Þjóðviljinn - 11.10.1985, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 11.10.1985, Blaðsíða 20
Aðalsfmi: 81333. Kvöldsími: 81348., Helgarsími: 81663. Föstudaour 11. september 1985 234. tðlublað 50. árgangur DJOÐVIIJINN BSRB samningarnir Steingrímur samþykkti Orson Welles látinn Kristján ThorlacíusformaðurBSRB: Égfullyrði aðforsœtisráðherra samþykkti samningana. Þorsteinn Pálssonfól Albert Guðmundssyni aðgangafráþeim r Eg var staddur inni hjá fjár- málaráðherra Albert Guð- mundssyni þegar hann ræddi við forsætisráðherra Steingrím Her- mannsson og skýrði honum frá því að við værum að skrifa undir Skák samninga og ég fullyrði að Steingrímur Hermannsson gaf samþykki sitt fyrir því að gengið yrði frá samningum. Því varð ég undrandi þegar ég las ummæli Steingríms um samningana í blöðunum í morgun, sagði Krist- ján Thorlacíus formaður BSRB í samtali við Þjóðviljann í gær. Þjóðviljinn leitaði til Kristjáns vegna þeirra ummæla forsætis- ráðherra Steingríms Hermanns- sonar í blaðaviðtölum og í út- varpinu í gær að hann tryði því varla að búið væri að ganga frá samningunum þar sem ríkis- stjórninni hefðu ekki verið sýndir þessir samningar. Þá hefur Þorsteinn Pálsson lýst því yfir að þegar Albert ræddi við hann, sem væntanlegan fjármála- ráðherra, um samningana hafi Þorsteinn alfarið vísað málinu til Alberts til lúkningar. - S.dór. Leikstjórinn og leikarinn Or- son Welles sem hræddi miljónir manna með útsendingu leikritsins Innrásin frá Mars er látinn. Orson Welles sem var þekktur af kvikmyndum eins og Citizen Kane og Þriðji maðurinn fannst í fyrradag látinn að heimili sínu. Að sögn læknis Orson Welles lést hann úr hjartaslagi, en Orson var síðustu árin undir læknishendi. ! Helgi fær prik Mikail Botvinnik fyrrverandi heimsmeistari í skák telur sigur- skák Helga Ólafssonar við Hort á Ólympíumótinu í Þessalóníku í fyrra eina af tíu bestu skákum þess misseris. Þetta kemur fram í nýjasta hefti skáktímaritsins Informator, sem er einskonar húspostilla skákheimsins og birtir í hverju heftri um 800 best tefldu skákir frá mótum og einvígjum hvaðan- æva úr heiminum. Það er siður blaðsins að biðja nokkra kunna skákmenn að velja tíu bestur skákir. í síðasta hefti, og í fyrra hefti ársins ’85, er skák Helga nefnd tvisvar á þeim lista. Botvinnik segir hana tíundu bestu skák síðasta heftis og dóm- arinn úr einvígi Fischers og Spas- skís, Lothar Schmid, telur hana níundu bestu skákina. Skák Helga við Hort er 22. í þessari palladómaröð, en flest stig fékk 27. skák Karpoffs og Kasparoffs úr einvíginu endalausa í Moskvu í fyrrahaust. Bœjarstarfsmenn Vilja líka Bæjarstarfsmannaráð BSRB samþykkti á fundi sínum í gær að beina þeim eindregnu tilmælum til sveitarstjórna að sú launa- hækkun sem BSRB hefur samið um við fjármálaráðherra fyrir rikisstarfsmenn nái þegar fram að ganga hjá bæjarstarfs- mönnum. Mörg stærstu starfsmannafé- lögin eru þegar búin að óska eftir viðræðum við viðkomandi bæjar- yfirvöid um samræmingu á launakjörum á við nýjan samning ríkisstarfsmanna. -Jg- Kennarar styðja útvarpsmenn „Við viljum með bréfi þessu sýna ykkur einlægan stuðnings og