Þjóðviljinn - 11.10.1985, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 11.10.1985, Blaðsíða 9
Slysalaus dagur Þarf að tuska til íbúa höfuð borgar- innar segirólafur Jónsson framkvæmdastjóri umferðarvikunnar í Reykjavík. Ólafur Jónsson: Allir eru sammála um hvernig viö högum okkur í umferðinni en samt er eins og enginn láti sig málið varða. Ljósm. Sig. Við ætlum að reyna með um- fjöllun að ná til og hvetja alla borgarbúa til að vera þátttakend- ur í slysalausum degi, sagði Ólafur Jónsson forstöðumaður Tónabæjar og framkvæmdastjóri umferðarvikunnar í Reykjavík. En það gerist auðvitað ekki nema í gegnum jákvæða og kraft- mikla umfjöllun í fjölmiðlum. Pað er alveg greinilegt að það þarf að tuska til íbúa höfuðborg- arinnar í umferðarmálum. Og það aðhald sem þarf veitir enginn nema lögreglan. Umferðarrann- sókn barnanna sýndi mjög greini- lega að við eigum langt í land meö að teljast til siðmenntaðra þjóða í umferðinni. Helsti óvinur umferðarmenn- ingar hér á landi er tillitsleysið á öllum vígstöðvum. Tillitsleysi bæði ökumanna og annarra sem eru í umferðinni. Við vonumst þess vegna til að umferðarvikan geti verið tæki til að koma af stað einhverju jákvæðu. Markmiðið er að virkja sem flesta i því að taka sig alvarlega í umferðinni. Það er sama við hvern þú talar, allir eru sammála um hvernig við högum okkur í umferðinni en samt er eins og enginn láti sig málið varða. Á slysalausa deginum leggur lögreglan mjög mikla áherslu á hraðamælingar og munu ýmis fé- lagasamtök starfa með okkur að þessu, meðal annars verður Slys- avarnarfélagið með sérstaka gangbrautarvörslu. Á laugardag verður svo umræðuþáttur í út- varpinu þar sem niðurstöður slysalausa dagsins verða ræddar, að hverju er stefnt og hvað svona vika getur gefið. f>að er ekki hægt að mæla ár- angur umferðarvikunnar, hún er bara eitt af þeim verkum sem unnin eru og eiga að vera fyrir- byggjandi. Árangurinn er því ómælanlegur nema þegar til lengri tíma er litið. Það er stefna yfirvalda að vera með einhvers konar aðgerðir á hverju ári og þá aðallega þegar skólarnir byrja, því allt snýst þetta um að reyna að vernda af- komendur okkar. -aró Kvöldstund á El Sombrero Góður matur a fallegum stað Fallegur staður, sem notalegt er að dveljast á, góður matur fyrir þá sem kunna að meta spánskan og s-amerískan mat ásamt ítalska almúgaréttinum - pizza - og hóflegt verð. Þetta er sá dóm- ur sem ég læt falla um þann ágæta veitingastað „El Som- brero“ við Laugaveginn. Ég veit ekki um annan veitingastað í Reykjavík sem notalegra er að dveljast á en El Sombrero. Hann er spánsk/s-amrískur í útliti, tónl- istin frá sömu svæðum og þjón- usta starfsfólks einhver sú besta, sem fyrir finnst í Reykjavík. Jónas Kristjánsson myndi ef- laust ekki hæla þeim mat sem boðið er uppá á E1 Sombrero, vegna þess að ekki er boðið uppá hráan, bragðlausan franskan mat. Þvert á móti, hann er bragð- mikill og góður spánsk/s- amerískur, auk alþjóðlegra rétta eins og „piparsteikur“ og „pönnusteiktrar lúðu“, svo dæmi séu nefnd. Sá kunni mexíkanski réttur Chili con carne reyndist mjög bragðgóður, en ef til vill full sterkur fyrir íslenska bragðlauka, en aftur á móti eins og hann á að vera í heimalandinu Mexíkó. Pönnusteikt lúða reyndist einnig mjög góð, sem og piparsteikin. Lauksúpa, rækjukokteill og Hue- vos flamenca, allt var þetta mjög góður matur. Verðið á E1 Sombrero er í lægri kantinum miðað við veitingahús í Reykjavík. Pizzur, en boðið er uppá 20 tegundir, kosta frá 250 til 345 kr.. Piparsteik er dýrasti