Þjóðviljinn - 18.12.1984, Síða 10

Þjóðviljinn - 18.12.1984, Síða 10
NYJAR B/íKUR Gísli J. Ástþórsson. Hvað er ein milljón ó milli vina? Ný skáldsaga eftir Gísla J. Ástþórsson Bókaútgáfa Menningarsjóðs hefur gefið út nýja skáldsögu eftir Gísia J. Ástþórsson og heitir hún Hvað er ein milljón á milli vina? Utgefandi kynnir bókina svofelld- um orðum á kápu: „Gísli J. Ástþórsson er fæddur 5. aprfl 1923. Hann stundaði menntaskólanám í Reykjavík og nam síðan blaðamennsku í Bandaríkjunum. Gerðist hann blaðamaður og síðar ritstjóri er heim kom og hefur lengi verið í hópi sérstæðustu höfunda okkar. Gísli myndskreytir gjarnan sjálf- ur greinar sínar og bækur. Hvað er ein milljón á miili vina? ber vitni um hagkvæman og óvenju fyndinn höfund sem fer hiklaust nýjar slóðir. Sagan er flókin og margræð en endar á óvæntan og frumlegan hátt eins og Gísla J. Ástþórssyni er tamt þegar hann gerir upp hlutina í skáldverkum sínum.“ Marco Polo Ridumi Humble Marco Polo Bókaútgáfan Örn og Örlygur hefur sent aftur á markað bókina Marco Polo eftir Richard Humble í þýðingu Dags Þorleifssonar en bókin kom fyrst út hjá forlaginu 1982. För Marcos Polo til Kína og margra annarra landa, sem tók næstum aldarfjórðung, varð að vonum fræg; stuttorð en furðu nákvæm ferðasaga hans hefur verið meðal helstu sígildra verka í þeirri grein bókmennta allar þær sex aldir og hálfri betur sem liðn- ar eru frá dauða höfundarins. Hin endurútgefna bók um svaðilfarir og ævintýri Marcos Polo er í bókaflokknum Frömuð- ir sögunnar og ríkulega mynd- skreytt. í bókinni segir frá ástæð- unum til leiðangursins mikla í austurveg, skelfilegum vonbrigð- um og mistökum leiðangurs- manna, stöðugum mannraunum og lífshættum, sem eltu þá á röndum svo að segja alla leiðina til hirðar Kúbilaís stórkans í Pek- ing. Einnig segir frá einstökum frama og starífsferli Marcos í þjónustu stórkansins og ferðinni til Evrópu, sem varð ekki síður erfíð og hættuleg en austurferðin. Maður, kona, barn Út er komin hjá ísafoldar- prentsmiðju hf. bókin Maður, kona, barn eftir Erich Segal, höfund „Love Story“. Bókin fjallar um hið fullkomna hjónaband þegar því skyndilega og óvænt er ógnað af rödd frá fortíðinni. Bókin er 196 bls. og er að öllu leyti unnin hjá ísafoldarprent- smiðju hf. Útsöluverð bókarinn- ar er kr. 587. Lausn gátunnar eftir Þorstein Jónsson á Úlfsstöðum Hörpuútgáfan á Akranesi hef- ur sent frá sér bókina „Lausn gát- unnar“ eftir Þorstein Jónsson á Úlfsstöðum. í bókarkynningu segir: „Þorsteinn Jónsson er 88 ár að aldri og hefur búið nær allan sinn aldur á Úlfsstöðum í Borgarfirði. „Lausn gátunnar" er fimmta bók Þorsteins; safn ritgerða og smá- greina sem birst hafa í blöðum og tímaritum á undanförnum 30 árum. Þorsteinn hefur um langt árabil reynt að vekja menn til umhugsunar um Nýalskenningar Heiga Pjeturss og ritar mjög í anda þeirra. Einnig víkur hann að eigin hugsunum og athugun- um varðandi þróun lífsins, eðli skyggnigáfu, íslenskar fornbók- menntir og ýmislegt annað.“ Enn er annríkt í Glaumbœ Eftir þriggja ára hlé kveðja Glaumbæingar dyra hjá lesend- um Guðjóns Sveinssonar, því nú gefur Bókaforlag Odds Björns- sonar út bókina Enn er annríkt í Glaumbœ. Þetta er þriðja bókin um fjöl- skylduna í Glaumbæ. Þar gengur á ýmsu, enda margt að sýsla á stóru heimili. Sumarið er að kveðja, haustannir að taka við og tindarnir ofan við þorpið setja upp hvíta húfu. Fjölskyldan ratar í mörg ævin- týr, eins og kaflaheitin bera með sér: „Málarinn mjói o.fl. málar- ar“, „Ærsl og uppskera", „Ný verkefni í vændum“, „Töfra- tækið“ og „Súkkulaðistrákarn- ir“. En gleðin er ekki einráð, það skiptast á skin og skúrir í þessari tilveru og sorgin drepur á dyr. 1979 hlaut Guðjón viðurkenn- ingu samtaka móðurmálskenn- ara í smásagnasamkeppni. Saga hans kom út í samnorrænu smás- agnahefti, „Revesommer og and- re noveller“ árið 1981. Jákvœður lífskraftur Á undanförnum árum hafa komið út í íslenskri þýðingu Bald- vins Þ. Kristjánssonar sex bækur eftir hinn heimskunna Norman Vincent Peale. Má m.a. nefna bækurnar Vörðuð leið til lífs- hamingju og Lifðu lífinu