Þjóðviljinn - 18.12.1984, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 18.12.1984, Qupperneq 5
Landvernd Umhverfisfræðsla í skólum og fleiri ályktanir „Þetta land átt þú“. Birtur hefur verið hér í blað- inu stuttur útdráttur úr fram- söguræðum þeim, sem fluttar voru á síðasta aðalfundi Land- vendar. En þar voru einnig samþykktar allmargar ályktan- ir, sem rétt þykir að komi fyrir sjónir lesenda Þjóðviljans. Fara þær hér á eftir. Umhverfisfræðsla Aðalfundurinn... telur að auka þurfi umhverfisfræðslu í skólum til þess að glæða skilning og þekk- ingu á náttúru landsins og stuðla þannig að skynsamlegri nýtingu á náttúrulegum auðlindum. Um- hverfisfræðsla hérlendis er á mörgum sviðum mun minni og af meiri vanefnum gerð en í ná- grannalöndunum. Fundurinn tel- ur því m.a. að koma þurfi upp nútímalegum náttúrugripasöfn- um, kennslubúum, skólagróður- húsum og hæfilega stórum sæ- dýrasöfnum til þess að efla fræðslu í náttúru- og umhverfis- fræðum. íslenskir skólar eru ekki í stakk búnir til þess að mæta þeirri auknu þörf, sem er fyrir fræðslu um íslenska náttúru. Því skorar fundurinn á ríkisútvarpið og yfir- stjórn menntamála að unnir verði myndbandaþættir um íslenska náttúru, sem sýndir yrðu reglu- lega og nota mætti til kennslu í skólum. - Varað er við niður- skurði á endurmenntunarnám- skeiðum kennara. Bændaskógar Aðalfundurinn... fagnar ný- samþykktri breytingu á lögum um skógrækt, sem á að gera bændum kleift að stunda skóg- rækt á jörðum sínum og hvetur stjórnvöld til að veita verulegu fjármagni til þeirra byrjunar- framkvæmda. Einnota glerflöskur Aðalfundurinn... vekur at- hygli á því að hafin er sala gos- drykkja og öls á einnota gler- flöskum en óþrifa af þeim er þeg- ar farið að gæta. Fundurinn hvet- ur innflytjendur og íslenska fram- leiðendur til að hætta notkun þessara umbúða, en hefja ella söfnun glers til endurvinnslu, til að sporna gegn óþrifum og sóun, sem af notkun þeirra leiðir. Fjörumengun Aðalfundurinn... bendir á að mikil mengun og sóðaskapur frá úrgangi og frárennsli er víða á fjörum í nágrenni þéttbýlis og tel- ur mjög brýnt að hefjast handa um úrbætur á þessu sviði án tafar. Fundurinn bendir einnig á að miklum úrgangi og rusli er hent í sjó frá skipum og rekur þetta oft á fjörur. Sömuleiðis átelur fundur- inn að í íslenskum höfnum finnast varla sorpílát undir rusl frá skipum. Skipulag og hönnun Aðalfundurinn... beinir þeim tilmælum til allra þeirra, sem fara með skipulag og hönnun mannvirkja í landinu að þeir gæti þess, að öll mannvirki, þar með taldir opnir skurðir og girðingar, falli sem best að landslaginu og breyti sem minnst ásýnd landsins. Söfnun birkifræs Aðalfundurinn... fagnar því framtaki, sem Skógræktarfélag íslands sýnir með áskorun um söfnun birkifræs og dreifingu á óræktarlönd og skorar á Land- græðslu ríkisins að styðja það með sáningu birkifræs á friðuð- um svæðum. -mhg Þorgrímur Starri: Æðardúnn Ársframleiöslan 2500 kg Frá aðalfundi Æðarræktarfélagsins Aðalfundur Æðarræktarfél- ags íslands 1984 var haldinn í Reykjavík 10. nóv. sl. Var þetta 15. starfsár félagsins. Fundinn sóttu félagsmenn hvaðanæva af landinu en nú eru 10 félags- deildir starfandi í öllum lands- hlutum nema á Suðurlandi. Dúnframleiðendur á landinu munu nú um 300 talsins og hreinsaður dúnn um 2500 kg. árlega. Mun það um heimingur þess sem fékkst hérlendis á fyrstu áratugum aldarinnar. Undanfarið ár var varpbænd- um fremur hagstætt, dúntekja með betra móti og batnandi markaðshorfur. V-Þýskaland hefur verið besta markaðslandið undanfarin ár en Japanir hafa einnig sýnt áhuga á íslenskum æðardún síðustu árin. Gangverð á dún er nú allt að 9 þús. kr. kg. íslenskur æðardúnn er í miklu áliti erlendis sem sérstök gæða- vara. Á fundinum var mikil áhersla á það lögð, að íslenskir dúnframleiðendur slökuðu hvergi á ítrustu vöruvöndun, bæði hvað snerti hirðingu og hreinsun dúnsins. Vargfuglinn Helsta áhyggjuefni varpbænda nú sem fyrr er ágangur vargfugls, svartbaks