Þjóðviljinn - 17.03.1984, Qupperneq 27

Þjóðviljinn - 17.03.1984, Qupperneq 27
Helgin 17. - 18. mars 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 27 Sjávarútvegsráðherra kynnir ýmsar breytingar á kvótafyrirkomulaginu „Göngum eins langt og hægt er“ „Menn verða að halda þetta ut segir formaður LÍÚ - Það er ekki endalaust hægt að| breyta, en hér er gengið eins langt og frekast er unnt að okkar mati. Þetta eru ýmis atriði sem betur máttu fara og það var gert ráð fyrir því í upphafi að einhverjar breytingar þyrfti að gera. Það var aldrei við öðru að búast, sagði Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs- ráðherra þegar hann í gær kynnti þær breytingar sem gerðar hafa verið á kvótafyrirkomulagi botnfiskveiða. Aðeins þr j ár vikur eru liðnar síð- an gefnar voru út kvótatölur fyrir botnfiskafla til 676 fiskiskipa. Sér- stakri samráðsnefnd sem ráðuneyt- ið skipaði til að fjalla um öll álita- og ágreiningsmál varðandi veiði- leyfin, bárust athugasemdir frá út- gerðum nærri helmings allra veiðiskipanna. Ekki hefur verið farið yfir allar þær athugasemdir sem bárust, en sjávarútvegsráðu- neytið hefur ákveðið eftirtaldar breytingar á kvótafyrirkomu- laginu: • Steinbítur verður veiddur á línu utan kvóta fram til loka apríl og grálúða sömuleiðis frá 1. júní þar til annað verður ákveðið, en ekki lengur en til loka ágúst. Einnig verði skarkoli veiddur utan kvóta frá 1. júní ótímabundið. • Ný skip og þau sem skiptu um eigendur á sl. ári fá aflakvóta í sam- ræmi við veiðar þann tíma sem þau hafa verið í eigu nýrra eigenda, hafi þau verið gerð út minnst 5 mánuði á sl. ári. Útgerðir megi síðan velja á milli þessa reynslukvóta og þess meðalkvóta og áður var miðað við og olli víða mikilli óánægju. • Þeir útgerðaraðilum sem úreltu skip sín á viðmiðunartímabilinu og keyptu annað sambærilegt eða stærra verður nú heimilt að taka mið af aflareynslu hins úrelta skips. Sama gildir um þær útgerðir sem skiptu um skip á síðasta ári. • Sóknarmarkstímabilin tvö á síð- ari helmingi ársins verða sameinuð í eitt til að auðvelda mönnum skipulag veiða, kvótar á sportbáta verða felldir niður en koma þess í stað til þeirra sem hafa tulla at- vinnu af útgerð smærri báta og að síðustu verður skipstjóra og skips- höfn sem skipt hafa bát 51 brl. eða stærri gefinn kostur í því að aflak- vóti nýja bátsins miðist við aflar- eynslu áhafnarinnar á fyrra skipinu. * Ovíst um aflaaukningu Sjávarútvegsráðherra sagði á fréttamannafundi í gær, að ekki væri enn vitað hvað þessar breytingar á kvótareglum þýddu í auknum heildarafla. Ekki væri búið að reikna dæmið og ýmsar leiðréttingar ættu eftir að koma til viðbótar. Menn teldu meira mál að þessi atriði yrðu leiðrétt en að eitthvað yrði farið fram yfir. Þá kæmi ýmislegt til að falla út á móti. Aðspurður um áhrif hinnar miklu þorskgöngu í Breiðafirði á endurskoðun á hámarksþorskafla á árinu, sagði ráðherra að einum of mikið væri gert úr þessari göngu. Hún kæmi engum á óvart. Hins vegar væri æskilegt að taka ákvörð- un um endurskoðun sem fyrst en til að slíkt væri hægt þyrfti frekari upplýsingar. Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ sagði að fiskifræð- ingar hefðu lofað að skila endur- skoðun í síðasta lagi 15. apríl. „Við viljum fá þetta sem fyrst og vonum að það geti orðið fyrr en áðurnefnd dagsetning“, sagði Kristján. „Trúum þessu ekki“ Fréttir um að lélegri fiski væri í nokkrum mæli hent fyrir borð á bátaflotanum komu til umræðu á fundinum og töldu ráðherra, for- maður LÍU og fulltrúi veiðieftirl- itsins að slíkar fréttir væru nokkuð miklaðar. Þeir tryðu ekki slíku upp á íslenska sjómenn. Reynt væri eftir föngum að hafa eftirlit með þessu. Gæði fisks hefði batnað, ekki síst vegna þess að netum í sjó hefði fækkað og það væru ánægju- legar fréttir. Ekki vildi sjávarútvegsráðherra trúa því að margir bátar væru við það að klára þorskaflakvóta sinn. Menn yrðu að standa við þau markmið sem sett voru og þegar svo mikið væri í húfi væri mikils vert að halda sig við þau markmið sem kvótakerfið setur. Kristján Ragnarsson sagði að útvegsmenn yrðu að standa við 220 þús. tonna þorskkvóta á þessu ári. Sjávarút- vegsráðherra sagði það rétt að lík- lega yrði þorskaflinn eitthvað meiri á árinu þar sem svigrúm væri í kerf- inu á að flytja á milli tegunda og alltaf hefði verið gert ráð fyrir því að farið yrði meira yfir í þorsk. „Menn verða að standa við þau markmið sem sett voru“, sagði Hall- dór Ásgrímsson sjávarútvegsráð- herra m. a. þegar hann kynnti ásamt samráðsmönnum sínum „nauðsyn- legar“ breytingar á kvótatyrirkomu- laginu. Mynd -eik. Halldór Ásgrímsson sagðist vissulega óttast tímabundið atvinnuleysi hjá sjómönnum og fiskiðnaðarfólki á árinu, en kvót- akerfið hefði gefið fólki meiri tryggingu fyrir atvinnu en annars hefði orðið. Kristján Ragnarsson sagði að menn yrðu að ætla hverju byggðarlagi að gæta að sínum mál- um á árinu og tryggja jafna at- vinnu. „Menn verða að halda þetta út“, sagði formaður LÍÚ: -lg- Fjölbreytt Hollandshátíð verður haldin f Háskólabíó á morgun sunn- udag og hefst hún kl. 14. 00. Fjöl- margir hollenskir og íslenskir lista- menn koma fram á þessari fjöl- breyttu fjölskylduhátíð. I gær efndu hollensku listamennirnir til uppá- komu á Lækjartorgi til að minna á hérvist sína á landinu, og tók eik þessa skemmtilegu mynd af þeim við það tækifæri. Ný reglugerð um stjórn Kjarvalsstaða: Atkvæðisréttur tek- inn af listamönnum FulltrúarSjálfstæðisflokksinsístjórnKjarvalsstaðadróguígærtilbaka yfirstjórn hússins skuli sameinuð tillögu sína um að útiloka listamannasamtökin frá stjórn hússins, en hún og þar ráðinn forstöðumaður sem hafði mætt sterkri andstöðu. Þeir lögðu fram nýja tillögu um að í stjórn-^i hefur listfræðilega menntun. Hins inni skyldu sitja tveir fulltrúar frá Bandalagi íslenskra listamanna og skal annar þeirra vera myndlistarmaður. Áður höfðu fulltrúarnir tveir verið frá Félagi íslenskra myndlistarmanna og BÍL. Itök listamanna eru hins vegar skert frá því sem áður var, þó fjöldinn sé sá sami, því af þeim er tekinn atkvæðisréttur um val borgarlistamanna. Þeir skulu nú eingöngu valdir af pólitískt kjörnum fulltrúum. Það tók stjórn Kjarvalsstaða 5 tíma að afgreiða nýju reglugerðina í gær. Fulltrúar listamanna, Þor- gerður Ingólfsdóttir frá BÍL og Jón Reykdal frá FÍM hafa ekki atkvæð- isrétt um hana og fulltrúi Kvenna- v framboðs, Guðrún Erla Geirsdótt- ir, sat hjá við afgreiðsluna. Hún flutti fjölda breytingatillagna en aðeins ein þeirra náði fram að ganga, sú, að forstöðumaður skuli vera menntaður listfræðingur. „Ég tel ýmislegt til bóta í þessari nýju reglugerð", sagði Gerla í gær, „en þar eru líka atriði sem ég get ekki stutt. Ég fagna því t. d. að vegar er gert ráð fyrir því, að þetta komi ekki til framkvæmda fyrr en eftir tvö ár og fyrir því eru engin rök. Það hefur ekki reynst nógu vel að skipta yfirstjórninni í tvennt, - það eru allir sammála um að breyta því og auðvitað væri eðlilegt að gera það þá eftir 6 mánuði en ekki tvö ár, eins og tillaga mín var. Það er líka mjög til bóta frá upp- haflegum tillögum ^Sjálfstæðis- flokksins að fá fulltrúa myndlistar- manna inn í stjórnina í gegnum BÍL“, sagði Gerla, „en það er slæmt að listamenn skuli ekki leng- ur hafa atkvæðisrétt um val borgar- listamanns og ekki neitt að segja um kaup á listaverkum. Mér hefði þótt eðlilegt að forstöðumaður og fulltrúi myndlistarmanna í stjórn hússins hefðu töluvert um lista- verkakaup að segja, en pólitískt kjörnir fulltrúar virðast ekki þurfa faglegt mat sér til stuðnings í þeim efnum!