sendum ykkur baráttukveðjur“, segir í bréfi sem Bandalag kenn- arafélaga hefur sent til Starfs- mannafélags útvarps og sjón- varps. í bréfinu segir ennfremur: „Stjórn Bandalags kennarafélaga harmar þá aðför sem að ykkur er gerð með sérstakri málsókn og refsingu vegna aðgerða sem tengdust verkfalli BSRB síðast- Uðnu hausti. Það er hörmulegt til þess að vita að í þjóðfélagi sem státar af mannréttindum og lýðræði skuli slíkt geta gerst“. Meseret frá Eþíópíu hefur verið á íslandi í jarðhitaskóla SÞ: „íslenskir vísindamenn á þessu sviði þeir bestu í heimi". Ljósm - Sig. Vorum hrædd við snjóinn! Meseret Teklemariam, jarðfrœðingurfrá Eþíópíu: Stórkostleg upplifun að koma til Islands etta hefur verið yndislegur tími, ég hef lært mikið og þessi nýja þekking mín um jarðhita- orku á eftir að koma mér að mikl- um notum heima í Eþíópíu. Hún er frá Eþíópíu, Addis Ababa nánar tiltekið og hefur verið hér á landi á vegum Jarð- hitaháskóla Sameinuðu þjóð- anna. Hún heitir Meseret Teklemariam, er að fara af landinu eftir 6 mánaða dvöl en hefði alveg getað hugsað sér að vera lengur. „í Eþíópíu er í gangi ákveðið jarðhitaverkefni, það er búið að bora einar átta holur nú þegar. Orkan úr þeim er ekki komin í gagnið enn og ég hef verið hér í þeim tilgangi að auka við þekk- ingu okkar í þessum málum“. - Hvernig var svo að koma hingað til íslands frá Eþíópíu? „Já, það var vægast sagt mjög sérstök upplifun. Eg hafði aldrei verið erlendis áður en ég kom til íslands og hafði mjög óljósar hugmyndir um landið. Mér var sagt að hér væri allt þakið í snjó og ís og auðvitað afskaplega kalt. Þegar við nemendurnir í Jarð- hitaháskóla Sameinuðu þjóð- anna komum hingað til lands sáum við engan snjó. Svo var það hins vegar nokkrum dögum eftir að við komum að allt í einu fór að snjóa. Ég man að við sátum nokkur saman hér við gluggann og allt í einu bendir eitt okkar út um gluggann og við sáum ein- hverjar hvítar flygsur falla til jarðar. í fyrstu áttuðum við okk- ur alls ekki á því hvað þetta var, okkur varð ekki um sel og sum okkar urðu beinlínis hrædd. Þetta var alveg óþekkt fyrir mörgum okkar. En þetta var stórkostleg reynsla fyrir mig að sjá þetta í fyrsta sinn. En þetta hefur allt saman vanist mjög vel og nú grunar mig að hitinn verði allt of mikill fyrir mig þegar ég kem heim“, sagði Meseret. IH Vaxtaokrið Vanskil 18-20% í bönkunum Heildarútlán bankakerfisins í ár35 miljarðar króna. Dráttarvextir eru 45 % Heildarútlán bankakerfisins í landinu nema í ár um 35 milj- örðum króna og eins og málin standa nú nema vanskil um 18- 20%. Þetta er heldur meira en var árið áður en þá námu vanskil 15%. Dráttarvextir á vanskila- skuldum nema 3,75% á mánuði eða um 45% á ári. Vanskilavextir eru því engin smáupphæð, en á móti kemur að bankamir geta svo lent í van- skilum við Seðlabankann vegna vanskila viðskiptavina sinna og verða að greiða háa dráttarvexti þar. Hækkun vanskilaprósentu endurspeglar að sjálfsögðu ástandið í þjóðfélaginu, minnk- andi kaupmátt fólks, sem að sjálfsögðu er keðjuverkandi í gegnum allt þjóðfélagið. -S.dór.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.