Þjóðviljinn - 14.04.1984, Blaðsíða 17
16 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 14. - 15. aprfl 1984
Helgin 14. - 15. aprfl 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17
Trjóuhestur sterka ölsins?
Dreypt á ölinu á Gauki á Stöng.
Eru „bjórkrárnar" sem nú eru
að spretta upp í Reykjavík sá
Trójuhestur sem á að færa
okkur hinn forboðna mjöð,
sem sumir segja að ógni ís-
lenskri menningu meira en
margt annað í viðsjálum
heimi? Er verið að leiða
æskuna á glapstigu og inn-
leiða bjórdrykkju á vinnu-
stöðum með því að gefa eftir í
áfengislöggjöfinni hvað
þetta varðar? Er löggjafar-
valdið að bregðast skyldu
sinni í því að vernda æskuna
og verkalýðinn fyrir hinum
mikla meinvaldi, bjórnum,
semsagðurerhafadregið -
heilar menningarþjóðir í
svaðið, eða er því kannski
öfugtfarið: að æskan og
verkalýðurinn á íslandi sé
þess megnugur að um-
gangastþennan vágest af
eigin myndugleik án for-
ræðis löggjafarans og bind-
indishreyfingarinnar? Er
kannski menningarauki að
„bjórkránum"?
Blaðamaður Þjóðviljans brá sér
á Gauk á Stöng og Pöbb-Inn í vik-
unni til að kynna sér þennan við-
auka við hina fjölskrúðugu flóru
veitingahúsa í borginni. Þetta var í
hádeginu og allt með friði og spekt
á „Gauknum“ þegar inn var kom-
ið. Andrúmsloftið minnti á bjór-
krár Mið-Evrópu, látlaust en hlý-
legt og flest borðin voru setin. Fólk
að fá sér snarl í hádeginu og flestir
drukku með kollu af þessum
óvenjulega miði sem er venjulegur
íslenskur pilsner íblandaður
brenndum vínum þannig að hann
nær 5% áfengisstyrkleika að sögn.
Á boðstólnum voru frekar ódýrir
réttir og kollan af miði þessum
kostaði llOkrónur. Ekki var aðsjá
að neinn voði væri á ferðum nema
síður væri: fólk undi sér greinilega
vel og kunni að meta þessa til-
breytingu í bæjarlífinu.
Skipverjar á togaranum Hauki
GK 25 frá Sandgerði sátu á næsta
borði, nýkomnir í land. Þeir sögðu
það mikla framför í bæjarbragnum
að geta skroppið hér inn úr vinn-
unni til þess að spjalla saman úr
kollu af öli. Spilið hafði gefið sig og
þeir orðið að snúa í land eftir sólar-
hrings útivist. Hvað var betra að
gera en að setjast inn á Gauk á
Stöng og ræða málin?
Þegar blaðamaður hafi setið inni
drykklanga stund og sötrað á öl-
kollunni og borðað prýðisgóðan
steiktan karfa var skyndilega uppi
Sjómenn af Hauki GK 25 skála í bjórnum á Gauki á Stöng.
fótur og fit á staðnum og inn storm-
aði hópur lífsglaðra ungmenna sem
voru að halda upp á áfanga í lífinu:
það var síðasti skóladagur efstu
bekkinga hjá Menntaskólanum við
Sund, Fjölbrautaskólanum í
Breiðholti og kannski fleiri
skólum. Krakkarnir kunnu greini-
lega að meta umhverfið sem stað-
urinn bauð upp á og þótt ekki
fengju allir bjórkollu að drekka
virtist það ekki draga úr ánægj-
unni. Tekið var lagið og „O, Alte
Burschen Herrlichkeit" hljómaði
um salinn eins og komið væri í
þýskan stúdentakjallara. Önnur
var nú öldin hér áður fyrr, þegar
stúdentar fengu að sötra sinn
„Svarta dauða" af stút út undir hús-
vegg í vornepjunni vegna þess að
bindindishreyfingin bannaði þeim
að drekka öl og siðgæðisverðir
þjóðarinnar settu þær reglur að
enginn mætti koma inn á veitinga-
hús í höfuðborginni sem ekki var í
hvítri skyrtu og bindi og með skír-
teini upp á vasann um að hann væri
orðinn 21 árs.