“ A fundinum voru lögð fram bréf frá listamannasamtökum þar sem m. a. er lýst stuðningi við breyting- ar á yfirstjórn hússins en því mót- mælt að listamenn hafi ekki at- kvæðisrétt um val borgarlista manna og enga aðila að listaverka kaupum. Borgarstjórn fjallar væntanlega um þessa nýju reglugerð eftir 3 vik- ur. -ÁI Fimm marka sigur Sovét manna á Akureyri Atli áfram bestur Samningur borgarinnar og Starfsmannafélagsins: Unglingataxta mótmælt Á fundi borgarstjóra sl. fimmtudag kvaddi Guðrún Ágústs- dóttir, borgarfulltrúi Alþýðu- bandalagsins sér hljóðs vegna samnings Starfsmannafélags Reykjavíkur við Reykjavíkurborg, en Guðrún sat hjá þegar borgarráð samþykkti samninginn. { bókun Guðrúnar vegna þessa segir: „Ég treysti mér ekki til að samþykkja nýjan aðalkjarasamn- ing við Starfsmannafélag Reykja- víkurborgar, þar sem ég tel að ver- ið sé að víkja frá vegamiklu atnði í fyrri kjarasamningum með ákvæði um sérstakan unglingataxta. Áður hefur fólk á aldrinum 16 - 18 ára verið viðurkennt sem fullgilt vinn- uafl og fengið laun samkvæmt því. Hér er því um verulega afturför frá fyrri kjarasamningaunt að ræða, sem erfitt getur verið að leiðrétta. Ég sat því hjá við at- kvæðagreiðslu um samninginn í borgarráði." Ekki tókst heimsmeisturum So- vétmanna í handknattleik að hrista fslensku landsliðsstrákana af sér á Akureyri í gærkvöldi, frekar en í fyrri leik liðanna í fyrrakvöld. So- vétmenn voru þó ávallt með undir- tökin og sigruðu verðskuldað, 27 - 22. Strax í upphafi náði heimsmeistar- arnir forystu, 1 - 4, og hana réði íslenska liðið aldrei við. Þriggja marka munur hélst lengst af í fyrri hálfleik, 7 - 4 og 9 - 6 en undir lok hans komust Sovétmenn í 13 - 8 og leiddu 15 - 10 í liléi. Páll Ólafsson skoraði tvö fyrstu mörk síðari hálfsleiksins, 15 - 12, og síðan var 3-4 ntarka ntunur þar til tíu mínútum fyrir leikslok að So- vétmenn náðu fimm marka for- ystu, 24 - 19, og í þeim dúr urðu lokatölurnar, 27 - 22. Öðru sinni var það Atli Hilmars- son sem var besti maður íslenska liðsins. Hann var tekinn úr umferð allan fyrri hálfleik og gerði þá tvö mörk en var sleppt í þeim síðari og dældi þá inn fimm eintökum. Krist- ján Arason og Páll Ólafsson léku ágætlega og sömuleiðis var Þorgils Óttar Mathiesen frískur á línunni þrátt fyrir örðuga byrjun gegn frá- bærum markverði Sovétmanna. Annars var sóknarleikur íslenska liðsins ekki nógu beittur og hálf- gert áhugaleysi gerði vart við sig í honum, í kjölfar langdreginna sóknarlota virtist aðeins skyldu- verkefni að ljúka þeim með skoti. Þá var markvarslan á núlli, Brynjar Kvaran varði 4 skot en Jens Einars- son ekkert. Marvörðurinn Sukanov var best- ur Rússanna, sýndi stórgóða mark- vörslu og varði 17 skot. Af öðrum bar mest á Berzenschtein, hann stjórnaði leik liðsins og skoraði nánast að vild að utan. Mörk Islands: Atli 7, Kristján 5 Páll 4, Þorgils Óttar 2, Sigurður Gunnarsson 2, Guðmundur Guðmundsson 1 og Steinar Birgisson 1 Mörk Sovét: Berzenschtein 6, Kazs- hakecic 6, Rymanov 4, Shevztov 3, Val- utzkaz 3, Gagin 2, Norvizki 2 og Belov 1. Norsku dómararnir voru einum of strangir og voru sumir dómar þeirra, einkum rm' ingsdómar, nokkuð furðulegir. -K . Í/Akureyri

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.