Þjóðviljinn - 14.04.1984, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 14.04.1984, Blaðsíða 3
ÞJÓÐVtDflNís -.-SV0ÍA Ö skráargalrid Flest fólk er yfir sig hneykslað sökum úrslita hins svonefnda Skaftamáls, þarsem hreinlega virðist látið að því liggja að áverkar Skafta Jónssonar, sem hann hlaut í viðskiptum sín- um við lögregluna, séu allt eins hans eigið verk. Af því tilefni orti þjóðkunnur skemmtikraftur eftirfarandi vísu og sendi Skafta: „Dómarinn hefur skoðað Skafta, skaðinn virtist hálfur, hann reyndist hafa í kögglum krafta, og kýldi sig bara sjálfur. “ Þegar Þorgeir Þorgeirsson rithöfundur, sem meðal annarra tók þátt í umræðunni um meint ofnki lögreglunnar í Reykjavík, hafði lesið dóminn, þá sendi hann Skafta eftirfarandi skeyti: „Var að lesa dóminn. Heppinn varstu að bíta ekki sjálfan þig á barkann í vörslu lög- reglunnar. Kveðja, Þorgeir“, Á föstudagsmorgun barst svo Þorgeiri , svarskeyti Skafta: „Þakka skeytið. Ekki víst ég verði eins heppinní hæstarétti. Kveðja Skafti“. Verjandi lögreglumanna í Skaftamálinu umrædda, Jón Oddsson, mun hafa seilst nokkuð langt til að gera persónu Skafa tortryggilega og rakið feril hans allt aftur í unglingaskóla þar sem hann mun hafa þótt nokkuð óknytta- samur. En það hefur nú hent margan góðan mann að vera baldinn í skóla og mættu þá líklega sumir fara að vara sig. Byggingasjóður ríkisins á nú við verulegan vanda að stríða, því ekki hefur verið séð fyrir nægilegu fjár- magni honum til handa nú þegar búið er að hækka húsnæðisstjórnarlánin um 50 prós- ent. Umsóknir streyma inn frá fólki sem telur sig hafa himinn höndum tekið, enda loforðaflóðið frá ráðamönnum mikið. Sem stendur munu yfir 600 umsóknir hafa borist um nýbyggingarlán það sem af er árinu, en stjórn stofnunarinnar miðaði við, að rúrrí- lega 700 umsóknir um nýbyggingalán bær- ust á árinu. Það er því ljóst, að það fólk sem nú er að sækja um lán til húsnæðisstofnunar mun ekki fá þau afgreidd fyrr en einhvern tíma á næsta ári. Kvikmyndafrömuðurinn Friðrik Þór Friðriksson og Einar Kárason rithöfundur hafa nýlega lokið við gerð handrits að kvikmynd sem á að heita Hvítir hvalir. Handritið er byggt á innbrotinu í Sportval hér um árið, þegar óprúttinn mað- ur tók þar byssu traustataki og hóf skothríð á aðvífandi vegfarendur. Áætlaður kostn- aður við myndina er fjórar miljónir króna og Friðrik Þór er þegar búinn að sækja um styrk til Kvikmyndasjóðs, sem mun til- kynna veitingar sínar á næstunni. ✓ Arni Óskarsson magister og prófarkalesari Al- þingis vinnur um þessar mundir að skrán- ingu ævisögu Friðriks Þórs Friðrikssonar kvikmyndara. Ævisagan mun greinast í fjölmarga smærri þætti, sem munu falla undir þá tegund bókmenntafræðinnar sem heitir míkrósögur. Stærsti bálkurinn mun vera svonefndar kirkjugarðssögur, en Frið- rik starfaði um tíu sumra skeið við að reisa legsteina yfir látna landsmenn. Þeirri iðju hefur Friðrik sinnt af og til síðan, til dæmis er kvikmynd hans Rokk í Reykjavík í raun- inni ekkert annað en legsteinn