Þjóðviljinn - 11.10.1985, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 11.10.1985, Blaðsíða 4
IEIÐÁRI Nýja sókn og nýjan eldmóð Frá fornu fari hafa þaö verið íslenskir sósíal- istar sem hafa haft frumkvæöi að því aö veita nýjum og ferskum straumum inn í atvinnulíf þjóðarinnar. Þeir hafa manna harðast barist fyrir því að innleiða nýjungar í atvinnuháttum, og sagan sýnir, að þeim hefur oftar en ekki orðið býsna vel ágengt. Þannig voru það þeir sem áttu einna drýgstan þátt í nýsköpun togaraflot- ans sem hófst þegar seinni heimsstyrjöldinni lauk. Ástandið í þjóðfélaginu sýnir, að enn á ný er þörf á einarðri stefnumótun íslenskra sósíalista í atvinnumálum. í fyrsta lagi blasir við, að verð- mætasköpun þarf að aukast verulega á næstu árum, til að hægt sé að greiða niður skuldir, sem óforsjálar ríkisstjórnir hafa heyjað okkur erlend- is, og nájafnframt viðunandi lífskjörum aftur. En hvorutveggja þessara markmiða verður ekki náð nema þjóðin afli miklu meiri auðs en nú. í öðru lagi er sýnt, að á næstu árum þarf að skapa mikinn fjölda starfa til að finna vinnu handa öllum þeim fjölda sem mun þyrpast út á vinnumarkaðinn. Þetta er auðvitað einkar brýnt með tilliti til þess, að í hefðbundnum atvinnu- greinum er fyrirsjáanleg veruleg fækkun starfs- fólks sökum aukinnar sjálfvirkni. Hins vegar er nú Ijóst, að íslensk stjórnvöld skortir allan skilning á þessum málum. Þau hafa ekki haft framsýni til að hlúa að vaxtarsprotum nýrrar tækni og nýrra atvinnugreina, sem gætu þó með réttum stuðningi dregið ósmáa björg í framtíðarbú íslendinga. í nágrannalöndunum leggja þó ríkisstjórnir af hvaða sauðahúsi sem er sig allar f ram við að styðja nýjar tæknigreinar, og þar er nú að ganga í hönd sannkölluð at- vinnubylting sem einmitt byggist á þeim. Gagn- vart þessu virðast íslensk stjórnvöld gersam- lega skilningsvana. Þessi alvarlegi skiiningsskortur sem stjórnvöld sýna nýjungum í atvinnulífi veldur því, að nýjar greinar er mjög erfitt að festa í sessi hér á landi, og þarmeð eykst sífellt hættan á að íslendingar missi af lestinni. Afleiðingin verður auðvitað sú, að samkeppnisstaða okkar, og þarmeð lífskjör, kunna að versna verulega þeg- ar fram í sækir. Einmitt vegna þessa er það hlutverk ís- lenskra sósíalista að boða til nýrrar sóknar í atvinnulífinu. Við þurfum að benda á alla þá stórkostlegu möguleika sem enn liggja óbeislaðir, og blása þjóðinni nýjum eldmóði í brjóst. Það dugar ekki að hafa uppi svartagalls- raus og bölsýni einungis af þeirri ástæðu að liðónýt ríkisstjórn virðist enn um sinn verða hlut- skipti okkar. Það er hlutverk okkar að vísa veg- inn þegar aðrir hafa brugðist. Þjóðviljinn tók ákveðið frumkvæði með því að hefja ítarlega umræðu um nýjungar í atvinnulíf- inu undir samheitinu NÝ SÓKN. I þeirri umræðu KUPPT OG SKORID var í fjölmörgum greinum fjallað um nýja mögu- leika svo sem stórkostlega verðmætaaukningu í sjávarútvegi með bættri nýtingu úrgangs og smáfisks, veiðum á vannýttum fiskitegundum og bættri tilhögun veiðanna. Greint var ræki- lega frá þeim tækifærum sem liggja í nýjungum einsog fiskeldi, loðdýrarækt, hugbúnaðar- og tölvuiðnaði að ógleymdum efnis- og líftækni- greinum. í kjölfarið sigldi svo Alþýðubandalagið með glæsilega námsstefnu um nýja sókn í at- vinnulífinu þar sem margir af bestu