Þjóðviljinn - 14.04.1984, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 14.04.1984, Blaðsíða 12
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN; Helgin 14. - 15. apríl 1984 Úr því að maður þarf að vera að slást... Helgi: Vlldi láta reyna á það hvort það væri raunhæft að verða stórmeistari. Ljósm.: eik. Viðtal við Helga Ólafsson skákmeistara sem kveður nú Þjóðviljann í bili Helgi Ólafsson skákmeistari hefurverið blaðamaður við Þjóðviljann undanfarin ár, en frá síðustu áramótum hafa les- endur blaðsins saknað skrifa hans. Ekki hafa þó skortfréttir af honum þarsem hann hefur nú eftir áramót náð tveimur áföngum af þremurtil þessað verða stórmeistari, sigrað í tveimur alþjóðlegum skák- mótum og orðið meðal þeirra efstu á öðrum tveimur. Við hitt- um Helga að máli í vikunni og spurðum hann dálítið út í fyrir- ætlanir hans á næstunni og hvers vegna hann væri hættur hjá Þjóðviljanum. - Ég ákvað að taka mér frí frá blaðamennskunni um síðustu ára- mót til að geta stundað þessa kon- unglegu íþrótt skákina. Ætlaði reyndar upphaflega að vera aðeins tvo mánuði í burtu en svo helltust skákmót yfir mig og ég sé ekki fyrir endann á þeim fyrr en seint í maí og það er þá kominn þriðjungur úr ári sem ekki er hægt að bjóða neinu blaði. Ég hef nú skrifað um skák í Þjóðviljann í 8 ár og mig langaði jafnframt til að breyta til og fer nú yfir á Nútímann og verð þar með einhver skákskrif, a.m.k. fyrsta kastið. Ég ætla svo að sjá til. Ég vil taka það fram að það verða mikil viðbrigði að hætta að skrifa í Pjóð- viljann eftir öll þessi ár. Mér hefur alltaf fundist það mikill og óverð- skuldaður heiður að fá að skrifa í blaðið enda finnst mér þeir menn ekki viðræðuhæfir sem ekki lesa Þjóðviljann helst kvölds, morgna og miðjan dag. Ég vil líka taka það fram að það kemur nú aldeilis harður nagli í minn stað sem er Lárus Jóhannesson og hann á eftir að gera það gott. Vildi láta reyna á... Þú ert að fara á tvö skákmót í New York. Hvað geturðu sagt mér um þau? - Já, þetta eru tvö opin mót. Það fyrra byrjar á skírdag og stend- ur aðeins í 3-4 daga en það seinna hefst þegar að því loknu. Hvers konar skákmót er það sem stendur aðeins 3-4 daga? - Þetta er hálfgert helgarmót. Slík opin og stutt mót eru vinsæl í hraðsoðnu þjóðfélagi eins og Bandaríkjunum þar sem hlutirnir ganga hratt fyrir sig. Það eru tefld- ar tvær umferðir á dag. Eru þetta sterk mót? - Fyrra mótið gefur ekki rétt til titiláfanga, en það seinna, sem verður mjög sterkt, gefur hins veg- ar möguleika á slíku. Það er svo- kallað hálfopið mót og verða menn að hafa lágmarksstigafjöldann 2400 til að komast á það og verða því flestir þátttakendur a.m.k. al- þjóðlegir meistarar. Þar munu tefla allir fremstu skákmenn Bandaríkjanna, en ég veit ekki hverjir aðrir verða með. Á sama tíma verður í London afar sterkt skákmót, sem Karpov og Kortsnoj taka þátt í, og ef t.d. Larsen verður þar teflir hann örugglega á mótinu í New York. Nú tefldir þú fremur lítið á skák- mótum á síðasta ári ef undan eru skilin helgarskákmótin. Er að verða breyting á þessu? - Það er kannski óhætt að segja það. Ég vildi láta reyna á það hvort það er raunhæfur möguleiki að verða stórmeistari. Titillinn sjálfur skiptir mig ekki svo miklu máli heldur miklu frekar fullvissa um að ég geti náð honum. Það er ekki víst að heppilegri tími til að láta reyna á þetta gefist síðar. Er það ekki líka fjárhagslegt ör- yggi sem fylgir því að verða stór- meistari? - Ég legg nú lítið upp úr fjárhags- legu öryggi. Þeir sem eru fyrst og fremst að leita eftir slíku