Þjóðviljinn - 17.03.1984, Page 2
2 SÍÐA - WÓÐVIUINN
skammtur
Ijóst, að eftirfarandi húsráð ættu að vera óbrigðul ef
mann langar til að verða ekki fyrir óþægindum af
kjarnorkustyrjöld:
1. grein leiðbeininga í símaskránni:
„Þegar frumáhrif kjarnasprengingar eru gengin yfir,
skal leita skjóls“.
Mikil áhersla er lögð á, að maður sé ekki á ferli á því
svæði, sem verið er að varpa atómsprengjum á, en
það hinsvegar látið fylgja að sé maður þar staddur eigi
að leita skjóls hið allra fyrsta og þá helst í kjallara,
enda tæplega háhýsum fyrir að fara, ef „kjarna-
sprengjuóhapp“ hefur orðið.
í símaskránni er rík áhersla lögð á það hvernig sá
eigi að haga sér sem hefur orðið fyrir kjarnorku-
sprengju en hefur ekki enn leitað skjóls. Þar segir
orðrétt:
„Áður en farið er inní skýli, verður að afklæðast
menguðum fötum fyrir utan og dusta ryk úr höfði
sér, ef kostur er“.
Aflausn á kjarnasprengjuóhappi
Þá eru menn - í leiðbeiningum símaskrárinnar -
eindregið hvattir til að yfirgefa ekki kjallarana fyrr en
atómsprengingarnar séu í rénun. Og blátt bann er lagt
við því að fara úr skýlunum þegar um „síendurteknar
kjarnorkuárásir“ er að ræða.
„Ráð eru til alls fyrst“, segir einhvers staðar og
annars staðar „Ekki er ráð nema í tíma sé tekið". Þá
segir að „hafa skuli ráð, þó úr refsbelg korni" og að
„best gefist viturra manna ráð“.
Það síðasta datt mér í hug þegar ég á dögunum las
blaðagrein eftir Rúnar Bjarnason, slökkviliðsstjóra.
Greinin virðist mér, öðru fremur, vera um það, hvað
sniðugast sé að gera, þegar verið er að kasta á mann
atómsprengjum. Slík uppákoma er í greininni kölluð
kjarnorkuárás, eða kjarnasprengjuóhapp.
Það má ef til vill segja, að „viturra manna ráð“ hafi, í
aldanna rás, oft breyst í það, sem á dönsku er kallað
„husraad" og á íslensku „húsráð".
Húsráð hafa íslendingar kunnað frá alda öðli og
flest óbrigðul.
Við mörgum kvilla er gott að brenna hundshöfuð til
ösku, blanda það galli úr þrevetra griðungi og (aurrkuð-
um saur úr hvítvoðungi, hræra út með þvagi óspjall-
aðrar meyjar eða vandaðrar manneskju, leggja þessi
smyrsl við meinsemdina, en roð af bjartál við, snúa
holdrosanum að og lesa um leið þrisvar sinnum pat-
ernoster og Máríuvers.
Nútíma húsráð eru miklum mun einfaldari en þau
gömlu.
Hrátt kjöt er sett á glóðaraugu, kaldur hnífur á kúlur
eftir höfuðhögg, tyggjói náð úr fötum með því að setja
flíkina í frystihólfið og mylja síðan tugguna úr. Þá er
kveikt umsvifalaust á eldspýtu, ef gestir leysa vind í
kvöldverðarboðum.
Þannig hafa landsmenn ráð undir rifi hverju við
aðsteðjandi vanda, og nú síðast er það orðið Ijóst að
enginn þarf að deyja ráðalaus, þó hann verði fyrir
atómsprengju.
Rúnar hvetur alla til að fara sem fyrst að sjá bíó-
mynd um það hvernig fólk á að haga sér, þegar verið
er að kasta á það kjarnorkusprengjum. í greininni
segir:
„Þeir sem áhuga hafa á almannavörnum geta mikið
lært á að sjá þessa mynd. Allt fólkið sem við sjáum í
myndinni og lifir af sþrengjuna sjálfa, þarf ekki að
þjást svo mjög og jafnvel deyja fyrir lok myndarinn-
ar“.
