Þjóðviljinn - 10.03.1984, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 10.03.1984, Blaðsíða 13
Helgin 10. -11. mars 1984 ÞJOÐVILJINN - SIÐA 13 Minning Framhald af bls. 12 börnum hans, tengdabörnum og barnabörnum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Þórir Daníelsson. Guðmundur Valgeir var fæddur að Smiðjuhólsveggjum í Álftanes- hreppi. Foreldrar hans voru Sig- urður Otúelsson og kona hans Er- lendína Erlendsdóttir, bændur lengst að Leirulækjarseli. Foreldrar Sigurðar voru Otúel Guðnason og kona hans Þuríður Sigurðardóttir. Foreldrar Er- lendínu voru Erlendur Erlendsson og Guðrún Þorkelsdóttir. Guð- mundur var afkomandi bænda á Mýrum vestur og alinn upp við hin kröppu kjör á öðrum áratug þess- arar aldar. Hann ólst upp hjá for- eldrum sínum, ásamt eftirlifandi bræðrum sínum, Sólmundi, sem fæddur var 1899 og Gunnari sem var fæddur 1915. Foreldrar Guð- mundar urðu fyrir þeirri miklu raun að missa þrjú börn á einni viku úr barnaveiki árið 1911. Árið 1903 misstu þau ungan dreng, Guðmund að nafni. Svo grimm voru örlögin þessu góða fólki. Guðmundur vann við landbún- aðarstörf hjá foreldrum sínum og öðrum bændum í sinni heimasveit fram yfir tvítugsaldur.Sjóróðrar á árabátum voru árvisst starf á hverju vori og var fiskað á hand- færi. Fuglatekja var og stunduð á þessum árum. Guðmundur varð ungur góður veiðimaður, og stund- aði ýmsar veiðar í tómstundum sín- um um dagana. Hann fór á nokkrar vertíðir á Vatnsleysuströnd og í Grindavík. Það var helsti bjarg- ræðisvegur dugandi bændasona á gömlu kreppuárunum. Guðmund- ur var eitt námstímabil á skólanum að Huakadal, og talaði um skóla- stjórann, Sigurð Greipsson, af mikilli virðingu og hlýhug. Á árunum 1940 - 1944 var Guð- mundur í Reykjavík, hafði eignast vörubifreið og vann við akstur hjá herliðinu. Árið 1944 fluttist hann til Borgarness. Hóf hann þá störf hjá Kaupfélagi Borgfirðinga við bifreiðastjórn og stundaði þá vinnu til ársloka 1982. 25. nóvember 1944 kvæntist Guðmundur Ingvarínu Einarsdótt- ur, mikilli ágætis konu. Hun var Grindvíkingur, fædd 15. septemb- er 1917. Þau hjón byggðu sér hús í Borgarnesi, sem þau stækkuðu síð- ar og endurbættu. Börn þeirra hjóna eru: Erla, fædd 1945, gift Boye Pe- dersen. Þau eiga tvö börn og búa í Danmörku. Þorgeir, fæddur 1949, kvæntur Rebekku Benjamíns- dóttur. Þau eiga fjögur börn og búa í Borgarnesi. Eydís, fædd 1951 gift Þorsteini Benjamínssyni. Þau eiga tvö börn og búa í Borgarnesi. 20. nóvember 1972 missti Guð- mundur eiginkonu sína. Það varð honum mikið áfall. Fráfall hennar kom svo óvænt og snöggt. Guð- mundur fór til Reykjavíkur þennan morgun til að sitja þing A.S.I. Inga varð bráðkvödd á heimili þeirra þann dag. Guðmundur V. Sigurðsson var ágætur félagshyggjumaður og drengur góður, mikill félagi og vin ur. Þrátt fyrir langan vinnudag við mjög erfið störf, tók hann að sér, fyrir beiðni félaga sinna for- mennsku í Verkalýðsfélagi Borg- arness. í 13 ár, 1960 -1973, var hann formaður félagsins. Hann var mjög farsæll í því starfi og hafði traust félagsmanna. Guðmundur var kosinn í sveitar- stjórn 1966, sat í fjögur ár í hrepps- nefnd Borgarness. Guðmundur var fulltrúi síns fé- lags á mörgum þingum Alþýðu- sambandsins og Verkamannasam- bandsins. Hann var í fyrstu stjórn Lífeyrissjóðs Vesturlands og í trún- aðarmannaráði Verkalýðsfélagsins til dauðadags. Guðmundur var virkur félagi í Alþýðubandalaginu og sat marga flokksráðs- og landsfundi. Guðmundur ferðaðist all-mikið Hann kom á skemmtiferðum t Verkalýðsfélaginu. Var farið hverju sumri, oftast í þriggja daga ferðir. Voru félagsmenn mjög þakklátir að fá þar tækifæri til að njóta landsins okkar. 