Það voru stúdentarnir tilvonandi
sem áttu ölkrárnar í Reykjavík
þennan eftirmiðdag, og þeir kunnu
að meta staðina.
Á veitingastaðnum Pöbb-Inn
höfðu gestirnir uppi glens og gam-
an þótt þeir sem gáfu staðnum nafn
hafi greinilega verið rúnir bæði
húmor og hugmyndaflugi. Innan-
dyra er þar allt með yfirborðs-
kenndari blæ og torkennilegri sam-
blöndu hinna ólíkustu stíltegunda í
húsgögnum ogskrautmunum. Bar-
inn er þar sýnu fyrirferðarmeiri en
á „Gauknum", og ekki sást þar
matur framreiddur, enda klukkan
að nálgast 3 þegar blaðamann bar
að. Einhver tók lagið á píanó, sem
þarna var inni og aðrir nemendur
Menntaskólans við Sund tóku lagið
við undirleik harmónikku eða
banjós. Þegar blaðamaður bað um
ölglas á barnum var ekkert að hafa,
„hér lokum við fyrir vínveitingar
klukkan 3“.
Veitingamenn á báðum stöðun-
um sögðu að þeir væru mikið sóttir
og oft kæmust færri að en vildu á
Gauknum. Því virðist sem fólk
kunni vel að meta þessa nýjung í
reykvískum veitingahúsum. Það
dylst hins vegar engum að „bjór“ sá
sem þarna er framreiddur ber ekki
nafn með rentu. í hann vantar það
sem getur gert bjórglas að unaði
fyrir hálsinn og hollustu fyrir maga
og blóðrás, sé hans neytt í hófi.
Hvers vegna má ekki drekka
eðlilegt öl á íslandi? Hvers vegna
hefur bindindishreyfingin dæmt
æsku þessa lands til þess að súpa
„Svarta dauða" af stút í húsasund-
um og úthýst henni frá samkomu-
húsum borgarinnar? Hvers vegna
eru þau viðhorf ráðandi að sé
áfengis neytt hér á landi þá skuli
það gert í óhófi við ómennskar að-
stæður? Er ekki áfengishysterían
hluti af áfengisvandanum?
„Sú skoðun virðist ríkjandi hér á
landi, að vilji menn drekka áfengi,
þá skuli þeir vesgú drekka sig
blindfulla. Síðan eigi þeir að halda
sig á mottunni og vinna þess á
milli,“ sagði einn viðmælenda
blaðamannsins. Og víst er um það
að ofneysla áfengis virðist hafa ver-
ið hið eðlilega og tilætlaða mynstur
í drykkjusiðum íslendinga ef
marka má áfengislöggjöfina og við-
horf þeirra manna sem vilja banna
bjór og bjórkrár en leyfa brennda
drykki í staðinn og veitingastaði
sem útiloka unga fólkið.
Þeir sem halda að bjórinn muni
draga æskuna í svaðið og spilla hin-
um heilbrigða íslenska verkalýð
ættu að líta á hallærisplön borgar-
innar og þá menningu sem þar hef-
ur blómstrað og fara síðan í skjól á
einhverja ölkrána og fá sér glas af
þessari ölblöndu bindindis-
hreyfingarinnar sem þar er á boð-
stólnum. Ég held að engum þyrfti
að blandast hugur um að hér er um
menningarauka að ræða, þótt eðli-
legast væri að stíga skrefið til fulls
og leyfa framreiðslu á góðum ís-
lenskum bjór.
Bjórkrár
í Reykjavík
heimsóttar
Skálaö í bjórblöndunni.
Nlkkan þanln á Pöbb-lnn.
„O, AKe Burschen Herrllchkelt", stúdentar kveðja skólann á Gauki á Stöng.
Barinn á Pöbb-inn var þéttsetlnn.
Er verið að spilla æskunni á Pöbb-lnn?