Þjóðviljinn - 10.03.1984, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 10.03.1984, Blaðsíða 21
Helgin 10. -11. mars 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 21 Alan Sontag við spilaborðið. Valgerður Kristjánsdóttir fylgist með af áhuga. Bridgehátíð 1984 Heimsmeistari fer á kostum Sveit Alans Sontag frá USA vann yfirburðarsigur í sveita- keppninni á Bridgehátíð 1984. Hún vann alla sína leiki með mikl- um mun og er upp var staðið hafði hún 161 stig af 170 mögulegum. Vissulega afar sannfærandi sigur í jafnsterkri sveitakeppni. Með Sontag voru í sveitinni: Alan Cok- in, Mark Molson og Steve Sion. Röð efstu sveita varð þessi: 1. sv. Alans Sontag 161 st. 2-3. sv. Samvinnuferða- Landsýn 118 st. 2-3. sv. Gests Jónssonar 118 st. 4. sv. Tony Sowters Bretl. 110 st. 5. sv. Thorstens Bernes Danm.-ísl. 109 st. 6. sv. Sigurðar B. Þorsteinss. 108 st. 7. sv. Hans Göthe Svíþj. 103 st. 8. sv. Runólfs Pálssonar 102 st. 9. sv. Úrvals 97 st. 10. sv. Guðjóns Einarssonar 95 st. Árangur sveita var afar misjafn. Frammistaða Samvinnuferða kem- ur fáum á óvart, en í þessu móti spilaði Einar Guðjohnsen með þeim. Sveit Gests Jónssonar stóð sig með glæsibrag, enda spilaði hún við flestar sterkustu sveitirnar. t>eir unnu 6 leiki en töpuðu stórt fyrir Sontag, einsog aðrar sveitir. Þeir bresku sóttu í sig veðrið undir lokin og náðu 4. sætinu öllum á óvart, enda með Monrad byr um miðbik mótsins. Sveit Sigurðar B. kom nokkuð á óvart, en með þeim Gylfa spiluðu Eiríkur Jónsson og Páll Valdimarsson. Sú sveit sem kom þó langmest á óvart, var sveit Guðjóns Einarssonar. Hún var á tímabili nefnd „hulduherinn“ því fáir vissu hverjir skipuðu þá sveit. Með Guðjóni voru hins vegar þeir: Hrannar Þór Erlingsson, Böðvar Magnússon og Hreinn Hreinsson. Allt ungir spilarar og efnilegir. Böðvar bróðir þeirra Rúnars og Ragnars (sem er í sveit Gests Jóns- sonar). Mikil efni þar á ferð. Um sjálft mótið, fyrirkomulag þess, skal ekki fara mörgum orð- um. Að mati umsjónarmanns er ekki styrkleiki fyrir hendi hér á landi, til mótshalds sem þessa. Frekar ætti að skipa sveitum í tvo riðla, spila 5-7 16 spila leiki í und- anrás og síðan hafa úrslitaleiki um 1-2, 3-4, 5-6 o.s.frv. á milli riðl- anna, er undanrás er lokið. Þannig fæst hreinn úrslitaleikur og áhorf- endur losna við að sjá eina sveit taka allar aðrar í „bakaríið" einsog gerðist í þessu móti. Einnig býður þetta uppá meiri spennu fyrir keppendur, einhverju að keppa að. En þetta er aðeins ein hugmynd og eflaust eru fleiri hugmyndir inni í myndinni. Stefnan má ekki vera sú að útiloka neina sveit, eins og sumum fannst vera í þessu móti með því að hækka vinnings- skalann úr 20 vinningsstigum uppí 30 vinningsstig. Þetta gefur „sterk- ari“ sveitunum vissulega forskot. Því fleiri spil milli meistarans og byrjandans, því meiri líkur á sigri þess fyrrnefnda. Ekki satt? Ólafur Lárusson skrifar um bridge Og að lokum þarf það að vera skýrt, að skipa mótsnefnd fyrir mót einsog þetta, sem ákveður fyrir- komulag, en ekki láta einstaka keppanda um að ákveða hvernig hlutirnir eiga að ganga fyrir sig. Þetta er aðeins vinsamleg ábend- ing, en skilar sér þegar fram í sækir. Of mikil persónuleg áhrif einstakra manna á mótshald eru aldrei til góðs, þó vissulega einhver verði að „stjórna". Nóg um það. Bridgehátíð 1984 er öllum að- standendum hennar til sóma. Bridgesamband íslands, Bridgefé- lag Reykjavíkur og Flugleiðir eiga þakkir skildar, fyrir sitt framlag til íslenska bridge-ins. Fyrir hönd keppenda og annarra, leyfir þátt- urinn sér að koma þessum þökkum til skila. Val á landsliði á Ólympíumót 1984 í landsliðsnefnd BSÍ eiga sæti árið 1984: Jakob R. Möller, for- maður, Björn Theódórsson, Gylfi Baldursson og Stefán J. Guðjohn- sen. Meginverkefni nefndarinnar er að velja þau landslið sem stjórn BSÍ felur nefndinni að velja, auk þess að fylgjast með undirbúningi áður en endanlegt val fer fram. Þegar hefur verið ákveðið að senda landslið á Ólympíumót í sveita- keppni, sem haldið verður í Seattle í Bandaríkjunum í lok október og byrjun nóvember 1984 Val landsliðs til Seattle mun fara fram í þremur áföngum: 1. Butler-keppni allt að 16 para heigina 11.