Þjóðviljinn - 14.04.1984, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 14.04.1984, Blaðsíða 19
Helgin 14. - 15. apríl 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19 skáh_________________ Æsispennandi einvígi RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR í sjónmáli Karpov og Kasparov hafa teflt 3 skákir sem lofa góðu Þeir félagar Karpov og Kasparov hafa nú þegar háð þrjár hildar við skák- borðið. Fyrstu tvær tefldu þeir í sveitakeppni innan Sovétríkjanna árið 1981. Þá var Kasparov aðeins 17 ára en hafði samt náð 2620 stigum, ennþá tölu- vert undir Karpov sem var skráður með 2690. Eftir þessum skákum höfðu menn beðið spenntir, því að þarna fékk Kasp- arov sitt fyrsta tækifæri til að tefla við sjálfan heimsmeistarann. Kasparov var þá þegar talinn helsti áskorandi Karp- ovs innan fárra ára. Hann brást ekki vonum manna, var óbanginn og sótti stíft að heimsmeistarnum. f báðum skákunum stóð Kasparov mjög vel en nýtti ekki tækifærin sem best og Karpov slapp með skrekkinn. En það verður einnig að hrósa Karpov fyrir útsjónarsemi í vörninni, hann barðist vel og tókst að halda stöðunum gangandi þegar flestir aðrir hefðu ör- vænt. Hann sýndi þar með að þó að menn fái betri stöður gegn honum er ekki hlaupið að því að vinna hann. Hvítt: Gary Kasparov Svart: Anatoly Karpov Petroffs vörn. 1. e4 (Kasparov kemur heimsmeistaranum á óvart strax í fyrsta leik, eins og flestir kannski vita leikur hann nær eingöngu drottningarpeðinu.) 1. - e5 2. Rf3 Rf6 (Karpov kemur einnig á óvart, þó hann tefli Petroffs vörn æ oftar upp á síðkast- ið var hún ekki tíður gestur í vopnabúri hans á þessum tíma. Greinilegt er að taugaspenningur ríkir, hvorugur vill gefa högg á sér.) 3. Rxe5 d6 4. Rf3 Rxe4 5. d4 Be7 6. Bd3 d5 7. 0-0 Rc6 8. Hel Bf5 (Ef til vill er 8. - Bg4 traustari leikur. Raunar hefur Karpov reynt að sýna fram á það, unnið marga góða sigra gegn textaleiknum!) 9. Rbd2 (Mjög öruggur leikur sem tryggir hví- tum lítið en visst frumkvæði. Aðrir möguleikar eru t.d. 9. Rc3 Rxc3 10. bxc3 Bxd3 11. cxd3!? og 9. a3 - 0-0 10. c4, slæmt væri 9. c4 Rb4 10. cxd5? Rxf2!) 9. - Rxd2 10. Dxd2-Bxd3 11. Dxd3 0-0 12. c3 Dd7 13. Bf4 a6 (Léki svartur 13. Hfe8 væri 14. Db5 óþægilegur.) 14. He3 Hae8 15. Hael Bd8! 16. h3 Hxe3 17. Hxe3-f6 (17. - He8 gengur ekki vegna 18. Df5! He6 19. h4 g6 20. Dh3 De8 21. Hxe6 Dxe6 22. Dxe6 fxe6 23. Rg5! og hvítur stendur mun betur.) 18. He2 Hf7 19. Rd2! Be7 (f endataflinu sem upp kemur eftir 19. - He7 20. Rb3 Hxe2 21. Dxe2 Be7 22. Dg4Dxg423. hxg4Bd624. Bxd6-cxd6 hefur svartur einhverja möguleika á jafntefli en vörnin verður löng og ströng.) 20. Rfl Bf8 21. Df3 He7? (Karpov verða á mistök, hann skynjar ekki hættuna. Betra var 21. - Rd8 22. Re3 c6 23. Bg3 Re6 24. h4, hér er svarta staðan mjög traust en hann getur lítið aðhafst svo að möguleikarnir verða að teljast hvíts megin.) 