Og nú er það, að áhugi minn hefur vaknað á því fyrir
alvöru, hvaða húsráðum best sé að beita þegar farið
verður að varpa kjarnorkusprengjum hérna á suðvest-
urhornið.
Eftir að hafa lesið alla grein Rúnars og síðan „Við-
brögð til varnar“ í símaskránni, sem eru leiðbeining-
ar um hegðun í kjarnorkusprengjuárás, þá er mér það
Það segi ég satt, að ég fyllist bjartsýni og trú á það,
að lífið sé sterkara en dauðinn, þegar ég meðtek
leiðbeiningar góðra manna og glöggra um það hvern-
ig hægt er að sleppa við bombuna, þó hún spryngi.
í raun og veru ekkert annað en nota bara réttu
húsráðin.
Víst er, að ef ég fengi atómsprengju í höfuðið þá
teldi ég það helst til bóta að sjóða blóðbergsseyði,
blanda seyðið hunangi og drekka það. Taka síðan
hrafnshöfuð og brenna til ösku, blanda öskuna hlandi
úr ungri folaldsmeri og þvo með hárið. Binda síðan
sokkaband af óspilltri jómfrú um höfuðið og slá saltar-
anum þrisvar sinnum létt í hvirfilinn.
Og svo færi ég með gömlu góðu vísuna:
Lífs ég von í brjósti ber,
bjartsýnn, hvergi smeykur;
veit að sprengjan atóms er
aðeins barnaleikur.
skraargatiö
Friðrik
Olafsson stórmeistari í skák verð-
urfimmtugurí byrjun næsta árs. í
tilefni þess hafa nokkrir aðilar,
með þann framtakssama og hug-
myndaríka skákfrömuð Jóhann
Þóri í broddi fylkingar verið að
hugleiða að setja hér upp stór og
glæsilegt skákmót til heiðurs
Friðriki. Hafa menn velt fyrir sér
ýmsum möguleikum í því sam-
bandi, en sú sem virðist hafa
mestan meðbyr að fá hingað til
lands skákmeistara sem voru á
toppnum á sama tíma og Friðrik.
Þar er svo sem ekki um neina
aukvisa að ræða, Kortsnoj, Tal,
Pctrosjan, Donner, Bent Larsen
o.fl. Þá hefur sú hugmynd einnig
verið uppi að fá til landsins
nokkra af allra sterkustu skák-
mönnum heimsins í dag og setja
upp skákmót sem munað verður
eftir meðan skák er iðkuð og eru
menn að velta fyrir sér að láta það
fara fram í Háskólabíói.
Siðferði
í opinberu stjórnmálalífi hér-
lendis hefur löngum verið ákaf-
lega slappt. Það skiptir engu þó
að ráðherrar verði t.d. uppvísir
að lygum eða að því að hygla sér
og sínum. Þeir sitja sem fastast og
láta sem ekkert sé. f síðustu ríkis-
stjórn kom varla svo upp
hneykslismál að það tengdist
ekki ráðherrum Framsóknar-
flokks á einn eða annan hátt en
nú eru það einkum ráðherrar
Sjálfstæðisflokksins sem eru í
sviðsljósinu að þessu leyti. Ný-
lega upplýsti t.d. Tíminn að
Sverrir Hermannsson hefði út-
hlutað eigin fiskeldisfyrirtæki -
meðan hann var forstjóri Fram-
kvæmdastofnunar - styrk, og
Anna: Saga íslenskra kvenna í
1100 ár.
Ragnhildur Helgadóttir lét
Rekstrarstofuna h.f. gera úttekt
á Lánasjóði ísl. námsmanna án
verklýsingar en eigandi hennar er
Helgi, sonur hennar. í Bretlandi
er þessu öðruvísi farið og nú hef-
ur Margrét Thatcher beðið
hnekki vegna brasks Marks sonar
hennar í skjóli mömmunnar.
