Þjóðviljinn - 14.04.1984, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 14.04.1984, Blaðsíða 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 7.-8. apríl 1984 fréttaskýring Efasemdir um NATÓ naga einnig NATÓsinna Ríkisstjórn Ronalds Reagans hafði ekki setið lengi á valda- stóli í Bandaríkjunum þegar boðuð var breytt stefna í utanríkis- og varnarmálum. Reagan forseti boðaði þá stefnu, að nú skyldu herút- gjöld miðast við það, að Bandaríkjamenn gætu háð „takmarkað" kjarnorkustríð, eins og það heitir áfræðimáli. í samræmi við þessa stefnu Re- agans er nú unnið að róttækum breytingum á vígbúnaði NATÓ- ríkjanna. Stefnan felur í sér, að nú er verið að koma upp 464 stýr- iflaugum í Vestur-Evrópu. Sjó- her Bandaríkjanna mun vopna skip sín og kafbáta með 4068 stýr- iflaugum. B-52 flugvélar lofthers- ins munu bera 4348 slíkar flaugar innanborðs. Vopn, sem hönnuð voru til að bera kjarnorkuflaug- ar, munu einnig verða hlaðnar „hefðbundnum" sprengjum, sem að sprengimætti líkjast litlum kjarnorkusprengjum. Öll þessi vopn skal nota á fyrstu mínútum átaka í því skyni að eyðileggja helstu flugvelli, stjórnstöðvar og eldflaugastöðvar óvinarins. Meiningin er að greiða Sovét- mönnum slíkt högg, ef til átaka kemur, að þau verði í engu fær um að svara aftur. Bandaríski þingmaðurinn Ron Dellums hef- ur látið svo um mælt, að þessi stefna feli í sér spurningu um hve- nær komi að því, að vígbúnaður- inn leiði Bandaríkjamenn frá fæl- ingarhugtakinu yfir á mögu- leikann á að heyja sigursælt stríð. Einu skrefi nær tortímingu Ljóst er, að þessi stefna eykur mjög á spennuna milli risaveld- anna. Stefna þessi verður til þess að herða á vígvæðingunni í So- vétríkjunum, þar sem þarlend stjórnvöld munu sjá sig knúin til að mæta því sem þau telja aukna ógnun. Sáralitlir möguleikar verða fyrir Sovétríkin að svara árás NATÓ með þessum vopn- um. Þau munu því svara fyrir sig með kjarnorkuárás. Þannig verða Sovétríkin þvinguð til þess að beita kjarnorkuvopnum að fyrra bragði. Með þessari stefnu Bandaríkjamanna og NATÓ hef- ur heimurinn færst einu skrefinu nær algjörri tortímingu. Beiðnir og áform Bandaríkj- anna um uppbyggingu á banda- rísku herstöðinni í Keflavík og víðar um land ber að skoða í ljósi þessararstefnu. Á dögunum birt- ist í Morgunblaðinu viðtal við McDonald, titlaðan aðmírál, þar sem segir, að efling loftvarna á íslandi hafi algjöran forgang á þessu og næsta ári. Þá hefur stór- blaðið International Herald Tri- bune skýrt frá því að ríkisstjórn Ronalds Reagans hafi farið fram á mikla aukningu á fjárfram- lögum bandaríska þingsins til hernaðaruppbyggingar erlendis. Þar á meðal er minnst á, að á íslandi sé verið að þróa herstöð- ina í Keflavík yfir í að verða sér- stök stuðningsdeild fyrir her- deildir úr bandaríska flotanum. Kefla víkurstöðin liður f „takmörkuðu kjarnorkustríði“ í samræmi við þessa vígbúnað- arstefnu Bandaríkjanna og NATÓ-ríkjanna þarf að koma hér á nýrri stjórnstöð. í samræmi við þessa stefnu þarf að koma upp nýjum radarstöðvum, en þær eru nauðsynlegar til þess að gefa skipum og kafbátum upp rétta stefnu þegar flaugunum verður skotið. í samræmi við þessa stefnu verða fluttar til landsins flugvélar af gerðinni F-15. f sam- ræmi við þessa stefnu þurfti að koma upp olíustöð við Helguvík, því B-52 flugvélarnar þurfa ein- hvers staðar að fá eldsneyti. Allt er þetta liður í því að auka loftvarnarkerfi Bandaríkjanna en loftvarnarkerfi þetta á að geta virkað bæði fyrir og eftir árás og á því að notast í „takmörkuðu“ kjarnorkustríði. Þegar loftvarn- arkerfið verður komið á verða hugmyndir um „takmarkað" stríð við