Þjóðviljinn - 10.03.1984, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 10.03.1984, Blaðsíða 15
Helgin 10. - 11. mars 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 Miðilsfundurinn: hann vill láta grafa upp bein sín og flytja heim.... í myndinni er útför þjóöskáldsins gerð frá hinni nýju kirkju Fals bónda í Eystridal. LokaþáUur hins smánarlep skrípaleiks me8 „bein“ |j| Jónasar Halkrímssonar •— I»iiií>va(Iaii<>fii<l og hinir JI2 grrllrudn noskar Irifar'* Iians s» I»ii«£vnIXiiiu f Klukkan 10,30 I gærmorgun ] föru nokkrir tyg*r manna af • i lungfi'rðabfium frá B, 8.) S. Petta var sá hój;»ur t>em : víillfinefnrí hufói útvaííð tíl &ð j vcra viftstadda minnfngarftt- ] höfn sina og uta.nnkísráðunryt- j ísinB u'm JóriHs Huilgrimsson ú ] ÞingvöIUan. ! Veönr n J>mgvÖllum var hið i akjósanlegafitn, stHRkíu og iogn. j Minníngai'nthöfníu höfst kh ] 12. Þíngvaiiakirkja var prýdd j eirJviðársvéígufn, I kirkjunní. j ílutti Bjami .Tónsson vfgslu- j Wskup rceðu. M. a. sagði hann að það vöknuðu margar spurn- ir.gar hjá töaniii þegar niaður a-tlaði að ganga upp tíl píöfs hjá Jónasí Hallgrfmssynh Varp- aðí hann fram þeirrí íspunúngu hvort Íslendingar gsetu i dag sagt meÖ jafn djúpri hrjfningir föðuriandsástarinnar og Jónas Hallgrimsson: Þótti l?ér ckkí Isiand þá yfírbragðsmikið tii að sjá? Við gröfina talaöi Sigurgeír Sigurðsson biskup. Miktl brjöst beíiindí voru I ræðu guðsmanns íns, en ekki auðnaðst honum að fara rútt með eriadí úr tjóðí Jónasar: Kg hið að hciisa. Hann kvuð Ijós myndi skína frá cinka grafreít Hrifiu-Jónasar, er hann nefndi „þjóðargrafreit.‘<. Séra Háífdáii Helgason kast- aði rekunum. Dómkírkjukórinn söng í kirkj unni og i gr.ifreiumm og Lúðra aveít Beykjavikur iék við grof- ína. • Úr kirkju báru ötvaldír þing menn ur iiði hfnna þrjátiu og tveggja kistuna og gengu fremstir Jónas frá Hrifiu og Úlafur Thora. I grafreitinn báru meðiimír rithÖfund»fóí«o« W*í»*»tíw** /Hfr ,Rithöfuntlar“ eiga nó að bera kistuna. (Það er Hagaiin sem skyggir á kistu 4ónasar Hailfcrimssonar). 'ialll f leil A Ai \ í>amjty fekt 1 málaneftu j 19-þi Iþuríi e „Hithöfundar" or náttúruh'seðingar bera kistuna síöasta spiiiinn til grafar. \í[iýðiiNniigi>andsþiiigiö Frásögn Þjóðviljans af athöfninni á Þingvöllum i nóvember 1946: „útvaldir þingmenn úr liði hinna þrjátíu og tveggja" sem samþykktu Keflavíkursamninginn. Ólafur Thors forsætisráðherra og Þing- vallanefnd munu allir hafa komið við sögu þeirrar togstreitu sem nú hófst um beinin. Sigurjón Pétursson ók svo beinunum á vörubíl sínum aðÞverá í Öxnadal,lét bera kistuna á göngubrú yfir Öxnadalsá og flytja síðan á hestvagni um tuttugu mínútna leið að Bakka, því hvergi fékkst hann til að skilja þau eftir nema þar, og gaf kirkju- bónda um leið ströng fyrirmæli um að láta kistuna ekki af hendi án síns leyfis. Ég hefi ekki stolið beinunum, sagði Sigurjón reyndar í símtali við Þjóðviljann. „Það er ég sem á beinin - Þingvallanefnd ætlar að stela þeim af mér“. Hneyksli Nú voru góð ráð dýr. Það tókst að vísu að flæma Sigurjón Pétursson af staðnum, en nú kom upp hreyfing með Öxndælum að þeir ættu ekki að láta beinin af hendi. Um það segir Þjóðviljinn: „Bændur fyrir norðan hyggjast nú binda endi á þá smán sem kvislingar og beinaræningjar, kuklarar