Þjóðviljinn - 14.04.1984, Blaðsíða 32

Þjóðviljinn - 14.04.1984, Blaðsíða 32
PJOÐVIUINN Helgin 14. - 15. apríl 1984 Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt aö ná í afgreiðslu blaösins I síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663 Samanburður Kjararannsóknarnefndar á launum verkamanna hérlendis og erlendis Munuriim ennþá meiri Verkamannalaun lœgst á Islandi í Vestur-Evrópu „Dæmið sem við vorum með var miðað við öll greidd laun í iðnaði, en erlendu launin sem miðað var við eru aðeins verkamannalaun í iðnaði, þannig að dæmið er í raun enn verra en fram kom hjá okkur á dögunum", sagði Ari Skúlason hjá Kjararann- sóknarnefnd er Þjóðviljinn ræddi við hann í gær. Eins og komið hefur fram í fréttum Þjóðviljans, þá er ísland nú í 3ja neðsta sæti Evrópulanda hvað launagreiðslum við- kemur. Jafnvel ítalir eru komnir upp fyrir okkur. Ari sagðist hafa skoðað þetta dæmi uppá nýtt og þá miðað við verkamannalaun hér á höfuðborg- arsvæðinu og verkamannalaun á It- alíu. Þá kemur í ljós að laun eru lægst á íslandi miðað við aðrar þjóðir V-Evrópu. Ef við setjum íaun á íslandi 100 árið 1983 þá er næsta land fyrir ofan Austurriki með 110 og síðan Ítalía með 112. Ef við miðum aðeins við Ítalíu hefur þróun síðustu 3ja ára verið þessi: ísland: laun 100 1980, laun 100 1981, laun 100 1982: 1983 100. Ítalía: laun 79 1980, laun 73 1981, laun 81 1982: 1983 112. Á þessu sést glöggt hver þróun launa hefur verið hér og á Ítalíu síðustu árin. Á íslandi voru þjóðartekjur á mann árið 1982 11.140 dollarar en á Ítalíu 6.133 dollarar. Árið 1983 voru þjóðartekjur á mann á íslandi 9470 dollarar en tölur frá Ítalíu eru ekki handbærar. Þessar tölur fékk Þjóðviijinn frá Þjóðhagsstofnun. Ef miðað væri við 1981 væri mun- urinn enn meiri en þá voru þjóðar- tekjur á mann á íslandi 12.750 doll- arar en samanburður verður ekki réttur vegna þess að gengi íslensku krónunnar var breytt minna en nam verðbólgu, þannig að ekki er rétt að miða við það ár. Árið 1982 er því rétt viðmiðun, nógur er mun- urinn samt. Það er því ekki að ástæðulausu að Guðmundur J. Guðmundsson formaður VMSÍ spyr í Þjóðviljan- um í gær, hvað valdi þessu. Við erum með 30% til 50% hærri þjóð- artekjur á mann en ítalir, en samt eru laun hér mun lægri. -S-dór Sendibflstjórar og leigubflstjórar: Stríð íupp- siglingu Stríð virðist nú í uppsiglingu milli sendibflstjóra og leigubíl- stjóra í Reykjavík. Þeir fyrr- nefndu tefja að leigubflstjórar fari inn á verksvið sitt með því að dreifa ýmiss konar pökkum um bæinn, t.d. dagblaðapökk- um og matarpökkum. I gær- kvöldi óku svo allir sendibíl- stjórar borgarinnr í einni röð fram hjá leigubflastöðvunum til þess að mótmæla þessu. Þegar bflarunan var í Síðumúla náði hún götuna endanna á milli. Hafa sendibflastjórar látið að því liggja að þeir muni fara á stúfana og keyra fólk hcim af böllum en þá er aðalannatími leigubflstjóra. - GFr. Náttúruverndar- þing hófst í gær: Elín Pálma- dóttir vara- formaður í gær hófst í Reykjavík 5ta Nátt- úruverndarþing, en þingin eru hald- in á 3ja ára fresti. í upphafi þingsins í gær tilkynnti Ragnhildur Helga- dóttir, menntamálaráðherra að hún hefði endurskipað Eyþór Einarsson formann Náttúrverndarráðs og Elínu Pálmadóttur blaðamann