Þjóðviljinn - 18.12.1984, Page 2

Þjóðviljinn - 18.12.1984, Page 2
FRETTIR Skipaviðgerðir Hundmð miljóna fara forgörðum Alþingi Landsmiðjan seld Einungis 23 afyfir 70 starfsmönnum keyptufyrirtœkiðfyrir rúmlega 22 miljónir króna. Óvísthvað verður um grunninn sem kostaði 66 miljónir Einungis 23 af yfir 70 starfs- mönnum Landsmiðjunnar vilja og/eða geta gerst eigendur að Landsmiðjunni. Hjörleifur Gutt- ormsson og fleiri stjórnarand- stöðuþingmenn lýstu efasemdum sínum um að hér væri stigið skref í atvinnulýðræðisátt eins og stjórnarsinnar vildu vera láta. Söluverð verður rúmlega 22 milj- ónir króna. Hjörleifur Guttormsson kvaðst efast um að þessi sala væri ríkinu hagkvæm - og jafnvel þorra starfsmanna. Óvíst væri um at- vinnuöryggi starfsmanna og fjöl- margir þættir málsins þyrftu nán- ari skoðunar við. Hjörleifur benti á að húsgrunnur að Skútuvogi 7, sem talinn er hafa kostað 66 milj- ónir króna, væri ekki inní kaupunum en óvissa sé um afdrif þeirrar eignar. Hjörleifur lagði til að málinu yrði vísað til ríkis- stjórnarinnar, - og að það yrði lagt fyrir næsta alþingi, þar sem m.a. yrði tryggt að allir fastráðnir starfsmenn ættu sameiginlegan hlut í fyrirtækinu. Guðrún Agnarsdóttir kvað liggja skýrt fyrir hvers vegna ætti að selja Landsmiðjuna; ekki væru það hagkvæmnissjónarmið fyrir ríkið, ekki atvinnulýðræðis- sjónarmið, - og kvaðst undrast hraða málsins. Hún kvað alþingi enn einu sinni standa frammi fyrir orðnum hlut, - það hefði náðst samkomulag milli kaup- enda og seljanda - og samþykki alþingis væri formlegs eðlis. Því myndi hún sitja hjá við afgreiðslu málsins. Kjartan Jóhannsson kvaðst myndu styðja málið. Svavar Gestsson kvað nauð- synlegt að einhverjar fastar regl- ur væru um mat á eignum ríkis- ins. Og hann undirstrikaði þá stefnu Alþýðubandalagsins að starfsfólkið réði yfir fyrirtækjun- um og að miðstýrt efnahagskerfi væri fráleitt stefna þess. Hann kvað nauðsynlegt að atvinnumál í Reykjavík kæmu til kasta þings- ins, þar sem framleiðslugreinar hefðu dregist þar saman. Sverrir Hermannsson lýsti sig sammála Svavari um að reglur um „hvern- ig meta skuli" þyrftu að verða til, - og hann hefði oft verið í vafa um söluverð fyrirtækja. f máli hans kom og fram, að hann hefði í grundvallaratriðum ekkert á móti opinberum rekstri. Frumvarpið varð að lögum eftir þriðju umræðu í neðri deild. -óg Hún færi létt með það húsmóð- irin heppna á Stokkseyri að kaupa Kröflu af Sverri Her- mannssynl. Sundurlyndi og áhugaleysi járnsmiðjunnar í Reykjavík Jólasveinarnir þurfa að stússast í ýmsu. Mynd - eik. Verðlag Hundruð miljóna króna fara árlega forgörðum vegna þess að ekki er nógu góð aðstaða til viðgerða á kaupskipum hér á landi, sagði Guðmundur J. Guð- mundsson á alþingi í gær um leið og hann vakti athygli á að vegna sundurlyndis og áhugaleysis hefði ekki verið hafist handa við Skipa- verkstöð í Kleppsvík við Reykja- vik. Guðmundur kvað Reykjavík- urborg til skamms tíma hafa lagt áherslu á að Slippfélagið og járnsmiðjur í Reykjavík mynd- uðu með sér samtök um þetta verkefni, en samtakamáttinn hefði vantað meðal þeirra. Hins vegar hefði Landssmiðjan brugð- ist vel við áskorunum um þetta þjóðþrifafyrirtæki og sótt um lóð, því væri ekki hægt að ásaka hana