og snobbar hafa sýnt minningu Jónasar Hallgrímssonar. Vilja þeir hindra að beinin komist aftur í hendur óhlutvandra braskara og krefjast þess að „bein“ Jónasar fái að hvíla í mold æskustöðva hans“. Jónas frá Hriflu lætur að því liggja seinna í blaði sínu Ófeigi, að Öxndælir hafi í þessu máli lent í samsærisáróðri komma og Framsóknar- manna sem vildu nota málið til að gera Þingvallanefnd og ráðamönnum öðrum skráveifu. Hvað um það: sú málamiðlun var gerð, að á Bakka færi fram minningarat- höfn um Jónas Hallgrímsson. Séra Sigurður á Möðruvöllum flutti þar ræðu og „deildi þunglega á þá sem ábyrgð bera á þeirri meðferð sem jarðneskar leifar Jónasar Hallgrímssonar hafa hlotið eftir að þær komu til fósturjarðarinnar" (Tíminn). Síð- an voru beinin flutt „með fógetavaldi" suður. Þjóðviljinn birti svo þann 12. októ- ber leiðara um málið sem nefndist „Þung- bært þjóðarhneyksli“ og þar er „eitt hið ógeðfelldasta hneyksli sem yfir þessa þjóð hefur dunið“ ekki skrifað á reikning Sigur- jóns á Álafossi fyrst og fremst, heldur þeirra „fulltrúa siðlausrar, menningar- lausrar yfirstéttar sem ætluðu að nota látið þjóðskáld sér til upphefðar“. Ritskoðun Það er reyndar rétt að vekja á því athygli, að aðeins tvö blöð, Þjóðviljinn og Tíminn, sögðu frá beinamálinu. Sá sem flettir upp í Morgunblaðinu, Vísi og Alþýðublaðinu sér þar ekki staf um allar þessar uppákomur. Jónas frá Hriflu segir í Ófeigi frá því hvernig á þessari sérstæðu ritskoðun stóð. Þing- vallanefnd bað ríkisstjórnina um að biðja blaðafulltrúa sinn um að biðja forráða- menn dagblaðanna í Reykjavík um að þegja í hel beinaævintýrið „þar sem svo óvenjuleg framkoma kynni að spilla áliti þjóðarinnar erlendis“. Lætur Jónas þess og getið, að menn hafi verið hvað hræddastir við að Danir ályktuðu að ekki yrði íslend- ingum treystandi til að taka við handritum heim ef þeir gætu ekki einu sinni passað upp á táknræn bein! Athöfn á Þingvöllum Það er svo ekki fyrr en sextánda nóvem- ber að útför marghrakinna beina fer fram á Þingvöllum að viðstöddum um það bil 200 manns. Og nú hefur Morgunblaðið loksins fengið málið: það birtir myndir góðar frá útförinni og segir að athöfnin hafi verið „virðuleg en laus við allan íburð og tilgerð". Kistan stóð á kirkjugólfi. „Var það vönduð eikarkista sem Þingvallanefnd hefur látið gera“. Séra Bjarni Jónsson flutti minning- arræðu. Þingmenn báru kistuna úr kirkju - m.a. Ólafur Thors, Jón Pálmason forseti Sameinaðs þings og Jónas frá Hriflu (í At- ómstöðinni „blýgrái sorglegi maðurinn sem gaf út blaðið"). Þjóðviljinn segir að þetta hafi verið „útvaldir menn úr liði hinna þrjátíu og tveggja" - m.ö.o. þeirra sem höfðu samþykkt Keflavíkursamninginn. í grafreitinn báru kistuna fjórir rithöfundar og fjórir náttúrufræðingar. En Rithöfund- afélagið hafði reyndar neitað þátttöku - „Hagalínsfélagið“, Félag íslenskra rithöf- unda, lagði hinsvegar til líkmenn: Hagalín sjálfan, Guðmund Daníelsson, Jakob Thorarensen, Friðrik Brekkan. Jónas frá Hriflu segir um þetta m.a. „Fáeinir komm- únistarithöfundar og náttúrufræðingar sem ekkert hafa aðhafst til að sýna kunnáttu eða hæfileika létu Þjóðviljann ginna sig til að mótmæla greftrun skáldsins á Þingvöllum". Þjóðviljinn segir aftur á móti: „Sýnir þetta mál hvermg einstakir