Þjóðviljinn - 18.12.1984, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 18.12.1984, Qupperneq 3
FRETTIR Náttúruverndarráð Fiskeldismenn áminntir Stöðvar reistar með opinberum styrkjum án þess álits ráðsins sé leitað w Afundi Náttúruverndarráðs um helgina var samþykkt á- lyktun þarsem forsvarsmenn fisk- eldisstöðva eru teknir á beinið fyrir að sinna ekki þeirri skyldu , að leita til ráðsins áður en farið er í framkvæmdir. „Þess eru jafnvel dæmi að fiskeldisstöðvar séu reistar á svæðum sem eru á nátt- úrumiiyaskrá“ segir í ályktun ráðsins „og styrktar af opinber- um sjóðum án þess að leitað hafi verið álits Náttúruverndarráðs einsog lög gera ráð fyrir“. Mun meðal annars átt við nýlega styrki úr Byggðasjóði til ýmissa fiskeld- ismanna. Ráðið minnir á náttúruvernd- arlög sem skylda forstöðumenn við mannvirkjagerð og jarðrask til að leita álits hjá ráðinu áður en framkvæmdir hefjast. Einnig segir í ályktun ráðsins að frá- rennsli úr fiskeldisstöðvum sé mjög mengað lífrænum efnum, og geti sú mengun verið varhuga- verð. Ráðið tekur fram að það hafi yfirleitt brugðist vel við þegar fiskeldismenn hafa til þess leitað, og heyri tíl undantekninga að framkvæmdamenn hafi verið ó- fúsir að virða óskir ráðsins. „Það er þjóðinni fyrir bestu að leitast sé við að sú starfsemi sem hún rekur taki mið af þeim lögmálum sem landið setur“, segir ráðið og hvetur álitslausa fiskeldismenn til að hafa samband. -m Flensborgarskóli Vísna- kvöld í kvöld kl. 20.30 býður kór Flensborgarskóla í Hafnarfirði öllum bæjarbúum til vinakvölds á aðventu í hátíðarsal skólans. Þar munu kórfélagar ásamt hljóð- færaleikurum úr hópi nemenda flytja jóla- og hátíðartónlist. Sérstakir gestir kórsins í kvöld verða börn úr Hafnarfirði á aldr- inum 7-13 ára, sem munu flytja helgisöngleik. Enginn aðgangseyrir er að kvöldboði þessu en gestum er boðið upp á veitingar og þeim sem bera hlýhug til kórsins gefst kostur á að styrkja sjóð hans. ~ig- Kór Flensborgarskóla ásamt stjómanda sínum Hratnhildi Blomsterberg. Skuldaskipin Fiskveiðasjóður taki áfallið Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra: Sjóðurinn hefur til þess fjármagn Eins og skýrt var frá í Þjóðvilj- anum í síðustu viku hefur ver- ið ákveðið að skuldaskipin svo- kölluðu, sem fara munu á uppboð í byrjun næsta árs og Fiskveiða- sjóður mun þá kaupa, verði seld aftur og þá á viðmjðunarverði, eins og það heitir. í raun þýðir þetta, að skipin verða seld fyrir verð sem er langt fyrir neðan þær skuldir sem á þeim hvfla. Þjóðviljinn spurði Halldór Ás- grímsson sjávarútvegsráðherra að því í gær hver ætti að taka á sig þann skell sem af þessu hlýst. Halldór sagði orðrétt: „Það liggur ekki fyrir hvaða skip þetta eru, hvað þau eru mörg, né hve miklar upphæðir hér er um að ræða. Það er enn verið að vinna í þesum málum og það er ekkert um þau að segja fyrr en nánari vitneskja liggur fyrir. Því er ekki hægt að segja neitt um þetta fyrr en skipin hafa verið seld aftur, þá sést hvað af þessu tapast“. Halldór var þá spurður í ljósi þess að eitthvert fé tapast hver myndi taka það á sig og svaraði ráðherra því til að það væri Fisk- veiðasjóður í þeim tilfellum, þar sem hann myndi eignast skipin. Aðspurður hvort sjóðurinn væri svona vel aflögufær, svaraði ráð- herra að hann ætti peninga fyrir þessu. Ljóst er að hér er um hundruð miljóna króna að ræða, jafnvel þó aðeins 3-4 skuldahæstu skipin verði boðin upp, en hin sem held- ur minna skulda sleppi. -S.dór Alþingi Staðið verði við lög Tveir lœknarþjóni Reyðarfirði og Eskifirði eins og kveðið er á um í lögum eir Helgi Sejjan og Hjörleifur Guttormsson hafa lagt fram breytingartillögu við fjárlög um að staðið verði við lög frá 1983 um að tveir læknar verði við heilsugæslustöðina á Eskifirði, en umdæmi hennar nær einnig yfir Reyðarfjörð. Við endurskoðun laga um heilbrigðisþjónustu 1983, þar sem allir þáverandi þingflokkar áttu fulla aðild að, var reynt að halda fjölgun lækna á heilsu- gæslustöðvum í algeru lágmarki og aðeins þar sem brýnust var þörfin og mest aðkallandi. ítrek- að hafði Helgi Selj an flutt um það