o.fl. mávategunda, hrafns og arnar. Refur og minkur koma þar einnig við sögu. Þá hafa og stórauknar hrognkelsaveiðar hin síðari ár valdið umtalsverðu æðarfugladrápi í netalögnum. Hefur Æðarrækarfélagið þrá- sinnis mælst til að kannað yrði hvort ekki mætti fresta fyrstu netalögnum að vorinu til þess tíma, er æðarfuglinn er að mestu Æðarvarp á Mýrum í Dýrafirði sestur upp í varplöndin. Fram kom á fundinum nokkur gagnrýni og gremja vegna ásak- ana náttúruverndarsamtaka í fjölmiðlum í garð æðarræktar- manna. Var ítrekað það viðhorf Æðarræktarfélags Islands, að sameina verði sjónarmið náttúru- verndar og atvinnuhagsmuna í æðarræktarmálum og viðhalda jafnvægi í lífríki íslands á öllum sviðum. Margt bendir til að því jafnvægi sé nú ógnað með of- fjölgun vargfugla, sem bitnar hvað harðast á æðarfuglinum, en einnig á fiski í ám og vötnum. Því megi hvergi slaka á í viðleitni til að halda varginum í skefjum. Alyktanir Á fundinum voru einróma samþykktar eftirfarandi ályktan- ir: I. fundurinn... óskareindregið eftir því við viðkomandi stjórnvöld, að heimiluð verði áfram lyfjanotkun til fækkunar og varnar gegn fuglvargi. Enn ríkir það ófremdarástand víðast hvar um landið, að þetta verður öllum tiltækum ráðum til að halda meinfuglastofnum í skefjum. II. Á hverju ári valda vargfugl- ar, svartbakur o.fl. mávategund- ir, hrafn og örn stórfelldum skaða á æðarvarpi hérlendis. Það er álit vísindamanna, að það sem mestu valdi um stofnstærð þessara fugl- ategunda sé fæðuframboðið á hverjum tíma. Æðarræktarfélag íslands bendir á, að úrgangs- haugar við fiskvinnslustöðvar og sláturhús víðsvegar um landið, eru hinar ákjósanlegustu uppeld- isstöðvar fyrir vargfugl og stuðli því beint að óæskilegri fjölgun hans. Fundurinn telur nauðsynlegt að gengið sé ríkt eftir, að við- lögðum sektum, að gildandi reglugerðum um meðferð fiski- og sláturúrgangs sé framfylgt. Hið sama gildir um almenna sorphirðu á vegum sveitarfélaga. Heitir fundurinn á alla hlutað- eigandi aðila að gegna skyldum sínum í þessum efnum, er varða í senn atvinnuhagsmuni og menn- ingarlega umgengni. Stjórnarkjör Við stjórnarkjör baðst formað- ur félagsins, Ólafur E. Ólafsson, fyrrv. kaupfélagsstjóri í Króksf- jarðarnesi, undan endurkjöri, en hann hefur verið formaður fél- agsins undanfarin 11 ár. Voru Ólafi þökkuð mikil og gifturík störf í þágu félagsins. Nýr for- maður var kjörinn Sigurlaug Bjarnadóttir frá Vigur. Ásamt henni skipa aðalstjórnina Eysteinn Gíslason, bóndi í Skál- eyjum og Jónas Helgason, bóndi íÆðey. Ivarastjórn voru kjörnir: Árni Snæbjörnsson frá Stað á Reykjanesi, búfræðikennari á Hvanneyri og sr. Þorleifur Krist- mundsson á Kolfreyjustað. -mhg Þriðjudagur 18. desember 1984 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 5 Gott árferði hrekkur ekki til Þorgrímur Starri, bóndi í Garði í Mývatnssveit, hringdi og hafði þetta að segja: - Heita má að allt þetta ár hafi verið hér samfellt góðæri. Grasvöxtur var snemma á ferð og spretta einhver sú mesta, sem verið hefur og nýting heyja góð. Hinsvegar kunna þau að vera eitthvað misjöfn að gæðum. Þurrkar voru kann- ski fullmiklir framan af sumri og raunar sumarið allt þannig að síðsumarspretta var minni á harðlendum túnum fyrir vik- ið. Þegar svona árar skyldi maður ætla að blessun væri í búi hjá bændum. Svo hefur oftast verið í góðu árferði. Nú er því á hinn bóginn alveg öfugt farið. Það er almæli meðal bænda, að þegar á heildina er litið, hafi hagur þeirra í áratugi ekki verið jafn slæmur og nú, sem svo að sjálfsögðu hlýtur að bitna á kaupfélögunum. Árgæska ætti að skila sér í batn- andi hag bænda á haustnóttum, væri allt með felldu. Þegar svo er ekki, eins og nú, hlýtur eitthvað meira en lítið að vera að, sem ekki er náttúrunnar sök. Væri ekki ástæða til að reyna að átta sig á því hvar orsökin liggur? Eða er stefna ráðamanna kannski einfaldlega sú, að svelta bændur frá búum sínum? mhg

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.