1962 fór Guðmundur við þriðja mann á 1. maí hátíðahöldin í Mos- kvu, og þaðan í skoðunarferð suður til Svartahafs. Var það mikið ævintýri. Eftir að hann varð ekkju- maður fór hann margar utanlands- ferðir og naut þess að skoða fjarlæg lönd. Guðmundur tók góðar myndir á ferðalögum sínum. Nutu margir af að skoða þær og hlýða á skemmtilegar frásagnir hans. Nú þegar leiðir skilja um sinn, kveð ég góðan vin og félaga með miklu þakklæti og virðingu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Fjölskyldan á Borgarbraut 43 sendir börnum, bræðrum og fjöl- skyldum þeirra innilegar samúðar- kveðjur. Sigurður B. Guðbrandsson Fáeinir kviðlingar (ortir af gefnwn tilefnum) Fátt hefur verið meira til umræðu síðustu vikurnar en hundahald (tíkarhald) fjár- málaráðherra okkar annars vegar, og innrammað 4% svigrúm ríkissjóðs til launa- hækkana hjá hinu opinbera hins vegar. Að þessu er vLkið í eftirfarandi kviðlingum: „777 lagfœringar á launum manns leið er engin fundin. Báglega stendur í bœlið hans Berta, sem á hundinn“. Hann hlynnir að tík sinni, takk, en trássast við smaningamakk. Tekst samráðherrum að sið'ann? Eða segja þeir bara við ’ann: Tak sœng þína, góði, og gakk? „Rakkahald í Reykjavík röggsamlega er bannað. Að heimila mönnum að halda tík er hins vegar soldið annað". „Ósköp er hvað hann Albert minn er nú mikið skammaður fyrir að vera fastur inn í 4% rammaður". Grjónagraut hefur talsvert borið á góma í umræðunni um kjaramál- in. Forsætisráðherra okkar hefur m.a. lýst því yfir, að honum þyki nefndur grautur firna-góður, og er ég honum þar innilega sammála. „Dýrðlegt verður, Denni minn, ef dregst að kjörin batni, að þynna út grjónagrautinn sinn með Gvendarbrunna vatni." Þrátt fyrir efnahagslega óáran í þjóðfélaginu eiga ýmsir einstak- lingar glæsilega farkosti. En því miður hefur viðrað stirt að undan- förnu, og ófærð á vegum og^götum verið allri akandi umferð til trafala. „Hríð í dag og hríð í gær. Helvíti œtlar að fenna. Bráðum engin braut er fær Blazernum hans Denna. “ Og úr því farið er að minnast á glæsilega farkosti, er kannski ekki úr vegi að nefna Bensinn hans Tómasar Árnasonar, sem manni skilst, að hafi verið í eins konar feluleik og dulist á ólíklegustu stöðum: ,,Unaðslega ég enn þá finn anganina af töðunni, síðan ég bjó um Bensann minn í Bessastaðahlöðunni". B.G. Grípið tækifærið! Þér getið sparað hundruð — jafnvel þúsundir króna á stærstu gólfteppaútsölu á íslandi. Alvöru afsláttur á bestu og vinsælustu gólfteppunum á markaðnum í dag. Þeir spara sem leggja leið sína í Teppaland næstu daga. Kjörorð okkar er: Gæðateppi á góðu verði — eins og þessi dæmi sanna: NR. 1 - DALLAS-, BERBER-TEPPI Praktisk og slitsterk teppi á hvers konar herbergi, 650 gr./fm — 100% polymid i ca 400 cm breiðum rúllum. Litur: beige/brúnt. 399 kr. fm. NR.2 — A SVEFNHERBERGIÐ Einstaklega mjúk og hlýleg rýja- teppi — 100% danaklon með 800 gr./fm af -garni. Breidd ca 400 cm, sterkur botn. Litur teppis: beige. 539 kr. fm NR.3 — A FORSTOFUNA í 400 cm breidd — snögg lykkju- ofin nælönteppi — yrjótt og hentug á ganga og forstofur. Litir: beige, brúnt, rautt, blátt, 299 kr. fm. NR. 5 — A STIGA OG SKRIF- STOFUR Frábærlega slitsterk — lykkjuof- iri nælonteppi — afrafmögnuð 600 gr./fm af 100% polymid. Þessi teppi henta alls staðar — sérstaklega i mikilli „trafik". 519 kr. fm. NU NR.6 - LÚXUS Á STOFUR OG HOL Silkimjúk kanadisk-ensk og sænsk teppi með hárri og lágri áferð. 800-1300 gr./fm, 100% heat set polymid. Margir fallegir litir. 799 kr. fm. NU NR. 7 - FLOKATEPPI A BÍLINN - BÁTINN OG ???? Frábær, sígild, endingargóð flókateppi á alla fleti, fáanleg með svampbotni og án svamp- botns. Tilboðsverð: NR. 4 — A STOFU OG HOL i 4 metra breiðum rúllum, fallega látlaus Berber-teppi úr 100% ull, lykkjuofin. 700 gr./fm af garni. Litur: beige m/brúnum yrjum. 499 kr. fm. NU 429 NR. 8 - KOKOSTEPPI A 469 kr. fm. Nú 399. B 699 kr. fm. Nú 599. NR. 9. — Vinyltilboð (dúkur + korkur) m/pappabotni m/svampbotni m/stungnum botni 2,9 mm korkflisar 3,3 mm korkflisar 4,0 mm náttúrukorkur 4,0 mm lakkaður náttúrukorkur 139 kr. fm 199 kr. fm 299 kr. fm 639 kr. fm 739 kr. fm 389 kr. fm 519 kr. fm NÚ 169 GOÐIR GREIÐSLUSKILMÁLAR! 'Teppaafgangar — stór og lítil stykki — bútar!!! 20% ti! 50% afsláttur Vinsamlegast takiö með ykkur malin áf góltf letinum — það flýtir afgreiðslu. Stórkostlegt úrval af mottum, dreglum, renningum og stökum teppum meö goðum afslætti meðan útsalan stendur. Opið til kl. 4 í dag. Munið BOLTALAND - frábær fóstra fyrir yngri kynslóðina meðan foreldrarnir skoða úr valið. Við önnumst lika máltöku, snið og lögn fyrir þá sem þess óska eftir nánara samkomulagi. Tepphlrnd

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.