hugsuðum þjóðarinnar í vísindum og atvinnulífi vörpuðu fram hugmyndum sínum um hvernig megi nýta þá stórkostlegu möguleika sem liggja fyrir á íslandi. í dag er ísland svo sannarlega land hinna miklu möguleika. Það skortir hins vegar hnit- miðaða og einarða stefnumótun sem tekur til rannsókna, þróunarstarfs og fjármögnunar til að laða fram nægilega atorku til að virkja tæki- færin sem blasa við. Það er hlutverk íslenskra sósíalista að meitla slíka stefnu og virkja þann kraft sem býr með þjóðinni til að hrinda henni í framkvæmd. Reynsla síðustu ára sýnir ótvírætt að aðrir gera það ekki. Við þurfum nýja sókn og nýjan eldmóð. -ÖS Sannleikurinn Þeir sem hafa fylgst með ungu fólki undanfarna áratugi hafa haft mörg tækifæri til að undrast það, hve mjög það þarf á skýrum svörum og ótvíræðum að halda um hin flóknustu mál, svörum sem sameinar hóp í hreyfingu, sem menn líta á sem sitt athvarf og sinn björgunarbát í hafróti tímans. Stundum hefur ný kynslóð mesta tilhneigingu til að ganga í pólitíska hreyfingu sem ætlar þá að afnema „kerfið“ sem fyrir er. Velta í rústir og byggja á nýtt. Með tilvísun til merkra rita sem látin eru hafa spámannlegt eða vísindalegt gildi - nema hvort- tveggja sé. Síðan verða menn fyrir pólit- ískum vonbrigðum. Byltingar- mennirnir komust á einhvern annan stað en þær ætluðu sér. Eða þá að þeir gáfust upp vegna þess hve mikið var á þá lagt til að þeir gætu verið fullgildir meðlim- ir hópsins. Kannski gáfust þeir upp vegna þess, að sú eindrægni sem þeir létu sig dreyma um gat ekki staðið nema í skamman tíma: þegar gefa á algild svör verður minnsti mishljómur að til- efni í meiriháttar samsærisbrigsl og takmarkalausa tortryggni. Andlegi þroskinn En með því að náttúran hefur að sögn litlar mætur á tómarúmi, þá koma aðrar hreyfingar gjarna í stað hinna pólitísku þegar þær hafa gengið sér til húðar. Víða um Vesturlönd kom upp sú tíska að loknu vígreifu róttækniskeiði áranna upp úr 1968, að leita til meistara, helst úr Indlandi, sem gáfu það til kynna, að þeir sætu uppi með helstu lyklana að and- legum þroska. Hver hreyfingin af annarri hefur risið, og þar hefur verið blandað saman hinu og þessu úr þeim trúarbrögðum sem uppi eru, ögn af hugleiðslu, nokkrum dropum af tískusál- fræðum að viðbættri þörf hinna ástlausu fyrir snertingu og hinna ráðvilltu fyrir sterkan vilja, sem segir hvað gera skal og hvað ekki. I svona hreyfingum hafa ungir Vesturlandabúar verið að finna sér það athvarf sem týndist eftir hrun fjölskyldunnar og æskulýðs- uppreisnar. En því miður: einnig þessar hræringar hafa reynst næsta skammgóður vermir. Og ótrúlega oft kemur á daginn að meistararnir eru fyrst og síðast útséðir bisnessmenn sem raka að sér feiknalegum auð - ekki síst með því að láta áhangendur sína selja grænmeti, reka diskótek og matsölur eða blátt áfram betla fyrir sig. Meistari Bhagwan Bhagwan heitir einn slíkur. Hann hélt til í Poona á Indlandi um skeið og sóttu þangað þús- undir manna í leit að sannleikanum og fengu að vita það m.a., að hann væri í nautn augnabliksins og frjálsum ástum. Fyrir nokkrum árum flutti Bhagwan til Oregon í Bandaríkj- unum, skar niður frjálsar ástir að miklum mun en bætti við kenn- inguna einhverju tilbrigði við markaðshyggj u. Hreyfing Bhagwans hefur orðið feiknarík og hefur