Þjóðviljinn - 14.04.1984, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 14.04.1984, Blaðsíða 2
'2 sIða - þjóðviljiNin shammtur Svona upprifjun átti víst aö vera allra meina bc dómi Freuds. af duld Það er eiginlega búinn að vera í mér hálfgerður lunti í allan dag. Ég veit ekki hvers vegna í andskotanum frekar núna en endranær. Fæ ekki séð að ég hafi nokkra minnstu ástæðu til að vera í vondu skapi. En það er nú einu sinni svo að ég held að ólund sé eitthvað, sem maður ræður alveg sáralítið við. Samt er ég nú, satt að segja, þeirrar skoðunar, að maður geti með góðum vilja haft hönd í bagga með sálarástand- inu, þó nýjustu kenningar í læknavísindum segi, að allar geðrænar hræringar eigi sér lífefnafræðilegar skýringar. Mér skilst að slík bylting hafi átt sér stað í skoðunum áisálarlífi mannskepnunnar.að sá maður sé umsvifa- laust dæmdur fábjáni, sem haldi því fram að Freud hafi ekki verið fábjáni. Það er af sem áður var, þegar menn gátu sest niður í þrumandi þunglyndiskasti og sálsýkislegri skítafýlu, með allt á hornum sér og gefið þá skýringu á sálará- standinu, að djúpt í undirmeðvitundinni blundi óbæri- leg endurminning um eitthvað sem ekki sé hægt að fá uppá yfirborðið, nema ráða í vinnu langskólagenginn sérmenntaðan sálfræðing með þúsundkall á tímann. Sálfræðingurinn á semsagt að hressa uppá minnið og grafa upp einhverja steingleymda og ógeðfellda barnæskuminningu; bregða Ijósi á eitthvað, sem undirmeðvitundin vill hylja myrkri gleymskunnar. Það væri til dæmis ekki ónýtt fyrir mig, þegar ég er sem fúllyndastur, að geta með einhverjum sálvíkingi grafið uppúr langa minninu einhverja æðisgengna gleymda æskuminningu. Eitthvað sem hefur bæklað mig andlega fram að þessum degi, einkum þó og sérílagi af því að ég er búinn að gleyma hvað þetta var. Endurminningin þyrfti þá líklega helst að vera dálítið krassandi, eitthvað sem hefði markað djúp spor í barnssálina. Það væri til dæmis ekki ónýtt, ef ég myndi allt í einu eftir því að á sjálfa jólanóttina, þegar ég var átta ára, dró Guðríður Pétursdóttir frænka mín að austan mig útí kirkju, batt mig þar berrassaðan við gráturnar, snoðaði mig þarna fyrir altarinu, setti næturgagn á höfuðið á mér, málaði mig rauðan í framan með ex- portbréfi, færði mig í lífstykki af sér, litaði á mér skank- ana í öllum regnbogans litum með matarlit, en tippið skærgrænt og knýtti á það appelsínugula sluffu úr hárborðanum af fléttunni, sem var mesta höfuðprýði Guðríðar og náði henni niðurfyrir rass og niðurí hnés- bætur, ef ég man rétt. Og meðan hún var að koma þessu í verk söng hún hástöfum: „Ó! pabbi minn kæri, æ! komdu með mér heim því klukkan er senn orðin tólf“, eftir Davíð. Það væri sjálfsagt hægt að lækna talsverða sálar- bæklun, ef manni tækist að rifja upp svona barnæsk- uminningu. En þá er bara sá hængurinn á að maður þarf að hafa gleymt þessu öllu í millitíðinni. Viðskipti okkar Guðríðar frænku minnar að austan eru mérhins vegar-sem beturfer-ógleymanleg. Ég er líklega ekki með neina duld. Ég veit að vísu ekki hvað duld er, en ég er satt að segja sannfærður um að ef ég vissi það, þá kæmi það uppúr kafinu að ég er ekki með neina duld. Það eru nefnilega menn einsog ég sem ógna kjörum sálfræðinga og auka á atvinnuleysi í stéttinni. Og úr því að ekki er hægt að lækna í mér ólundina með aðferðum Freuds, hvernig á þá að fara að því? Mér hefur gefist best að setjast við ritvélina og skrifa einhverja himinhrópandi dellu, helst glórulaust píp. Ég er til dæmis kominn í sólsskinsskap núna. ’etta er kallað að skrifa frá sér harminn og er svo- n engin ný bóla á íslandi. 'gill Skallagrímsson gerði þetta líka í lokrekkjunni jm. En svona að lokum - sósíalt séð og almennt - held ég að ólund sé átakanlegust þegar menn fara í fýlu útaf því hvað þeir eru í góðu skapi. Þetta skeður stundum í leikhúsinu þar sem ég vinn. Mönnum verður það á að skemmta sér konunglega og hlæja sig máttlausa, en verða gersamlega óhugg- andi á eftir. Kátína þeirra var ekki við hæfi. í leikhúsinu á maður semsagt að vera upphafinn og í listrænni fýlu. Listin á að vera leiðinleg. Nú, við þessu er auðvitað ekkert að segja, nema ef til vill það að mönnum sem ekki geta glaðst, nema við það að vera í fýlu, er ósköp mikil vorkunn, eða eins og segir í vísu listvitringsins: Ó, hvað það veldur mér sárri sálarpínu að sjá hvernig aðrir kætast við minnsta grín. Ég hamingjubrautina feta í fúllyndi mínu og fæ ekki glaðst, nema ólundin njóti sín. Skrautritun Á kort, heiöursskjöl, bækur til gjafa og fleira. Teiknun allskonar, myndir í bækur, félags- merki og fleira. Ólafur Th. Ólafsson Lambhaga 26, Selfossi. Sími 99-1659. Pípulagningar Tek aö mér alla almenna pípulagningavinnu. Einnig gripahúsainnréttingar úr járni. Magn- ús Hjaltested, pípulagningameistari, sími 81793. | ÚTBOÐ Tilboð óskast í að steypa gangstéttir og við- gerð á steyptum gangstéttum fyrir Gatna- málastjórann í Reykjavík. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík gegn 500 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðviku- daginn 25. apríl n.k. kl. 14 e. hád. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.