi. Mér er ekki kunnugt um það í hve ríkum mæli Jón hefur hugsað sér þessar myndir sem sjálfstæð verk. Sumar eru greinileg riss fyrir stærri verk. Líklegt er að listamað- urinn hafi hugað að hvoru tveggja, án þess að vera bundinn einhverri ákveðinni áætlun. Það segir sína sögu að Jón hafði sjálfur undirbúið þessar myndir fyrir sýningu, þó svo honum entist ekki aldur til að fylgja þeim úr hlaði. Margt bendir til þess að listamaðurinn hafi verið að leita nýrra leiða, sjálfsprott- inna, þar sem hann gæti tjáð hug- myndir sínar og tilfinningar á sem hreinastan og beinastan hátt. „Myndirnar úr lífi rnínu" leiða einmitt hugann að því vandamáli sem margir iistamenn hafa staðið frammi fyrir, spurningunni um það hvernig yfirfæra megi ferskleik smámyndarinnar yfir á stærri og voldugri flöt. Það er ekki laust við að maður sakni stórra mynda sem hefðu getað sprottið upp af þessum hispurslausu verkum. En eflaust hefur þess háttar frjálsræði ekki hentað Jóni og hugmyndum hans um stórbrotin (monumental) mál- verk. Þess vegna nálgaðist hann aldrei hugmyndir Cobra-málar- anna meir en góðu hófi gegndi, en vissulega bendir margt til þess að þar hefði hann getað fundið list sinni verðugan samastað. Hann hefði ekki þurft að gefa hlutlægn- ina upp á bátinn, né heldur fantasí- una (en hún er einmitt rauði þráð- urinn í öllum myndunum á Lista- safni ASÍ), því ekkert mælir gegn sameiningu beggja þátta undir kjörorðum hins frjálsa abstrakt- stíls. Margt bendir til þess að Jón hafi verið bundinn klassískri afstöðu til myndlistar, þrátt fyrir alian sinn expressionisma. Þetta sést ef til vill ekki í fljótu bragði í smámyndun- um. En þegar betur er að gáð, koma allegroísk einkenni þeirra í ljós. Út úr fantasíunni gægist safn- mynd tákna sem leiða áhorfandann í sannleikann um efni myndarinn- ar. Á þetta bendir Björn Th. Björnsson í inngangi sínum að sýn- ingarskrá, þegar hann segir að þrátt fyrir nafnleysi margra mynd- anna megi auðveldlega kenna þráðinn í myndefni þeirra. En því nefni ég allegoríuna, að verkin eru ekki frásagnarkennd í hefðbundn- um skilningi, heldur vísa þau til sagna og ævintýra án þess að fylgja beint þræðinum líkt og mynd- skreytingar. Halldór B. Runólfsson skrifar Hér sést að þrátt fyrir tilfinn- ingaríki og nánast suðrænt yfir- bragð er Jón Engilberts sprottinn úr farvegi íslenskrar sagnalistar. Honum tekst að laða fram kraft þeirrar hefðar án þess að fórna þumlungi af gildum myndhugsun- arinnar. Því verður hann ekki af- greiddurmeð.,litterer-stimplinum“ eins og svo margir þeirra málara sem máluðu sagnaminni frá orði til orðs. Jón var alltof mikill mynd- listarmaður til að falla í slíka gryfju, enda var hann sér fullkom- lega meðvitaður um þær hættur. Þessi sýning í Listasafni ASÍ er vitnisburður um mikinn listamann sem skynjaði til hlítar þann kraft sem getur falist í lítilli rissmynd. Hann ofbýður hvergi þeim miðlum sem hann beitir, en slær heldur ekki af möguleikum þeirra. HBR Falleg hús eiga skilið það besta - líka þessi með flötu þökin. Breytum ekki útliti þeirra að óþörfu. Sarnafit þakdúkur hefur þegar leyst vanda fjölmargra húseigenda til frambúðar. Það er allt að helmingi ódýrara að endurnýjaþakið með Sarnafilþakdúkien að hœkkaþað upp meðsperrum og klœðningu. Auk þess heldur húsið upphaflegu útliti, útlitinu sem arkitektinn œtlaðist tilaðþað héldi um aldur og œvi. 10 ÁRA ÁBYRGÐ. FAGTÚN HF„ LÁGMÚLA 7, 105 REYKJAVlK, SÍMI 28230 FISLÉTTUR, FRÍSKUR BENSÍNSPARI SEM LEYNIR A SÉR. MICRA ÖRYGGIÐ FELST Í: gæðum og endingu sem Nissan verksmiðjurnar einar geta tryggt. GULLTRYGGÐ ENDURSALA á verði sem er það langbesta sem nokkur keppinautanna getur boðið á bílum sem eiga að heita sambærilegir. ORUGGASTA OG BESTA VALIÐ MISSAN MICRA DX kr.251.000,- NISSAN MICRA GL kr.263.000. —T- INGVAR HELGASON HF. Sýningarsalurinn/Rauðagerði, sími 33560.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.