22. Re3 Rd8 23. Bxc7! 8 7 6 5 4 3 2 1 abcdefgh 23. - Dxc7 24. Rxd5 Dd6 (Besti möguleikinn, 24. - Hxe2 25. Rxc7 Hel+ 26. Kh2 Bd6+ 27. g3 Bxc7 28. Df5 29. Kg2 er hartnær vonlaust fyrir svartan.) 25. Rxe7+ Bxe7 26. De4 Bf8 27. De8?! (Betra var að leika 27. c4 og byrja að „rúlla“ miðborðspeðunum af stað, þá væri vörnin svörtum mjög erfið ef ekki vonlaus.) 27. - g6 28. a4?! Kg7 29. b4?! (Kasparov er með ranga áætlun í huga.) 29. - Dc7 30. He3 - Rf7 31. De6 Dd8! 32. a5 h5 33. De4 Dd7 34. De6 Dd7 35. Kfl Rh6! 36. g4 (Eftir 36. De4 heldur svartur jöfnu með 36. - Dc8! 37. Dd5 - Rf5 j38. Hd3 h4.) 26. - hxg4 37. hxg4 Rf7 38. Ke2 Rg5 39. Db6 - Dd7 40. Kd3 Bd6 41. Kc2 og hér sömdu kapparnir um jafntefli. Hvítt: Anatoly Karpov Svart: Gary Kasparov Enski leikurinn. 1. c4 Rf6 5. Bg2 Bb7 2. Rc3 c5 6. 0-0 Be7 3. Rf3 c6 7. d4 cxd4 4. g3 b6 8. Dxd4 d6 (Nú er kominn upp sú staða enska leiksins sem er hvað vinsælust. Flestir af sterkustu skákmönnum heims tefla þetta afbrigði, sem nefnt er því furðu- lega nafni Broddgölturinn, og má þar nefna heimsmeistarann sjálfan.) 9. Bg5 (Afbrigði Andersons sem hentar Karp- ov vel, hvítur hefur yfirburði í rými og gagnsókn andstæðingsins er haldið í skefjum.) 9. - a6 (Mjög mikilvægur leikur í uppbyggingu svarts, annars kæmi hvíti riddarinn á b5 í kjölfar tvöföldunar á d línunni. Þá væri þrýstingurinn á hinn veika punkt nær óbærilegur...) 10. Bxf6 Bxf6 11. Df4 0-0 12. Hfdl Be7 13. Re4 - Bxe4 14. Dxe4 Ha7 (Þessileikur þjónar margþættum til- gangi og er gott dæmi um nútímaskiln- ing á skák. Hrókurinn getur farið til d7 þar sem hann styður framrás peðsins eða valdar það eftir atvikum, hann get- ur einnig farið til c7 og myndað þrýsting á c peð hvíts með þeirri hugmynd að leika b5 sem yfirleitt þjónar hagsmun- um svarts.) 15. Rd4 Dc8! 16. b3 (Efhvítur léki 16. Hacl kæmi 16.-Hc7 17. b3 b5 og svarti hrókurinn hefði þeg- ar sannað ágæti sitt.) 16. - He8 17. a4!? (Hvítur gefur upp áætlun sína sem felst í peðaframrás á drottningarvængnum með þeirri hugmynd að ná algjörum yfirráðum á hinum veika reit c6. Áætl- unin hefur þó þann galla að gefa svört- um góð tök á c5 í staðinn.) 17. - Dc5 18. Ha2 Bf6 19. Had2 Hc7 20. Dbl! Be7! 21. b4 Dh5 22. Hc2!! (Nú hefði hvítur átt að halda áfram með fyrri áætlun sína og leika 22. b5! óhik- að. Þá yrði svartur að svara með22. - a5 því ekki gengur 22. - Hxc4 23. bxa6 Hxa4 24. Rc6! Bf8 25. a7 eða 23. - Rxa6 24. Dxb6. Eftir 22. -a5 leikur hvítur síðan 23. Rc6 og stendur mjög vel.) 22. - Hec8 23. b5? (Karpov afræður að fórna peði til að halda í frumkvæðið en svartur er vel undir það búinn.) 23. - axb5 27. Da8 Hxd4 24. axb5 Hxc4 28. Dxb8+ Bf8 25. Hxc4 Hxc4 29. Hal d5? 26. Da2 Dc5 (Betra var að leika 29. - h6 til að lofta út. Eftir það er svarta staðan mun væn- legri t.d. 30. De8 Hc4 31. Ha8 Hcl + 32. Bfl Dd5!! og vinnur.) 