Vegna þess máls hefur það verið
rifjað upp sem Winston Churc-
hill, forsætisráðherra og formað-
ur íhaldsflokksins, sagði árið
1952 en það var þetta: „Ráðherr-
ar verða að afgreiða sín mál með
þeim hætti að ekkert misræmi
komi upp, né heldur sýnist koma
upp, milli einkamála þeirra og
opinberra skyldustarfa.“ Þetta
mættu íhaldsmennirnir Ragn-
hildur og Sverrir kannski hug-
leiða með sjálfum sér.
Fjalakötturinn
hefur verið mjög til umræðu í
mörg ár. M.a. hefur eigandan-
um, Þorkeli Valdimarssyni, verið
vorkennt óspart fyrir að þurfa að
greiða háa fasteignaskatta af
þessi óarðbæru eign. Það hefur
Ómar: Sleginn og sleglð við.
hins vegar ekki fylgt sögunni að
hann hefur ávallt fengið 75% af-
slátt frá þessum sköttum hjá
borginni og því aðeins greitt 25%
fasteignaskatta af eigninni.
Kvennalistinn
var að halda uppá afmæli sitt um
helgina. Hörð átök urðu í undir-
■ búningsnefnd fyrir hátíðahöldin
um þá hugmynd Helgu Thorberg
að þær klæddu sig uppá sem
nornir og riðu á kústsköftum um
borgina. Eftir nokkrar atkvæða-
greiðslur og fundahöld segir sag-
an að þessi hugmynd hafi orðið í
minnihluta, en ekki er vitað til
þess að komi til sérframboðs á
vegum minnihlutans vegna þessa
máls.
Á
þessu ári er væntanlegt á bóka-
markaðinn mikið rit eftir Önnu
Sigurðardóttur, forstöðumann
Kvennasögusafnsins, um íslensk-
ar konur í 1100 ár. Hefur hún
unnið að þessu verki áratugum
saman og ætlar að gefa það út á
Frlðrik: Stórmót í tilefnl af
fimmtugsafmælinu.
eigin kostnað. Rit þetta sem
verður einar 4-500 blaðsíður og
mikið myndskreytt er hugsað
sem undirstöðurit um frekari
rannsóknir á störfum kvenna,
enda er kappkostað í því að vísa
til heimilda. Bókin er þegar kom-
in í setningu og bíða sjálfsagt
margir spenntir eftir útkomu
hennar.
Blaðamennska
hér á íslandi er orðin allharð-
skeytt á köflum og minnir æ
meira á það sem gerist erlendis
þar sem hvorki eru spöruð bola-
brögð né fjármunir ef um
eitthvað „feitt“ og sölulegt er að
ræða. Þannig hafði skipverji á
Vigra tekið myndir af bandaríska
flugmanninum sem nauðlenti á
hafinu í síðustu viku þar sem
hann var að synda til skips. Blað-
amenn biðu eins og hrægammar
þegar skipið kom til Reykjavíkur
og buöu í filmu mannsins. Blaða-
maður D&V brá sér í síma til þess
að fá heimild til fjárútláta en á
meðan gerði Ómar Valdimars-
son, blaðamaður Morgunblaðs-
Helga: Nornir á kústsköftum.
ins, sér lítið fyrir og gekk frá
samningum við manninn. Þegar
Dagblaðsmaðurinn kom til baka
og sá að hann hafði orðið undir í
þessari samkeppni reiddist hann.
ákaflega og sló Ómar. Urðu síð-
an stympingarámilli þeirra áhorF
endum til mikillar furðu.
Þegar
Árni Johnsen var kosinn á þing og
hætti á Morgunblaðinu tók Ómar
Valdimarsson við af honum sem
helsti slysa- og náttúruhamfara- -
blaðamaður blaðsins. Það er þó
svo að þegar eitthvað mikið er
• um að vera halda Árna engin
bönd. Svo var í vikunni þegar
Ómar Valdimarsson var búinn að
bíða í Eyjum í marga daga til að fá
viðtal við afreksmanninn Guð-
laug Friðþórsson - án árangurs -
að Árni flaug út og tók langt við-
tal við hinn unga sjómann og
Ómar varð að bíta í það súra epli
að sitja eftir með sárt ennið og
niðurlægður í þokkabót. Mum
Árni hafa tryggt einkaviðtal við1
Guðlaug enda neitaði hann út-
varpinu uin stutt viðtal sama dag.