Þjóðviljinn - 14.04.1984, Blaðsíða 26

Þjóðviljinn - 14.04.1984, Blaðsíða 26
26 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 14. - 15. aprfl 1984 Það er engu líkara en hinn slyngi sláttumaður dauðans hafi beint sjónum sínum fast að íbúum Mýr- dalsins bæði heima og heiman á þeim vetri sem senn er allur. Högg hans hafa riðið eitt af öðru og við hvert þeirra hverfur samferðar- maður af sviði lífsins. Við stöndum eftir með sorg okkar og söknuð en um leið þann yl, sem minningin um góðan vin gefur okkur á slíkum stundum. f dag, laugardaginn 14. apríl, kveðjum við Gunnar Stefánsson, bónda á Vatnsskarðshólum, en hann lést í Borgarspítalanum 7. apríl síðast liðinn eftir erfiða sjúk- dómslegu. Sú barátta var kannski ekki ýkja löng á okkar mælikvarða, en sjúkrahúsvistin segir þó ef til vill skemmstan hluta hennar því brátt mun það hafa verið ljóst er á sjúkrahúsið var komið að von um bata var hverfandi. Þessum að- stæðum tók Gunnar með því æðru- leysi, sem einkenndi allt hans dag- far og var ákveðinn að heyja sína baráttu með vonina að ieiðarljósi undir handleiðslu lækna og hjúkr- unarfólks sem stunduðu hann og studdu af alúð i veikindum hans. Með vakandi huga fylgdist Gunnar með málefnum heima og heiman allt til síðustu stundar og sýndi enn þar það andlega þrek sem var að- alsmerki hans aila ævi. Gunnar Stefánsson var fæddur í Litla-Hvammi í Mýrdal 23. júlí 1915, sonur hjónanna Steinunnar H. Árnadóttur og Stefáns Hannes- sonar, kennara. Hann ólst þar upp í hópi átta systkina, og eru sex þeirra ænn á lífi. f Litla-Hvammi var heimili Gunnars og skóli og varð ekki á milli skilið. Þar var miðstöð félagslífs og félagsmála í sveitinni, straumar nýrra tíma og hugmynda bárust þar fljótt að garði og málin voru rædd og reifuð á mannamótum sem innan heimil- is. Þangað sóttu líka jafnaldrar Gunnars til náms og Ieikja og því jafnan nóg um að vera hjá uppvax- andi ungmennum. En því fór vitan- lega víðs fjarri að lífið sjálft væri leikur einn. Þar varð hver og einn að leggja sitt af mörkum jafnskjótt og þrek og þróttur Ieyfði. „Vinn því að völt er stundin/vinn þú að morgni dags“ eru upphafsorð kvæðis sem oft hljómaði á sam- komum ungmennafélagsins í Litla- Hvammsskóla á þessum árum. Gunnar var einn þeirra sem hóf vinnu strax að morgni dags. Hann réðst ungur að heiman í kaupa- vinnu, síðar var hann tvö sumur á síldarvertíð á Siglufirði og allmargar vetrarvertíðir var hann í Vestmannaeyjum, ýmist á sjó eða í landi. Þannig kynntist hann störf- um og kjörum vinnandi fólks til sjávar og sveita og án efa hafði það mikil áhrif á lífsviðhorf hans. Rúmlega tvítugur fór Gunnar til náms í Laugarvatnsskóla, en skóla- vistin varð aðeins þessi eini vetur, - sá sem einna sögulegastur hefur orðið í starfi skólans, en þá var hópi nemenda vikið þaðan vegna stjórnmálaskoðana sinna. Það fór ekki dult að Gunnar átti fulla sam- leið með þessum hópi en veikindi urðu þess valdandi að hann varð ekki samferða félögum sínum burt af staðnum. En þótt Gunnar hafi hleypt heimdraganum ungur að árum hvarf hann jafnan aftur heim í átthagana og þar vann hann sitt ævistarf „uns brautin var brotin til enda“. Arið 1942 giftist hann eftir- lifandi konu sinni, Unni G. Þor- steinsdóttur frá Ketilsstöðum í Mýrdal og hófu þau búskap í Litla- Hvammi sama ár og höfðu þar nokkur jarðarafnot