Sovétríkin álitlegri í augum bandarískra valdsmanna, því víglínan hefur verið færð fjær Bandaríkjunum - en um leið nær íslandi og hafinu í kringum ís- land. Endurmat á hlutverki Evrópu í NATÓ Fjölmargir stjórnmálaflokkar og milljónir einstaklinga í Evr- ópu og í Bandaríkjunum, sem hingað til hafa stutt tilvist NATÓ, hafa að undanförnu gjörbreytt um afstöðu til þessa hernaðarbandalags. Efasemdir með stefnu NATÓ gerast æ há- værari. Sérstaklega eru Evrópu- menn uggandi, því hin nýja stefna Bandaríkjanna er augsýni- lega miðuð við varnir Bandaríkj- anna þar sem næsta stríð verður háð í Evrópu eða N-Atlantshafi. Einhversstaðar verður að stöðva þetta brjálæði, segir fólk - einnig það fólk sem hingað til hefur stutt flest það, sem frá herbúðum NATÓ hefur komið. Meðal vinstrimanna og friðar- sinna í Evrópu er um þessar mundir mikið rætt um svar við vígbúnaðarstefnu NATÓ og endurmat á hlutverki Evrópu í því samstarfi, sem átt hefur sér stað innan bandalagsins. Þýski sósíaldemókrataflokkurinn hefur t.d. tekið upp nýja stefnu gagnvart NATÓ - gegn kjarn- orkuvígbúnaði þess. Fullt traust Nató- sinna hér á landi Hér á landi hefur lítið heyrst frá stuðningsmönnum NATÓ annað en fullt traust á hvaðeina, sem frá hernaðarbandalaginu kemur. Herstöðvaandstæðingar hafa gegnum árin einir haldið uppi andófi gegn hernaðarbrölti hérlendis sem erlendis, og full- yrða má að þeim hefur orðið nokkuð ágengt innanlands. í Morgunblaðinu má þannig lesa sunnudaginn 9. apríl í pistli eftir Björn Bjarnason, sem brá sér á flotaæfingu með NATÓ í Norður-Noregi á dögunum, þar sem æfð var meðferð kjarnorku- vopna, sýklavopna og annarra morðtóla: „I raun hafa landgönguliðar aldrei æft sig hér á landi eins og þeir gera í Norður Noregi og hvarvetna annars staðar þar sem mætti vænta að þeirra yrði þörf. Eftir því sem ég kemst næst eru pólitískar ástæður fyrir því að ís- Auður Styrkársdóttir skrifar land hefur orðið útundan að þessu leyti fremur en hernaðar- legar“. Hafa mætti mörg orð og stór um ferð Björns með NATÖ her- skipum og þann undirlægjuhátt, sem í skrifum hans felast. Við skulum hins vegar þakka fyrir, að ísland hefur orðið „útundan að þessu leyti“ - og þakka það bar- áttu herstöðvaandstæðinga gegn- um árin. Efasemdir um vígbúnaðar- stefnu NATÓ hafa nú náð eyrum annarra hér á landi. Friðarhreyf- ingum hefur hér vaxið fiskur um hrygg sem í nágrannalöndunum. Víðtækt samstarf hefur komist á við friðarhreyfingar í Bandaríkj- unum, Kanada, á Bretlands- eyjum, Norðurlöndunum, Græn- landi, Færeyjum og á meginlandi Evrópu. Friðarhreyfingar efna nú til Friðarpáska í næstu viku. í yfirlýsingu þeirra er skorað á ís- lensk stjórnvöld að taka upp ein- arða andstöðu gegn kjarnorku- vígbúnaði og vopnakapphlaupi. Einnig er skorað á kjarnorku- veldin að gera samkomulag um stöðvun kjarnorkuvígbúnaðar og hefja kerfisbundna afvopnun. Meðan unnið er að slíku samkomulagi á hvergi að koma fyrir kjarnorkuvopnum eða tækj- um þeim tengdum. Hernaðarmannvirkin hér á landi teljast skilyrðislaust tæki tengd kjarnorkuvopnum. Olíu- stöðin í Helguvík á að þjóna flug- vélum, sem bera kjarnorkuflaug- ar. Ratsjárstöðvarnar eiga að miða út skotmörk fyrir kjarnork- uflaugar. Stjórnstöðin á að stýra kj arnorkuárás. Yfirlýsing Friðar- páska 1984 felur í sér, að skorað er á íslensk stjórnvöld að taka upp einarða andstöðu gegn þess- um vígbúnaði. Yfirlýsing Friðarpáska 1984 felur einnig í sér, að á meðan kjarnorkuveldin vinna að samkomulagi um stöðvun kjam- orkuvígbúnaðar skuli ekki komið fyrir tækjum af því tagi, sem m.a. eru ýmist á leiðinni til landsins eða áform um að senda