Þjóðviljinn - 18.12.1984, Page 1
LANDIÐ
MENNING
ÍÞRÓTTIR
Farmgjöld
Nær50%
lækkun
Eimskip lœkkar farmgjöld áfiski til
Sovétríkjanna úrl02 dollurum Í55
dollara á tonnið. Lœkkunin nemur
31 miljón króna á nœsta ári
Fullyrða má að fáar fréttir hafi
vakið meiri athygli hjá fólki,
en þegar sagt var frá því um helg-
Akureyri
Makbeð
slóút
Makbeð, leikritið þekkta eftir
Shakespeare, var sýnt við miklar
undirtektir hjá Leikfélagi Akur-
eyrar í síðustu viku. Þar var á
ferð þekktur breskur leikhópur,
London Shakespeare Group.
Svo mikil voru tilþrifin í þessu
magnaða stykki að spennan
hleypti upp hnútum á hörundi
áhorfenda. Þegar svo rafmagninu
sló út í fimm mínútur kippti eng-
inn sér upp við það - menn héldu
hins vegar að þetta tilheyrði og
væri leikbragð til að magna enn
upp spennuna!
Leikarar og aðstandendur sýn-
ingarinnar supu hins vegar hveij-
ur uns rafmagnið kom á aftur, því
frægt er að alls kyns uppátæki
tengist sýningum á Makbeð, sum
ekki alltaf jafnskemmtileg.
-ÖS
ina að Eimskipafélag íslands hafl
í útboði lækkað farmgjöld á fiski
til Sovétríkjanna fyrir SH um nær
50% eða úr 102 dollurum á tonn-
ið nður í 55 dollara. Fólk hefur
eðlilega spurt hvað er hér á seyði?
Þjóðviljinn innti Guðmund H.
Garðarsson blaðafulltrúa SH
eftir því, hve mikil lækkunin væri
í krónum talið miðað við að jafn
mikið magn af fiski yrði flutt til
Sovétríkjanna 1985 og var á
þessu ári.
Guðmundur sagði að þar væri
um einfalt reikningsdæmi að
ræða. í ár væru fluttar út 16.500
lestir af fiski til Sovétríkjanna á
vegum SH. Áður voru greiddir
102 dollarar fyrir tonnið nú 55,
munurinn væri því 47 dollarar á
tonnið. Sé þetta margfaldað sam-
an miðað við gengi dollarans í
dag sem er 40 krónur þá nemur
farmgjaldalækkunin 31 miljóna
króna.
Þá var Guðmundur inntur eftir
því hvers vegna SH hefði ekki
boðið flutninga sína út fyrr og
sagði hann að stjórn SH myndi
svara þessari spurningu.
Eitt er ljóst að sú skýring sem
Eimskip hefur gefið á þeim miklu
farmgjaldalækkunum, sem SH
hefur náð fram hjá félaginu með
undangengnum útboðum, verða
ekki skýrðar með því að aukin
hagræðing hafi átt sér stað hjá
félaginu. Ef til vill að einhverju
leyti en ekki öllu.
-S.dór
Jolatréð fra Fredriksberg
i Danmörku. sem hefur
verið komið fyrir a Thors-
plani i Hafnarfirði,
var tendrað sl. laugardag.
Sendifulltrúi Danmerkur
afhenti treö en Einar I.
Baldvinsson veitti þvi
viðtöku. Jola sveinar
foru auðvitað að a kreik
að athöfninni lokinni og er
myndin tekin við það
tækifæri. Ljosm.-eik.
Ríkisstjórnin
Verðbólgan í 60 prósent
Verðbólgan mun hœkka á nœstu mánuðum og ná hámarki ífebrúar
Samkvæmt heimildum Þjóð-
viljans var hækkun fram-
færsluvísitölunnar I nóvember-
mánuði einum saman um 4,5 til 5
prósent. Á ársgrundvelli svarar
þettatil um75prósentverðbólgu.
Hins vegar er mun marktækara
að miða við þriggja mánaða tíma-
bil. Miðað við síðustu þrjá mán-
uði, tímabilið 1. september til 1.
desember, var verðbólgan þann-
ig á ársgrundvelli um rúm 30
prósent. Spár sem hafa verið
gerðar um verðbólguna á næstu
þremur mánuðum, þ.e. desemb-
er til febrúar gera hins vegar ráð
fyrir mjög auknum verðbólgu-
hraða og samkvæmt þeim mun
verðbólgan verða um 60 prósent í
febrúarbyrjun, miðað við árs-
grundvöll. Slík spá birtist meðal
annars í tímaritinu Vísbending,
sem gefið er út af Kaupþingi.
Talið er að verðbólgan muni ná
hámarki í febrúarbyrjun og eftir
það fara minnkandi. í marsbyrj-
un er líklegt að verðbólgan verði
komin niður í 50 prósent og niður
í 38 prósent í aprflbyrjun.
Gengisfellingin sem ríkis-
stjórnin stóð fyrir á mikinn þátt í
hinum aukna snúningshraða
verðbólguhjólsins. _q§
Selfoss
40 atvinnu-
lausir
Atvinnuástandið hérna er alls
ekki nógu gott. Það eru um 40
manns á atvinnuleysisskrá og það
hefur verið að síga á ógæfuhliðina
síðustu vikur, sagði Hafsteinn
Stefánsson hjá Verkalýðsfélaginu
Þór á Selfossi í samtali við Þjóð-
viljann f gær.
Hafsteinn sagði að nú stefndi í
það sama og um síðustu áramót
en þá voru mest 80-90 manns á
atvinnuleysisskrá á Selfossi. Hér
er mest um almennt verkafólk að
ræða. aðallega konur.
„Ég get ekki séð að hér verði
neitt gullregn í náinni framtíð.
Menn verða að átta sig á því að
það er ekki bæði hægt að binda
skip og bjóða upp og ætla að
halda uppi fullri atvinnu á sama
tíma“, sagði Hafsteinn. _i„
Söluskattshœkkunin
Stjómarliðar í andófi
Varaformaður Sjálfstæðis-
flokksins og þingflokksfor-
maður Framsóknarflokksins
skrifa undir nefndaráiit meiri-
hluta fjárhags og viðskiptanefnd-
ar neðri deildar um söluskatts-
hækkun með fyrirvara.
Þeir Friðrik Sophusson vara-
formaður Sjálfstæðisflokksins og
Páll Pétursson þingflokksfor-
maður Framsóknarflokksins
skrifa undir með fyrirvara og er
greinilegt að ríkisstjórninni og
Albert Guðmundssyni fjármála-
ráðherra er gert þannig erfiðara
fyrir en ella að knýja söluskatts-
hækkunina í gegn. Þetta þykir og
gefa ótvírætt til kynna óánægju
og andóf gegn ríkisstjórninni
meðal stjórnarliða á þingi.
-<>g