Þjóðviljinn - 14.04.1984, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 14.04.1984, Blaðsíða 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 14. - 15. apríl 1984 Hákarladráp á Borgarfiröi eystra Astin á allan sinn styrk í veikleika vorum. Ninon de Lenclos Nísta nöpur él Hátíðarstund á Austur- velli fyrir aldamót. Til vinstri er (safoldar- prentsmiðja en það hús stendur ennþá. Til hægri sér í gafl svokall- aðra Frönsku húsa en þau stóðu þar sem nú er Austurstræti 12. Stytta Thorvaldsens er þar sem nú er líkneski Jóns Sigurðssonar. Sigurður Grímsson frá ísafirði var eitt af hinum ungu bölsýnu og angur- væru skáldum sem komu fram í dags- ljósið um 1920. Hann gaf út ljóðabók- ina Við langelda árið 1922 en það varð jafnframt sú síðasta. Sigurður fékkst við blaðamennsku, lauk lagaprófi og varð borgarfógeti í Reykjavík. Enn- fremur var hann þekktur fyrir leiklist- argagnrýni og þýðingar. Hér eru sýnis- horn úr ljóðabókinni Við langelda: Per viam dolorosam Einn ég inni dvel auðn og skuggum hjá. Nísta nöpur él, nóttin dettur á. Oft var áður kalt, aldrei þó sem nú. Er mér horfið allt, æska, von og trú - . Ég hefi kvatt í kvöld, kysst í hinsta sinn. Feigð og forlög köld flögra um huga minn. Við dagsins döpru glóð drýp ég höfði hljótt. Ég leik mitt hinsta Ijóð á langspilið í nótt. Einn ég inni dvel. Um mig lykur nótt. Allt er auðn og hel, allt er dauða-hljótt. Gef mér frið sem fyrst, frið þinn, drottinn minn! Því ég hefi kvatt og kysst, kysst í hinsta sinn. Sigling Nú skal herða hug og sál. Dátt skal verða, drekkum ferða- skál. Nestj íþkum nökkvm á, úr Ijóði og stökum lífsins vökum •frá. Landið híður bak við sjá. Jkvöldið líður, keipum sýður á. - Hafið stynur hrygg er sál. Drekktu vinur, drekktu vinur. Skál! Gengur streymi Brennivín og hákarl eru partar af þjóðarsálinni og á Borgarfirði eystra hafa menn löngum verið útfarnir í að drepa hákarl. Þar er nú hafin hákarla- vertíð og Jón Helgason og Sigursteinn Hallgrímsson hafa þegar í félagi unnið á tveimur. Þeir félagar voru að setja nýjan kjöl undir bát þegar okkur bar að garði, „sá gamli var úr furu og vel fú- inn“ sögðu þeir en voru að öðru leyti ekki ýkja ginnkeyptir fyrir að stilla sér gáfulega upp fyrir blaðahunda úr öðr- um plássum. „Blessaður, ég er búinn að vera á hákarl- aveiðum í andskoti mörg ár, frá því ég var ungur held ég bara“ sagði Jón eftir að hafa gefið ljósmyndaranum stóra neftóbaks- slummu í nösina. „Við erum rétt byrjaðir á þessu núna, það er eins gott að fá sem flesta áður en hitnar með sumri. Ég skal nefnilega segja þér, að það er orðið furðu erfitt að verka hákarl nema það sé sæmilega kalt í veðri. Hann skemmist nefnilega, vill skem- mast, bölvaður. Annars kann ég ekki al- mennilega að segja frá þessu, en það er kominn einhver gerill í þetta. Hann leggst á hákarlinn, og það er bara orðið algengt að það mislukkist verkunin yfir sumartímann. Það var víst einhver íslendingur að rann- saka þetta, útí Bandaríkjunum held ég bara, en hann dó víst frá því. Dó ungur. Sigursteinn skýrir út fyrir okkur áhuga- mönnum um hákarlavinnslu að sökum þess sé nú orðið algengt að setja hákarl sem veiðist að sumri í frystihúsið til geymslu, „svo tökum við hann út á haustin þegar kólnar, þá er hann kasaður“. Og hvernig er hann kasaður? spyrjum við þá félaga. „Farg“ segir Sigursteinn, „við setjum hann bara í kassa og farg ofaná. Svo geymum við þetta í skemmu í 4 til 6 vikur“. „Nú eða bara úti“ bætir Jón við. „Ætli góður hákarl gefi ekki af sér svona einsog eitt hundrað kíló af verkaðri vöru. Ég hygg það“. „Hvar, ja ætli við séum nokkuð nokkuð að segja það góði“, svarar Jón þegar við innum hann eftir hvar og hverjum þeir selji hákarlinn. „En það er slegist um hann, blessaður góði. Það er aldrei vandi að selja góðan hákarl. Alltof lítið af honum í fram- boði“. „Við erum með línu“ svara þeir spurning- um okkar um hvernig þeir taki hákarlinn, „brúkum sjö millimetra línu og höfum keðju sem krókurinn er svo festur á með sigurnagla. En við erum nú ekkert að sýna ykkur krókinn, þeir selja þetta hjá Elling- sen og þið getið bara séð hann þar. Sumir nota flotkúlu til að láta krókinn fljóta frá botninum en við látum okkur nægja að beita bara selspiki, eins miklu og við kom- um á krókinn, þá flýtur hann upp. Spikið er helst í stór- eða niðurslætti svo létt í sér. En krókurinn verður helst að liggja frá botni. Gömlu mennirnir sögðu nefnilega að þegar hákarlinn tæki, þá skellti hann sér á bakið og tæki neðanfrá. Þess- vegna sögðu þeir, kallarnir, þegar þeir veiddu hákarlinn á vað, að þegar hann var að narta, þá var hægt að renna bara hrein- lega uppí hann“. Þeir sögðust leggja línuna þetta fjórar, fimm mílur útaf Hafnarbjargi. „Best að leggja á eins djúpu og hægt er. Annars er hákarlinn óútreiknanlegur, gengur stund- um grunnt. Og yfirleitt gengur hann mest Jón Helgason, hákarladrápari á Borgarfirði eystra: „Við beitum selspiki, eins miklu og hægt er, til að krókurinh f Ijóti frá botni. Ann- ars er nú lúsin fljót að hreinsa þetta af krókn- um.“ Þegar hann sér furðusvipinn á okkur bætir hann viðtil skýringar: „Marflóin". Ljósmynd Jón Ingi. þegar er stórstreymt eða niðursláttur“. „Annars er hann svo brellinn, það er ómögulegt að spá um hann“ bætir Sigur- steinn við. „Já, hann er brellinn“ samsinnir Jón og kinkar kolli til áherslu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.