Þjóðviljinn - 14.04.1984, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 14.04.1984, Blaðsíða 18
18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINNHelgin 14- ~ ls- aPrfl 1984 NÁMSGAGNASTOFNUN Pðsthólf 5192 • 125 Reykjavík Samkeppni um létt lesefni í samræmi við niðurstöður nefndar um út- / gáfu námsgagna fyrir nemendur með sér- þarfir hyggst Námsgagnastofnun gefa út flokk bóka á léttu máli. Efnið er ætlað ne- mendum sem náð hafa nokkru valdi á lestri en skortir þjálfun. Það þarf að vera auðskilið og æskilegt er að það tengist á einhvern hátt reynslu og umhverfi barna. Fræðandi efni sem og sögur og ævintýri kemur jafnt til greina. Áætlað er að hver bók verði 16 til 48 bls. með skýru letri og myndum. Ákveðið hefur verið að efna til samkeppni um ritun efnis af þessu tagi. Dómnefnd skipuð af Námsgagnastofnun mun meta innsent efni. Handritum merktum „Létt lesefni" skal skila vélrituðum fyrir 1. ágúst 1984 og er æskilegt að með fylgi tillögur um myndefni. Höfundar skulu nota dulnefni, en nafn og heimilisfang fylgi í lokuðu umslagi. Veitt verða þrenn verðlaun 1. verðlaun kr. 18.000 2. verðlaun kr. 14.000 3. verðlaun kr. 10.000 Ritlaun verða greidd fyrir það efni sem út verður gefið og áskilur Námsgagnastofnun sér rétt til að gefa út öll innsend handrit. Námsgagnastofnun IIAUSAR STÖÐUR HJÁ J REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráöa starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. HJÚKRUNARFRÆÐINGA viö Heilsuverndarstöö Reykjavíkur við heimahjúkrun, vaktavinna kemur til greina. Barnadeild, heilsugæslunám æskilegt. FJÖLSKYLDURÁÐGJAFA (tvær stöður) við áfeng- isvarnardeild Heilsuverndarstöðvar. Æskilegt háskólanám í félags- og heilbrigðisfræðum. Einnig eru lausar stöður hjúkrunarfræðinga, Ijós- mæðra og sjúkraliða til afleysinga við hinar ýmsu deildir. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 22400. FORSTÖÐUMENN á eftirtalin dagheimili: Sunnuborg, Sólheimum 19, Hraunborg, nýtt dagheimili í Breiðholti. Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri eða umsjónar- fóstrur á skrifstofu dagvistar barna, Fornhaga 8, í síma 27277. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást fyrir kl. 16.00 föstudaginn 27. apríl 1984. Tilkynning frá Byggðasjóði ( lögum nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum er gert ráð fyrir útvegun fjár- magns til lánveitinga til fyrirtækja, sem þurfa að bæta aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustað. Samkomulag hefir verið gert milli Framkvæmdastofn- unar ríkisins og félagsmálaráðuneytisins um að lán þessi verði veitt úr Byggðasjóði af sérstöku fé sem aflað verður í þessu skyni. Umsóknir um lán þessi skulu því sendar Byggðasjóði, Rauðarárstíg 25, Reykjavík á umsóknareyðublöðum Byggðasjóðs, þar sem sérstaklega sé tekið fram að um sé að ræða lán vegna bætts aðbúnaðar, hollustu- hátta og öryggis á vinnustað. Umsóknarfrestur er til 7. maí n.k.. Endurnýja þarf umsóknir, er áður hafa verið sendar en ekki hlotið afgreiðslu. Bergshús vlð Skólavörðustíg. Húsalestur með Guðjóni Við röltum þá enn af stað, Guðjón. En mér þykir leitt að ég skyldi hafa hrekkt þig með spurn- ingu minni um það hvort hugsast gæti að „viðhaldshugsjón" sumra manna gæti átt rót í því, að þeir sömu hefðu gefist upp við vanda- mál framvindunnar. Þú hefur misskilið mig, þetta var spurning mín en ekki staðhæfing. Manni verður oft að spyrja þegar maður er úti á göngu. Það gengur svo á ýmsu með svörin. Stundum verða samferðamennirnir önugir; en hversvegna? Vonandi fór þó orð- ið „vitsmunavera" ekki eins illa í þig og orðið „mannvitsbrekka" í V.L.