á móti foreldr- um Gunnars en hann stundaði þó einnig vinnu út í frá á sumrin og var þá veghefilsstjóri hjá Vegagerð- inni. Arið 1949 fluttu þau síðan að Vatnsskarðshólum og þar hafa þau búið frá þeim tíma. Börn þeirra Gunnars og Unnar urðu fimm: Margrét Steina, f. 1939, gift Óskari Ólafssyni, kennara á Laugarvatni, Þorsteinn, f. 1946, kvæntur Mar- gréti Guðmundsdóttur frá Dals- mynni og búa þau á Vatnsskarðs- hólum, Stefán f. 1948, en hann er búsettur á Dyrhólum ásamt Sigur- björgu Jónsdóttur frá Götum, Ólafur, f. 1951, verkamaður í Reykjavík og Gunnar Ágúst, f. 1956. Hann stundar háskólanám í Minning Gunnar Stefánsson bóndi Vatnsskarðshólum F. 23.7. 1915 - D. 7.4. 1984 Halifax í Kanada en náði þó að koma heim og vera hjá föður sínum síðustu stundirnar sem hann lifði. Þau hjónin komu öllum börnum sínum til mennta af miklum dugn- aði og virtist þá fátt annað fram- undan um skeið en að þau stæðu uppi sem einyrkjar með bú sitt. En árið 1973 ákváðu elstu synimir, Þorsteinn og Stefán, að snúa sér að búskap með foreldrum sínum og var það þeim að sjálfsögðu mikið ánægjuefni að sjá þá hverfa heim í átthagana og halda þar áfram starfi með þeim. Æsku- og manndómsár Gunnars á Vatnsskarðshólum mótuðust af þeim öru þjóðfélagsbreytingum sem orðið hafa hér á landi á þessari öld. Ungur tók hann virkan þátt í starfi ungmennafélagsins í Dyrhól- ahreppi. Hann var góður íþrótta- maður og veitti m.a. tilsögn í sundi hjá ungmennafélaginu, en þær æfingar fóru þá fram í köldu vatni Oddnýjartjarnar. Starfsemi verka- lýðshreyfingarinnar kynntist hann við vinnu sína í verstöðvum, og heima fyrir varð hann brátt einn helsti forystumaður verkalýðsfé- lagsins í Dyrhólahreppi og formað- ur þess um langt skeið og tíðum fulltrúi þess á þingum Alþýðu- sambandsins. Eftir að fjölskyldan fluttist að Vatnsskarðshólum og sneri sér alfarið að búskap varð búnaðarfélagið helsti starfsvett- vangur Gunnars á sviði félagsmála og þar sem annar staðar var hann valinn til trúnaðar- og forystu- starfa. Hann var formaður Búnað- arfélags Dyrhólahrepps samfellt frá 1968 til 1980 og þá jafnframt oftast fulltrúi þess á þingum Bún- aðarsambands Suðurlands og á að- alfundum Mjólkurbús Flóamanna. Gunnar átti ríkan metnað fyrir hönd bændastéttarinnar og bar hag hennar mjög fyrir brjósti og eink- um var honum hugleikið að sýna fram á nauðsyn á samstöðu bænda með öðrum vinnandi stéttum í þjóðfélaginu. Hann var mikill fé- lagshyggjumaður og því var það eitur í hans beinum að menn fylgdu forystunni í blindni og hlýddu sem óvirk hjörð. Hann var því jafnan ódeigur að taka þá afstöðu sem hann taldi félagslega rétta og berj- ast fyrir henni með oddi og egg. Kom það ekki síst fram í þátttöku hans í hagsmunabaráttu bænda á síðari árum utan hinna lögform- legu samtaka. Gunnar fór oft hægt af stað en var rökfastur og snarpur, ef í brýnu sló. Og það hygg ég að slíkar mætur hafi jafnt samherjar sem andstæðingar haft á Gunnari á þessum vettvangi að þeim hafi þótt mikils vant ef hans naut ekki við. Landgræðslu- og landverndar- sjónarmið voru Gunnari mikið hjartans mál og átti hann m.a. drjúgan hlut að því að koma á frið- lýsingu Dyrhólaeyjarásínum tíma. Jafnframt studdi hann af alhug fyrirætlanir og framkvæmdir við lendingarbætur á Dyrhólaey og lagði áherslu á að þessi sjónarmið ættu samleið