fyrir fjárfestinguna í grunninum dýra. Guðmundur kvað álitið að á miili 80% og 90% af viðgerðum á kaupskipum færu fram er- lendis. -óg Askasleikir á fimmþúsundkall að hlýtur að kosta sitt fyrir jólasveinana að komast til byggða ofan úr fjóllunum. Að minnsta kosti þurfa þeir að fá 5000 til 6000 krónur fyrir að koma fram á jólatrés- skemmtunum. Askasleikir, hinn kunni jóla- sveinn, hefur skemmt okkur í 28 ár. Nú kostar 5000 krónur að fá hann í heimsókn ásamt Jóhanni Benjamínssyni sem hefur fylgt með honum með harmóníku síð- an árið 1966. Stúfur, Gáttaþefur og Grýla keyra um jólaskemmtanir á kass- abíl með gítar í för með sér. Þau eru á vegum Alþýðu- leikhússinsog taka 6000 krónur fyrir heimsóknina. Pá er að nefna Hurðaskelli sem sagði Þjóðvilj- anum að það kostaði hann svipað að komast til byggða og hina jóla- sveinana, enda fylgir honum undirleikari. Umboðsmaður Hurðaskellis er í Hafnarfirði og teljum við fara vel á því að for- maður jólasveinafélagsins búi þar! -jP HAPPDRÆTTI ÞJÓÐVILJANS HaDDdrættismiðar hafa nú verið sendir út til áskrifenda og þeir vinsamlegast beðnir að gera skil sem allra fyrst. 712^ 884^ , 8012(i| 1677 GÍRÓ-SEOILL Q NR Happdrætti Þjóðviljans Síðumúla 6 Jón Jónsson Laugavegi 200 105 Reykjavík Alþýðubankinn h.f. Algreiðslustaður viðskiptasiolnunar Aðalbanki Tegund reikmr.gs -Jjiroreiknmgur ; Avisanareiknmgur . AllauDareikningur Skyring greiðslu Happdrættismiðar Hægt er að gera skil á afgeiðslu Þjóðviljans Síðumúla 6, hjá Alþýðubandalaginu Hverfisgötu 105, hjá umboðsmönnum um land allt, greiða með gíróseðli í banka eða pósthúsi (sjá sýnishorn um útfyllingu). Á Reykjavíkursvæðinu er hægt að sækja greiðslu til þeirra sem þess óska og er tekið við þeim beiðnum í síma 81333. Ekki stætt utan dyra Pakplötufjúk. Bílvelta. Skip komust ekki íhöfn. Rútur lengi ú leið Ihvassviðrinu á laugardaginn var rúta hætt komin í Kolla- firði, bfllfauk afvegi milliól- afsvfkur og Grundarfjarðar, allt lauslegt fauk um Olafsvík og þakplötur fóru af fiskverkunar- húsi, einu einbýlishúsi og nokkr- um fjárhúsum. Á Patreksfirði var mikið brim i bænum og varla stætt. A Isafirði var ekki stætt á nokkrum stöðum í bænum. Skip komust ekki í höfn á ísafirði, Patreksfirði og víðar vestan- lands. Eftir að bíll fauk út af veginum milli Ólafsvíkur og Grundarf- jarðar komust tveir menn sem í honum voru við illan leik gegnum veðurofsann að eyðibýli í Eyrar- sveitinni. Þar fundust þeir eftir að leit var hafin. Snæfellsrútan lagði af stað frá Reykjavík kl. 13 á laugardag. Þrívegis fékk hún á sig kröftugar vindrokur í Kollafirð- inum svo litlu munaði að hún fyki út af veginum. Eftir 6 tíma akstur komst hún að Vegamótum og beið þar í rúma 2 tíma vegna hvassviðris áður en lagt var í Kerlingarskarðið. Ekki var stætt á Hellissandi þegar verst var en veðrið gekk síðan snögglega niður. Að sögn Vegaeftirlitsins er nú víðast hvar þokkaleg færð. í gær snjóaði mikið frá Vík vestur og norður í Þingeyjarsýslur. Þó er hægt að komast leiðar sinnar, nema yfir fjallvegi á Snæfellsvegi og Öxnadalsheiði sem er einungis fær stórum bflum og jeppum. -ÍP 2 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Þriðjudagur 18. desember 1984

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.