Þjóðviljinn - 02.06.1985, Qupperneq 21

Þjóðviljinn - 02.06.1985, Qupperneq 21
LEIÐARAOPNA Starfsaldurshækkanir mikilvægastar Valdís Kristinsdóttir Stöðvarfirði - Eins og ástandiö er hér í dag þá er það alls ekki nógu gott. Annar togarinn. Krossa- nesið, hefur verið vélarvana um nokkurt skeið og sér ekki fyrir endann á þvi. Þá hafa afla- brögðin á hinum togaranum sem gerður er út héðan verið hálfléleg og sama má segja um trillurnar. Það hefur verið nóg vinna en alls ekki meira en það, segir Valdís Kristinsdótt- Ir, formaður verkalýðs- og sjómannafélagsins á Stöðvar- firði. Nú sömduð þið sér heima í hér- aði eftir stóru samningana. Hafa heimasamningar gefið góða raun hjá ykkur? - Já þeir hafa gert það. Við höfum náð fram ýmsum atriðum og menn hafa fetað í kjölfarið hver hjá öðrum hér á svæðinu varðandi sérkjör. Við náðum fram lengingu á uppsagnarfresti í hálfan mánuð en það sem nú skiptir mestu að mínu mati er að ná fram starfsaldurshækkunum. Það er undarlegt að menn geta alls staðar unnið sig upp í launum eftir starfsaldri nema á sjó. Þessu verður að breyta. Hvernig er annars hljóðið í sjó- mönnum? - Það er ekkert ánægjuhljóð í sjómönnum. Þetta er stétt sem menn eru að flýja úr. Hvað á ann- að að vera þegar menn geta feng- ið betri laun fyrir vinnu í landi fyrir utan að geta verið miklu meira með sínum fjölskyldum? Það er mikil trilluútgerð frá Stöðvarfirði, hvernig líst mönnum á helgarstoppin og kvótamálin? - Ég held að trillumenn séu ekki svo óhressir með helgar- stoppin sem slík en þeir eru ósátt- ir með sameiginlega kvótann og að hann skuli vera markaður á trillur allt uppí 10 tonn. Stærri trillurnar eiga enga samleið með þeim minni enda mikið meira sótt á þær. Mönnum finnst ekki vera neitt réttlæti í því að skella þessu öllu saman, sagði Valdís Kristins- dóttir. -•g- Sigurjón Hjelm. Gekk vel í vetur - Þaðgekkmjögvelhjáokkur á vertíðinni í vetur í Ólafsvík, segir Sigurjón Hjelm sjómaður frá Ólafsvík. - Að sjálfsögðu eru menn aldrei sáttir við kjörin. Við þurf- um að ná inn starfsaldurshækk- unum fyrir alla og einnig að lengja uppsagnarfrestinn. Það er líka óánægja með kvótaskipting- una. Við urðum t.d. að hætta til- tölulega snemma vegna þess hve okkur gekk vel. Þetta verða því ekki nema 2-3 mánuðir sem eitthvað er að hafa, sagði Sigur- jón. -ig. Mælirinn orðinn fullur Guðmundur Hallvarðsson Reykjavík - Jú vissulega má segja að þetta sé orðin nokkuð óvenju- leg staða hjá sjómönnum í Reykjavík að vera komnir aftur í verkfail eftir að hafa tvífellt gerða samninga. Við erum að slást fyrir starfsaldurshækk- unum og lengri uppsagnar- fresti, segir Guðmundur Hall- varðsson formaður Sjó- mannafélags Reykjavíkur. - í kröfum okkar er tekið mið að því sem samið var um á Vest- fjörðum og á Seyðisfirði og Stöðvarfirði þar sem náðist fram 3ja mánaða uppsagnarfrestur eða það sama og gildir fyrir landfólk. Annars staðar á Austfjörðum og á Akranesi var samið um hálfs- mánaðar uppsagnarfrest en hér í Reykjavík búum við aðeins við vikufrest. Þar á ofan hafa útgerð- armenn oft notað þennan frest þannig að segja mönnum upp úti á sjó þannig að þeir eru orðnir atvinnulausir er í land kemur. Það er algerlega óviðunandi. Hvernig stendur á þessari hörku og miklu baráttu hjá sjó- mönnum í Reykjavík? - Menn verða að athuga það að á meðan atkvæðagreiðslan fór fram hér þá var verið að semja um alls kyns viðbætur við ný- gerða samninga bæði vestur og austur á fjörðum. Þetta var auðvitað í myndinni hjá mönnum þegar þeir greiddu atkvæði. Þeir vissu þá þegar um betri samninga annars staðar. Er þá erfiðara að semja við út- gerðarmenn í Reykjavík fyrst betri samningar gilda víða úti á landi? - Það er auðvitað óþolandi að þannig sé frá málum gengið að loka á alla samninga hér fyrir sunnan á sama tíma og opnað er fyrir möguleika á frekari samn- ingum annars staðar. Þetta eru allt menn sem sækja sömu mið og búa við sömu starfsskilyrði og eiga því auðvitað að búa við sömu samninga. Nú er hins vegar mæl- irinn orðinn fullur og við krefj- umst þess að fá það sama og aðr- ir. Sjómenn hér syðra eru ekkert annars flokks vinnuafl. Hvernig er samstaðan? - Hún er mjög góð. Nú stefnir í að allur flotinn verði bundinn við bryggju í Reykjavík strax að loknum