Þjóðviljinn - 14.04.1984, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 14.04.1984, Blaðsíða 20
20 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 14. - 15. aprfl 1984 framog eHed li» Bara Ég hef þann ljóta sið að vaka á nóttunni og sofa á daginn ef ég mögulega get. Það hefur oft komið sér illa, því að eins og þið vitið þá er ekki hægt að fara í búð á nóttunni og ekki í sundlaugina. Svona er nú farið með okkur nátthrafnana. En það er ýmis- legt annað sem við fáum í staðinn, því að á nóttunni gerast ævintýr... Ég var einu sinni sem oftar að labba heim til mín um miðj a nótt. Ég bj ó þá í Reyk j avík og hafði mest gaman af því að ganga þær götur sem ég hafði ekki gengið áður. Ég var stödd í íbúðarhverfi í vesturbænum, þar sem dymar snúa allar út að gangstétt og garðarnir eru bak við húsin. Það voru bilað- ar perur í tveim ljósastaurum í röð, svo að ég varð allt í einu myrkfælin og gekk á miðri götunni. Allt í einu heyrði ég rödd: „Þetta er bara ekki hægt lengur“. Röddin barst til mín í næturkyrrðinni eins og ein- hver væri að tala rétt við hliðina á mér. Ég litaðist um en sá engan. „Ég verð að finna einhver ráð, svona mis- notkun...“ Það var ekki um að villast. Einhver var að tala rétt hjá mér. Hver gat það verið? Búálf- ur? Draugur? Ég hef hvorugan séð og fór nú að verða spennt. „Hvað ætli ég svo sem geti, gömul og lasburða“. „Ertu að tala við mig?“ spurði ég. „Tala við og tala við. Ég er bara að hugsa upphátt.“ „Viltu síður að ég hlusti á þig?“ „Mér er alveg saman. Þér er sjálfsagt sama líka.“ „Nei, mér heyrist að þú eigir eitthvað bágt. Hver ertu eiginlega?" „Hver er ég? Hverskonar spurning er þetta eiginlega? Hvað heldur þú að ég sé? Öskutunna? Eða garðshlið?" „Nei, ég hef nú ekki látið mér detta það í hug. Ég veit fullvel að öskutunnur og garð- shlið geta ekki talað.“ Ég var nú soldið spæld yfir þessum stælum. „En fyrirgefðu, ég sé þig ekki.“ „Sérð mig ekki. Þú horfir beint á mig.“ „Ertu hjá hurðinni, þarna uppi á tröpp- unum?“ „Hjá hvað... ég er hurðin“. „Hurðin?... Fyrirgefðu, ég vissi bara ekki að hurðir gætu talað.“ „Nei, það eru víst fáir sem gera sér grein fyrir því að við getum fundið til eins og aðrir. Að minnsta kosti komið fram við mig eins og ég sé steindauður hlutur og einskis virði. Eg hef lifað lengi og séð ýmíslegt, en nú er mér nóg boðið.“ „Já, það hefur auðvitað ýmislegt gerst í svona gömlu húsi?“ „Já, já vissi ég ekki. Þú heldur auðvitað að ég hafi alltaf verið hér, að ég hafi vaxið hér og aldrei séð neitt nema þessa götu...“ „Nei, heyrðu mig nú“. Nú var ég í alvöru orðin súr. „Ef þig langar til að tala við mig, þá ættir þú að vera svolítið kurteisari. Þú lætur eins og ég eigi sök á öllum þínum hörmungum.“ „Já, fyrirgefðu. Ég er bara orðin svo geð- stirð eftir að ég frétti það.“ „Fréttir hvað?“ „Þau ætluðu að henda mér, bara öskuhaugamatur... Þetta sögðu þau. Sérðu stóru rispuna hérna á síðunni á mér?“ „Sko, hann Tóti, strákurinn sem býr hérna í húsinu, hann er sjö ára, vænsti drengur en alltaf eitthvað að bralla. Ég hef nú fengið að finna fyrir því... Hann kom í dag með stærðarinnar hníf og fór bara að skera í mig. Gamla konan í kjallaranum sá til hans og fór að skamma hann fyrir að skemma húsið. Þá sagði hann: „Mamma segir að hurðin sé orðin svo fúin að hún sé bara öskuhaugamatur, ég var bara að prófa hvað timbrið er orðið lint.“ „Ósköp var það sorglegt, en segðu mér eitthvað skemmtilegra, eitthvað frá því að þú varst ung. Hvað ertu eiginlega gömul?“ „Það er nú orðið nokkuð langt síðan ég var ung. Líkléga ein 200 ár. Þá var ég fagurt eikartré í miðri Svíþjóð. Ég stóð úti á túni rétt hjá bænum. Fólkið kallaði mig fjöl- skyldutréð. Þau hugsuðu alltaf vel um mig, klipptu mig reglulega og vel, börnin hlupu allt í kringum mig og príluðu upp í sterkustu greinarnar, þá kitlaði mig svo þægilega. Svo á Jónsmessunni, þá kom allt fólkið úr sveitinni og skreytti mig með blóma- krönsum og dansaði í kringum mig alla nóttina. Þá var gaman að lifa. En svo kom áfallið. “ „Nú, hvað gerðist?" „Þau komu út eitt kvöldið þegar börnin voru sofnuð, hjónin á bænum. Þau gengu lengi í kringum mig, klöppuðu mér og tölu- ðu um að ég yrði líklega að víkja. Ef ég fengi að standa lengur, þá væri ekki hægt að smíða neitt úr mér.