Þjóðviljinn - 14.04.1984, Blaðsíða 30

Þjóðviljinn - 14.04.1984, Blaðsíða 30
30 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN1 Helgin 14. - 15. apríl 1984 >• , .. f '<i' '' v ,*ÍW '("'11! " i’W«V ALÞYÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið í Kópavogi Opið hús á Skírdag Alþýðubandalagiö í Kópavogi býður til opins húss í Þinghóli á sumardaginn fyrsta (Skírdag) kl. 15-18. Stutt ávörp flytja Geir Gunnarsson alþingismaður og Heiðrún Sverrisdóttir bæjar- fulltrúi. Söngur - barnahorn - kaffi og kökur. Félagar í ABK eru eindregið hvattir til að líta inn. - Stjórn ABK Geir Hei&rún Alþýðubandalagið í Reykjavík: Félagsvist ABR - spilalok Síðasta spilakvöld vetrarins verður næstkomandi þriðjudagskvöld, 17. apríl að Hverfisgötu 105. Að venju hefst spilamennskan kl. 20.00 stundvíslega. Þetta er síðasta kvöldið í þriggja kvölda spilakeppni en þar sem spilað verður um sérstök kvöldverðlaun geta allir komið þótt þeir hafi ekki verið með á fyrri kvöldum. Kvöldvaka Þegar spilum er lokið, en það verður um kl. 22 verður kaffi og kvöldvaka undir stjórn Margrét- ar Óskarsdóttur. Einnig mun Svavar Gestsson, formaður Al- þýðubandalagsins mæta og segja fréttir frá alþingi. Athugið að kvöldvakan er öllum opin. Nefndin Svavar Margrét Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsins Æskuíýðsfylking AB Fundur í þjóðmála- og utanríkismálanefnd verður haldinn laugardaginn 14. apríl kl. 13.00 að Hverfisgötu 105. Fundarefni: Friðarpáskar og starfið framundan. ÆFAB Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsmanna gjörir heyrum kunnugt: Árshátíð Æ.F.A.B verður haldin hinn 19. apríl 1984 í hinni snarglæstu flokksmiðstöð að Hverfis- götu 105 hér í borg. Húsið opnað kl. 20.00. Dagskrá meðal annars: Ræðuhöld (ákaflega stutt) Spurningakeppnin sívinsæla Samkvæmisleikir Kvartettsöngur „Tarzan" hinn víðfrægi Leynigestur Og margt margt fleira Margvíslegar veitingar ALLIR félagar og gestir þeirra ákaflega velkomnir. Nefndin Vinsamlega sendið eða hringið inn auglýsingar í þennan dálk fyrir klukkan 16 daginn áður en þær eiga áð birtast og talið við Einar Karl eða Álfheiði. - Ritstjórn. A L Kópavogsbúar - Kópavogsbúar Enn eru nokkur sæti laus í hópferð til Norr- köping í Svíþjóð, sem Norræna félagið efnir til vegna 600 ára afmælis vinabæjarins og hátíðahalda af því tilefni. Farið verður 1. júní. Ókeypis gisting og morg- unverður á einkaheimilum til 9. júní. Fararstjóri er Hjörtur Pálsson. Nánari upplýsingar hjá honum í síma 42663 og á skrifstofu Norræna félagsins í Norræna húsinu, símar 10165 og 19670. Norræna félagið í Kópavogi Hangs á spllasölum og stelpur eru helstu áhugamál unglingsins sem við hittum í gær. Mynd-ATLI. Eyði vikulega 1500 krónum - segir reykvískur unglingur „ Það er gaman að lifa. Ég er í fámennum bekk í skólanum og þar er skemmtilegur mórall. Annan tíma hangi ég á spila- sölum með félögum mínum og ég er með stelpu á föstu“, segir reykvískur unglingur sem við hittum á förnum vegi í gær. Hann er 15 ára gamall nemandi í Austurbæjarskólanum og við spurðum hann um hvernig skólanámi, frístundum og pen- ingamálum hans væri háttað. - Ja, ég læri í skólanum fyrir há- degi. Við erum bara 5 í mínum bekk. Ég er svona að reyna að taka 7. og 8. bekk saman, því ég var færður niður í fyrra. Ég er ákveð- inn í að ljúka samræmdu prófunum í 9. bekk til að geta haldið áfram námi. Mér finnst maður verða að læra eitthvað upp á framtíðina þó ég nenni því ekki þessa dagana. Eftir hádegi og á kvöldin er ég svo á spilasölunum, aðallega ein- um þeirra þar sem ekki eru mikil læti. Víða er hávaða músík á þess- um stöðum og ekki gott að hanga og kjafta saman. Er ekki kostnaðarsamt að vera í tækjunum? - Jú, það getur verið það, en ég er ekkert alltaf í þeim, á ekki alltaf pening. Ætli ég eyði ekki um 500 kall á viku í spilakassana. Það er misjafnt hvað krakkar eyða miklu þarna. Hver eru aðal áhugamál þín? - Stelpur og að hanga á spila- sölunum. Ég er búinn að vera með stelpu núna í 3 vikur. Áður var ég oft á skíðum en er hættur að nenna því. Svo fékk ég mótorhjól gefins í fyrra en það er bilað og ég hef ekki heldur mikinn áhuga, því fáir sem ég þekki eru á mótorhjólum. Svo dett ég í það á föstudögum og þá förum við oftast í partý einhvers staðar. Hvers vegna á föstudögum og hvar færðu vín? - Nú, maður kaupir flösku á föstudögum og þá er ekki um það að ræða að geyma hana. Það er ekkert mál að fá einhvern til að kaupa fyrir sig. Erfiðara er að ná í pening fyrir brennivíni, því flaskan kostar 700 kall. Það er aðallega einn vinur minn sem lánar mér alltaf og ég borga honum yfirleitt ekki. Hann er hætt- ur í skóla, ætti að vera í 9. bekk. Hann er klókur að ná sér í aur þótt hann fái hvergi vinnu fyrr en hann er orðinn 16. Einhvern veginn hafa flestir unglingar sem ég þekki efni á að detta í það vikulega. Hvað eyðir þú þá eiginlega miklu á viku? - Ég hef ekki hugmynd um það. Það er misjafnt og ég hef ekki tekið það saman. Ætli ég fari ekki með svona 1500 krónur á viku, í tækin, brennivín og sígarettur. Eru þá fatakaup og ferðir á skemmtistaði ekki með talin? - Nei, ég kaupi mér eiginlega aldrei föt. Og ég fer aldrei á staði eins og t.d. D-14. Það kostar heil- mikið inn á þá og mig bara langar ekkert þangað. Hvað ætlaru að gera í sumar? - Ég fer í sveit ef ég get ekki reddað mér vinnu hér í bænum. Ég var í sveit í fyrra og það var ágætt. -jP

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.