Þjóðviljinn - 18.12.1984, Qupperneq 20
Aðalsími: 81333. Kvðldsími: 81348. Helgarsími: 81663.
DJOÐVIUINN
Þriðjudagur 18. desember 1984 253. tölublað 49. örgangur
Jólapósturinn
Flugpostur
látinn liggja
Flugleiðir sögðust
ekki anna öllum
póstflutningum. Há
póstfjöll mynduðust
, Jú, það er rétt, póstflutningar
tii og frá landinu lágu niðri um
tíma fyrir helgi þar sem Flug-
leiðamenn báru því við að flutn-
ingsgeta þeirra annaði ekki þess-
um pósti, en þetta er komið í lag
núna“, sagði Björn Björnsson
póstmeistari í samtali við Þjóð-
viljann.
Allir póstflutningar frá landinu
lágu niðri fyrir síðustu helgi og
mynduðust mikil póstfjöll beggja
vegna Atlantshafsins en í gær
voru fjöllin að mestu hreinsuð
upp.
Björn sagðist ekki búast við
öðru en að pósturinn sem þurfti
að bíða flutnings kæmist í réttar
hendur fyrir jólahátíðina.
„Það gengur mjög vel hjá okk-
ur að afgreiða póstinn hér í nýja
húsinu og aldrei gengið eins vel í
jólaösinni. Við erum í raun alveg
undrandi hvað þetta rúllar hratt
hér í gegn“, sagði Björn. Reikn-
að er með að um 100 þúsund
bögglar verði póstaðir í Reykja-
vík í þessum mánuði og annað
eins berist erlendis frá. - lg.
Um helgina dreifðu borgarfulltrúar Alþýðubandalagsins einblöðungi þar sem
vakin er athygli á hörmulegu ástandi dagvistunarmála í Reykjavík og slælegri
frammistöðu borgarstjórnarmeirihluta Sjálfstæðisflokksins í þeim málaflokki.
Myndin er tekin í garranum á laugardag þar sem þær Adda Bára Sigfúsdóttir oq
Guðrún Agústsdóttir standa í ströngu. Ljósm.: eik.
Gengisfellingin
Mildandi aðgerðimar
að mestu komnar fram
Verið er að skoða húsnœðismálakerfið
Eftir að gengisfellingin var
framkvæmd í nóvember sl.
taiaði ríkisstjórnin um „mild-
andi" aðgerðir sem fylgja ættu í
kjölfarið. Fyrst í stað var Ijóst að
ekki náðist samkomulag í ríkis-
stjórninni um hverjar þessar að-
gerðir ættu að vera. Var margt
nefnt til þjá þingflokkum ríkis-
stjórnarinnar en samkomulag
náðist um fæst.
Þjóðviljinn innti Steingrím
Hermannsson forsætisráðherra
eftir því í gær, hvenær væri að
vænta þessara mildandi aðgerða.
Hann sagði:
„Þessar aðgerðir eru að veru-
legu leyti komnar fram og þær
felast fyrst og fremst í þeim
breytingum sem gerðar voru á
tryggingalögunum. Það kemur í
ljós að þær eru viðameiri en búist
var við. Það voru settar 100 milj-
ónir til að hækka hundraðshluta
hjá ellilífeyrisþegum. Eins hefur
verið dregið verulega úr
greiðslum sjúklinga og það er
einnig verulega miklu meira en
við áttum von á.“
Er þá ekki neins fleira að
vœnta?
„Ja, það er verið að skoða tvo
þrjá aðra hluti sem ég get ekki
greint frá núna, svo sem varðandi
húsnæðismálin“, sagði forsætis-
ráðherra Steingrímur Hermanns-
son.
- S.dór.
Pjófnaður
Maður undir grun
Teikningu eftir Mugg stolið
Aföstudaginn var, var stolið lít-
illi teikningu eftir Mugg en
hún var á sýningu sem haldin er á
verkum hans í Listasafni ASÍ um
þessar mundir. Þetta er blýants-
teikning frá árinu 1913 af sofandi
barni og er aðeins 12,5 x 14,7 sm
að stærð. Nefnist hún Beta og er
teikning af Elísabet Waage, syst-
urdóttur listamannsins, með per-
sónulegri áletrun. Er hún í eigu
Elísabetar og því ákaflega sárt
fyrir hana að missa svo persónu-
legt listaverk. Rannsóknarlög-
reglan hefur unnið ötullega að
rannsókn málsins en síðdegis í
gær var ekki búið að hafa uppi á
þjófnum.