-menn á sínum tíma. Ég er þér sammála, að ganga okkar geti orðið stefnulaus ef við lítum ekki yfir farinn veg. En þar virðast skilja leiðir. Skoðun mín á fortíðinni er til þess að læra af henni og reyna að gera betur, en ekki til þess að lifa áfram í sýni- legum minjum hennar. Þú hvetur mig til lestrar á Of- vitanum. Hann hefi ég löngu les- ið og raunar oft. Kaflinn sem þú vitnar í heitir „Baðstofan". Jú, Þórbergur kunni vel við sig á loft- inu í Bergshúsi, og gaf hugarflugi sínu lausan tauminn. Ég er sam- mála Þórbergi um að hús er hugs- un sem fær hæð, lengd og breidd, eða þrívídd, og þar sem mér skilst þú hafa þennan sama skilning, þá bið ég þig, að þú kappkostir að afflytja ekki þær hugsanir sem tóku sér form hússins. Því aðeins eru húsin saga kynslóðanna að þeim sé ekki brenglað, annars verða þau enn ein lygin um líf kynslóðanna. Spurningu þinni endurtekinni um hvort ég kunni að les hús get ég svarað með því, að mér er ávallt mjög auðsætt þegar þau hafa verið neydd til að taka þátt í iygasögunum. Þetta með arkitektana og „stíl- afbrigðin“ er svo sem tilefni til langs spjalls, en vegna þess að ég á svo skolli annríkt núna við nú- tíðina, þá verð ég að láta nægja að benda þér á, að góður arki- tektúr er ávöxtur lífsviðhorfa en ekki lesturs tískublaða,og ef lffs- viðhorfin brenglast þá má bygg- ingarlistin fara að vara sig. Þú skalt kafa dýpra í þetta vanda- mál. Ég ætlaði hinsvegar ekki að labba langt núna, en halda mig við húsalesturinn. Þú vilt að við skoðum Grjóta- þorpið og þangað ætlar þú með börn þín og útlendingana og segja: „Hér byrjaði þetta allt“, „Hér stóð bær fyrsta landnáms- mannsins og hér byrjaði nútíma- saga íslands". Ég ætla ekki að fara með þér þegar þú ferð í þessa leiðangra, vegna þess að mér leiðist þegar fólk er að skrökva, einkum að börnum og öðrum óvitum. Ef þú ætlar að benda mér á bæjarstæði Ingólfs Arnarsonar þá verð ég að biðja þig að hafa mig afsakaðan. Um fræðileg hugtök eins og upphaf nútímasögu Islendinga og byrjun þéttbýlis skal ég ekki deila. Þó býður mér í grun að fyrr á öldum hafi umtalsverðir byggð- akjarnar verið til staðar á landinu, t.d. í Skálholti. Prent- iðnaður og bókagerð er nú kannske partur af nútímasög- unni. Ekki veit ég hvort fleiri voru í kringum bókagerð í Viðey, Hrappsey, Hólum, Skálholti og Leirárgörðum en við spuna í Að- alstræti. En ég vil fara upp á Spítalastíg þar sem þú ert að eigin sögn önnum kafinn við að laga lítið stef í fortíðarsögunni að þínum . þörfum. Það eru ýmsar leiðir til að út- rýma fortíðinni. Kunningi þinn vestra lokaði augunum fyrir henni svo hún væri ekki að flækj- ast fyrir honum, en þú tekur hana og breytir henni svo hún valdi þér ekki óþægindum. Þegar þú verð- ur fluttur inn í húsið þitt með þinn nútíðarlífsmáta og þitt baðker þá verður aumingja húsið eins og fangi í misþyrmingarbúðum sem búið er að heilaþvo og þvinga til að segja ósatt um fortíðina. Þú leitar þér trúlega afsökunar í þeirri með-höndlun húsa sem hefur viðgengist á Bernhöftstorf- unni, og þú mærir í grein þinni. Það segir mér þá sögu að þú heyrir ekki kveinstafi húsanna yfir meðferðinni, en horfir aðeins á bros fólksins sem borðar vel fram borinn mat og drekkur góð vín innan veggja þeirra. Því það vil ég segja þér að lok- um að hafi þau hús fyrr verið sannleikur þá er nú búið að kæfa það vætti þeirra og neyða þau til annarrar frásagnar og þar með að falsa heimildir úr byggingarsögu okkar. Grimm eru örlög þeirra sem kafna í faðmi „vina“ sinna; þetta á einnig við um hús. Bergs- hús það sem Þórbergur heitinn veit um, hafði á þeim tíma ekki hlotið þau örlög. En hefur síðar margt mátt þola í því hlutverki að verða þjónn verslunarinnar. Ég kveð þig svo að sinni í von um að þú verðir raunverulegur húsavinur þegar fram líður. Hannes Kr. Davíðsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.