varaformann ráðsins. Elín hefur átt sæti sem varamaður í Náttúru- verndarráði og tekur hún við vara- formennsku af Jónasi Jónssyni, búnaðarmálastjóra. Kosningar til Náttúruverndarráðs að öðru leyti fara fram á sunnudag, en þá lýkur þinginu. Samninganefnd mjólkurfræðlnga leggur á ráðin í húsakynnum ríkissáttasemjara í gær. Mynd Atll. Verkföll yfirvofandi hjá mjólkurfræðingum og skipstjórum á farskipum Lítt miðaði í gær Lítt miðar í deilu mjólkurfræð- inga og skipstjóra við viðsemjend- ur sína að sögn Guðlaugs Þorvalds- sonar ríkissáttasemjara, en báðir aðilar hafa boðað til verkfalls frá og með miðnætti á sunnudags- kvöld. Samninganefndarmenn mjólk- urfræðinga sögðu í samtali við Þjóðviljann í gær að deila þeirra við mjólkurstöðvarnar stæði eink- um um það að þeir fengju sjálfir að vinna sín fagstörf, en brögð hefðu verið að því að ófaglærðir ntenn væru settir í þau störf. Það væri alger forgangskrafa að réttur þeirra væri virtur í þessum efnum. Enn sem komið væri hefðu launa- kröfur ekki komið til umræðu og ef ekki næðist samkomulag um rétt- indamálin á þeim fundi sem stóð þegar Þjóðviljinn fór í prentun í nótt væri mjög líklegt að til verk- falls kæmi. Skipstjórnarmenn á farskipum og varðskipum hafa fundað stíft með viðsemjendum sínum undan- farna daga og gengur hægt. Er einkum deilt um fæðisgreiðslur til skipstjóra í landlegum. Náist ekki samkomulag í deilu þessari fyrir annað kvöld, skellur á verkfall skipstjóra. Nýr sáttafundur hefur verið boðaður kl. 2 á morgun. -•g- Sjónvarp s a fimmtu- dögum „Frétta- og fræðsludeild Sjónvarpsins heitir á útvarps- ráð og aðra sem fara með á- kvörðunarvald að taka upp fréttir í sjónvarpinu og aðra kvölddagskrá á fímmtudögum sem öðrum dögum“, segir í bókun sem lögð var fram á fundi útvarpsráðs í gær. í rökstuðningi með áskoruninni bendir frétta- og fræðsludeildin m.a. á að fráieitt sé að hafa frétta- lausan dag í vikunni sem fast starfs- lið sé fyrir hendi, keyptar eru dag- legar fréttasendingar frá gervi- hnöttum og hér sé um sjálfsagða þjónustu við notendur sjónvarps- ins að ræða. Þá er bent á að útlent sjónvarp muni fljótlega nást hér á landi, og varla geti talist eðlilegt að íslendingar eigi ekki kost á íslensk- um útsendingum á fimmtudögum, þegar t.d. norskt sjónvarp sendir sína dagskrá. Tillagan var ekki rædd á fundi útvarpsráðs í gær, en mun vera tekin til umræðu á næsta fundi. -óg. Kvóti á öll humarveiðiskip Aflinn minnkar „Það eru líkur á því að humaraflinn í ár verði minnkaður úr 2.700 tonn- um í 2.400 tonn að tillögu Hafrannsóknarstofnun- ar“, sagði Halldór Ás- grímsson sjávarútvegsráð- herra í gær. Humarveiðar mega hefjast 18. maí n.k. og nú verður út- hiutað sérstökum kvóta á hvern bát í stað heildarkvóta áður. Verður gengið út frá afla sl. þriggja ára við úthlutun kvóta en að sögn ráðherra verður ekkert tillit tekið til frátafa skipa og engar undantekningar veittar vegna skipstjóraskipta eða annarra hluta líkt og með þorskkvótann. Aðeins þeir bátar sem stund- uðu humarveiðar á síðasta sumri eða bæði sumrin 1981 og ’82 komi til greina við úthlutun veiðileyfa. Bátar sem stunda aðrar sérveiðar eru undan- skildir. -lg- MUNIÐ FRIÐARVIKUNA í NORRÆNA HÚSINU

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.