Þjóðviljinn - 17.03.1984, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 17.03.1984, Blaðsíða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 17. - 18. mars 1984 DJOWIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- Ihreyfingar og þjóðfrelsis Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. p ■tst jórnargrci n Þverbrestir í kvótakerfinu Komið hefur fram í fréttum Þjóðviljans undanfarnar vikur að svo miklir ágallar eru á aflakvótakerfinu, sem ákveðið var að taka upp fyrir þetta ár, að ekki verður við unað. Fyrstu gallarnir birtust þegar hvert skip fékk sinn kvóta. í ljós kom að síðustu 3 árin, sem var viðmiðun- artími kvótans hjá skipunum, hafði það verið leikið að landa fiski framhjá vigt og gefa því ekki upp aflatölur. Margir minni bátar fengu svo lítinn kvóta að eigendur þeirra fóru að grennslast fyrir um málið og kom þetta þá í ijós. Það næsta var, að frægir aflamenn sem skipt höfðu um skip á síðasta ári sátu uppi með aðeins brot af þeim kvóta sem þeir hefðu fengið ef skipaskipti hefðu ekki átt sér staö. Aflakvótinn fylgdi skipi en ekki skipstjóra. Vegna þess að leyft er aö versla með kvótann urðu gömul og úr sér gengin skip verðmikil ef hár kvóti fylgdi þeim, en ný og góð skip verðminni eða jafnvel verðlaus vegna þess að kvóti þeirra var svo lítill. Síóustu daga hafa enn verri gallar veriö aö koma í ljós. Sá alvarlegasti er að nú henda netaveiðibátar öllum 2ja og 3ja nátta fiski. Þeir koma aöeins með nýjasta og besta fiskinn aö landi, þar sem menn vilja ekki fylla kvóta sinn með 2. eöa 3. flokks fiski, verðlitl- um. Hér er um svo alvarlegt mál að ræða, aö krefjast verður þess, að það verði rannsakað opinberlega. Kvótaskiptingin er til komin vegna þess að skipta átti 220 þúsund lestum af þorski milli skipanna. Ef þau aftur á móti veiða margfalt meira, en henda þeim fiski í sjóinn, nær kvótaskiptingin ekki tilgangi sínum. Nú er hávertíð og því þolir málið enga bið. Pá hefur það komið fram í lrétt í Þjóöviljanum að stærsta fiskvinnsla landsins, Bæjarútgerð Reykjavíkur, á í ófyrirsjáanlegum erfiðleikum vegna kvótakerfisins. Bæjarútgerð Reykjavíkur situr uppi með 15 þúsund lesta kvóta af karfa, en er langt komin með að fylla þann framleiðslukvóta sem Sölumiðstöð Hraðfrysti- húsanna hefur sett á sín frystihús. Aðeins hefur verið gengið frá sölu á 7.000 til 8.000 lestum af karl’a til Sovétríkjanna. Bæjarútgerö Reykjavíkur íekk aðeins 3.000 lestir af þorski í sinn hlut við aflakvótaskipting- una vegna þess að togarar fyrirtækisins hafa mest- megnis stundað karfaveiðar undanfarin ár. Ljóst er á því sem þegar hefur verið nefnt af ágöllum kvótakerfisins, að ráðamenn hafa alls ekki séð allar afleiðingar þess fyrir. Þeir viröast aðeins hafa einblínt á of lítið aflamagn til of margra skipa. Enginn hefði sam- þykkt þetta kerfi, ef það hefði verið séö hvaða afleið- ingar það myndi hafa í för með sér. Ymsa agnúa er að sjálfsögðu hægt að sníða af þessu kerfi og hlýtur að verða gert. En alvarlegustu gallana er ekki hægt að sníða af. Því er ljóst að kvótakerfið hefur í núverandi mynd þegar á fyrsta mánuði gengið sér til húðar. Það væri heimska að viðurkenna þetta ekki og taka málið allt í heild sinni upp að nýju. Það er alveg ljóst að ef menn ætla að halda í fisk- verndunarsjónarmiðið þá þarf að takmarka veiöi. Það verður hinsvegar ekki gert með kvótakerfinu eins og það er nú. Því verður að breyta. Ástæöulaust er að gefast upp eftir eina tilraun. Enn verra er að líta á alla gagnrýni sem árásir á þá sem sömdu og settu á kvóta- reglurnar. Enginn er smiður í fyrsta sinn og því ber að taka málið upp og gera betur. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Auglýsingastjóri: Ólafur Þ. Jónsson. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auður Stvrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, ÓlafurGíslason, óskarGuðmundsson, SigurdórSigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson. Utlit og hönnun: Haukur Már Haraldsson, Þröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Atli Arason, Einar Karlsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Sigríður Þorsteinsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir. Símavarsla: Margrét Guðmundsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Innheimtum.: Brynjólfur Vilhjálmsson Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent hf. Hvenær eru mennþjófar? Blaöamenn eru allra stétta djarftækastir á hugverk annarra og meðal íslenskra blaðamanna eru ábyggilega fjölmargir heimsmethafar í ritþjófnaði. Dag eftir dag skrifa menn drjúgar greinar um þróun heimsmálanna sem oftar en ekki eru hreinlega hráþýddar uppúr erlendum blöð- um, og ferst stundum fyrir að geta heimildanna. Gerhugull