Þjóðviljinn - 11.10.1985, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 11.10.1985, Blaðsíða 11
LISTAHÁTÍÐ OG MYNDLIST Listahátíð Jakobína á Akureyri Norrœna húsið Bellmansmyndir Peters Dahl Laugardaginn 12. október kl. 15 verður opnuð í anddyri Nor- ræna hússins sýning á grafík- myndum sænska myndlistar- mannsins Peters Dahl. Myndirn- ar hefur Peter Dahl gert við Pistla Fredmans eftir Bellman, 87 tals- ins. Myndunum er líklega best lýst með orðum Sigurðar Þórarins- sonar í bókinni Bellmaniana: „Pistlar Fredmans eru nánast ep- ísk ljóð, en fjalla um ýmsar kostulegar persónur í Stokk- hólmi, brösótt líferni þeirra og ýmis ævintýri, sem þær rata í, einkúm ef Bakkus er með í gerð- um“. Þetta hefur Peter Dahl náð að festa á pappír og hafa myndir hans vakið mikla hrifningu vfða um lönd. Þegar sýningunni lýkur hér þann 28. október, fer hún til Finnlands. Peter Dahl heldur fyrirlestur í Norræna húsinu mánudaginn 14. október kl. 20.30 og talar þá um vinnuna við Bellman og mynd- sköpun almennt. Aðgangur að sýningunni og fyrirlestrinum er ókeypis og allir eru velkomnir í Norræna húsið. Á sunnudaginn kl. 16 flytur Leikfélag Reykjavíkur leik-, lestrar- og söngdagskrá sína úr verkum Jakobínu Sigurðar- dóttur í samvinnu við Leikfélag Akureyrar í leikhúsinu á Akureyri. Þessi dagskrá, sem tekin var saman í tilefni af Listahátíð kvenna, hefur verið flutt fjórum sinnum í Reykjavík: í Gerðu- bergi og á Kjarvalsstöðum og Myndlist Olíumálverk, kopar og ál Nú um helgina, laugardaginn 12. október, opnar Árni Páll sýn- ingu í Galleríi Salnum, Vestur- götu 3. Á sýningunni verða olíu- málverk og önnur verk unnin á kopar og ál. Á sýningunni svífur andi geó- metríunnar yfir vötnunum í mót- mælaskyni við þann subbuskap og óreglu sem viðgengist hefur í myndlist heimsins undanfarna áratugi undir nafninu„nýja mál- verkið" („bad painting“), en ge- ómetrían er meðal þeirra hluta sem aðskilja mennina frá dýrun- um. Myndirnar á sýningunni eru unnar á árunum 1983 til 1985 og verður sýningin opin 12. til 23. október kl. 14 - 21 daglega nema lokað verður á mánudögum. Flytjendur leik-, lestrar- og söngdagskrárinnar úr verkum Jakobínu Sigurðardóttur. Fr. v. Margrét Ólafsdóttir, Hanna María Karlsdóttir, Bríet Héðinsdóttir, Valgerður Dan og Þorsteinn Gunnarsson. ávallt við húsfylli. Það er Bríet Héðinsdóttir, sem hefur tekið saman efnið og haft umsjón með dagskránni, en auk hennar eru flytjendur: Margrét Ólafsdóttir, Valgerður Dan, Hanna María Karlsdóttir og Þorsteinn Gunn- arsson. Lesið er og leikið úr ýms- um þekktustu verkum Jakobínu svo sem skáldsögunum Lifandi vatninu, Dægurvísu, í sama klefa og Snörunni. Þá eru sungin lög við ljóð hennar og fluttur leikþáttur. Aðeins verður um þessa einu sýningu á Akureyri að ræða. Athugið! Þeirri ábendingu er hérmeð komið á framfæri til þeirra sem vilja koma að fréttatilkynningu í Um helgina að tilkynningin berist blaðinu eigi síðar en á hádegi á miðvikudegi. Ásmundarsalur Mannamyndir úr leir Ríkey Ingimundardóftir mynd- arsal við Freyjugötu á laugardag. postulíni, málverk og fleira og höggvari og málari opnar sýn- Á sýningunni eru þekktar verður sýningin opin daglega frá ingu á verkum sínum í Ásmund- mannamyndir úr leir, verk úr kl- 15 - 22, dagana 12. - 21. okt. Hveragerði Olíumálverk í Eden Jóhanna Brynjólfsdóttir Wat- hne sýnir 14 olíumálverk í Eden í Hveragerði. Þetta er fjórða einkasýning Jó- hönnu en auk myndlistar hefur Jóhanna skrifað sögur fyrir börn og myndskreytt fyrir tímarit, út- varp og sjónvarp. Sýningin í Eden er opin á venjulegum opn- unartíma hússins og þetta er síð- asta sýningarhelgi. Augnablik. Síðasta stund augnabliksins er runnin upp og sunnudagskvöld- ið 13. október lokast augað alfarið á Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b. Það gefur auga leið að í eitt hundrað tuttugu og þrem Ijósmyndum eftir tuttugu og eina konu, hljýtur margt forvitnilegt að bera fyrir augu. Þar fyrir utan gefa mynd- irnar augnabliks innsýn í hvað ber fyrir augu kvennanna og í hvaða augna- miði þær nota Ijósmyndavélina. Ljósm.: Anna Svavarsdóttir. dagurmn í dag verói i LU Q£ o z Q£ <

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.