Þjóðviljinn - 14.04.1984, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 14.04.1984, Blaðsíða 10
I II AQÍ2 ■ fnqi <i — .kj nrefcM 'lö SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 14. - 15. aprfl 1984 helgarsyrpa Quo Vadimus? Hvert er verið að fara með okkur? Og varla æmtum við né skræmtum, ekki blása leiðtogar lýðsins í herlúðra, skera ekki upp herör til varnar hvað þá sóknar þó það sé verið að gerbreyta þjóðfélaginu okkar, þræla stýrinu hart í bak, og hverfa frá þeirri mannúðarhugsjón sem velferðarþjóðfé- lagið byggist á, samhjálp þegnanna. Einn ráðherrann raupaði af því úti í Finnlandi að hér sé orðið láglaunaland og kjörið til fjár- festingar fyrir auðhringa Hong Kong norðursins. Einhvern tímann hefði það þótt hrikalegt að laun á íslandi væru á borð við það sem gerist á ftalíu, og þó er ekki öll sagan sögð með því. Erum við ekki með ríkustu þjóðum? Övíða eru eins háar þjóð- artekjur miðað við mannfjölda. í hvern andskotann fara peningarnir? AIls staðar sér maður merki þess að nýir menn hafa tekið völdin. Nú er verið að guma af því að bankarnir séu farnir að hnýflast og hnubbast og togast á um við- skiptavinina, hærri vextir á innlánsfé, Hvert komdu til mín með aurana, ég borga bezt. Og þeir sem eiga peninga fá meiri og meiri pening. En hvað um fjöldann sem ekki á peninga? Þeir sem þurfa að taka lán, hljóta þeir þá ekki að borga því meira? Það er gaman fyrir þá sem eru að reyna að koma sér upp húsnæði. Stendur til að geraokkurafturaðnýlend u- þjóð og kotungum, að þessu sinni með innlendum herrum undir útlendri forsjá? Eins og í Afríku. Ný viðhorf hafa tekið völdin. Hér er ekki alþýðuveldi né höfðingjaveldi né klerka- veldi, hér er pjakkaveldi. Auðvitað þurfti að berjast fyrir öllu á sviði félagshjálpar. Það er reynt að búa til einhverja þjóðsögu um frjálslyndi íhaldsins áður. Mannréttindin hafa fengizt með lát- lausri baráttu og fórnum. Á að sleppa því öllu baráttulaust? Exodus? Það er verið að boða alþýðu manna hóf- semi í allri grein, að hún láti allt yfir sig ganga meðan fésýsla dafnar og græðir. Kirkjan boðaði múgnum forðum kristilega auðmýkt og umbun á himnum og að vald væri frá guði. Hvert stefnum við nú? Af gulltryggðum heimildum í fréttum Morgun- blaðsins af nýrri reglugerð ráðherrans í Hafnarfirði til að auka flæði fjármuna til útlanda spruttu áhyggjur leikmanns,- sem hefur þó vonandi misskilið brandarann þaðan. Er það kannski ekki rétt skilið að nú eigi að duga að fjármálamaðurinn sem getur verið hver sem væri fari á Manntalið og tilkynni að hann hyggist flytja búferlum til útlanda. Hvert? Það segir hann. Er hann krafinn skiiríkja? Ég held varla. Síðan fer hann í bankann með blað frá Manntalinu þar sem stendur skrifað eftir honum það sem hann talaði þar. Einföld yfirlýsing. Hann fær þá strax tífaldan ferðamanna- gjaldeyri, mig minnir Mogginn segja tvö til þrjú hundruð þúsundir króna. Kannski meira. Engar vífilengjur. Síðan fer hann. Farvel Franz. Kannski til Sviss. Hann getur ef til vill tekið sumarfríið í það. Kemur svo aftur. Ertu bara kominn aftur? Varstu ekki fluttur til útlanda. Jújú. En Frón vildi ekki, sieppa. You see. Ramma taugin. Ég bara hreint alveg guggnaði á því, þegar á reyndi. Við komuna gefur hann sig fram við sýslu- mann eða fógeta, yfirvaldið. Segist vera fluttur heim. Og verður þar með ágætur af föðurlandsást, og margprísaður og fær orðu. Minnist nokkur á peningana í Sviss, eða hvar þeir nú voru? Þetta sama getur fjölskylda hans leikið, koll af kolli. Án þess . nokkur geti fundið að því að lögum. Ellegar ef hann hefur ytra nokkra dvöl, þá fær