-13. maí 1984. 2. Keppni 6-8 para, sem efst eru samkvæmt 1. lið um mánaðamót ágúst-september 1984. 3. Reglubundnar æfingar yfir sumarmánuðina fyrir 6-8 para hópinn. Settar verði reglur um lágmarks æfingasókn. Pörum, sem ekki ná lágmarkinu, kann að verða vikið úr hópnum, séu skýringar ekki fullnægjandi. Að lokinni keppni samkvæmt 2. lið verður landsliðið valið úr 6-8 para hópnum, þó þannig að efsta parið í seinni keppninni er sjálf- krafa valið. Að öðru leyti verður valið eftir frammistöðu í seinni keppninni og með hliðsjón af fyrri frammistöðu. Fyrirliði verður skipaður af stjórn BSÍ að höfðu samráði við landsliðsnefnd og landsliðið, nema hann verði skipaður áður, en þá verður val hans rætt við 6-8 para hópinn. Rétt er að fram komi, að lands- liðsnefnd hefur það á valdi sínu hvort pörin, sem áfram fara eftir keppni samkvæmt 1. lið verða 6 eða 8. Við þá ákvörðun verður einkum höfð hliðsjón af því, hvort í 7. og 8. sæti eru pör, sem áður hafa sýnt að þau eigi fullt erindi í lands- lið. Þeir spilarar, sem hug hafa á að taka þátt í Butler-keppninni 11,- 13. maí eru beðnir að tilkynna það til skrifstofu BSÍ eigi síðar en 24 apríl fyrir kl. 17.00. íslandsmót kvenna og unglinga í sveitakeppni Mótin fara fram samhliða á Hót el Hofi 17. og 18. mars. Spiluð verða ca 100 spil, á laugardag laugardagskvöld og sunnudag Spilamennskan á laugardag hefst kl. 13.00 og er áætiað að mótunum ljúki um kl. 18.00 á sunnudag. Keppnin fer þannig fram að allir spila við alla og verður spilafjöldi leik ákvarðaður þegar fjöldi sveita liggur fyrir. Þ^tttökutilkynningar þurfa að hafa borist til 'Jóns Baldurssonar fyrir kl. 17.00 fimmtudaginn 15 mars. Þátttökugjald er kr. 1200.- sveit. Eftirtalin númer hlutu vinning happdrætti Bridgesambands Is lands: 1. vinningur nr. 681. 2. vinningur nr 269. 3. vinningur nr. 20. 4. vinningur nr. 200. 5. vinningur nr. 902. BSRB Ríkisstarfsmenn í BSRB Utankjörstaöaatkvæðagreiösla um aöal- kjarasamninginn er á skrifstoíunni Grettis- götu 89 á skrifstofutíma til þriðjudagsins 20. mars. Yfirkjörstjórn Ferðalög til útlanda eru tilvalin um páskana - einkum af tveimurástæðum. í fyrsta lagi tapast fáir vinnudagar. (Þú tekur átta daga frí og ferð í 15 daga ferðalag.) í öðru lagi skartar náttúran í Evrópu sínu fegursta í vormánuðinum apríl. Sœluhúsí HOLLANDI 1 vika (4 vinnudagar) 20.-27. apríl Það er mikið um að vera í Hollandi um páskana á skemmtana-, lista- og íþróttasviðinu. Þægileg dvöl í sæluhúsunum í Eemhof skammt frá Amsterdam. Verð kr. 11.600 (miðað við 6 í húsi). Sundhöllin _ dagleg ánægia > Eernho' GRIKKLAND 2 vikur (8 vinnudagar) 10.-24. apríl Fjölskrúðug náttúra Grikk- lands er aldrei fegurri en á vorin - veðrið er dásamlegt, ströndin hrein og sjórinn tær. Gisting í lúxusíbúðunum í White House. Verð kr. 17.500 (miðað við 6 í íbúð). Samvinnuferóir - Landsýn AUSTURSTRÆT112 - SÍMAR 27077 & 28899 Eiginmaður minn Kristinn Marteinsson skipstjóri Dagsbrun Neskaupstað verður jarðsunginn frá Norðfjarðarkirkju mánudaginn 12. mars kl. 14. Rósa Eiríksdóttir Þökkum vináttu og samúð við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu Ingiríðar Árnadóttur Skólavöllum 4 Selfossi Arni Einarsson Unnur Einarsdóttir Jóna Einarsdóttir og barnabörn. Guðrún Lillý Ásgeirsdóttir Gunnar Á. Jonsson Jón Helgi Hálfdánarson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.