Þjóðviljinn - 11.10.1985, Page 16

Þjóðviljinn - 11.10.1985, Page 16
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ AB Suðurlandi Aðalfundur kjördæmisráðs verður haldinn að Reykholti 12. og 13. október nk. Aðalefni fundarins verður væntanlegar sveitarstjórnakosningar á komandi vori en einnig verða ræddar forvalsreglur, starfsreglur, niðurstöður atvinnumálaráð- stefnu sl. vor o.fl.. Dagskrá laugardag: kl. 13.30 Fundarsetning, kosning starfsmanna o.fl.. Kl. 13.40 Skýrsla stjórnar og nefnda og skýrsla blaðstjórnar. Kl. 14.00 Garðar Sigurðsson ræðir um stjórnmálaástandið. Kl. 14.20 Kosning upp- stillingarnefndar. Kl. 14.30 Kristinn V. Jóhannsson hefur framsögu um undirbúning sveitarstjórnakosninga. Umræður. Kl. 15.30 Kaffihlé. Kl. 16.00 Till. uppstillingarnefndar um starfsnefndir og nefndarstörf. Kl. 19.00 Kvöldverður. Kl. 22.30 Kvöldvaka. Dagskrá sunnudag: Kl. 9.00 Nefndarálit og umræður. Kl. 11.00 Kosning- ar og að þeim loknum matarhlé. Kl. 13.00 Fundi slitið. Gist verður í svefnpokaplássum. Hægt að kaupa mat á staðnum. Félagar tilkynni þátttöku sem allra fyrst ( síma 2189 (Anna Kristín). Allir velkomnir. stjórnin. Aðalfundur Alþýðubandalagsins á Akranesi verður haldinn í Rein sunnudaginn 13. október kl. 15.00. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) Kosning fulltrúa á landsfund. 3) Reglur vegna forvals og kosning forvalsnefndar. - Stjórnln. Hvammstangi Almennur fundur I tengslum við kjördæmisráðstefnu Alþýðubandalagsins á Hvammstanga verður efnt til opins fundar í félagsheimilinu nk. laugardag kl. 16.30. Frum- mælendur verða alþingismennirnir Helgi Seljan og Ragnar Arnalds. Allir velkomnir. Alþýðubandalagið AB Vesturland Kjördæmisráðsfundur Stjórn Kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins í Vesturlandskjördæmi gengst fyrir fundi um atvinnu- og verkalýðsmál i Samkomuhúsinu í Grundarfirði laugardaginn 12. október. Fundurinn hefst kl. 13.00. Framsögumenn verða Össur Skarphéðinsson, Guðrún Hallgríms- dóttir, Sigrún Clausen og Ingi H. Jónsson. Allir eru hvattir til að mæta. Stjórn Kjördæmisráðs AB Keflavík Aðalfundur Alþýðubandalagið í Keflavík boðar til aðalfundar þriðjudaginn 15. októ- ber kl. 20.30 í húsi Verslunarmannafélagsins að Hafnargötu 28. Dagskrá: 1) Umræður um sameiningu Alþýðubandalagsfélags Keflavíkur og Al- þýðubandalagsfélags Njarðvíkur. 2) Venjuleg aðalfundarstörf. 3) Bæjarmál: Framsaga Jóhann Geirdal. 4) Önnur mál. Félagar fjölmennið. Stjórnin. AB Grundarfirði Árshátíð Alþýðubandalagið í Grundarfirði heldur árshátíð í samkomuhúsinu í Grund- arfirði laugardaginn 12. október. Hátíðin hefst með borðhaldi kl. 21 (kalt borð). Skemmtiatriði og dans. Diskótekið Dísa. Ath.: Húsinu verður lokað kl. 21.00. Félagar og stuðningsmenn eru hvattir til að mæta og taka með sér gesti. Miðar verða seldir til fimmtudagskvölds hjá: Rósant Sæbóli 9, s. 8791, Kristjönu Hlíðarvegi 7, s. 8842, Guðlaugu Fagurhólstúni 3, s. 8703. P.S. Húsið opnar kl. 20.30 og hafið með ykkur hnífapör. Skemmtilega nefndin AB Norðurlandi eystra Húsvíkingar - Þingeyingar Almennur stjórnmálafundur verður haldinn í Félagsheimili Húsa- víkur sunnudaginn 20. október kl. 20.30. Alþingismennirnir Steingrímur J. Sigfússon og Ragnar Arnalds ræða stjórnmálaviðhorfið, sjávarútvegsmál, landbúnaðarmál o.fl. Allir velkomnir. Alþýðubandalagið AB Garðabæ Aðalfundur AB í Garðabæ verður haldinn mánudaginn 14. október kl. 20.30 í Flataskóla. Dagskrá 1) Lagabreytingar. 2) Önnur aðalfundarstörf. 3) Kosning fulltrúa í kjördæmisráð og á landsfund. Geir Gunnarsson alþingismaður og Ólafur R. Grímsson formaður fram- kvæmdastjórnar AB ræða flokksstarfið og stjórnmálaástandið. stjórnln. AB Vesturland Stjórn kjördæmisráðs efnir til ráðstefnu um verkalýðs- og atvinnumál í Samkomuhúsinu Grundarfirði laugardaginn 12. októberkl 13.00. Félagareru hvattir til að fjölmenna. Stjórnin Kjördæmisráðstefna á Hvammstanga Aðalfundur kjördæmisráðs Alþýðubandalagsíns í Norðurlandskjördæmi vestra verður haldinn í félags- heimilinu á Hvammstanga nk. laugardag og sunnudag 12.-13. október. Fundurinn hefst kl. 14.00 á laugardag en lýkur um kaffileytið á sunnudag. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Gestur fundarins verður Helgi Seljan alþingismaður. Stjórnin. 16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 11. október 1985 SKUMUR Hver sagði: Vér mótmælum allir? jk ÁSTARBIRNIR GARPURINN FOLDA í BLÍÐU OG STRÍÐU KROSSGÁTA Nr. 47 Lárétt: 1 veröld 4 þjáning 6 málmur 7 flog 9 spil 12 öruggt 14 þreytu 15 hlýju 16 blæs 19 vagn 20 kvæði 21 um- gjörð Lóðrétt: 2 ellegar 3 virði 4 góðgæti 5 fljóta 7 svalri 8 fuglar 10 vatnafiskur 11 flakaði 13 venju 17 þjóta 16 angan Lausn á sfðustu krossgátu Lárétt: 1 stúf 4 ræsi 6 ami 7 húnn 9 sótt 12 æstir 14 óms 15 ein 16 tálmi 19 unun 20 áður 21 malla Lóðrétt: 2 trú 3 fans 4 risi 5 sút 7 hróður 8 næstum 10 óreiða 13 tál 17 ána 18 mál

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.