Þjóðviljinn - 10.03.1984, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 10.03.1984, Blaðsíða 9
Samvinnubankinn á Húsavík mun frá og með þriðjudeginum 13. mars nk. auka við þjónustusvið sitt og sjá um sölu á ferða- og námsmannagjaldeyri. Þar verður einnig hægt að stofna innlenda gjaldeyrisreikninga auk þess sem útibúið veitir alla þjónustu varðandi VISA-greiðslukort. ERLEND VIÐSKIPIl Helgin 10. - 11. mars 1984 ÞJOÐVILJINN - SÍÐA 9 Anægjulegur Einnig má geta þess að Kristinn Hallsson er nú hættur og við hlut- verki hans hefur tekið Símon Vaughan óperusöngvari. Það verður mikið um að vera í ís- lensku óperunni þessa helgi sem aðrar. Nú skulum við leika það að einstæð móðir týnir hundraðkalli í kjörbúð... sem eins og „dansar" textann og svo sem einstaklinga, þar sem hver og einn ríður sínu hugmynda- hrossi. Hér er framagosinn vænt- anlegi sem þarf ekki að læra að berja að dyrum því hann ætlar að láta banka hjá sér, jákvæða stúlkan sem ætlar að leysa vanda heimsins með blíðu brosi, kommastelpan sem greinir ótútlegt fésið á auðvaldinu í hverri tillögu, jafnréttiskonan sem er með hlið- stæðum hætti nösk á karlrembu- veldið, kúristinn sem heimtar upp- iýsingar um yfirvofandi skyndi- próf, listafríkin, sú hundleiða, sú kjarnorkuskelfda. Þetta er heil- mikið persónusafn og leikararnir, sem eru að sjálfsögðu misjöfn leikaraefni, eru í raun furðu jafn- stíga í árangri.Svo mjög að það er ekki vel við hæfi að nefna suma og aðra ekki. Þessi heildarblær, þar sem veikir punktar voru lítt áber- andi, er einmitt það sem öðru fremur er ástæða til að óska að- standendum sýningarinnar til ham- ingju með. Hitt er svo annað mál, að þótt textinn sé oft bráðskemmtilegur, þá lyppast leikurinn nokkuð svo niður undir lokin. Eitthvert ráð- leysi hefur gripið um sig og ekki tekist að finna svör við. En leikur af þessu tagi getur lengi breyst, og má vera að upp vakni einhver sú óvænt hugmynd sem lyfti honum aftur í þann farsæla farveg sem hann rennur í fyrir hlé. misskilningur geðshræringum sem um einn menntaskóla fara. Það er haft eftir höfundi að leikritið sé „farsi um misskilning í menntaskóla". Allt í einu er tekið upp á því að kenna áfanga í Framkomu- og snyrtisérfræði og sú uppákoma er höfð til að ögra sjálf- umleikanunt hjá hverjum ogeinum nemanda. Uppi yfir svífur kenn- arastofan þar sem iífsþreyttir menn tefla skák sem eins er víst að sé um leið tilfæringar með peðin í skólastofunni. Og það er ekki allt á hreinu með það hver er kennari og hver nemandi - er lögð áhersla á það bæði með innskotssögu af forboðnum ástum milli skólastofu og kennarastofu og uppstokkun í hlutverkum. Úr samvinnu Antons Helga, Hlínar leikstjóra og sautján manna leikhóps hefur til orðið skemmtileg sýning. Textinn er oft ágætlega fyndinn og Hlín Agnarsdóttir sýnir gott hugvit og útsjónarsemi í því að virkja sveit sína - bæði sem hóp Húsavík Talía Aðiaðandi er veruldin ánægð Anton Helgi Júnsson skrifaði í sam- vinnu við Hlín Agnarsdóttur leikstjóra og leikhópinn. Leiklist á mikil ítök í skólum eins og menn vita, en sá áhugi tryggir ekki samfellda gullöld í leikstarf- semi á einhverjunt einum stað. Frumkvæðið er á flakki - og eins og er dafnar það vel hjá Talíu, leiklist- arsviði menntaskólans við Sund. Árni Bergmann skrifar um leiklist Og í fyrrakvöld gerðust þar þau tíð- indi sem sjaldgæf eru, að frumsýnt var nýtt leikrit íslenskt, sem þar að auki var samið sérstaklega fyrir leikhópinn og nátengt öllum þeim íslenska óperan: Nýr hljómsveitar- stjóri og söngvari Sú breyting er orðin á sýningum hjá íslensku óperunni á La Travi- ata eftir Verdi og Rakaranum í Se- villa eftir Rossini, að við hljóm- sveitarstjórn af Marc Tardue hefur tekið Páll P. Pálsson. Óperan Rakarinn í Sevilla verð- ur sýnd á laugardag kl. 20.00 og á sunnudag á sama tíma og er uppselt á báðar sýningarnar. Athygli má vekja á því að fáar sýningar eru eftir á óperunni La Traviata. Félag hesthusaeigenda Aöalfundur hesthúsaeigenda í Víðidal verður haldinn í félags- heimili Fáks mánudaginn 12. mars 1984 kl. 20.20. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundastörf 2. Önnur mál Ath. Borin verður fram veigamikil tillaga þess efnis að stjórn félags- ins skuli nýta sér framkvæmda- vald sbr. 15. grein laga félagsins til að Ijúka við og snyrta hesthús, taðþrær og lóðir á kostnað eigenda. Stjórnin Styrkir til framhaldsnáms iðnaðarmanna erlendis Menntamálaráöuneytiö veitir styrki til iönaöarmanna, sem stunda nám er- lendis, eftir því sem fé er veitt í þessu skyni í fjárlögum 1984. Umsóknum um styrki þessa skal komið til menntamálaráðuneytiisins, Hverl- isgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 4. apríl næstkomandi. Menntamálaráðuneytið 7. mars 1984 OPGL Opel er vestur-þýskur fram í felgur. Þér nægir ekkert minna, þegar þú velur fjölskyldubílinn. HOFÐABAKKA 9 SIMI 687300 GÆÐAEFTIRLIT MED GÆÐAVÖRUM

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.