yfir íslenska rokkið... * Arni Johnsen er fyrsti fluttningsmaður þings- ályktunartillögu um að skylda íslendinga til að tala og skrifa hreint og fagurt mál, og banna aliar ambögur. Ekkert er nema gott um þetta að segja. Aftur á móti höfum við í Skráargatinu hlerað eftir áreiðanlegum heimildum að innan skamms sé að vænta , þingsályktunartillögu frá tón- og söng- | elskum mönnum á Alþingi þess efnis að bannað verði að gefa út á hljómplötu, eða fremja á opinberum vetvangi falskan eða I „óhreinan“ söng. Hætt er við ef sú tillaga verður samþykkt að margur gítarinn verði á hilluna lagður. Dropum Tímans finnst hlálegt að skrifað sé um ensku knattspyrnuna í Þjóðviljann frá Húsavík og segir vanann að blöðin séu með mann „á staðnum". f eina skiptið sem Tím- inn var með mann „á staðnum“ í Englandi var þegar blaðamaður Þjóðviljans sigraði í getraunaleik Tímans og fékk ferð á Wem- bley í staðinn. Að auki ætti varla að skipta máli hvort íþróttafréttamenn eru staddir í Reykjavík eða á Húsavík þegar þeir hlusta á enska boltann í BBC. Ekki alls fyrir löngu var opnað kvennahús í Hótel Vík í Reykjavík að forgöngu kvenna- listakvenna. Nú hefur kvennalistinn í Reykjaneskjördæmi farið að dæmi stall- systra sinna í Reykjavík og opnað kvenna- hús að Reykjavíkurvegi 16 Hafnarfirði og þar verða að sjálfsögðu kvennamál efst á baugi. Iðnaöarbankinn hefur stigið nytt skref til hagsbóta fyrir sparendur. Við breytum nú bundnum reikningum sem hér segir: Oryggi, eWcert > umstang. Engin sölwlau^ eða afföi i a Ég ókipt’i VuS Nw yr bankasemerfyrstur ju Me<S pes með nújunqamar J\ , ,5^pa: -w ° \ lanstrai fullt Skattffelsi 1 Gömlu 12 mánaða reikningarnirverða eftirleiðis til . 6 mánaða. 2 Sex mánaða, bundnir reikningar Iðnaðarbankans verða _ • því tvenns konar: VERÐTRYGGÐIR með 1,5% vöxtum sem nú verða reiknaðir tvisvaráárí. ÓVERÐTRYGGÐIR (áður til 12 mánaða) með 19% vöxtum sem einnig eru reiknaðir tvisvar á ári.________________ 3Reikningseigendum er nú frjálst að færa fyrirvara- • laust og án lengingar binditímans milli þessara tveggja reikningsforma. Slíktgeturskiptverulegu máli, breytist aöstæöur manna eða aðstæður í þjóðfélaginu.________ Við greiðum sérstakan vaxtabónus sem við köllum • IB-BÓNUSofan á „venjulega" vexti. er 1,5% vaxtabónus Iðnaðarbankans, sem leggst sjálf- krafa, auk venjulegra vaxta, ofan á innstæðu á bundn- 6 mánaða reikningi tvisvar á ári, ef ekki er tekið út af honum. Hann er reiknaður íjúlí og janúar ár hvert. IB -BÓNUS greiðist fyrst í júlí n.k. Athugið, að þá greiðist hann á alla bundna reikninga, nýja sem gamla, séu þeir án úttektar eftir 15. apríl framaðl.júlín.k. Allir 6 mánaða reikningar sem þegar hafa verið stofnaðir hjá Iðnaðarbankanum njóta sjálfkrafa IB-BÓNUS_ Upplýsingasími: 29630 Hafðu samband við næsta útibú okkar eða hringdu beint í IB-símaþjónustuna í Reykjavík, síminn er (91) 29630. Við veitum fúslega frekari upplýsingar og sendum gjarnan bækling. Iðnaðartjankinn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.