óhappamenn, sem ekki ráða við sig, geta leitt óafmáanlega smán yfir heila þjóð. Einkabrölt Jónasar frá Hriflu með grafreit- inn á Þingvöllum er undirrótin. Fyrst fær hann kuklara, en síðan svokallaða æðstu menn þjóðfélagsins til að dansa eftir sinni pípu og niðurlægingin bitnar á allri þjóð- inni“. Að athöfninni lokinni var gengið í Kon- ungshúsið, segir Þjóðviljinn ennfremur, og drukkið erfi Jónasar Hallgrímssonar í kaffi og koníaki. Skítugur leir íMogganum Þetta mál tekur síðan þeim ummyndun- um sem lesa má í Atómstöðinni - og það þýddi, að því var ekki lokið. Hægrimenn voru bókinni mjög reiðir og braust sú gremja með hvað eftirminnilegustum hætti fram í grein eftir Kristján Albertsson sem birtist í Morgunblaðinu 12. júní 1948. Heitir greinin „Skítugur Ieir“ og er það sú einkunn sem Kristján vill gefa skáldsögu Halldórs. Kristján er ekki aldeilis á þeim buxum, að í skáldsögu gildi önnur lögmál en í sagn- aritun. Hann segir að Halldór Laxness hafi ritað bók sem sé „að mjög miklu leyti ekki annað en ósvífinn og smekklaus lygaþvætt- ingur". Meðferðin á beinamálinu er veiga- mikil ástæða fyrir því að Kristján tekur svo stórt upp í sig. Hann vill bera blak af Ólafi Thors forsætisráðherra og vísa út í ystu myrkur þeirri skoðun, að stjórnvöld hafi gripið til þeirra „lymskufullu ráða til að svæfa þjóðina meðan verið væri að fremja landráðin" með því að senda eftir beinum Jónasar Hallgrímssonar til Kaupmanna- hafnar. Segist Kristján hafa heyrt á samtali Ólafs Thors forsætisráðherra og Sigurjóns á Álafossi um málið sem afsanni að þar sé samband á milli. Þetta mál, sem og drykkjuraus forsætisráðherra skáldsögu- nnar heima hjá Búa Árland um landsölu er það sem mest fer fyrir brjóstið á Kristjáni Albertssyni. Hann reynir að útskýra Atóm- stöðina með því að vísa til þess að Halldór Laxness sé „einhver stríðnasti maður á ís- landi“. Sé stríðni hans stundum fyndin en stundum ekki og „á vissum takmörkum verður hún að smekkleysi eða ruddaskap eða hreinum kvalalosta (sadisma)“. Tekur Kristján sérstaklega dæmi af hinum Danska Leir skáldsögunnar til stuðnings við mál- flutning sinn. Kristján Albertsson kemur undir lok greinarinnar upp um ótta sinn við samtíma- skáldsögu sem hittir í mark með svofelldum hætti: „Hverjum geta dulist hinir nálega ótak- mörkuðu möguleikar til rógs og lyga, sem hin pólitíska lykilsaga hefur fram yfir blaða- greinar, vegna þess að lykilsagan þarf ekki að nefna hina ofsóttu og svívirtu með réttu nafni og getur þó látið skiljast við hvern er átt?“ Og lýkur hér frásögn af beinamáli. ÁB. Gera þér mesta svívirðing Eftir hina sérstæöu greftrun „beina“ Jónasar Hailgrímssonar á Þingvöllum birtist svofellt kvæöi í Þjóðviljanum. Höfundar er ekki get- ið. Þjáning og böl féll þérí skaut þyngri refsingu enginn hlaut: Minningu þína eftir öld ásækir fylking hjartaköld. Það hefnir sín oft að yrkja Ijóð sem umkomulitla og snauða þjóð hefja í ódauðleikans Ijós - en leirinn fær alltaf gull og hrós. Yfirbragðsdökk og úlfgrá hjörð afneitar þinni fósturjörð. Hún sækir þig yfir úfin höf ofan í kalda, djúpa gröf. Og galdramenn allir ganga á þing að gera þér mestu svívirðing. Loks eru brotnu beinin þín borin af Gvendi Hagalín.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.