Þjóðviljinn - 10.03.1984, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 10.03.1984, Blaðsíða 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 10. - 11. mars 1984 Nú þegar lærðir og leikir gapa í götin á fjárlögunum og upphefja kenningasmíð um þessi göt og önnur getur varla sakað að staldra við og bæta við léttúðar- fullum speglasjónum um blessað gatið. í fjölmiðlarokum nútímans gerast hlutirnir hratt fyrir sig einsog í skáldskap og hinurn hug- lægu vísindum hagfræðinnar. Hvenær kom gatið í ljós? Stjórn- arandstaðan á alþingi bendir á að það hafi verið ljóst frá upphafi, og vísar til nefndarálita og ræðu- halda við fyrstu til þriðju umræðu fjárlagafrumvarpsins fyrr í vetur. Émbættismennirnir bæta um bet- ur og vísa til sjórnarathafna á liðnum mánuðum sem fjölgað hafi götum og stækkað þau sem fyrir voru. Hins vegar er ekki nema rétt vika síðan Þjóðviljinn skýrði frá „gatinu" - og þá varð það til í opinberri umræðu. Rétt er að rifja upp með hvaða hætti þetta gat varð mál mála Iiðinnar viku. Albert Guðmundsson fjár- málaráðherra átti í átökum við aðra parta forystu Sjálfstæðis- flokksins og aðra ráðherra ríkis- stjórnarinnar dagana áður en sá ágreiningur hvarf í gatið. Þor- steinn Pálsson formaður Sjálf- stæðisflokksins, ráðherrar þess flokks auk forsætisráðherra gagnrýndu Albert harkalega fyrir Dagsbrúnarsamninginn - og létu þeir á sér skiljast að Albert bæri að stíga úr ráðherrastólnum. Al- bert lét sig ekki og fljótlega var Ijóst að hann hafði samúð og styrk sem forysta Sjálfstæðis- flokksins og ríkisstjórnarinnar lagði ekki í að brjóta niður. Um það leyti sem Albert var að bera sigurorð af keppinautum sínum um völd, kallaði hann á „huldu- herinn", hið vígreifa stuðningslið sitt. Á fundi hjá „hulduhernum" skaut fjármálaráðherra upp næsta flugeldi inní hina opinberu umræðu. Gatið. Sterki maðurinn Að lokinni aðförinni að fjár- málaráðherra var hann orðinn hinn „sterki maður" ríkisstjórn- arinnar; maðurinn sem bar sigur úr býtum við voldugustu stjórnmálamenn líðandi stundar í borgaraflokkunum tveimur. Fýlulegar athugasemdir forsætis- ráðherra og formanns Sjálfstæð- isflokksins auk harmagráts í á- lyktunum frá þingflokki Sjálf- stæðisflokksins og ríkisstjórninni voru staðfesting þessa. Ráðherr- ann var búinn að sýna þeim vald sitt - og hann vildi gera meira áður en þeim gæfist ráðrúm til að snúa á hann í refsingarskyni. Það sem meira var um vert - hann gerði ekki ríkisstjórninni sérstak- lega grein fyrir stóru vandamál- Kíkt í gegnum gatið unum, heldur vel að merkja fyrst hulduhernum, síðan fjölmiðlun- um. Albert hafði á orði í skýrslu- gjörð sinni á alþingi á fimmtudag að það hefði verið leikur fyrir sig að sópa vandanum undir teppið og láta sem ekkert væri þar til á seinustu mánuðum ársins. „En þannigstarfaégekki oghefaldrei gert. Eg kýs að koma til dyranna eins og ég er klæddur og gera þingi og þjóð grein fyrir fyrir- sjáanlegum vanda“. Málatilbún- aður ráðherrans ber klókindum hans nokkurt vitni. Hann er að segja að vandamálið sé okkar allra - og hann er ekkert að eigna sjálfum sér handvömmina vaná- ætlanir og klúðrið í kringum fjár- lagagerðina. Fjandvinir Alberts í ríkis- stjórninni og vonbiðillinn