Þjóðviljinn - 14.04.1984, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 14.04.1984, Blaðsíða 22
22 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 14. - 15. apríl 1984 ✓ Samsýning í Listasafni ASI: Valgerður og Malcolm Valgerður Hauksdóttlr vlft nokkrar myndir sínar. Ljósm.: Atll. Malcolm Christhilf ásamt nokkrum mynda sinna. Ljósm.: Atll. Þau Valgerður Hauksdóttir og Malcolm Christhilf opna í dag, laugardag, samsýningu í Listasafni ASI og sýna þar grafík, teikningar og myndir unnar með blandaðri tækni. Valgerður lauk BA-prófi frá háskólanum í Nýju Mexíkó og MFA-prófi frá háskólanum í Illi- nois. Malcolm Christhilf er með BA-gráðu í myndlist frá ríkishá- skólanum Towson í Maryland og einnig farið í gegnum Tamarind stofnunina í Nýju Mexíkó sem sér- hæfir sig í lithografíu. Þau hafa tekið þátt í fjölda samsýninga í Bandaríkjunum og Valgerður tók þátt í haustsýningu íslenska grafík- félagsins 1983. Sýningin er opin alla virka daga nema mánudaga kl. 16-22 og um helgar ki. 14-22. - GFr. leiklist Leikfólag Akureyrar: Kardimommubærinn eftir Thorbjörn Egner verður sýndur kl. 17 á laugardag, kl. 15 á sunnudag, kl. 18 á þriðjudag, kl. 15 á skírdag og kl. 17 á annan í páskum. Leikstjóri erTheodór Júliusson en um 28 leikarar og börn koma fram i sýningunni auk 11 manna hljómsveitar Tónlistar- skólans á Akureyri. Tjarnarbíó Leiklúbburinn á Grundarfirði sýnir Tog- streitu eftir Inga Hans Jónsson i Tjarnar- bíói kl. 21. Höfundur er leikstjóri. Akranes Leikklúbburinn á Grundarfirði sýnir Tog- steitu eftir Inga Hans Jónsson í sal Fjöl- brautarskólans kl. 21 á sunnudag Alþýðuleikhúsið: Vorkonur Alþýðuleikhússins sýna leikrit Nínu Bjarkar Árnadóttur, „Undir teppinu hennar ömmu" að Hótel Loftleiðum f kvöld laugardag. Miðasala er á Hótel Loftleiðum kl. 17 - 21 og sfminn er 22322. Iðnó Guð gaf mér eyra á laugardag og Gísl á sunnudag. tónlist Bústaðakirkja: Á sunnudag heldur Sinnhoffer strengja- kvartettinn frá Múnchen tónleika í Bú- staðakirkju, en kvartettinn er hér á landi f þriðja sinn á vegum Kammermúsfk- klúbbsins. Á efnisskrá eru verk eftir Bach, Morzarl, Beethoven og Smetana. Básúnuleikur: I dag, laugardag kl. 18 halda Cristian Lindberg básúnuleikari og Þorsteinn Gauti Sigurðsson píanóleikari básúnut- ónleika að Kjarvalsstöðum. Vortónieikar: Árlegir Vortónleikar Tónlistarskóla FlH verða nú um helaina. Tónleikar Jazz- deildar fara fram í Átthagasal Hótel Sögu á laugardag kl. 14 og er kynnir Jón Múli Árnason. Tónleikar Almennu deildarinn- ar verða í sal skólans á Pálmasunnudag. Ikl. 14. Norræna húsið: Á sunnudag kl. 15 halda dönsku tónlistar- mennirnir Marianne Granvig fiðluleikari og Gunhild Donslund pianóleikari tónleika i Norræna húsinu. Á efnisskrá eru verk eftir Carl Nielsen, Edvard Grieg og Niels Rosing-Schow. Vortónar skólanna: Kl. 17 á sunnudag hefjast vortónar skólanna að Kjarvalsstöðum og koma þar fram Kór Fjölbrautaskólans í Breiðholti og Hagaskóla, Blásarasveit framhaldsskólanna og Kór Fjölbrautar- skólans við Ármúla. Stjórnendur eru Jónas Þórir Þórisson, Þórir Þórisson, Sigvaldi Snær Kaldalóns. Við píanóið hjá Ármúlaskólanum er Áslaug Jóns- dóttir og gestur kórsins á tónleikunum er Július Vífill Ingvarsson, 'Þetta eru fyrstu tónleikarnir í röð tónleika sem hlotið hafa heitið „ Vorlónar skólanna" en mikið tón- listarstarf fer fram í