Þjóðviljinn - 11.10.1985, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 11.10.1985, Blaðsíða 18
VIÐHORF ALÞÝÐUBÁNDALAGIÐ AB Norðurlandi eystra Kjördæmisþing Alþýðubandalagsins í Norðurlandi eystra verður haldið dagana 19.-20. október í orlofshúsum verklýðsfélaganna að lllugastöðum í Fnjóskadal. Dagskrá laugardaginn 19. október: 13.00 þingsetning. Venjuleg aðalfund- arstörf Adda Bára Sigfúsdóttir segir frá frumvarpi Alexanders um sveitar- stjórnarlög og þeirri umræðu og umfjöllun sem það hefur fengið í Alþýðu- bandalaginu. Jón Björnsson félagsmálastjóri Akureyri fjallar um félagslega þjónustu sveitarfélaga, Finnbogi Jónsson fjallar um atvinnumál, m.t.t. þátt- töku sveitarfélaga, Jóhannes Sigfússon oddviti ræðir sérstöðu minni sveitarfélaga. Fyrirsþurnir og umræður verða að framsögum loknum. Starfshópar. Að loknu dagsverki verður kvöldvaka sem hefst með sam- eiginlegu boröhaldi. Sunnudagurinn 20.: Hópar starfa til hádegis. Skila af sér eftir málsverð. Þá verður tekið til við almenna stjórnmálaumræöu og mun Steingrímur J. Sigfússon hefja umræðuna. Ragnar Arnalds heimsækir þingið á sunnu- dag. Þingslit áætluð kl. 1700. Með kærri kveðju og von um að sjást á lllugastöðum. Stjórn kjördæmisraðsins Kvennafylkingin Rabbfundur og morgunkaffi laugardaginn 12. október kl. 11.00 að Hverfis- götu 105. Þurfum að ræða: 1. Undirbúning fyrir landsfund AB. 2. Sýningu á störfum og kjörum kvenna sem hefst 24. október. 3. Vetrarstarfið. Fjölmennum. AB Borgarnesi og uppsveitum Félagsfundur Mánudaginn 14. október kl. 20.30 í Röðli verður haldinn félagsfundur um vetrarstarfið, kosningu fulltrúa á landsfund Alþýðubandalagsins. Kosin stjórn félagsmálaráðs, - og önnur mál. Stjórnin AB Akureyri Fundur í bæjarmálaráði AB veröur haldinn mánudaginn 15. október kl. 20.30 í Lárusarhúsi Eiðsvallagötu 18. Dagskrá: 1) Skipulag vetrarstarfsins 2) Ræddar hugmyndir að breytingu á stjórnkerfi bæjarins. 3) Dagskrá bæjarstjórnar. 4) Ónnur mál. Stjórnin. AB Neskaupstad Félagsfundur Alþýðubandalagið í Neskaupstað heldur félagsfund í Egilsbúð miðviku- daginn 16. október kl. 20.30. Dagskrá: 1) Kosning fulltrúa á landsfund 2) Undirbúningur bæjarstjórnarkosninga. Framsögumaður Kristinn V. Jó- hannsson 3) Önnur mál. Stjórnin. /CSKULÝPSFYLKINGIN Verkalýðsmálaráð ÆFAB Opinn fundur verður í Verkalýðsmálaráði ÆFAB fimmtudaginn 10. okt. nk. kl. 20.30. Einar Olgeirsson mun koma á fundinn og ræða um sögu verkalýðshreyfingarinnar og tengsl flokksins við hana. Fjölmennum og mætum öll hress og jákvæð til umræöu um ofangreint málefni. stjórnin. ÆF-ingar athugið Fréttabréfið okkar hún Rauðhetta kemur út bráðum. Nú er bara að setjast niður og skrá hugrenningar sínar á blað, vélrita á A-4 og senda á H-105 fyrir 18. október, merkt: Framkvæmdaráð ÆFAB. Kveöjur, Framkvæmdaráð Kaffihús-Rauða risið Næsta sunnudag verður áfram haldið hinu vinsæla kaffihúsi að Hverfisgötu 105, efstu hæð, Rauða risinu. Dagskráin að þessu sinni er með þeim hætti að kl. 14.00 verður húsið opnað og létt músík líður um salinn. Kl. 15.00 les Silja Aðalsteinsdóttir úr verkum kvenna. Þá ræða þær Margrét Björnsdóttir og Gerður G. Ósk- arsdóttir um efnið: Kvenréttindi, jafnrétti, forréttindi - Hvað viljum við? Kl. 19.00 verður húsinu lokað og allir fara heim. ÆFR Neo Mnumzanas frá Afríska þjóðarráðinu er að koma til landsins og verður á opnum fundi á H-105 fimmtudaginn 17. október kl. 21.00. Mun hann ræða um baráttu blakkra í S-Afríku og ýmislegt annað í sambandi við landið. Við hvetjum alla sem áhuga hafa á málefnum S-Afríku að mæta fimmtudaginn 17. okt. Kveðjur. Framkvæmdaráð ÆFAB Einstakt tækifæri til að heyra um ástandið í Suður-Afríku frá fyrstu