rétt- urinn og kostar 680 kr. Chili con carne kostar ekki nema 375 kr. og chilenski rétturinn Empanadas, sem er sælgæti, kostar aðeins 225 kr.. Sem spánskur staður býður E1 Sombrero auðvitað uppá spönsk vín, eins og Marques de Riscal, Siglo sago og Sangre Brava. Tvö hin fyrrnefndu eru eðalvín. Sem fordrykk er hægt að fá Tio pepe og La Ina, ljós vín frá Jerez de la Frontera á Spáni eins og öll Jerez-vín sem Englendingar kalla Sherry. Eigandi E1 Sombrero er Ant- onío Narvaez en hann er frá Chile. Hann sagðist í sumar er leið hafa tekið upp þá nýbreytni að vera með hlaðborð í hádeginu og er greitt fyrir matinn eftir vigt og kosta 100 grömm 80 krónur. Þeir sem kjósa að borða lítið eiga þess því kost fyrir litla peninga og öfugt. íslenskar stúlkur gengu um beina og voru sérstaklega liprar og elskulegar en með þeim vinn- ur spánskur þjónn og engir eru betri þjónar en Spánverjar. Það er eflaust hægt að fá betri og margfalt dýrari mat í Reykja- vík en á E1 Sombrero en miðað við verðið tel ég hann vera í efsta gæðaflokki enda sýnir aðsóknin að staðnum að íslendingar kunna að meta það sem boðið er uppá. -S.dór Starfsfólk á El Sombrero, frá v.: Rafael Vias, Ragnheiður Björnsdóttir, Michel Angel, Sóley Víglundsdóttir og Lamberto Biase. Ljósm. E.ÓI. Hvernig væri að hrista af sér slenið og í stað þess að fara í lífsþreyttan helgarbíltúr, sleikjandi ís í haustnepjunni, að byrja helgina heldur á því að stinga sér í sund eld- snemma á laugar- dagsmorgun? Laugardalslaugin er opin frá kl. hálfátta, sundhöllin sömuleiðis, Breiðholtslaugin og Vesturbæjarlaugin breiða út faðma sína á sama tíma og klukkan átta opna sundlaug Hafnarfjarðar og sundlaug Kópavogs. Óvönum sund- mönnum veitir kannski ekki af hvíld í nokkra klukkutíma eftir sundsprettinn en uppúr 2 er tími til kominn að leggja af stað aftur. Er ekki langt síðan þú fórst á handboltaleik síð- ast? Til dæmis keppa Fram- KA í Laugardalshöll klukkan 14 á laugardag og FH- Stjarnan á sama tíma í Hafn- arfirði. Fúlsirðu við slíkri skemmtan sýnir sænskur myndlistarmaður grafík- myndir af stórkostulegum per- sónumí Stokkhólmi átjándu aldar. Af nógu er að taka af myndlistarsýningum enda eigum við íslendingar heims- met í þeim eins og öllu öðru. Sértu frekar værukær er hægt að halda kyrru fyrir í Norræna húsinu því klukkan 17 á laug- ardag heldur danskur stúlkna- kór tónleika þar og syngja þær lög eftir ekki minni menn en Hándel, Chopin og ýmsa aðra. Eða fara á fræðafund um sjórétt kl. 14 í Lögbergi. Lokapunktur kvöldsins er svo dansiball í Tónabæ fyrir allt dansáhugafólk þar sem fjöl- breytt tónlist verður leikin af segulbandi og óspart tjúttað. Sunnudagsmorgunn er frekar viðburðasnauður og þá er um að gera að liggja í lá- réttri stöðu og innbyrða and- lega næringu útvarpmess - unnar. Eftir hádegi má svo hugsa sér til hreyfings. Þeir sem ekki fóru í sund í gær geta drifið í því í dag. Þá eru sund- laugarnar opnar frá klukkan 8 nema í Hafnarfirði og Kópa- vogi er opnað kl. 9. Eftir hádegið er svo hægt að velta sér í kvikmyndum Lista- hátíðar kvenna í Stjörnubíói. Þar eru sýndar, í báðum sölum, innlendar og erlendar kvikmyndir mætra kvik- myndaleikstjóra af kvenkyni. Vilji menn frekar eitthvað fyrir eyrað er Hollendingur- inn Willem Brons með tón- leika í Norræna húsinu kl. 17 og Stúdentaleikhúsið sýnir rokksöngleikinn Ekkó í Félagsstofnun stúdenta kl. 21, ef síðasti þáttur Njósnaskips- ins í sjónvarpinu þykir ekki fýsilegur -aró Föstudagur 11. október 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.