hingað. ... þar til nú Gleðilegt er, að félagið Varð- berg er í hópi þeirra samtaka, sem að yfirlýsingu Friðarpáska standa. Þar hefur vissulega orðið stefnubreyting á. Hér á landi sem annars staðar eru komnar upp efasemdir um stefnu NATÓ og krafa um gjörbreytingu á þeirri stefnu. í ljósi þessa bera að fagna því, að Varðberg skuli vera einn aðilanna, sem að Friðarpáskum 1984 standa. Vonandi verða á Friðarpáskum stigin gæfuspor í átt til friðar hér á jörðu. r i tstjjór nargrei n ísland á vettvangi þjóðanna í samfélagi þjóðanna fer ekki mikið fyrir smáríkjum einsog ís- landi. Stórveldin tvö hafa hyllst til að skipta heiminum uppí áhrif- asvæði og smærri ríkin fylgja oft öðru hvoru þeirra nánast gagnrýnislaust. Þó hefur borið á því, að einstök ríki sýna ein- hverja sjálfstæðistilburði og sam- an hafa fátækari þjóðir áorkað nokkru á alþjóðavettvangi þegar þær standa saman. Auðsveipni íslands Hlutur íslands á alþjóðlegum vettvangi hefur því miður iðulega orðið hlutverk auðsveipna þrælsins. -Með inngöngunni í Nató og viðvarandi bandarískum her í landinu hefur sjálfstæðisvit- undinni hrakað og á alþjóðlegum vettvangi koma talsmenn íslands alltof oft eins og nýlendumenn Bandaríkjanna. Á vettvangi þjóðanna hefur það meir að segja gerst að ísland skipi sér á bak við Bandaríkin gegn Norðurlandaþjóðunum sem Islendingar telja þó sér skyldast- ar. í tímum ríkisstjórna einsog þeirrar sem fslendingar burðast með nú, er svo vígbúnaði Banda- ríkjanna sleppt lausum þannig að flæðir um landið. Þetta er svo sem til að undirstrika hverra land og verndarsvæði landið er. Hlutverk smáþjóða Á síðustu tímum hefur borið æ meir á því að smáþjóðir og fátæk- ari ríki séu orðin langþreytt á forræði risaveldanna á alþjóða- vettvangi. Stærri ríkin hafa bund- ist ýmiss konar samtökum til að standa betur að vígi í samskiptum sínum við risaveldin og ríkari þjóðir. Á síðustu árum hefur og verið undirstrikað, að misskipting heimsins gæða, milli ríkra þjóða og fátækra, milli norðurs og suðurs muni ef ekkert verður við gert feiða heimsbyggðina til glötunar. Vígbúnaðaræði stór- veldanna gæti leitt til hins sama. Meðal annars af þeim ástæðum hefur nauðsyn á samstöðu smá- þjóða orðið enn brýnni. Enn fremur hafa æ fleiri þjóðfélags- þegnar hinna voldugu iðnríkja áttað sig á því, að misskipting auðsins, milli norðurs og suðurs, fær ekki staðist nokkra réttlætis- tilfinningu. Ráðstefnan Norður - Suður í síðustu viku hélt Evrópuráðið ráðstefnu í Lissabon, Norður- Suður umræðunni var þar haldið áfram óg næstu skref ákveðin. Á ráðstefnunni voru helstu tals- menn Vesturlanda í málefnum er varða samskipti þeirra við fátæk- ari þjóðir og þeirra þekktastur er Willy Brandt. Frá ráðstefnunni hefur verið sagt í fjölmiðlum Evr- ópulanda - og hefur hún vakið mikla athygli. Fyrir íslendinga hlýtur það að hafa nokkra þýðingu, að Ólafur Ragnar Grímsson hafði með höndum undirbúning fyrir ráð- stefnu Evrópuráðsins og mælti fyrir ályktun hennar. Það er mikil nýlunda að íslenskir stjórnmála- menn séu ekki í hlutverki auðsveipninnar á alþjóða vett- vangi. Óg það er nýtt í sögunni að íslenskir stjórnmálamenn hasli sér völl með þessum hætti á al- þjóðlegum vettvangi. Ráðstefna Evrópuráðsins fjall- aði um mál sem eru mjög brýn og varða hvert mannsbarn. Þeim mun smærri verður hlutur Morg- unblaðsins og annarra þeirra fjöl- miðla sem reynt hafa að þegja um þennan tímamótaviðburð. Það hlýtur að vera spurt hvort ástæða þagnarinnar um þessa ráðstefnu, sé sú, að íslenski stjórnmálamað- urinn sem hér kom við sögu er í Alþýðubandalaginu?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.