Þjóðviljinn - 11.10.1985, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 11.10.1985, Blaðsíða 5
Aðalfundur Skógræktarfélags Islands var að þessu sinni haldinn á Blönduósi dagana 30. ágúst til 1. sept. Meðal góðra gesta fundar- ins voru Norðmennirnir Torell Austin, fyrrverandi formaður norska Skógræktarsambandsins, og sendiherra Norðmanna á ís- landi, Niels L. Dahl. Formaður Skógræktarfélags íslands, Hulda Valtýsdóttir, setti fundinn. Minntist hún látinna fé- laga, þeirra Þórarins Þórarins- sonar fyrrverandi skólastjóra á Eiðum og Jóns Pálssonar, póstfulltrúa. Haraldur Jónsson, formaður Skógræktarfélags Austur-Húnvetninga, bauð fundarmenn velkomna í Húna- Páll Jónsson, (annarfrá v.), gekk með fundarmönnum um skógræktargirðingu föður sfns. Aðrir á myndinni eru frá v.: Olaffa Jakobsdóttir, Snorri Sigurðsson, Jón Zimsen, Tómas Ingi Olrich, Þorvaldur S. Þorvaldsson og Sveinbjörn Beinteinsson. Mynd: sibl. Skógrœktarmenn Tvö áhugamál öðlast viðurkenningu Frá aðalfundi Skógræktarfélags Islands þing og fór með ágrip af sögu skógræktarfélags heimamanna. Formaður flutti skýrslu stjórnar- innar og greindi frá helstu störf- um hennar sl. ár, gat um af- greiðslu og afdrif einstakra mála og þakkaði þýðingarmikil átök félagsheilda (UMFI) og einstak- Fulltrúi Skógrækt- arfélags Noregs á fundinumvarTor- alf Austin fyrrver- andi formaður þess og forstjóri norsku skógrann- sóknarstofnunar- innar. Hann skoðar hér lerki- svepp í elsta lerki- teignum í Gunn- fríðarstaðaskógi. Þettalerkierætt- aðfráSverdlovskí Úralfjöllum. Mynd: slbl. linga (kvenna), að skógræktar - málum.Snorri Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Skógræktarfélags- ins, greindi frá helstu verkefnum, sem unnið hafði verið að á árinu. Gat þess m.a. að ráðinn hefði verið sérstakur erindreki, Brynj- ólfur Jónsson, sem ferðaðist um Vesturland og Vestfirði. Gjald- keri, Kjartan Ólafsson, las upp og skýrði reikninga. Sigurður Blöndal, skógræktar- stjóri, flutti ávarp. Gat hann þess m.a. að síðasta Alþingi hefði af- greitt með jákvæðum hætti tvö áhugamál skógræktarmanna: fjárveiting hefði fengist til útivist- arsvæða á Reykjanesi og breyting gerð á jarðræktarlögunum þess efnis, að skjólbeltarækt var tekin þar inn sem sérstakur liður. Sveinbjörn Dagfinnsson, ráðu- neytisstjóri, skýrði frá störfum nefndar, sem fjallar um verka- skiptingu innan skógræktarinnar og skipulag skógræktarmála. Sagði þungt fyrir fæti með að fá fjárveitingar til skógræktar mið- að við aðrar búgreinar. Norski sendiherrann minntist Torgeirs Andersens Rist, sem um langt skeið var sendiherra Norð- manna á íslandi og beitti sér mjög fyrir aukinni samvinnu þessara frændþjóða um skógrækt. Af- henti sendiherrann Jónasi Jónssyni búnaðarmálastjóra sér- stakan verðlaunagrip, svonefnt „frændtré", frá stjórn Minningar- sjóðs Andersens-Rist. Hefur „tréð“ aðeins verið veitt örfáum norskum og íslenskum skógrækt- armönnum og er Jónas fimmti ís- lendingurinn, sem þessa viður- kenningu hlýtur. Jónas þakkaði og kvað íslendinga hafa fremur verið þiggjendur en veitendur í skógræktarmálum þegar Norð- menn ættu í hlut. Fluttar voru fjölmargar tillögur og verður hinna helstu þeirra getið hér í blaðinu. Lauk þar með hinum fyrsta degi fundarins. A laugardaginn flutti Þórarinn Benedix erindi um starfsemi til- raunastöðvarinnar á Mógilsá og Jón Gunnar Ottósson talaði um meindýr í íslenskri skógrækt. Myndir voru sýndar til skýringar á erindunum. Samþykkt var að senda Ágústi B. Jónssyni fyrrver- andi bónda á Hofi í Vatnsdal heillaskeyti, en hann dvelst nú á Elliheimilinu á Blönduósi. Nú var gert hlé á fundarstörf- um og fóru fundarmenn og gestir í skoðunarferð um héraðið. Fyrst var ekið í Blöndudalshóla og litið á hinn fagra og gróskumikla skógarlund þar. Þá var skoðað skógræktarsvæði Austur- Húnvetninga á Gunnfríðarstöð- um og loks skógræktarland Jóns heitins Pálssonar á Sauðanesi. Páll sonur Jóns og Ásdís Björg- vinsdóttir kona hans tóku á móti hópnum, sýndu svæðið og báru fram rausnarlegar veitingar. Um kvöldið efndu Austur- Húnvetningar til kvöldvöku þar sem fram fóru margháttuð skemmtiatriði. Þar var Jóhann Þorvaldsson, fyrrverandi skóla- stjóri á Siglufirði, gerður að heiðursfélaga Skógræktarfélags (slands, fyrir frábær störf hans í þágu skógræktarinnar. Þriðja daginn fór svo fram af- greiðsla mála og kosningar. Úr stjórninni áttu að ganga þeir Ólafur Vilhjálmsson og Kjartan Ólafsson. Kjartan baðst undan kjöri en Ólafur var endurkjörinn. í stað Kjartans var kosinn Tómas Ingi Olrich. Aðrir í stjórn Skóg- ræktarfélags íslands eru: Hulda Valtýsdóttir formaður, Kristinn Skæringsson, Jónas Jónsson, Bjarni K. Bjarnason og Þorvald- ur S. Þorvaldsson. Varamaður er Baldur Helgason. Endurskoð- endur: Björn Ágústsson og Jó- hannes Helgason. Að lokum flutti Snorri Sigurðs- son kveðjur frá fjórum heiðursfé- lögum: Vigdísi Finnbogadóttur forseta íslands, Gunnlaugi Briem og frú og Tryggva Sigtryggssyni á Laugabóli. -mhg Föstudagur 11. október 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.