sjó- mannadegi. Er það ekki eins- dœmi? - Já það má reikna með því gerist ekkert óvænt, að flotinn verði allur bundinn við bryggju fljótlega í næstu viku. Ég man ekki eftir því að slíkt hafi gerst áður á þessum árstíma, ekki að bæði báta- og togaraflotinn væri á sama tíma bundinn við bryggju, sagði Guðmundur Hallvarðsson. -»g- Jón Einarsson. Misjafnt hljóð í mönnum - Ég var á Skarðsvíkinni á loðnu í vetur en síðan einn mán- uð á vertíð eftir að loðnuveiðum lauk. Þetta gekk vel hjá okkur í haust en hálfgerður reitingur eftir áramótin, sagði Jón Einarsson frá Ólafsvík. - Það er mjög misjafnt hljóð í mönnum eftir samningana en það voru margir einkum á litlu bátun- um sem voru ólmir að komast á sjó enda mikil fiskgengd. - í sumar ætla ég að vera á skaki en síðan tekur Sjómanna- skólinn við í haust. Maður verður að ná sér í réttindi, það dugir ekki annað, sagði Jón Éinarsson. lg- Lifibrauð fyrir neyðarbrauð Elías Björnsson Vestmannaeyjum Tíminn á eftir að leiða í Ijós hvað samningarnir í vetur koma til með að skilja eftir, því okkar barátta snerist mest um að tryggja hag sjómanna og þá á ég við lífeyrismálin sem eru loksins komin í höfn og örorku- og slysatryggingar sem ekki sér fyrir endann á ennþá. Þá má ekki gleyma hærri fæðis- greiðslum og kauptryggingu sem nú fyrst hækkar í mjög langan tíma. Hún hækkar í það að verða lifibrauð úr því að vera neyðar- brauð. Fram til þessa hefur í raun aldrei verið ætlast til þess að menn lifðu af kauptryggingunni einni saman. Þetta er því áfangi sem menn ættu ekki að gera lítið úr, sagði Elías Björnsson for- maður Sjómannafélagsins Jötuns í Vestmannaeyjum. Það er stuttsíðan þið skrifuðuð undir samninga, hvernig erhljóð- ið í mönnum í dag? - Það er að sjálfsögðu alltaf jafnljótt hljóðið í okkur á meðan stjórnvöld ræna framhjá skiptum. Menn eru mjög harð- vítugir útí sparnaðarhlutdeildina og það hlýtur að vera okkar markmið að stíga það skref til fullnustu að stöðva þessa vitleysu að stjórnvöld geti sífellt gengið á hlut sjómanna til að rétta við hag útgerðar. Hafa kannski sœmileg afla- brögð í vetur bjargað miklu um kjörin og skapað meiri bjartsýni en áður? - Aflabrögðin hafa verið þokkaleg en alls ekki góð hjá flestöllum. Þá hefur skipt miklu máli að loðnan er komin aftur og þokkaleg vertíð. Þið fóruð í verkfall með yfir- mönnum í vetur en síðan slitnaði uppúr þeirrri samstöðu. Hvaða lœrdóma getið þið dregið af því? - Lærdómurinn er sá, að það er mjög hæpið fyrir undirmenn að fara í kjarabaráttu í samfloti við yfirmenn. Það er einfalt og við verðum að sætta okkur við þá staðreynd að við erum á lægra kaupi og þar af leiðandi þurfum við meira að sækja til að geta lifað af. Ég vil segja það að það er mjög illa farið ef það er orðin stéttaskipting á fiskiskipunum og menn geta ekki staðið saman sem ein heild. Það er líka rétt að það komi fram að yfirmenn almennt voru alls ekki ánægðir með vinn- ubrögð forystunnar í þessu máli, þeir vita hver styrkur samstöðu- nnar er þegar á reynir. Þið eruð með bundna samn- inga til loka nœsta árs. Hvaða möguleika hafið þið til að bœta ykkar kjör á nœstu mánuðum? - Ég get ekki séð að við höfum möguleika á að segja okkar samningum upp á næstunni nema eitthvað mikið gangi á. Við lögðum töluvert í sölurnar við undirritun samninga til að ná inn margra áratuga baráttumálum. En það er alltaf einn hlutur sem er laus hjá okkur og það er fisk- verðið og það er ekki minnsti þátturinn í okkar kjörum. Þar hafa menn möguleika til að slást, sagði Elías Björnsson. -Ig- Ingi Ágústsson. Myndir E.ÓI. Allt of lógt fiskverð - Það hefur verið reitingur en alls ekki meira en það. Ég veit ekki hvernig þetta verður í sumar á þessum minni bátum þegar við þurfum að taka allt upp á föstu- dögum og hvfla yfir helgamar. Ég held þetta verði óttalegt vesen, sagði Ingi Ágústsson sem rær á trillunni Sigrúnu frá Reykjavík. - Ég held að maður hafi alls ekki meira út úr þessu puði held- ur en að vera í hlut á sæmilegum báti. Það er ekki mikill munur þar á. Kjörin segirðu. Það er al- veg klárt að fiskverðið er allt of lágt miðað við allan kostnað. Það er akkúrat ekkert vit í þessu fisk- verði, sagði Ingi Ágústsson. -lg. Sunnudagur 2. júní 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.