verða aldrei mjög fjárhagslega öruggir. Það er það sama að segja um skákina og ýmsar listgreinar að i henni eru svo mikilir óvissuþættir að hún býður ekki upp á öryggi í eðli sínu. Mér skilst að menn fái kennaralaun þegar þeir eru orðnir stórmeistarar og ég tek undir það sem Margeir Pétursson sagði í við- tali um daginn að það sé mjög örv- andi að vita til þess að hægt sé að lifa af skákinni. Skáklistin á íslandi undanfarin ár hefur verið miklu blómlegri en nokkurn tíma áður og ég þakka það m.a. því, að ríkis- stjórnin hefur sýnt þessa velvild. Það væri mikill skaði ef þessi laun féllu niður þó að mér sé sjálfum sama. Þetta hefur ýtt við mönnum. Skáklistin í Bandaríkjunum Nú ert þú að fara til Bandaríkj- anna. Hefur skákáhuginn þar hald- ist eftir Fischeræðið 1972? - Eftir að Fischersprengjan sprakk varð skákæði í Bandaríkj- unum en slík æði eru árviss þar og koma fram í alls konar furðulegum uppátækjum. En þessi mikli skáká- hugi þar hj aðnaði aftur og skáklífið í Bandaríkjunum ér ekki mjög eftirsóknarvert. Bandarískir skákmeistarar segja mér að til þess að hægt sé að skrimta þar verði menn alltaf að vera að taka þátt í mótum sem ekki fullnægja listræn- um þörfum þeirra - alls konar helg- armótum þar sem þeir eru að tefla við andstæðinga sem eru langt undir styrkleika þeirra. Þessi sí- felldu opnu mót standi þeim bók- staflega fyrir þrifum. Mótið í New York, sem ég er að fara á og við reyndar fjórir íslendingar saman, er eina opna mótið í Bandaríkjun- um í ár þar sem keppendur eru af svipuðum styrkleika. Það má rekja til skákmótanna í Lone Pine sem því miður hafa fallið niður. Af hverju féllu þau niður? - Sá sem stóð fyrir þeim er burtkallaður úr þessum heimi. Hann var milljónamæringur sem ekki vissi aura sinna tal og sérvitr- ingur. Ég hef reyndar heyrt að hann hafi gert ráð fyrir því í erfða- skrá sinni að mótin héldu áfram en erfingjar hans munu hafa farið út í málaferli út af þessu ákvæði svo að það getur tekið 20 ár að fá skorið úr deilunni. Kynntist þú þessum manni þegar þú tókst þátt í Lone Pine-mótun- um? - Já, hann bauð skákmönnunum heim til sín og ég hef aldrei komið í annað eins „slot“. Þegar maður var að fara úr frakkanum í anddyrinu gat maður alveg eins búist við að standa augliti til auglitis við Rembrandt-málverk. Hann fann upp eitthvert dýrt tæki, sem notað er á sjúkrahúsum, og varð ríkur á því og hefur svo vafalaust fjárfest vel. Þú talar um skákina í sömu and- ránni og listgreinar og nefnir list- rænar þarfír. Líturðu á skák sem listgrein? - Ég tel að íþróttin sé miklu sterkari í skákinni en listin. Lista- menn eiga fyrst og fremst í baráttu við sjálfa sig og það eiga skákmenn líka en þar að auki við andstæðing sinn við skákborðið. Þá vill list- ræna þörfin stundum víkja fyrir minna listrænum hvötum. Gerirðu þér vonir um að ná margumræddum stórmeistaratitli í New York? - Ekki neinar sérstakar vonir. Það fer dálítið eftir því hvaða and- stæðinga maður fær og slíkt getur verið undir skákstjóranum komið. Keppnis- hugarfarið Ertu bókaður á skákmót áfram eftir þessi tvö mót? - Eg reikna með að komast í Ól- ympíuliðið í haust - þó að það sé reyndar ekki víst. En ég á ekkert frekar von á að ég tefli mikið í sumar. Það getur vel verið að ég noti tímann til að gera eitthvað allt annað og til þess að líta eitthvað í kringum mig. Maður þarf að gera það líka. Þú ert sem sagt ekki heltekinn af skákinni? - Mér finnst það ekki, þó að öðr- um finnist það kannski. Ég er alla vega ekki meira heltekinn en aðrir skákmenn þó að ég líti á skákina