hendi. Aron Mniski frá Afríska þjóðarráðinu (ANC) verður á opnum fundi á Hverfis- götu 105 fimmtudaginn 17. október kl. 19.00. Allir sem áhuga hafa á málefnum Suður-Afríku mæti stundvíslega á fimmtudaginn. Framkvæmdaráð. Nokkur orð um Drápuhlíðarstöðina Eftir Guðmund H. Pórðarson. Hér er mál, sem varðar ekki reykvíkinga eina. Ekki er ólíklegt að hér sé um að rœða faraldur, sem gœti átt eftir að breiðast út víðar og hefur raunar stungið sér niður á höfuðborgarsvæðinu. Þær fréttir hafa verið að berast frá Reykjavík, síðustu dagana, að þar standi fyrir dyrum að reisa heilsugæslustöð og auk þess, að rekstur þeirrar stöðvar verði boð- inn út að fengnu leyfi ráðherra. Þetta þýðir að sögn formanns heilbrigðisráðs Reykjavíkur, Katrínar Fjeldsted, að starfs- menn stöðvarinnar taki alfarið að sér rekstur hennar, en eins og kunnugt er á bæjarfélagið lögum samkvæmt að annast rekstur heilsugæslustöðva. Hér er mál, sem ekki varðar reykvíkinga eina. Ekki er ólík- legt, að hér sé um að ræða far- aldur, sem gæti átt eftir að breiðast út víðar og hefur raunar stungið sér niður áður á höfuð- borgarsvæðinu. Það er því fylli- lega ástæða til þess fyrir alla þá, sem láta sér annt um heilbrigð- ismál og sérstaklega heilsugæslu, að gefa þessu máli gaum. Það er ekki fyllilega Ijóst af þeim fréttum, sem fyrir liggja, hvernig standa á að þessari fram- kvæmd. Það er talað um útboð. Eftir því mætti vænta, að samin yrði einhvers konar útboðslýsing og heilsugæslulæknum síðan gef- inn kostur á að bjóða í rekstur- inn, og sá fengi hann, sem lægst byði. Þarna gæti því hugsanlega verið um að ræða aðferð heilbrigðisyfirvalda til að lækka kaup lækna og annarra heilbrigð- isstarfsmanna. Eða hvað? Hvað felst í orðinu útboð? Sumir segja, að það sé þegar búið að ákveða, hverjir eigi að hljóta hnossið. Ef svo er, hvað er þá verið að tala um útboð? Þessi mál þarfnast miklu meiri skýringar. Eitt liggur þó alveg ljóst fyrir. Rekstur þessarar stöðvar á ekki að vera á vegum borgarinnar, eins og lög mæla þó fyrir um, heldur einkáaðila og þá þess fólks, sem þarna vinnur, eða ein- hvers hluta þess. Um ástæðurnar til þess, að hér er sveigt út af þeirri braut, sem mörkuð er í gildandi lögum og inn á braut einkareksturs er hins vegar allt á huldu. Katrín Fjeldsted segir um rekstur hinna opinberu heilsu- gæslustöðva, að víðast hvar sér reksturinn „ótrúlega hag- kvæmur, svo að maður spyr sig, hvort einkarekstur geti í raun orðið ódýrari.“ Og síðan: „Til- raun með einkarekstur getur kannske svarað því“. Sem sagt: Opinber rekstur er „ótrúlega hagkvæmúr“. Þó finnst henni rétt að gera tilraun til að pína hann enn lengra niður með einkarekstri. Við höfum séð það undanfarna áratugi að kostnaði við heilsugæslu hefur verið þrýst niður og að hann hefur lækkað, þegar aðrir kostnaðarliðir við heilbrigðisþjónustuna hafa hækkað. Ég leyfi mér þar að vísa í skýrslu borgarlæknis frá 1982. En því miður hefur það haft í för með sér rýrnun á gæðum þjónustunn- ar, eins og ég veit, að Katrínu er vel kunnugt um. Kostnaður við heilsugæsluna á höfuðborgar- svæðinu er nú langt fyrir neðan lágmark í Reykjavík og nágrenni og því með öllu ástæðulaust að vera að leggja lykkju á leið sína til að lækka hann enn frekar. Sannleikurinn er auk þess sá, að heilsugæslustöðvar á vegum bæjarfélagsins í Reykjavík hafa verið vaxtarbroddurinn í heimil- islækningum á svæðinu og sýnt yfirburði yfir önnur form heimil- islækninga bæði hvað varðar rekstrarkostnað og þjónustu. Sama reynsla er úti á landi. Þetta veit formaður heilbrigðisráðs Reykjavíkur kvenna best, hún starfar á einni af þessum stöðvum og hefur verið þar yfirlæknir um tíma. Þá nefnir Katrín þá