í hvítvetna. í Skóg- ræktarfélagi Mýrdælinga starfaði Gunnar mikið fyrr á árum og var þar lengi stjórnarmaður. Gunriar var ákveðinn málsvari samvinnuhreyfingarinnar og ekki mun á neinn hallað þótt sagt sé að kaupfélagið hafi fáa betri stuðn- ingsmenn átt jafnt í orði sem á borði. Fáir munu hafa látið kaupfé- lagið njóta forgangs í viðskiptum í ’ jafn ríkum mæli og Gunnar gerði og hann var fljótur til svars ef að því var vegið, þótt ekki væri hann ávallt sammála forystumönnum þess í einu og öllu. En félagslegur stuðningur hans var samur og jafn fyrir því og má m.a. minna á átökin um að halda mjólkurflutningum til MBF hjá kaupfélaginu og síðar at- vinnu við þá flutninga innan hér- aðs. Á opinberum vettvangi gegndi Gunnar einnig fjölmörgum trúnað- arstörfum fyrir sveitunga sína. Hann var um langt árabil í skóla- nefnd Dyrhólaskólahverfis og síðar Mýrdalsskólahvertis og átti drjúg- an þátt í að móta og byggja upp samvinnu sveitarfélaganna í Mýr- dal um þau mál. í hreppsnefnd Dyrhólahrepps átti hann sæti frá 1962 til 1974 eða samfellt í 12 ár og starfaði í fjölmörgum nefndum á vegum hreppsins. Gunnar var sósíalisti að lífs- skoðun og var einn af stofnendum Sósíalistafélags Mýrdælinga og síð- ar Alþýðubandalagsfélags V- Skaftafellssýslu. Þar sem annars staðar var hann virkur og lifandi félagsmaður og ávallt reiðubúinn að leggja fram sinn skerf í barátt- unni. Á þeim vettvangi liggja m.a. eftir hann allmargar blaðagreinar um þjóðmál almennt sem og um ýmsa ákveðna þætti er voru honum hugstæðir eða efst á baugi hverju sinni. Þá ritaði Gunnar einnig þátt um föður sinn, Stefán í Litla- Hvammi, og birtist hann í bókinni „Faðir minn, skólastjórinn". Síð- asta verk Gunnars á þessu sviði var að taka saman sögu Búnaðarfélags Dyrhólahrepps vegna útgáfu Bún- aðarsambands Suðurlands á ritinu Sunnlenskar byggðir. Vinnudegi Gunnars á Vatns- skarðshólum er lokið. Enda þótt ég viti að hann taldi sig eiga margt ógert veit ég líka að hann var sáttur við það að komið væri að kvöldi. Samferðamenn eiga honum margt að þakka. Þar sem hann var mátti finna hlýtt þel hjá dagfarsprúðum og góðum dreng sem gott var að eiga að og leita til sem vinar og félaga. Það er okkar sem eftir stöndum að halda uppi merki hans. Á kveðjustundu sendum við hjón- in Unni og börnum þeirra og teng- dabörnum, systkinum og öðrum varidamönnum samúðarkveðjur okkar. Far þú í friði, vinur og félagi. Björgvin Salómonsson. í dag verður til moldar borinn í Skeiðflatarkirkjugarði Gunnar Stefánsson bóndi á Vatnsskarðs- hólum í Mýrdal. Hann var fæddur í Litla- Hvammi í sömu sveit, 23. júlí 1915, sonur hjónanna Stefáns Hannes- sonar, barnakennara þar, og Steinunnar H. Árnadóttur bæði aðflutt úr Skaftártungu. Þau eru bæði látin fyrir all mörgum árum. Gunnar ólst upp í foreldrahúsum ásamt sjö systkinum og eru nú sex þeirra á lífi. Þau eru í aldursröð, Ástríður býr í Litla-Hvammi, Árný Sigríður býr á Hvammbóli, Brand- ur fv. vegaverkstjóri býr í Vík, Þu- ríður Guðrún lést fyrir fáum árum bjó í Vík, Baldur býr á Hvamm- bóli, næstur var Gunnar, Helga býr á Hvammbóli og Vilborg býr í Reykjavík. Áð loknu barnaskólanámi var Gunnar einn vetur við framhalds- nám á Laugarvatni. Árið 1942 kvæntist hann eftirlif- andi eiginkonu sinni, Unni G. Þor- steinsdóttur, dóttur Þorsteins Gunnarssonar bónda á