sem atvinnu mína að hálfu leyti. Það getur verið erfitt að staðsetja sig í tilverunni og hér á landi er tæplega litið á skákina sem fulla atvinnu. Ég kippi mér ekkert upp við það þó að ég sé spurður að því 10 sinnum á dag hvað ég sé að gera og verði kannski að segja ævisögu mína um leið. Ef þú nærð þessum stórmeistara- áfanga og verður frægur, ertu þá tilbúinn til að gera skákina að ævi- starfí? - Ég er ekki viss um að ég sé tilbúinn til að helga mig skákinni fullkomlega. Ég er efasemdarmað- ur og tel hæpið að eiga allt sitt undir að vera að sigra einhvern í skák. Ég er ekki viss um að þessi íþrótta- andi, sem mönnum er innprentað- ur þegar í æsku, sé réttur. Ég hef verið í keppni frá 10-11 ára aldri og tel að þetta keppnishugarfar sé oft á tíðum á skjön við veruleikann án þess að ég hafi f sjálfu sér yfir nokkru að kvarta. Varstu í skákinni frá þeim tíma? - Nei, ég byrjaði sem áhuga- samur knattspyrnumaður en fann fljótt takmörk mín á því sviði og sneri mér þá að andlega sviðinu. Það má altént segja að úr því að maður þurfi alltaf að vera að slást sé ágætt að leiða baráttuhuginn inn á þennan farveg - skákina. -GFr Hægt að liggja yfir skák daginn út og inn segir hinn nýi skák- fréttamaður Þjóðviljans Lárus Jóhannesson Þjóöviljinn hefur ráðiö Lárus Jóhannesson sem skákfrétta- mann og skákskýranda blaösins í staö Helga Ólafs- sonar. Lárus er 19 ára gamall menntaskólanemi, sem vann sig upp í landsliðsflokk í skák á síðasta Skákþingi íslands. Hann er því í hópi hinna mörgu ungu og stórefnilegu skákmannaokkar, og Þjóö- viljinn fagnar því aö fá slíkan mann til aö sinna skákskrifum fyrir blaðið, því um árabil hafa skákskrif blaðsins verið þau bestu og vönduðustu, sem ís- lenskt dagblað býður uppá. í samtali við Þjóðviljann sagði Lárus að hann hefði byrjað að tefla fyrir alvöru um áramótin 1977/78 þegar hið sögufræga ein- vígi Spasskýs og Kortsnojs stóð yfir um hvor þeirra skyldi skora á heimsmeistarann Karpov. „Maður var svo spenntur í þessu einvígi að þess voru dæmi að ég hlypi heim úr skólanum til að kíkja í blöðin og sjá hvernig skákirnar fóru og lokastöðurnar litu út. Nú, en síðan hef ég teflst meira og minna. Samt finnst mér ég ekki hafa legið nógu mikið yfir skák; ég vildi gjarnan getað eytt í hana meiri tíma. Hefurðu fengist við skákskrif áður? „Já, dálítið, ég hef skrifað um skák og fleira í frétabréf Taflfé- Iags Reykjavíkur." Eyðir þú miklum tíma daglega í skákiðkun? „Ég æfi mig ekki daglega, þetta er meira í skorpum. Þó eru þau nú æði mörg kvöldin sem við fé- lagarnir eyðum í skákrannsókn- ir.“ Nú hafa alþjóðlegu meistararn- ir okkar náð frábærum árangri undanfarið, örvar það ykkur hina til frekari átaka? „Vissulega örvar það okkur þessa yngri. Þessi góða frammi- staða þeirra verður án vafa til þess að við sækjum stífar á bratt- ann en ella. Hitt er annað mál, að það kallar á óskaplega mikla vinnu að ná árangri í skákinni. Maður gæti þess vegna eytt 10 tímum á dag í skákrannsóknir. Hver sá sem ætlar sér á toppinn í skákheiminum um þessar mund- ir, hann verður að liggja yfir fræðunum daginn út og daginn mn. Þrátt fyrir það að skákin er tímafrek, hlýtur þú að eiga þér fleiri áhugamál? „Já, ég hef mikinn áhuga á tón- list, sérstaklega jazz-tónlist. Ég leik svolítið á gítar og bassa, svona fyrir sjálfan mig, og þykir mjög gaman að grípa í þessi hljóðfæri þegar tími gefst. Þjóðviljinn óskar Lárusi vel- farnaðar á skákbrautinni og væntir mikils af samstarfi við hann í framtíðinni. t -S.dór.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.