Þor- steinn Pálsson eru ekki eins stór- yrtir við fjármálaráðherrann og vegna Dagsbrúnarsamnings; hafa lært lexíuna sína - og segja hógværir að fjármálaráðherrann eigi eftir að koma með tillögur til lausnar vandanum. Þó lágt fari - er komið tilefni til næstu atlögu um það hvers það sé að koma með Iausnir á vandanum. Það má búast við skrautlegum átökum með vorinu um þau mál. Og hitt er vert að hafa í huga að áður- nefndir menn eiga Albert grátt að gjalda - flokkseigendaklíkan í Sjálfstæðisflokknum og ríkis- stjórn mun leggjast á eitt við að draga valdataumana úr höndum fjármálaráðherrans og ná honum útúr hvikulu ljósabaði fjölmiðl- anna. Það gæti orðið þrautin þyngri. Göt í fjárlögum er í sjálfu sér ekkert nýtt. En það er nýtt að fjárlög séu kynnt sem sérstaklega raunhæf, marktæk og raunsæ - en síðan beruð sem óraunhæf, ó- marktæk og óraunsæ aðeins tveimur mánuðum eftir að þau eru afgreidd frá löggjafarstofn- uninni. Albert og samráðherrar hans voru ekki einir um hinar sjálfbirgingslegu yfirlýsingar um fjárlagafrumvarpið. Málgögn ríkisstjórnarinnar Tíminn og Morgunblaðið voru ekki síður stórbokkaleg í sínum yfirlýsing- um. Tíminn bregst nú við einsog í gamla daga - reynir að vaða á hundasundi í land samanber leiðarinn „Gatið hans Alberts" - og Morgunblaðið bregður sér í gömlu brynjuna gegn fjármála- ráðherra sínum. Og Morgun- blaðið afklæðist ekki þeirri brynju úr þessu fyrr en Albert er orðinn valdalaus. Senunni stolið Þegar Albert gerði grein fyrir gatinu á alþingi, risu tveir ráð- herrar upp á eftir honum og fluttu nýjar fréttir. Þetta er gamalt bragð til þess að draga athyglina frá þeim sem talaði fyrstur. Steingrímur Hermannsson sagði frá váboðum í peningamálum; út- lán aukist um rúmiega þriðjung hjá peningastofnunum frá ára- mótum, skuldastaða ríkisins við Seðlabankann versnað frá ára- mótum um 857 miljónir og gjald- eyrishallinn aukist um 1340 milj- ónir á sama tíma. Þegar þetta bættist við stóra gatið í fjárlögum væru óveðurskýin farin að hrann- ast upp. Verðbólgan býr á bak við næsta leiti. Matthías Bjarna- son talaði næstur og boðaði hækkun til elli- og örorkuiífeyris- þega og gat þess að áætluð út- gjöld vegna þessa næmu 343 milj- ónum á ári. Ekki minnkar gatið við það. En með yfirlýsingum þeirra Steingríms og Matthíasar dofnaði hin dramatíska spenna í kringum fjárlagagataræðu Al- berts, sem Geir Gunnarsson kall- aði fjórðu umræðu fjárlaga. Margar kenningar Ýmsar kenningar eru uppi um það hvernig götin eru til komin: • Rangar upplýsingar til stjórnmálamannanna sem stýrðu fjárlagagerðinni. • Vanáætlanir stjórnmálamann- anna og of margir lausir endar. • Pólitískar ákvarðanir um aukin útgjöld og minni sparnað sem röskuðu forsendum fjárlaga. • Svik og undanbrögð samráð- herra og kerfiskarla við sparnað- aráform. • Vanþekking og máttleysi stjórnmálamannanna og emb- ættismanna á „stöðugu" efna- hagsástandi. Of vanir að stíla á þenslu. • Feluleikur fjármálaráðherra og hans manna við frumvarps- gerðina. • Sífelldar íviinanir og afsláttur hjá fyrirtækjum og hátekjufólki meðan saumað er að almenningi. Sjálfsagt er eitthvað til í öllu þessu og fleira kemur vafalaust til. Hingað til hefur ríkisstjórnin litið á launafólk