hann eftir árið það sem eftir er af eigum sínum flutt. Hvað sem þær skipta miklum miljón- um, og gildir orð hans um það. Er nokkuð sem hindrar að heilu félögin taki sig saman um svona flutninga eigna í gjaldeyri? Klúbbar, Kívanis og Ljón, áhugafélög um frjálshyggju, sem svo er farið að kalla lær- dóminn kversins frá Friedman. Ekki væri lengi að tæmast gjaldeyrisforðasjóður landsins, það sem eftir er á botni. Og svo er farið að boða innrás útlendra í banka hér sem voldug öfl virðast ætla að taka fagnandi. Hvað þýðir það? Hið I fullkomnaða Hongkong Norðursins. Og : hver er þess mikli King Kong? Thor Rúrí við eitt verka sinna. Ljósm.: Atli. stefnum við Úr Boris Godunov í uppfaerslu Tarkofskís. Þýðir þetta væntanleg endalok viðleitni til að hafa íslenzka fjármálaveltu. Með ís- lenzkum gjaldmiðli. Yrði þá íslenzk fjár- málastjórn lögð niður? íslenzk menning of- urseld Niflheimi? Ekkert mætti þrífast sem ekki væri borgað fyrir þann daginn. Og hvað er þá orðið okkar starf? eins og Jónas Hallgrímsson spurði. Brosað Ýmsir hafa verið að velta fyrir sér hvers vegna menntamálaráðherrann okkar, hún er alltaf svona glöð á svipinn hvernig sem allt veltist og hrynur, skólar lokast af fjár- svelti og sífellt dynjandi dagskipanin spara spara. Iallri þessari óáran blasir við þetta þráláta bros sem menn hafa verið að reyna að ráða í hvað boðaði. Þegar hún kemur fram fyrir námsmenn og segir þeim að það séu ekki til peningar svo þeir geti búið sig undir lífsstarfið í þjónustu sinnar þjóðar fylgir þetta bros. Er það ávísun á einhverja huggun sem lumað er á? Það hefur líka komið á daginn að ráðherrann hefur búið yfir einhverju allan tímann. Þeir sem verða að hætta námi og hrökklast heim purfa ekki að óttast að for- pokast við skort á tilbreytingu. Nú á að leysa tómstundavanda íslend- inga og létta geðþyngslum frístunda af fólki með því að flytja hingað á skjá íslendinga norska sjónvarpsdagskrá svo þeir geti lón- að sem snapagestir á skjánum hjá Norð- mönnum þegar hið íslenzka gefur frí. Stundum hef ég verið farþegi á skipum sem fóru með Noregsströnd og komið við í höfnum þar lengur eða skemur. Þannig hef- ur iðulega borið fyrir mín augu það sem Norðmenn una við í sínu sjónvarpi. Það er allra leiðinlegasta sjónvarp sem ég hef séð í nokkru landi. Það þarf ekki að taka fram að slíkt er háð smekk, og kann að vera að ráðherrann viti ekki annað skemmtilegra. Og hlýtur raunar að vera því varla færi hún annars að leysa sambúðarmál íslendinga við sjálfa sig með svofelldum hætti. Að vísu kynni að fara svo þegar þeir sem ráða dagskrá í íslenzka sjónvarpinu sjá upp- litið á mannskapnum eftir vökur og and- vökur við borpallaatlæti þeirra norsku, yrði það þeim hvatning til að létta drunganum með því að vanda betur til þess sem heima- menn bjóða löndum sínum. Tónahöll Það er mikil örvun á erfiðum vetri að hafa engan frið fyrir menningunni. Hvaðanæva koma útboðin að skoða sýningar og hljóm- leikar eru á hverri þúfu þrátt fyrir að skorti tónlistarhöll; sem nú á að fara að byggja veglega með eldmóði og hugsjónafjöri sjálfboðaliða. Og þeir sem eiga þrátt fyrir óáran ofgnótt af peningum ættu að grípa fegnir við tækifærinu til að rýmka til hjá sér og moka út peningunum sem geta orðið óttalegur óþverri; ef maður lætur þá úldna hjá sér þá er hætt við að sálin mygli með, og ég tala nú ekki um magann sem oftast bilar fyrst þegar ekki er hugsað um annað en fé og þann frama sem fæst fyrir peninga. Nú ættu allir auðkýfingar að keppast við að gefa í tónlistarhöll.og þyrfti að skapa réttan vettvang þar sem þeir gætu metizt um það hver gæfi mest. Og