Málsatvik voru þannig að safn-
ið var á föstudag opið fyrir nem-
endur Myndlista- og handíða-
skólans sem voru í tíma í lista-
sögu. Mun maður nokkur hafa
slæðst inn á safnið með hópnum
og leikur grunur á að hann sé
þjófurinn. Ekki er þó vitað hver
hann er. Þess skal getið að nær
ómögulegt er að koma stolnu
listaverki af þessu tagi í verð hér
heima og hæpið að koma því í
verð erlendis. Gáfulegast væri
því fyrir þjófinn að skila því hið
snarasta.
- GFr.
Kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd
ÍSLAND VERÐI MEÐ
OlofPalme: aðild Islands styrkir áhrifamátt kjarnorkuvopnalauss
svœðis á Norðurlöndum
Aðild íslands að kjarnorku-
vopnalausu svæði á Norður-
löndum myndi gera framkvæmd
hugmyndarinnar flóknari en hún
myndi um leið styrkja áhrifamátt
svæðisins til slökunar og upp-
byggingu gagnkvæms trúnaðar,
sagði Olof Palme, forsætisráð-
herra Svíþjóðar, á fundi í hátíð-
arsal Háskóla íslands á föstudag-
inn.
Þar flutti Palme sköruglega
ræðu um öryggi og frið í heimin-
um og hlutverk Norðurlanda. í
ræðu sinni sagði Palme að kjarn-
orkuvopnin hefðu breytt inntaki
stríðsins og að enginn gæti sigrað
í slíku stríði. Vígbúnaðarkapp-
hlaupið stendur ekki bara á milli
stórveldanna, sagði Palme, þau
leika sér um leið með líf okkar og
framtíð. Palme minntist á þá stór-
auknu vígvæðingu sem átt hefði
sér stað sl. 2 ár og spurði fundar-
menn hvort þeir teldu að hún
hefði aukið öryggið í heiminum.
Nei, sagði Palme, aukin vígvæð-
ing leiðir til stöðugt meira óör-
yggis. Öryggismál heimsins verða
ekki leyst með tæknilegum með-
ulum eins og stjörnustríðshug-
myndinni, það eru aðeins til pól-
itískar leiðir er leitt geta til sam-
eiginlegs öryggis. Palme sagði að
það væru sameiginlegir hagsmun-
ir stórveldanna og alls mannkyns
að ekki brytist út kjarnorkustyrj-
öld, og út frá þessum sameigin-
legu hagsmunum yrði að finna
pólitíska Ieið til þess að eyða tor-
tryggni og draga úr vígbúnaði.
Palme sagði að hugmyndin um
kjarnorkuvopnalaust svæði á
Norðurlöndum væri mikilvægur
liður í utanríkis- og öryggismála-
stefnu sænsku stjórnarinnar, og
hann sagðist telja að bjóða ætti
íslandi aðild að slíku svæði.
Palme taldi að slíkt svæði myndi
draga úr áhættunni á að styrjöld
brytist út og hafa áhrif í átt til
aukins gagnkvæms trausts á milli
stórveldanna. Hann sagði jafn-
framt að framkvæmd hugmynd-
arinnar væri háð velvilja stór-
veldanna og undirbúningur
hennar krefðist mikillar þolin-
mæði. Þótt mönnum kunni að
virðast að hugmyndin eigi langt í
land nú, þá geta aðstæður breyst
á skömmum tíma. Palme sagði á
blaðamannafundinum sem hald-
inn var eftir fundinn í Háskólan-
um að þótt Svíar byggðu á tiltölu-
lega öflugum hervömum, þá væri
varnarmáttur þeirra fyrst og
fremst fólginn í utanríkispólitík-
inni. „Ég lít raunsæjum augum á
málin“, sagði Palme, „en það að
vera raunsæismaður felur líka í
sér að maðurvonar“. Olof Palme
hélt heim á laugardag.
Jólin koma