sem verðbólgu- vald og skrúfað tekjur þess niður úr öllu valdi - og talið sig hafa unnið bug á verðbólgunni. Hins vegar benda þeir váboðar sem forsætisráðherra nefndi í sinni tölu auk gatsins sjálfs í fjárlögun- um til, að verðbólga gæti gert vart við sig að nýju þrátt fyrir hið lága kaup. Ríkisstjórnin kvað stefnu sína í efnahagsmálum felast í hin- um „raunsæju" fjárlögum. Nú hefur semsagt komið á daginn, að þau eru ekki marktæk, þau eru þvert á mót óraunhæf. Þá er spurning hvort ríkisstjórnin gangi nú ekki fram og segi: Stefna okk- ar í efnahagsmálum hefur reynst Óskar_______ Guðmundsson skrifar röng, ríkisstjórnin segir bless og þakkar fyrir sig. Tjaldið feliur. En þrátt fyrir dramatiska til- burði og rafurmagnaðar yfirlýs- ingar á víxl getum við því miður ekki átt von á „happy end“ í þeim dúr. Stórkapitalið og fyrirtækja- veldið sem með þessari ríkis- stjórn hefur náð pólitísku for- ræði, er ekki líklegt til að sleppa tangarhaldinu baráttulaust. Fábreytt úrrœði Á næstunni verður því þrefað um það hvað beri að gera í stöð- unni; hvernig ríkisstjónin geti hangið og stoppað að einhverju leyti uppí götin. Fram að þessu hafa forystumenn ríkisstjórnar- innar látið sé nægja strákslegar yfirlýsingar um það að beðið sé tillagna frá fjármálaráðherra (Steingrímur Hermannsson og Þorsteinn Pálsson). En það „en- fant terrible" í ráðherrastól hefur hins vegar vísað spaklega til eftir- farandi hópa og stofnana til lausnar á vandanum a) ríkis- stjórnar b) þingsins c) þjóðarinn- ar. Þegar deilt hefur verið um það í nokkrar vikur hver eigi að koma með tillögurnar, fjármálaráð- herrann, ríkisstjórnin, þingið eða þjóðin, komast menn væntanlega að þeirri niðurstöðu að grípa til margháttaðra ráðstafana. Ríkis- stjórnin með Albert sem tals- mann kemur til með að koma fram fyrir alþjóð og segja: Okkur er mikill vandi á höndum, þetta er vandamál okkar allra, við skulum leysa það í sameiningu! Þá koma tillögur um eftirfar- andi 1) Kynnt verða ný sparnað- aráform í öllum ráðuneytum, en þau koma fyrst og fremst til með að bitna á félags- og menning- armálum. 2) Fyrir alþingi verður lagt frumvarp um skattheimtu sem sögð verður koma á alla jafnt en bitnar harðast í raun á lág- launafólki. 3) Tekin verða erlend lán, flest í gegnum bakdyrnar. 4) Kvótinn verður rýmkaður. Ríkisstjórnin mun ekki velja eitthvern einn kost fram yfir aðra heldur grípa til margháttaðra ráðstafana í áðurnefndum dúr. Ef svo illa tekst til verður þröngt fyrir dyrum almúga- mannsins nær haustar. En skrípa- leikur ríkisstjórnarinnar gæti einnig endað öðruvísi. En þá erum við líka komin útí rabb um stærra Alþýðubandalag og dagsbrún nýs tíma. -óe ritstjórnararcin_______________________________ Hefur Sjálfstœðisflokkurinn menningarstefnu? íslandssöguumræðan, sem oft hefur verið vikið að í blöðum að undanförnu, hefur oftar en ekki sveigt fram hjá því sem mestu skiptir: en það eru möguleikar og leiðir til að koma skilningi og áhuga á fortíð og menningu þjóð- arinnar til nýrrar kynslóðar við nútímaaðstæður. Aðstæður sem einkennast meðal annars af því, að lýðskrumarar utan og innan í pólitík hamra á því í sífellu að þjóðin sé ekki frjáls nema hún hafi í gangi samtímis svosem