það yrði væntanlega litið hýru auga af Himnasmið að svona smíðar séu styrktar, og vænlegt því til áheita að nú? Kvikmyndir Nú er enn verið að glumra með þessi blessuðu Óskarsverðlaun sem er sjaldnast neitt að marka. Þar drottnar fjármagnið og viðskiptasjónarmið að nýta mátt auglýsing- anna. Hitt er svo til að blekkja þegar snill- ingur eins og Ingmar Bergman er viður- kenndur á þessum skotpöllum gróðafyrir- tækjanna; löngu eftir að allur styrr er hjaðn- aður út af honum. Þessi verðlaun vísa engan veg í listrænum efnum. Ónei. Óðru máli gegnir um verðlaun á kvik- myndahátíðinni í Cannes,- sem nú stendur enn fyrir dyrum eins og endranær á vorin. Þeim skýzt stundum þó líka þar, eins og öðrum. I fyrra þorði dómnefndin ekki að láta verðlaunin ganga til hins aldraða meistara Bresson sem má kannski kalla helztan grand old máh kvikmyndalistar eftir andlát Bunuels. Né til Tarkofski fyrir Nostalgia sem hann gerði á Ítalíu og þótti margræður innhverfur skáldskapur, óvænn til fjöldahylli, með snilldarbragði þessa sér- stæða filmskálds. Sigurjón Sighvatsson kvikmyndamaður skauzt heim frá sólgullnum lundum Kali- forníu sem svo heita í Sölku Völku, hann segir að þeir séu dolfallnir út af Tarkofskí í Los Angeles nú vegna Nostalgíu. Þó eru það nýrri fréttir af Tarkofskí að hann setti óperuna Boris Godunov eftir Moussorgskí á svið í Covent Garden í London með Claudio Abbadio, og þótti gefa heldur bet- ur á að líta. Skyldi hann eiga eftir að kvik- mynda hana líka; eins og ýmsir starfs- bi æður hans aðrar óperur? Eg nefni nú bara annálaða mynd Carlos Saura Carmen. Hvenær fáum við að sjá þessar kvikmyndir hér? Kannski á næstu kvikmyndahátíð hér? Ur því sú í ár brást. Ennfremur mynd Inam- ura frá Japan: Ballaðan af Narayama. Eftir sögu sem Mizoguchi filmaði fyrir löngu, líka. Glerregn Rúrí Sáuði listaverkið eftir Rúrí á Kjarvals- stöðum á dögunum Glerregn? Þessar þétt- skipuðu glerhenglur, odddregnar sem blöktu fyrir andvara, á grönnum vír úr lofti niðurundir gólf. í senn viðkvæmt og sterkt, í sinni gagnsæju brothættu fegurð og háska, speglandi glerflákar á iði með slitrur af loft- inu þunga að hverfast þar eins og nökkvar með grátóna kjöl og hvítir yfir, flöktandi fólk að flytjast af einu gleri á annað eins og milli jaka á lygnum flaumi, eins og... upp- spretta og ávísun á skáldskap. Hér er kjörið færi að fjárfesta í list til hugvekju. Hvernig væri að setja þessa mynd upp í stórri kirkju, fyrir altaristöflu. Veitti af í Hallgrímskirkju að blása mannlegum anda í bákn það að gleðja augað, meðan hið vaska tónlistar- fólk í listfélagi kirkjunnar gleður eyra og nærir sál tónum? En blessuð börnin, skera þau sig ekki á glerinu? Foreldrarnir þurfa að gæta barn- anna fyrir bílum og kókakóla, og mörgum háska, og gætu líka varast þessa hættu. Eða væri hús Seðlabankans staðurinn fyrir þetta listaverk? Borgarleikhúsið nýja? Nýtt útvarpshús? Vilhjálmsson skrifar stuðla að því að höll yrði byggð við hæfi þar sem bezt mætti hljóma það sem hreinsar sálirnar og eykurandlegan vöxt og hjarta- prýði við hljómanna skipulegt flug í há- timbruðum sal: það ætti að komaáfótáheit- um á tónlistarhöll rétt eins og kirkjur, eða ensku knattspyrnuna. í stað þess að heita á The Bolton Ballkicking United eða hvað blessaðir drengirnir heita þá mætti líka stofna getraunir í kringum tónlistarhöll með spurningum við allra hæfi, einkum þeirra sem eiga fé aflögu. Ekki pell né prjál,heldur verði allt miðað að því eftir föngum að tryggja hljómburð og tónaleiðslu sem bezt og starfsskilyrði ágæt- leg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.