Þjóðviljinn - 11.10.1985, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 11.10.1985, Blaðsíða 6
 Hádegisjazz í Blómasal Vegna mikilla vinsælda mun Hótel Loftleiðir halda áfram með hádegisjazz fyrir alla fjölskylduna. Sambland af morgun- og hádegisverði með léttri og lifandi tónlist. Þeir sem koma og leika í sunnudagshádeginu: Kvartett Kristjáns Magnússonar. Gestur: Björn Thoroddsen, gítarleikari. Hressið upp á sunnudagstilveruna með léttum jazz og Ijúf- fengum réttum í Blómasalnum. Borðapantanir í símum 22321 og 22322. Verið velkomin, HÚTEL LOFTLEKJIR hLUGLEIDA HOTEL Félagsvist Dans Áttahagafélag Strandamanna minnir á félagsvist og dans laugardaginn 12. okt. kl. 20.30 í Domus Medica. Mætum öll. Hjúkrunarfræðingar Sjúkrahúsið í Húsvík óskar aö ráða hjúkrunarfræð- inga, nú þegar eða eftir samkomulagi. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 96-41333. Sjúkrahúsið í Húsavík s/f. Landvernd Aðalfundur Landverndar verður haldinn laugardaginn 9. nóvember 1985 í Alviðru í Ölfusi og hefst kl. 9.30 f.h. Á dagskrá fundarins verður: 1. Almenn aðalfundarstörf. 2. Kynning á fræðslusetrinu Alviðru. 3. Umræður um rannsóknir í umhverfismálum. Stjórnin Laus staða Staða yfirmatsmanns á Vestfjörðum er laus til um- sóknar. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi matsréttindi og reynslu í sem flestum greinum fiskiðnaðar. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendistsjávarútvegsráðuneytinu fyrir 1. nóv- ember n.k. Sjávarútvegsráðuneytið, 10. október 1985. Lestu aðeins stjóniari>l<)ðin? DJÓÐVIiJINN Höfuðmálgagn stjómarandstöðunnar Áskriftarsími (91)81333 MANNLÍF Á Sauðanesi á Ásum hlýða fundarmenn á Pál Jónsson skýra frá starfi föður síns, Jóns Pálssonar, við hina umfanasmiklu skógrækt, er hann hóf þar. Mynd: sibl. Skógræktin Landið allt þarfnast vemdar Nokkrar ályktanir frá aðalfundi Meðal ályktana, sem skóg- ræktarmenn samþykktu á fundi sínum á Blönduósi og greint er frá annars staðar hér ■ blaðinu, eru þær, sem hér fara á eftir: Aðalfundurinn telur brýnt að ráðinn verði erindreki (ráðunaut- ur) fyrir Skógræktarfélag íslands og að ríkissjóður greiði sama hluta launa hans og hann gerir vegna ráðunauta búnaðarsam- bandanna. Fundurinn beinir því til stjórn- ar Skógræktarfélagsins að hún beiti sér fyrir breytingu á jarð- ræktarlögunum í þá átt „að sem minnstar hindranir verði því í vegi að skógræktarfélög og aðrir aðilar, sem ætla sér að stunda skógrækt, fái keyptar jarðir eða jarðahluta til skógræktar. Fundurinn fagnar ákvörðun sveitarfélaga á höfuðborgarsvæð- inu um stórátak í trjárækt og skorar á önnur sveitarfélög að fara að dæmi þeirra. Fundurinn beinir þeim tilmæl- um til Skógræktar ríkisins að hún stuðli að stofnun almennings- garða á þéttbýlisstöðum til sveita með því að leggja til stórar hnausaplöntur úr ræktunar- löndum sínum. Fundurinn samþykkir að fela stjórn félagsins að gera tillögu að stofnun styrktarkerfis fyrir Skóg- ræktarfélags íslands og leggja fyrir næsta aðalfund. Fundurinn telur nauðsynlegt að endurskoða meðferð fjár- veitinga til landgræðslu. Líta ber svo á, að allt landið þarfnist land- verndar og landgræðsluaðgerða. Fundurinn telur að skjólbelta- rækt eigi að flokka undir land- vernd og að stór aukinn hluti af landgræðslufé eigi að renna til þessa verkefnis. Fundurinn skorar á Búnað- arfélag íslands að við þá endur- skoðun á jarðræktarlögunum, sem nú stendur yfir, verði skóg- rækt á jörðum bænda viðurkennd sem ræktun og því styrkhæf sam- kvæmt því. Fundurinn felur stjórn Skóg- ræktarfélags íslands, í samvinnu við héraðsskógræktarfélögin, að gera áætlun um áningarstaði meðfram hringveginum. Leita skal eftir samvinnu við Vegagerð ríkisins um framkvæmd þessa en skógræktarfélögin í héraði hafi framkvæmdina á hendi að öðru leyti. Ýmsar ályktanir voru sam- þykktar, sem lúta að innri mál- efnum félagsins og ekki þykir ástæða til að birta. -mhg TILLAGA AÐ DEILISKIPULAGI SKÚLAGÖTUSVÆÐISINS Hvcrfiu^uta lindarcata Sölvhólagatu og breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur Með vísan til 17. og 18. gr. laga nr. 19/1964, er hér með auglýst deiliskipulagstillaga bkulagotusvæðisins sem afmarkast af Sætúni, Snorrabraut, Hverfisgötu og Ingólfsstræti. Tillagan felur í sér landnotkunarbreytingu og breytingu á umferðarkerfi á staðfestu Aðal- skipulagi Reykjavíkur. Uppdrættir, ásamt líkönum og greinargerð liggja frammi almenningi til sýnis á skrifstofut- ima i Byggmg^rþjónustunni, Hallveigarstíg 1, frá og með föstudeginum 11. okt. til 22. nóv. 1985. Á miðvikudögum milli kl. 16.00 og 18.00 munu höfundar og/eða fulltrúi Borgarskipulaqs mæta a staðinn og svara fyrirspurnum varðandi tillöguna. Athugasemdum, ef einhverjar eru, skal skila skriflega á sama stað eigi síðar en kl 18 00 föstudaginn 6. des. 1985. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir breytingunni. Reykjavík, 11. október 1985, BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR Þverholti 15, 105 Reykjavík

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.