tíu sjónvarpsrásir og tuttugu popp- stöðvar. Ein helsta ástæðan fyrir því, hve langt út í hött umræðan hefur einatt farið, er tengd því hvernig var til hennar stofnað. Hún hófst með nokkrum gauragangi í Morgunblaðinu sem gerði því skóna að búið væri að afnema ts- landssögu í skólum þegjandi og hljóðalaust og væri þar að líkind- um að verki einskonar innræting- arsamsæri marxista. Að vísu sýn- ist svo sem blaðið hafi ekki haft erindi sem erfiði þegar átti að fara að negla niður samsæri þetta. Samterennpaufast við,nú síðast í grein eftir einn af blaða- mönnum Morgunblaðsins á mið- vikudaginn var. Þar liggur við, að samfélagsfræðin sé í sjálfu sér tal- in marxísk, umræða um sam- vinnu og samhjálp, sem og áhrif samfélagsgerðar á einstaklinga - allt er þetta talið laumumarxismi. Ekki síst þar sem blaðamanni finnst á skorta í námsskrám um- getningu um blessun eignarrétt- arins. Við skulum vona að blaða- maðurinn hafi gleymt þeim skelfilegamarxisma sem er ádöf- inni í kristinfræði - enþarerþess getið að efnamenn geri best í að selj a eigur sínar og gefa fátækum. En þróun þessa máls í Morgun- blaðinu er reyndar um margt dæmigerð fyrir þær tilhneigingar í menntamálum sem uppi eru í Sjálfstæðisflokknum. Það er svo- sem engin nýlunda að haft sé hátt í Morgunblaðinu um að rauðliðar ráði alltof miklu í uppeldis- og fræðslumálum og í menningunni yfir höfuð, þar um hefur ungliða- deild flokksins gert margar sam- þykktir. Og það var jafnan fastur hluti af þessu sífri að það skipti miklu að Sjálfstæðisflokkurinn eignaðist sinn menntamálaráð- herra. En þegar því marki er náð reynist nokkuð erfitt framhaldið. Það reynist ekki auðvelt að koma höndum yfir hin margræddu marxísku samsæri í menning- unni. Það gengur heldur ekki vel að finna einhverja þá íhaldssama frjálshyggjustefnu sem eigi að koma í staðinn. Jafnréttisbarátta kvenna hefur til dæmis haft það víðtæk áhrif, að það dugir lítið að brydda upp á afturhvarfi til gam- alla íhaldssjónarmiða um fjöl- skyldu og uppeldi. Það vekur engan sérstakan fögnuð hvorki hjá kennurum né nemendum ef það boð er látið út ganga, að með því að stækka safn minnisatriða úr sögu landsins sé góð leið fund- in til að efla trúna á landið. Og það reynist ekki einu sinni innan Sjálfstæðisflokksins mögulegt að skapa samstöðu um að færa lista- líf og framhaldsnám í stór- auknum mæli undir veldi mark- aðslögmálanna að bandarískri fyrirmynd - eins og margir kapp- samir frjálshyggjumenn svonefn- dir helst vilja. Fleiri dæmi mætti nefna í þessum dúr. Þegar allt er saman lagt er nokkuð erfitt að spá í framvindu menningarmála hjá Sjálfstæðis- flokknum. íhaldsráð af ýmsu tagi eru þar uppi og rekur sig gjarna hvað á annars horn. Við hliðina á prédíkunum um lágmarksafskipti hins opinbera af frjálsri sam- keppni fer aðild borgarstjórn- armeirhlutans að fjölmiðlasam- steypu. Lofsöngur um gangvirki markaðslögmála blandast saman við bassadrunur pólitískra til- skipana. En eitt er þó víst: Sjálf- stæðismenn ætla síst af öllu að vanrækja þann löst sem þeir sjálf- ir vilja helst kenna við Framsókn: en hann er ósköp lágkúruleg fyr- irgreiðsla við þæga pólitíska pot- ara.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.