Þjóðviljinn - 14.04.1984, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 14.04.1984, Blaðsíða 21
Helgíri 14. - 15. aprfl 1984 ÞJÓÐVILJlNN - SÍÐA 21 aíbuiða íinstöViu SaraöYg^ íslenska hljómsveitin ,4 Dymbihiku“ Lokatónleikar annars starfsárs íslenska hljómsveitin heldur tónleika í Bústaðakirkju miðvik- udaginn 18. apríl kl. 20.30. Þetta eru lokatónleikar annars starfsárs og bera yfirskriftina „í Dymbilviku“. Ást og dauði hafa ætíð verið ein- hver áleitnustu íhugunarefni heimslistarinnar. Þau fléttast inn í söguna á margvíslegan hátt. Nokkrir atburðir rísa þó hæst, sem eilíf minnismerki um átök þeirra. Og sú saga, sem tengist Dymbilvik- unni, er mest þeirra allra. Sérstakur gestur hljómsveitar- innar er bandaríski baritonsöngv- arinn William H. Sharp. Hann frumflytur verk Mistar Þorkels- dóttur, Davíð 116, sem samið er sl. haust að tilhlutan hljómsveitarinn- ar, en söngtextinn er sóttur í 116. sálm Davíðs, eins og nafn verksins Anna Guðný Guðmundsdóttir: Undirleikari Sharps í Brahms- söngvum. Baritonsöngvarinn William H. Sharp er sérstakur gestúr hljómsveitarinn- ar. gefur til kynna: „Þér færi ég þakk- arfórn og ákalla nafn Drottins". Mist Þorkelsdóttir (f. 1960) nam píanó- og sembalíeik við Tónlistar- skólann í Reykjavík. Hóf, að loknu stúdentsprófi, 1980 framhaldsnám í Hamline University í Minnesota og lauk þaðan BA.-prófi. Er nú við tónsmíða- og tónfræðinám við State University of New York í Buffalo og eru kennarar hennar þar m.a. Lejaren Hiller og Morton Feldman. William H. Sharp hlaut menntun m.a. í Eastman tónlistarskólanum í New York. Hefur sungið margs- konar tónlist, gamla og nýja, á tón- leikum og á óperusviði. Arið 1982 vann hann söngkeppnina Young Artists International Audition í New York og hlaut einnig verðlaun Kathleen Ferrier, sjóðsins. Veitti þetta honum tækifæri til tónleika- halds í New York, Boston, Was- hington og víðar um Bandaríkin. Tvo vetur söng hann með hinum virta Waverly Consort músíkhópi, vítt um heim. Hann vann sigur í alþjóðlegu söngkeppninni í Genf í sept. sl. Sharp mun einnig flytja Vier ernste Gesange eftir J. Brahms við undirleik Önnu Guðnýjar Guð- mundsdóttur, en Brahams samdi þessa söngva skömmu fyrir and- látið. Margir telja þá einhverjar skærustu perlur söngbók- menntanna. I þessum söngvum tekst tónskáldinu á einstæðan hátt að túlka tilfinningar dauðlegrar veru frammi fyrir sláttumanninum mikla. Richard Wagner var einhver umdeildasti persónuleiki tónlistar: heimsins á síðarihluta 19. aldar. í aldarlok hafði hann náð miklum vinsældum og víðtækum áhrifum bæði vegna framsækins tónmáls og magnaðra hugmynda. Á Jressum lokatónleikum flytur Islenska hljómsveitin tónaljóðið Siegfried Idyll, sem þykir með því fegursta, sem Wagner samdi. Þar ríkir feg- urð einfaldleikans ólíkt hinum Guðmundur Emílsson stjórnandi. mikilfengu tilfinningastríðum óp- eranna. Innihald verksins er tær ást og þakklæti til Cosimu konu hans, en verkið var tileinkað henni og syni þeirra Siegfried á afmælisdegi hennar og frumflutt á heimili þeirra. Auk ofangreindra verka flytur Mist Þorkelsdöttir: Frumflutt verður verk hennar: Davíð 116. hljómsveitin Berceuse élégiaque eftir Ferrucio Busoni. Einnig munu félagar úr hljómsveitinni flytja Sextett fyrir klarinett og strengi eftir Heinrich J. Bármann. Stjórnandi á hljómleikunum verður Guðmundur Emilsson. - mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.