30. Bn! Hc4 32. De8 (Hér bauð Karpov jafntefli en Kaspar- ov hafnaði og lék...) 32. - d4 33. Ha7 Df5 34. Ha8 Dc5 (Nú bauð Kasparov jafntefli en Karpov neitaði, stoltir menn!!) 35. g4? Dd6? (Báðir voru í miklu tímahraki. Nú hefði Kasparov getað náð yfirhöndinni með 35. - Db4 t.d. 36. h3 h6 37. Kg2 Hc7 og svartur hefur undirtökun.) 36. Hd8 Db4 (Með hugmyndinni d3.) 37. Hd7 h6?! (37. - d3 var betra t.d. 38. Dxf7+ Kh7 39. Hd3 Dg4+ 40. Hg3 Df5 með jöfnu tafli.) 38. Dxf7+ Kh7 39. g5! Dbl! 40. g6 (Eftir 40. Kg2 heldur svartur jöfnu með Df5!) 40. - Dxg6 41. Dxg6+ Kxg6 í Og keppendur sömdu um jafntefli. Sannkölluð baráttuskák. I Sú þriðja er nú ekki ýkja merkileg, en rétt skal vera rétt og því fylgir hún með. Hún var tefld í síðustu umferð stórmeistaramótsins í Moskvu 1981. Karpov vann þetta mót glæsilega með níu vinningum af þrettán mögulegum. En næstur kom síðan Kasparov ásamt þeim Smyslov og Polugajevsky með sjö og hálfan vinning. Skákin í síðustu um- ferð hafði því enga- þýðingu, heimsmeistarinn var búinn að tryggja sér sigur. Hvítt: Gary Kasparov Svart: Anatoly Karpov Drottningarbragð. 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4. Rc3 Be7 5. Bg5 h6 6. Bxf6 Bxf6 7. e3 0-0 8. Dd2 Rc6 10. Be2 Bf5 11. 0-0 Re7 12. b4-c6 13. Hfcl a6 14. a4 Dd6 15. Db2 Hfe8 16. Db3 Rg6 17. Ha2 Be7 18. b5 9. cxd5 exd5 - og hér höfðu þeir fengið nóg enda staðan í jafnvægi: jafntefli. Um þessi helgi flytjum viö starfsemi okkar úr Hafnarhúsinu við Tryggvagötu aö SUÐUR- LANDSBRAUT 34 á horni Grensásvegar og Suöurlandsbrautar. Um leið fáum viö nýtt símanúmer 68 62 22 í staö fyrri númera 18222 og 86222. Vinsamlegast sýniö starfsfólki okkar þolin- mæði fyrstu dagana meöan við komum okk- ur fyrir. Viö erum þakklát fyrir aö sem flestir greiði gjaldfallna orkureikninga í banka. Tilboð óskast í gerð slitlags og fleira á götur í Kópavogi. Um er aö ræða eftirtalin verkefni: 1. Útlagning malbiks og jöfnun undir það á Birkigrund, Grenigrund, Reynigrund, Víöi- grund og Bæjartún. Samtals um 15000 m2 2. Yfirlögn malbiks á nokkrar götur. Samtals um 16000 m2 Útboösgögn veröa afhent á skrifstofu bæjar- verkfræöings, Fannborg 2, frá og með 17. apríl n.k., gegn 1000 kr. skilatryggingu. Tilboöin veröa opnuö á sama staö mánudag- inn 30. apríl 1984 kl.11 aö viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Bæjarverkfræðingur tóri suzuki Nú eru allir Suzuki bílar með 6 ára ryðvarnarábyrgð Það er ótrúlegt en satt, að nýi rúmgóði, Suzuki SA 310 er jafn sparneytinn og Suzuki Alto, margfaldur íslandsmeistari í sparakstri. Það gerir frábær hönnun. - 4.2 lítrar á 100 km. kraftmikli 4.2lllri Reynsluaktu Suzuki SA 310 hjá okkur það eru bestu meðmælin Sveinn Egilsson Skeifan 17 —Sími: 85100

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.