lifandi. Nú bætist sjöunda bókin í þennan flokk, einnig í þýðingu Baldvins. Hún nefnist Jákvœður lífskraftur. í þessari bók segir Norman Vincent Peale frá því er hann mætti Jesú Kristi í æsku og frá því hversu andi hann augðaðist er hann hóf að boða hina jákvæðu lífskenningu og byrjaði smám saman þá starfsemi er síðar varð heimsþekkt. VAL'Í'ÝR a t;HM t NHfiSÍ.LN •SAN'Di Fótafak Valtýs frá Sandi Bókaforlag Odds Björnssonar sendir nú frá sér nýja bók eftir Valtý Guðmundsson frá Sandi: Fótatak. I frétt frá foriaginu segir: „Valtýr Guðmundsson frá Sandi hefur góð tök á frásagnar- efni sínu, hvort sem eru minning- ar um atvinnusögu, menn eða málefni. í þessari nýju bók sinni segir hann m.a. frá Þeista- reykjum, Breiðafjarðarbyggð- um, frá Noregi og víðar, t.d. strandferð með „Esjunni“ ' gömlu. Kápu gerði Snæfríður Njálsdóttir." Dagur í lífi drengs Ný bamabók efltt Jóhönnu Álfheiði Steingrímsóóttur Iðunn hefur sent frá sér barna- bókina Dagur í lífi drengs, eftir Jóhönnu Álfheiði Steingrímsdótt- ur í Árnesi. Dagur í lífi drengs er ævintýri handa bömum. Sagan er í senn ævintýraleg og trúverðug og að- alpersónan, Dúlli litli, lifir áfram í huga lesandanna að lestri lokn- um“, segir í forlagskynningu. Bókin fjallar um einn dag í lífi Dúlla litla. Hann á heima í fal- legu húsi utan við þorpið sem kallað er Draumheimar. Hann er sex ára og foreldrar hans starfa inni í þorpinu. Dúlli verður því oft að una sér einn meðan þau era í burtu við vinnu eða skemmtanir. Þegar Dúlli litli er einn gerast margir spennandi hlutir. Hann þarf naumast annað en loka augunum þá er hann floginn af stað á vit spennandi ævintýra, hittir fyrir ernina í fjall- inu, flugmenn í loftinu, sjómenn á hafinu og undarlegt fólk hinu- megin við hafið. Bókin er prýdd myndum eftir Hring Jóhannesson. Nafn rósarinnar ítölsk metsölubók í þýðingu Thors Vilhjólmssonar Út er komin hjá bókaforlaginu Svart á hvítu skáldsagan Nafn rósarinnar eftir Umberto Eco. Þessi bók segir æsispennandi sögu sem gerist á Ítalíu á 14. öld. Óleystar morðgátur hrannast Iðunn hefur gefið út nýja bók eftir Sigrúnu Eldjárn. Nefnist hún Langafi prakkari og segir frá Önnu litlu, fjögurra ára telpu, sem líka er söguhetjan í bókinni Langafi drullumallar sem kom út í fyrra. - Langafi og Anna era óaðskiljanlegir vinir og bralla margt sanian. Verst þykir Önnu upp og fléttast öðram sögulegum atburðum af mikilli kúnst. Sögu- hetjurnar eiga við næstum ómannleg vélabrögð og fláttskap að stríða og spennan eykst allt fram til hins ægilega lokaupp- gjörs. Frá því að bókin kom fyrst út 1980 hefur hún fengið metsölu bæði austan hafs og vestan. Milljónir manna hafa heillast af þessu stórbrotna verki og gleymt bæði stund og stað. Thor Vil- hjálmsson þýðir bókina úr frum- málinu, ítölsku, af mikilli trú- mennsku og magnaðri orðsnilld. Bókin er 500 bls. Indriði G. Þorsteinsson. Vafur- logar Smósögur eftir Inóriða G. Þorsteinsson Bókaútgáfa Menningarsjóðs hefur gefið út bókina Vafurloga eftir Indriða G. Þorsteinsson, en hún hefur að geyma fimmtán sögur höfundar frá síðustu þrjá- tíu árum. Á bókarkápu segir á þessa lund: „Vafurlogar hafa að geyma fimmtán sögur eftir Indriða G. Þorsteinsson, tólf úr smásagna- söfnum hans þremur en þrjár sem eigi hafa verið prentaðar á bók áður. Helgi Sæmundsson hefur valið sögurnar og ritað eftirmála að bókinni. Helgi Sæmundsson kemst svo að orði í eftirmála bókarinnar: „Indriði G. Þorsteinsson er skáld nærmynda og meistari smáat- riða... Smáatriðin... líkjast steinum í fallega hlöðnum vegg: þau raðast til heildar. Og hlut- verk þeirra er jafnvel ótvíræðara í smásögunum en skáldsögunum.“ að eiga enga langömmu. Til að ráða bót á því ákveður hún að útvega langafa langömmu. Grefur hún nú gildru og þau lang- afí verða sér úti um ýmislegt góð- gæti til að lokka langömmuna í gildruna. En eins og í öllum ævintýrum fer margt öðruvísi en ætlað er... Langafi prakkari Ný sögu- og mynóabók eftir Sigrúnu Elójórn 10 SfÐA — ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 18. desember 1984

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.