skólum borgarinnar. íslenska óperan: Rakarinn í Sevilla verður sýndur á laugardags- og sunnudagskvöld kl. 20. Þar sem sýningar féllu niður um siöustu helgi vegna veikinda gilda aðgöngumið- ar stimplaðir 6.4. á sunnnudagssýningu og miðar stimplaðir 7.4. á laugar- dagssýningu. Gerðuberg I dag, laugardag, kl. 3 síðdegis heldur hljómsveitin Hrím tónleika í Menning- armiðstöðinni Gerðubergi. Eru þeir sér- staklega ætlaðir fyrir börn en hljóm- sveitin hefur nýlega gefið út 16 barnalög á snældu. Frfkirkjan I dag, laugardag, kl. 16 heldur Simon Ivarsson gítartónleika í Fríkirkjunni og leikur eingöngu tónlist frá Spáni. Þá verða á sunnudag kl. 15 aðrir tónleikar í Frikirkjunni. Hjónin Sigríður Sigurðar- dóttir og Friðrik Guöni Þórleifsson koma meö hóp af tónlistarfólki úr Tónlistar- skóla Rangæinga. Barnakór syngur, kammerhljómsveit leikur og Friðrik Guðni les úr óprentaðri Ijóðabók sinni. íþróttaskemman Akureyri Á sunnudag kl. 18 verða haldnir tón- leikar í Iþróttaskemmunni á Akureyri á vegum Tónlistarfélagsins þar. Sinfóníu- hljómsveit skólans kemur fram undir stjórn Michaels J. Clarke og Ásgeir H. Steingrímsson trompetleikari leikur ein- leik í trompetkonsert eftir Haydn. Einnig verða flutt verk eftir Bach, Offenbach og Sibelius. Kjarvalsstaðir Bandaríski sellóleikarinn Thomas Austin heldur einleiksstónleika á Kjarvalsstöð- um á mánudag kl. 20.30. Á efnisskrá eru verk eftir Crumb, Hindemith og Kodály. Kjarvalsstaðir: Á sunnudag kl. 15 verður endurtekin list- dansasýning, sem flutt var við opnun á höggmyndasýningu Ragnhildar Stef- ánsdóttur um síðustu helgi. Þrir listdans- arar túlka höggmyndir Ragnhildar í frum- sömdum dansi en þeir eru: Ásta Henr- iksdóttir, Sigrún Guðmundsdóttir og Lára Stefánsdóttir sem samdi dansinn. Ásgeir Bragason blandaði tónlistina. Vlvaldi-tónleikar: Á sunnudag gengst Kór Menntaskólans í Kópavogi fyrir tónleikum í Kópavogs- kirkju og hefjast þeir kl. 20.30. Á dagskrá er tónlist eftir Antoníu Vivaldi. Flytjendur ásamt kórnum eru einleikarar, einsöng- varar og strengjasveit. Stjórnandi er Martial Nardeau. myndlist Iðnskólinn Akureyri Á sunnudag opnar Gunnar Dúi Júl- íusson myndverkasýningu í Iðnskólan- um á Akureyri sem ber nafnið EXpó 4. Auk náms hér heima hefur Gunnar Dúi lært á Spáni, í Hollandi, Frakklandi og víðar. Sýningin er opin kl 14-22 daglega til 22. apríl. Ókeypis aðgangur. Listmunahúsið Leir og lín nefnist myndlistarsýning sem opnuð verður í Listmunahúsinu við Lækjargötu iaugardag kl. 14. Þar sýna 11 myndlistarkonur leirmuni og textíl. Opið virka daga kl. 10-22 og um helgar kl. 14-22. Gamli stúdentakjallarinn i Félaasstofnun stúdenta við Hringbraut hefur heldur betur tekið stakkaskiptum. Þar sem áður voru þunalamalegir og lítt aðlaðandi básar meo múrsteinum og strigapúðum er nú einn ferskasti veitingasalur borgarinnar. Það er allt nýtt: Eldhúsið, gólfið, inngangurinn, leirtauið, ölið, stólarnir, matseðillinn, borðin, vínseðillinn, Ijósin, allt. Nafnið er líka nýtt, sótt í fræga revíu, þar sem sungið var um griðastaðinn góða, Skalkaskjól tvö. Þangað voru allir hjartanlega velkomnir, svo er einnig um Skálkaskjol tvö hið nýja. Skálkaskjól tvö er opið frá kl. 11.30-23.30 alla daga. Allir velkomnir. smiiimsitiii FÉLAGSSTOFNUN STÚDENTA VIÐ HRINGBRAUT. SlMI 14789.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.