ástæðu, að ekki fáist stöðugildi fyrir heilsu- gæslulækna í Reykjavík, og því neyðist reykvíkingar til að fara út í einkarekstur. Ef satt er, þá er þetta býsna ljót saga. Þá eru hér á ferðinni vísvitandi aðgerðir stjórnvalda til að grafa undan hinu opinbera heilsugæslukerfi. Það er t.d. einkennileg ráðstöfun hjá þeim, sem telja sig sérstaka forsvarsmenn hagkvæmninnar að Kynni okkar Björgúlfs Sig- urðssonar hófust í Kaupfélagi Reykjavíkur og nágrennis á síðari hluta árs 1953, er ég vann þar nokkra mánuði, en Björgúlf- ur var fastur starfsmaður Kaupfélagsins og síðar félags- málafulltrúi þess. Af afspum þekkti ég hann áður af starfi hans í félagi ungra sósíalista á árum fyrr. Um það leyti lagði stjórn Verslunarmannafélags Reykja- víkur til, að því yrði breytt í stétt- arfélag og sækti um inngöngu í Alþýðusamband íslands, en það var þá enn samtök um áhugamál verslunarmanna, sem kaupsýslu- menn sem starfsfólk þeirra stóðu að. Undir fyrra atriðið tókum við, en þóttumst sjá, að fiskur byggi undir steini, þar sem hið síðara væri. Áhöld voru um, að hægri armur verkalýðshreyfing- arinnar héldi meirihluta sínum innan Alþýðusambands íslands að ári, haustið 1954. Á fundi V.R. um þessar ráðagerðir stjórnarinnar mættu þær snarpri mótspyrnu og ábendingar sáust um, að hinn þögli meirihluti mundi ekki samþykkja þær. Ásamt Kjartani Helgasyni sett- um við í flýti saman tillögu um stofnun Landssamtaka versl- unarmanna. Mælti Björgúlfur reka inni í miðri Reykjavík heilsugæslustöð með einum lækni, sem er sennilega óhag- kvæmasta form heilsugæslu- stöðvar, sem hægt er að hugsa sér og er t.d. hvergi borið við úti á landi, nema þar sem strjálbýli leyfir ekki annað. Hér eru stjórnvöld beinlínis að setja sig út í að gera heilsugæsluna óhag- kvæma og dýra. Undanfarin ár hefur heilsu- gæsla á íslandi og víðar átt mjög undir högg að sækja. Um það er öllum mjög vel kunnugt, sem að heilsugæslu vinna. Það er ekki gott verk að efna til ófriðar og klofnings um þau mál nú, þegar allt útlit var fyrir, að þau væru að komast í höfn. Það er enrígildandi lagabók- stafur, að um næstu áramót skuli heilsugæslukerfið taka gildi um land allt. Það er grunur minn, að gönuhlaup heilbrigðisráðs Reykjavíkur verði til að seinka því máli enn um sinn, og kannske er leikurinn til þess gerður af þeim, sem þrýst hafa á um þessa aðgerð. Það hefur satt að segja alltaf blásið kalt til heilsugæsl- unnar úr þessum herbúðum. Guðmundur H. Þórðarson er heilsugæslulæknir í Hafnarfirði fyrir henni, en Kjartan gekk á meðan á milli borða. Var tillagan að lokum samþykkt. f undirbún- ingsnefnd Landssamtaka voru síðar kjörnir þeir Björgúlfur og Böðvar Pétursson ásamt Pétri Sæmundsen, Ingvari Pálssyni og Guðjóni Einarssyni. Björgúlfur Sigurðsson starfaði í Sósíalistaflokknum fram á síð- ustu ár hans, en er Alþýðubanda- lagið klofnaði 1967 skipaði hann sér í sveit með Samtökum frjáls- lyndra og vinstri manna, og vann hann þá ýmis störf fyrir Nýtt land (Frjálsa þjóð), en fylgdi síðan Bjarna Guðnasyni úr Samtökun- um og varð einn af stofnendum Frjálslyndaflokksins. Átti Björg- úlfur talsverðan hlut að framboði hans í borgarstjómarkosningum, en lét síðan af afskiptum af fé- lagsmálum. Fyrir um það bil tuttugu árum fór Björgúlfi að daprast sjón. Háði sjóndepra honum síðan f at- vinnu, verslunarstörfum ýmiss konar, og í félagsmálum. Hann var ljúfmenni í viðkynningu, maður liðlega í meðallagi hár, fremur Ijós á hár eða ljósbrúnn, hæglátur. Reykjavík, 9. október 1985. Haraldur Jóhannsson. Minningarorð Björgúlfur Sigurðsson 18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 11. október 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.