Ketilsstöð- um í Mýrdal og Margrétar Gríms- dóttur konu hans. Þau Unnur hófu þá búskap í Litla-Hvammi. Á þessum árum stundaði Gunn- ar alla almenna verkamannavinnu, sem gafst, sótti vetrarvertíðir til Vestmannaeyja en var við vega- vinnu að sumrinu lengst af við veg- hefilstjórn allt til ársins 1949, er hann gerðist bóndi á Vatnsskarðs- hólum næsta býli fyrir sunnan Litla-Hvamm. Þar bjó hann til hinsta dags eða í hart nær 35 ár. Fyrir um röskum áratug höfðu þau hjónin látið búskap að mestu leyti í traustar hendur barna sinna. Stundaði Gunnar upp frá því vega- vinnu jafnhliða störfum á býli sínu. Þeim Unni varð fimm bama auðið og eru öll á lífi. Þau eru í aldursröð, Margrét Steina býr á Laugarvatni gift Óskari Ólafssyni menntaskólakennara og eiga þau þrjú börn, Þorsteinn býr á Vatns- skarðshólum kvæntur Margréti Guðmundsdóttur og eiga þau einn- ig þrjú börn, Stefán vitavörður býr á Dyrhólum ásamt unnustu sinni Sigurbjörgu Jónsdóttur, Ólafur starfar í Reykjavík og Gunnar Ág- úst námsmaður erlendis. Þetta dugnaðarfólk hefur með samheldni sinni fengið miklu áork- að á Vatnsskarðshólum. Þar hefur mýrarflákum og móum verið um- breytt í stórum stfl í iðgrænar slétt- ur og tún og nýjar reisulegar bygg- ingar hafa leyst gömlu kofana af hólmi. Gunnar var maður vinnusamur, féll svo að segja aldrei verk úr hendi og var ekki spurt að hvað klukku liði ef verkefni þurfti að leysa. Þó gaf hann sér nokkurn tíma til félagsmála, var virkur fé- lagi í ungmennafélagi fyrr á árum, var formaður Búnaðarfélags Dyr- hólahrepps um árabil, átti sæti í hreppsnefnd Dyrhólahrepps, tók þátt í stjórnmálum og var framar- lega í flokki Alþýðubandalags- manna í Sunnlendingafjórðungi. Greindur var hann og mjög vel máli farinn, hafði fastmótaðar og ákveðnar skoðanir setti þær fram af rökfimi bæði í ræðu og rituðu máli. Gunnar var dagfarsprúður maður sérstaklega hlýr í viðmóti og höfðingi heim að sækja. Þær eru margar dagstundirnar sem ég átti við leik sem barn á Vatnsskarðshólum, en Þorsteinn sonur hans var leikfélagi minn. Tóku þau hjónin mér þá ávallt sem væri ég eitt barna þeirra. Hér vil ég rita sérstakar þakkir fyrir þá hlýju sem ég hef mætt fyrr og síðar á Hólunum. Allt frá því að ég man fyrst eftir tók Gunnar mér sem jafningja. Þar hafði aldurs- munur okkar engin áhrif. Þetta kunni lítill drengur að meta. Gunnar lést á Borgarspítalanum í Reykjavík 7. þ.m. á aðeins 69. aldursári eftir erfiða baráttu við ólæknandi sjúkdóm. Ég hefði vilj- að koma til hans þangað oftar en raun varð á. Sú stund er ég síðast átti tal við hann varð mér þó næg til að finna hvílíka stillingu, karl- mennsku og hetjuskap hann átti til að bera allt til hinstu stundar. Nú er ævideginum lokið. Kvadd- ur er með söknuði góður drengur sem lést fyrir aldur fram, en mikið lífsstarf liggur að baki. Ég ásamt fjölskyldu minni vil senda dýpstu samúðarkveðjur til eftirlifandi eiginkonu, barna, tengdabarna, barnabarna og ann- arra ástvina hins látna. Sigurður Árnason frá Litla-Hvammi. Skólaritvélar Olympia Reporter skóla-, ferða og heimilisritvél með leiðréttingarbúnaði. Léttbyggð og áreiðanleg ritvél sem þolir mikið vinnuálag og ferðalög. Verð kr. 11.500.- stgr. Leitið nánari upplýsinga um aðrar gerðir KJARAINI ÁRMÚLI 22 - REYKJAVÍK - SÍMI 83022

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.