þar komið mjög við sögu ung kona, sem kallar sig Ma An- and Sheela, og hefur verið eins- konar framkvæmdastjóri og málpípa meistarans árum saman. En nú er það síðast fregna, að mikið stand er á Goddastöðum, mikil upplausn í Paradís sjálfs- þroskans og einbeitingarinnar í Oregon. Ma Anand Sheela strok- in til Evrópu með allmiklu liði. Og klögumálin ganga á víxl. Bhagwan segir, að læri- sveinkan Ma Anand Sheela hafi reynt að myrða sig og aðra ágæta menn í hreyfingunni. Hún hafi breytt mannlífi í hinum friðsama dal í Oregon í einskonar fanga- búðahelvíti og njósnað í hinum versta tilgangi um meistarann og hans ypparlegustu lærisveina. Þar fyrir utan hafi hún stolið fimmtíu og fimm miljónum doll- ara úr sjóðum hreyfingarinnar. Ég elska hann samt Ma Anand Sheela segir að þetta sé allt saman lygimál. Hún hafi ekki gert annað en meistar- inn bauð henni, enda viti hún fátt annað en það sem hann kenndi henni. Hún hafi blátt áfram ekki viljað taka þátt í leiknum lengur, þegar henni fannst að meistarinn væri kominn á villigötur. Hún hefði þurft á fé að halda til að fæða og klæða lærisveinana, en meistarinn hafi heimtað nýja og nýja Rolsrojsjbíla (sem hann átti í tugatali), demantsúr og annað rándýrt skraut - að ekki sé talað um aðrar þarfir, sem látnar eru liggja á milli hluta í bili. Og hún segir, að nú sé sam- bandið milli Bhagwans og læri- sveina hans rétt eins og samband melludólgs og vændiskvenna hans. Hann haldi nú ekki öðrum eftir hjá sér en hinum spilltu í hreyfingunni og hún sjálf, Ma Ananda Sheela, hafi hina bestu hjá sér. Þetta er allt næsta dapurlegt og þótt atburðir hafi tekið á sig mjög fáránlega mynd er hægur vandi að sjá hliðstæður við því sem gerst hefur í Bhagwanhreyfing- unni og í öðrum hreyfingum sem sýnast gjörólíkar að inntaki og markmiðum. Líka í því svari sem Ma Ananda Sheela gefur þýsku blaði þegar hún er spurð að því, hvort hún sé nú særð og von- brigðum þjökuð. „Nei“, segir hún. „Hann (Bhagwan) var stærsta ást lífs míns... Og ég er honum þakklát fyrir að hann gaf mér kraft til að berjast gegn óréttlætinu“. Svo mörg voru þau orð. ÁB UðÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergman, össur Skarphóðinsson. Rlt8tjórnarfulitrúi: Oskar Guðmundsson. Fréttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, Mörður Árnason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson, Þór- unn Sigurðardóttir, Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. LjÓ8myndir: Einar ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Utlit: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Símvarsla: Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmæður: Agústa Þórisdóttir, Olöf Húnfíörð. Bflstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrífstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrif8tofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Utbrelðalustjóri: Sigríður Pétursdóttir. Augiýaingastjórl: Ragnheiður Óladóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson Olga Clausen. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgrelðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 35 kr. Sunnudagsblað: 40 kr. Áskrift á mánuði: 400 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 11. október 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.