“ „Æ, var það ekki sárt? Að láta höggva sig niður, meina ég.“ „Nei, það var nú ekki það versta, því að ég vissi hvenær að því kæmi og sofnaði bara á meðan. En svo þegar ég vaknaði, þá varð mér ekki um sel.“ „Varstu þá komin á smíðaverkstæði?" „Nei, þá var ég á skipi, á leiðinni yfir hafið, í koldimmri lest. Ég var grafin undir hrúgu af öðrum trjám. Þau voru auðvitað öll sjóveik, emjandi og grátandi. Við trén erum nú ekki vön að vera mikið á ferðinni - þú skilur.“ „Já, og hvað gerðist svo?“ „Nú þá var það - hvað sagðirðu? Smíða- verkstæði?“ „Já, gastu líka sofið meðan smíðað var úr þér?“ „Ja, fyrst reyndi ég að sofa, en svo fannst mér bara gaman. Smiðirnir sögðu að ég væri svo falleg - úrvalstimbur - sögðu þeir. Svo heyrði ég að ég ætti að fara í fallegasta húsið í bænurn." „Komstu þá hingað?“ „Já, já, einu sinni var þetta fallegasta húsið í bænum. Ég var fyrir fínni dyrunum og ekki notuð nema þegar það koma gestir í heimsókn, eða á stórhátíðum. Svo hætti þetta að vera fínt hús með tvennum dyrum og varð bara venjulegt hús. Fólk kom og fór allan liðlangan daginn, og skellti mér fram og aftur. Svona þér að segja, þá fannst mér það bara skemmtilegt, svona fyrst í stað. Ég var orðin hálfleið á að standa bara og góna alltaf hreint, ég saknaði krakkanna að heiman." Það kemur nú ekki oft fyrir mig en skyndilega varð ég mjög heimspekileg. „Já, það hafa gengið hjá þér ungir og gamlir, í gleði og sorg.“ „Já, já mikil ósköp. Ég hef séð ungabörn- in borin inn í húsið og gamla fólkið borið út úr því. Krakkarnir hafa komið brosandi og grátandi. Einu sinni kom meira að segja heill kór og söng hérá tröppunum - þá var hún orðin 50 ára hún Guðný á miðhæð- inni.“ „En hvernig er það, voru nokkrir bflar til þegar þú komst hingað?" „Nei, biddu fyrir þér, elskan mín. Það voru bara þröngar hestagötur. Svo voru þær breikkaðar fyrir bílana og svo kom mal- bikið löngu seinna. Mér finnst alltaf gaman að horfa á, þegar verið er að vinna í götu- nni, til dæmis þegar öskubfllinn kemur. Hann er líka orðinn vinur minn.“ „Segðu mér frá einhverju skrýtnu, sem þú hefur séð.“ „Æ, það er svo fátt sem ég man núna... Jú, veistu af hverju ég er svona skrýtin í maganum?" „Nei, ertu það?“ „Já, það var nú ekkert sniðugt þegar það gerðist, en ég hef oft brosað yfir því síðan. Það var sko á gamlárskvöldi fyrir nokkrum árum. Klukkan var að verða tólf og allir fóru út til að skjóta upp flugeldum. Það var fullt af gestum í húsinu og eins og venjulega þá geystust karlarnir niður á götu til að skjóta, reyktu vindla og voru góðir með sig.“ „Já, ég kannast við það.“ „Nú, krakkarnir og konurnar fengu stranga skipun um að halda sig uppi á tröpp- unum svo enginn yrði fyrir slysi. En viti menn, einn maðurinn rann, með rakettu í höndunum og hún stefndi beint á skarann á tröppunum. Sem betur fer var einhver svo snör í snúningum að ýta öllum inn fyrir og skella aftur hurðinni. Rakettan flaug auð- vitað beint í magann á mér og auðvitað skaðbrenndist ég. Það var nú lagað svona að mestu leyti svo skelltu þau bara póstlúgu þar sem stærsti bletturinn var. Nú kitlar mig svo skemmtilega þegar pósturinn kemur. Annars var það nú ekkert gamanmál að láta saga á sig gat... eða þegar allir týndu lyklun- um, þá var borað annað gat til að setja svona nýmóðins skrá, þú sérð. Nei, heyrðu, nú ætla ég að hætta að rausa áður en ég fer í fýlu aftur. Þakka þér kærlega fyrir spjallið, mér líður miklu betur núna.“ Svo þagnaði hún, svaraði ekki einu sinni kveðju minni þegar ég bauð henni góðan dag, því að sólin var að koma upp. Eg fór heim að sofa og lokaði hurðinni hægt Og varlega á eftir mér. Næst þegar ég átti leið um þessa götu, var gamla hurðin horfin og komin splunkuný í staðinn. Svona eins og verið er að auglýsa í sjónvarpinu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.