fslendingur hér í Englandi sem í tómstundum fremur firnadjúpar samanburð- arrannsóknir á íslenskum og breskum dagblöðum hefur til að mynda sett fram þá tilgátu, að í hvert sinn sem greindarlega skrif- aður leiðari um erlend málefni birtist í Tímanum, þá hafi hann vikuna áður birst í Guardian eða systurblaði þess, Observer. Þessu hef ég mótmælt af nokkru offorsi, enda eytt á barnsaldri mörgum sumrum í kjördæmi Halldórs E. Sigurðssonar, og á því erfitt með að útrýma Framsóknarmennsk- unni (að ég ekki segi Möðru- vallahreyfingunni) úr blóði mér. Hitt er eigi að síður staðreynd, að þess eru dæmi, að ósvífnir menn hafa stolið greinum í heilu lagi og birt undir eigin nafni. Frægast dæmi er þegar kvik- myndagagnrýnir Moggans birti um árið óvenju spaka grein um fræði sín og þótti með efnilegri snáðum fyrir vikið. Sú dýrð stóð stutt. Skömmu síðar sýndi Þor- steinn Gylfason, einn slyngastur meistari háðs á íslensku, fram á að grein hins efnilega skríbents var ránsfengur úr erlendu tíma- riti. Hvernig má það vera, spurði Þorsteinn, að bandarísk kona er farin að skrifa um kvikmyndir undir dulnefni í Mogganum? En það er ekki bara blaðasnáp- um sem verður tíðförult í hug- myndasjóði vandalausra. Rithöf- undar eru önnur stétt, sem nota þetta trix til að spara sér erfiði og um það hafa snúist nokkuð fróð- legar umræður með Englunr og Söxum. Umræðurnar hófust eftir að sýnt var í merku bóktímariti að í Hvíta hótelinu, frægri metsölu- bók eftir D.M. Thomas, voru þættir sem höfðu verið teknir breytingarlaust uppúr bók Anat- ólíKúsnetsov, Babí Jar. Afþessu spunnust hressilegar deilur og aumingja Thomas lenti í annarri gerningahríð þegar eftir hann birtust þýðingar á verkum Rúss- ans Púsjkíns, sem satt að segja virtust ótrúlega líkar ýmsum fyrri þýðingum. Thomas virðist hins vegar of- urseldur þessari nýstárlegu höf- undartækni, í nýjasta hefti Times Literary Supplement er þannig Össur Skarp héðinsson skrifar bréf frá ævareiðum höfundi bókar um sögu Armeníu, sem sýnir fram á með dæmum að í nýjustu bók Thomasar, Ararat, eru kafiar sem virðast teknir nán- ast óbreyttir úr Armeníubókinni. Önnur dæmi eru fræg úr sög- unni. Míkael Sjólókoff, ný- dauður handhafi Nóbelsverð- launa og guð má vita hversu margra Lenín- og Stalínverð- launa, hefur löngum iegið undir grun um að hafa stolið frægustu bók sinni, Lygn streymir Don, svo rækilega að hafa engu breytt nema höfundarnafninu. Nýjasti Nóbelshafi Breta, Wil- liam Golding, er heldur ekki með öllu frír af þjófsorði. Á gervallri ævi sinni hefur hann gefið út eina bók sem eitthvað þykir merkileg hér í Bretlandi, Flugnahöfðingj- ann, og satt að segja urðu fáir jafn undrandi og landar hans á því að sænskir skyldu gefa honum verðlaunin meðan garpar á borð við Graham Greene liggja óbættir hjá garði. En verðlaunin urðu til þess að hafnar voru á ný gamlar vangaveltur um að Gold- ing hafi fengið gervallan vefinn úr Flugnahöfðingjanum að láni úr löngu gleymdri bók eftir óþekkt- an höfund. Sumir eru svo stórtækir að undrum sætir. Ameríkumaður- inn Norman Mailer skrifaði til dæmis mikla bók um hina gullin- hærðu þokkadís, Marilyn Monr- oe, og hafði sú ekki fyrr komið út en höfundur annarar bókar um kvikmyndadrottninguna sakaði Mailer um að hafa stolið frá sér hvorki meira né minna en 255 hlutum. En hvenær er um frumsmíð að ræða - og hvenær er farið með gripdeild og ránum? Á síðari tímum er því oftar en ekki haldið fram af mannvits- brekkum að sjálf spurningin sé í rauninni réttlaus, mestallur ritað- ur texti sé grundaður á reynslu sem á einn eða annan hátt sé fengin úr verkum annarra, og því sé fráleitt hægt að staðsetja hina upphaflegu sköpun í tíma og rúmi. Það sem skipti máli séu gæði verksins í heild sinni, ekki að hversu miklu leyti það sé beinlínis sprottið í höfði ritara. T.S. Elliot sagði einhverju sinni á þá leið, að góðir höfundar mótuðu úr ránsfeng sínum eitthvað nýtt, einstakt, sem væri að minnsta kosti frábrugðið upp- runa sínum, meðan bullararnir hnoðuðu úr honum enn meiri leir. Þetta er auðvitað kjarni málsins, og á íslandi hefur Eirík- ur Jónsson sýnt dæmalaust vel hvernig höfuðsnillingur íslenskra bókmennta, Halldór Laxness, hefur meistaralega ofið inní verk sitt efni úr ýmsum áttum, án þess nokkur bregði ákæruspjöldum á loft. Útí heimi ná heimspekilegar vangaveltur um frumleika og sköpun hins vegar ekki mjög langt í dómsölunum þegar lög- fræðingar deila urn höfundarrétt, og meira að segja fyrir blaða- menn uppá íslandi er varhuga- vert að taka frjálslega frá útlend- ingum eins og dæmin sanna. Þess má svo að lokum geta fyrir áhugamenn um stolin fræði að þessari grein er meira og minna- rænt úr erlendum blöðum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.