frumvarp að tveir læknar yrðu við heilsugæslustöðina á Eskifirði og sæti annar læknirinn á Reyðar- firði enda fyrir því heimild í lögum. Þetta náðist fram með lagasetningu 1983. Umdæmi heilsugæslustöðvar- innar nær yfir 2000 íbúa, auk þess sem gegnumakstur, skipakomur, loðnu- og síldarvertíðir auka mjög á álag læknisins og í raun með öllu óhugsandi að hann fái annað svo viðamiklum verkefn- um, enda varð að lokum full sam- staða um að breyta lagaákvæði yfir í tveggja lækna stöð. Þrátt fyrir lagaákvæðin hefur ekkert gerst á þesu ári og ennþá sér þess ekki stað í fjárlagaaf- greiðslu að lagaákvæðum verði hlýtt. Enn virðast íbúar Reyðar- fjarðar og Eskifjarðar eiga að búa við óviðunandi aðstöðu að ekki sé nú minnst á lækninn sem gegna verður svo annasömu verkefni. Samkvæmt lagafrumvarpinu er heimild fyrir ráðningu afleysinga- læknis á heilsugæslustöðina og hefur það orðið til mikils gagns og léttis fyrir lækninn á Eskifirði en hvergi nærri fullnægandi. „íbúar þessara staða bíða eftir afgreiðslu úr þriðju umræðu en flutningsmenn ætla að láta á það reyna til fullnustu hvort t]ár- veitingarvaldið sér ekki sóma sinn í að standa við svo sjálfsagt og einfalt lagaákvæði. Annar læknir í umdæmið með búsetu á Reyðarfirði er eðlileg krafa og sanngjörn og ekki skal öðru trúað en lagfæring fáist“ sagði Helgi Seljan. _ig. Strand Mannbjörg varð Sœbjörg strandaði undan Stokksnesi Mannbjörg varð er loðnubát- urinn Sæbjörg Ve 56 strand- aði undan Stokksnesi í gærmorg- un. Björgunarsveit Slysavarnar- félagsins á Höfn bjargaði áhöfn- inni, 14 manns. Skipið var mikið skemmt þegar síðast var kannað í gærdag, en það er vátryggt fyrir um 30 milj- ónir. Sæbjörg er 20 ára gamalt stálskip, smíðað í Noregi 1965 og yfirbyggt 1978. _óg Þriðjudagur 18. desember 1984 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 3 Getraunir Stokks- eyringur fær hálfa miljón í 17. leikviku Getrauna kom fram einn seðill með 12 réttum og var vinningsupphæðin fyrir hann kr. 560.870. Eigandi seðilsins er kona búsett á Stokkseyri og var hún með einfaldan 10 raða seðil og nær því ekki sjálfkrafa í hlut- deild í 2. vinningi, eins og þegar um kerfisseðil er að ræða. Með 11 rétta voru 15 raðir og vinnings- upphæðin fyrir hverja röð kr. 16.024.-. Togarar Frysting að hluta Eins og skýrt var frá í Þjóðvilj- anum sl. fimmtudag hafa eigend- ur japönsku skuttogaranna hér á landi verið með það í huga að breyta skipunum yfir í frystiskip. Magnús Kristinsson í Vest- mannaeyjum, sem gerir út Vest- mannaey, eitt þessara skipa, sagði að hér væri nokkuð ofsagt. Sagði Magnús að eigendur jap- önsku togaranna hefðu látið gera mjög ítarlega úttekt á togurun- um, þar sem gera þarf á þeim verulegar endurbætur. Það var Bolli Magnússon sem gerði þessa úttekt og var greinargerð hans mjög ítarleg og vel unnin. Magn- ús sagði að þar væri lagt til að lengja skipin m.a. en ekki bara með frystingu um borð í huga heldur til að auka vinnupláss. Það sem menn væru að hugsa um væri að geta fryst 15% aflans, til þess að taka kúfinn af þegar mest berst að til frystihúsanna. Magnús sagði að einungis ein- um af þeim 10 japönsku togurum sem hér eru, yrði algerlega breytt í frystiskip, hinum aðeins að hluta til. -S.dór Bankarnir Mikil vanskil Dráttur á húsnœðis- lánum ein ástœðan Vanskil hafa verið með mesta móti í bankakerfinu að undan- förnu að sögn Tryggva Pálssonar í hagfræði- og áætlunardeild Landsbankans og tóku banka- menn sem Þjóðviljinn ræddi við í gær undir þessi orð. Almenn vanskil, af víxium og skuldabréfum, hafa verið mikil seinnihluta ársins og heldur aukist með tímanum. Þó hefur ekki orðið vart neinna stökk- breytinga, og verkfallið virðist ekki hafa haft umtalsverð áhrif. Erfitt er að fá tölur um vanskil, enda torvelt að meta slíkar tölur þótt fengjust, - þyrfti þá að reikna inn skuldbreytingar af ým- islegu tæi og meta langvinn van- skil þarsem hvert mál hefur sitt eðli. Bankamenn sögðu að vand- ræði kringum afgreiðslu á hús- næðislánum hefðu dregið slóða eftir sér um allt kerfið. -m

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.