Þjóðviljinn - 14.04.1984, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 14.04.1984, Blaðsíða 7
Leikfélag Akureyrar: Kardi- mommu bærinn nýtur vinsælda TILGIÖGGVUNAR Til að sjá eru páskaegg eiginlega ekki mjög frábrugðin hvert öðru. En vegna þess hve þau eru ólík að bragðiog innihaldi er mikilvægt að geta greint á milli tegunda. Hér fylgir því ofurlítill leiðarvísir um páskaegg frá Nóa og Síríus. Verði ykkur að góðu! jmói Sk Mríiis Um síðustu helgi frumsýndi Leikfélag Akureyrar barnaleikrit- ið Kardimommubæinn eftir Thor- björn Egner í þýðingu Kristjáns frá Djúpalæk og Huldu Valtýsdóttur. Að sögn Signýjar Pálsdóttur leikhússtjóra var leikritinu mjög vel tekið og leikendum lengi klapp- að lof í lofa. „Þeir dómar sem birst hafa eru góðir“, sagði Signý, „og svo sannarlega eru börnin þakk- látir áhorfendur, sem kunna vel að meta söngvana og húmorinn í þess- um lífsglaða leik“. „Við læðumst hægt um laut og gil“: Ræningjarnir Kasper, Jesper og Jónatan ásamt Ijóninu vini sínum. Leikstjóri sýningarinnar er The- odór Júlíusson, leikmynda- hönnuður Práinn Karlsson, bún- ingahönnuðir Freygerður Magnús- dóttir og Anna G. Torfadóttir og ljósahönnuður Viðar Garðarsson. Um 28 leikarar og börn eru í hlutverkum manna og dýra í Kardi- mommubænum og 11 manna hljómsveit Tónlistarskólans á Ak- ureyri leikur undir stjórn Roars Kvam. Ræningjana Kasper, Jesper og Jónatan leika þeir Þráinn Karls- son, Bjarni Ingvarsson og Gestur E. Jónasson en Soffíu frænku leikur Sunna Borg. Sýningar á Kardimommubænum verða á laugardag kl. 17, á sunnu- dag kl. 15 á þriðjudag kl. 18 á skírdag kl. 15 á annan í páskum kl. 17. -AI öruggasta leiðin er auðvitað að kaupa egg, brjóta það og bíta i. Pá finna bragðlaukarnir hvort um rétt egg er að ræða. En það má líka treysta því, að ef miði með 5 litlum og sætum ungum prýðir pokann, er eggið frá Nóa Síríus. Poki úr glæru plastefni. Ganga má úr skugga um að um réttan poka sé að ræða, með því að blása hann upp, halda fyrir opið og slá síðan þéttingsfast á botninn með lausu höndinni. Á pokinn þá að gefa frá sér hátt og hvellt hljóð til merkis um að hann sé frá Nóa Síríus. Súkkulaðibragðið á að minna ákveðið á bragðið af Síríus hjúpsúkkulaði og Pippi. Gulur ungi af vandaðri þýskri gerð. Athugið þó að aðrir framleiðendur hafa einnig gula unga á eggjum sínum. Kúlur, kropp, konfekt, karamellur og brjóstsykur benda eindregið til þess að eggið sé frá Nóa Síríus. Þó því aðeins að bragðið sé Ijúffengt. Hnyttinn, rammíslenskur málsháttur skráður með svörtu letri á litaðan borða. HX&MÚimHiVf.m verðlækkuná ÖB og gosdiykkjum HF. ÖLGERÐIN EGILL SKALLAGRÍMSSON

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.