Þjóðviljinn - 11.10.1985, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 11.10.1985, Blaðsíða 10
MATUR, TÓNLIST OG DANS. Jón Erlendsson: Húsið sem hýsir Fógetann er elsta hús Reykjavíkur byggt 1752. Ljósm. E.ÓI. Fógetinn tónlist á hverju kvöldi Lifandi „Á fimmtudaginn kemur fáum við hingað írskan skemmtikraft, Billy O’shea, gítarleikara og söngvara. Hann spilar írska tón- list á hverju kvöldi í hálfan mán- uð“, sagði Jón Erlendsson, einn af eigendum Fótgetans við Aðal- stræti. „Það er spiluð hér lifandi tón- list öll kvöld, mest djass og þjóð- lagatónlist, mjúk tónlist þannig að fólkið geti komið og setið og spjallað. Við höfum gert samn- inga við þrjá erlenda skemmti- Norrœna húsið Tónleikar og námskeið Willem Brons frá Hollandi mun halda píanótónleika í Norræna húsinu sunnudaginn 13. október kl. 17. Willem Brons kemur til íslands á vegum Tónlistarskólans í Reykjavík og mun auk tón- leikanna halda námskeið fyrir píanónemendur. Á efnisskrnni á sunnudag eru verk eftir Bach, Schubert, Hon- egger, Liszt og Franck. krafta. A eftir Billy kemur 64 ára náungi sem er kallaður Ragtime Bob, hann spilar á píanó og syng- ur, og eftir áramót mun bresk stúlka skemmta gestum Fógetans með píanóleik og söng. Fógetinn er opinn öll kvöld frá klukkan 18 til 1 eftir miðnætti og til klukkan 3 eftir miðnætti um helgar. Við höfum líka opið í há- deginu frá kl. 11.30 til 15 og bjóð- um þá uppá hádegisverð. A mat- seðli hádegisins eru léttir réttir og 3 til 4 réttir dagsins auk fimmtán til tuttugu fastra rétta. Á kvöldin er svo boðið uppá þrjátíu rétta matseðil. Við leggjum mikla áherslu á matinn og höfum stöðugt verið að bæta við réttum og getum tekið bæði stóra hópa og smáa í Um helgina heldur danskur stúlknakór frá Klarup tvenna tón- leika í Reykjavík. Þeir fyrri verða í Norræna hús- inu laugardaginn 12. október kl. 17 og hinir síðari í Háteigskirkju sunnudaginn 13. október kl. 17. Einnig mun kórinn halda tón- leika í Félagsheimilinu á Húsavík mánudaginn 14. október, en mat. Við höfum ekki gert mikið af því að leigja út fyrir einkasam- kvæmi en erum til viðræðu um það. Þá eigum við eftir að innrétta sal á efri hæðinni við hliðina á eldhúsinu sem mun taka 60 til 70 manns. Húsið er stærra en virðist við fyrstu sýn, það er alls 500 Fræðafundur verður haldinn í Hinu íslenska sjóréttarfélagi laugardaginn 12. október kl. 14 í stofu 103 í Lögbergi, húsi Laga- deildar Háskóla íslands. Prófessor dr. jur. Thor Falkan- ger, frá Nordisk Institutt for Sjó- Klarup er vinabær Húsavíkur. Stjórnandi kórsins er Jan Ole Mortensen. Píanóleikarinn Hanne Kristensen og fiðluleikar- inn Palle Sommer Mortensen munu leika einleik á tónleikun- um. Á efnisskránni í Norræna hús- inu eru verk eftir Hándel, Chop- in, Kodály, ýmis norræn tónskáld fermetrar", sagði Jón Erlends- son. Húsið sem hýsir Fógetann er elsta hús Reykjavfkur, byggt árið 1752 og er fyrsta húsið af innréttingum Skúla fógeta. Þar hafa búið margir frægir menn eins og til dæmis Geir Vídalín biskup. rett í Osló, flytur erindi á ensku er hann nefnir: Kvantumskon- trakter (Bulk-contracts). Thor Falkanger er meðal kunnustu sjóréttarfræðinga á Norður- löndum og hefur hann m.a. sér- hæft sig í farmrétti. Fyrirlesturinn er öllum opinn. og negrasálmar, og í Háteigs- kirkju verða flutt verk eftir Pal- estrina, Bach, Martini, Verdi, Hándel, Chopin og Kodály og auk þess norræn kirkjutónlist og negrasálmar. Miðar verða seldir við innganginn á tónleikana í Norræna húsinu en á tónleikana í Háteigskirkju er aðgangur ókeypis. Nœtursala Svangur að nœturlagi? Þá sem hungrar og þyrstir þeg- ar líða tekur á nóttina geta svalað sér á Kokk-húsinu eða Umferð- armiðstöðinni í Reykjavík eða Smiðjukaffi í Kópavogi. Á Kokk- húsinu er nætursala á föstudags- og laugardagskvöldum milli kl. 20.30 og 3, matseðillinn er sá sami og venjulega en lítið eitt dýrari. Á Umferðarmiðstöðinni er einnig hægt að fá ýmislegt í svanginn fram til klukkan hálf sex á morgnana. í Smiðjukaffi er hægt að fá ýmsa smárétti fram til klukkan 4 eftir miðnætti. Tónabaer Dunandi dans Dansunnendur eru boðnir velkomnir í Tónabæ á laugar- dagskvöldið þar sem stiginn verður dans við dunandi tónlist af segulbandi. Danskennarasamband íslands mun í vetur standa fýrir dans- leikjum aðra helgi hvers mánaðar í Tónabæ og verður fyrsti dans- leikur vetrarins haldinn á laugar- dagskvöld. Ballið byrjar kl. 21 og lýkur kl. 2 eftir miðnætti. Allt dansáhugafólk er velkomið. Rauða risið Menning, kaffi og pólitík Á sunnudaginn, þann 13., mun verða starfrækt kaffihús, Rauða risið, að Hverfisgötu 105,4. hæð. í Rauða risinu er auk veitinga boðið uppá menningarlega dag- skrá og pólitíska umræðu. Að þessu sinni mun dagskráin verða á þessa leið: Kl. 14: húsið opnað, létt tónlist líður um salinn. Kl. 15: Silja Að- alsteinsdóttir les úr verkum kvenna. Kvenréttindi - Jafnrétti - Forréttindi - Hvað viljum við? Gerður Óskarsdóttir og Margrét Björnsdóttir ræða málið við kaffihúsgesti. Kl. 19: Húsinu lok- að og allir fara heim. Rauða risið er opið öllum og aðgangseyrir er enginn. Tónlist Danskur stúlknakðr Frœðafundur um sjórétt Auglýsingaþjónustan ' Someínumsf öff um o6

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.