Þjóðviljinn - 11.10.1985, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 11.10.1985, Blaðsíða 2
FRÉTTIR Tímarit Félagsútgáfan stofnuð Nýtt tímarit til eflingar félagshyggju og lýðrœði kemur út í nóvember. Ifyrrakvöld var haldinn á Hótcl Hofi stofnfundur hlutaféiags sem hlaut nafnið Félagsútgáfan hf. Tilgangur þess er einkum að standa að útgáfu tímarits til eflingar félagshyggju og lýðræði. Hlutafjársöfnun hófst á fundin- um og söfnuðust loforð að upp- hæð 180 þúsund krónur. Tímaritið, sem enn hefur ekki hlotið nafn, á að fjalla um „þjóðmál og menningarmál, tækni og vísindi fyrir almenning. Það dregur ekki taum neins á- kveðins stjórnmálaflokks eða hreyfingar. Pað hefur upplýsingu að meginatriði og er ætlað að vera lesendum sínum til gagnlegs fróðleiks og skemmtunar", eins og segir í plaggi sem undirbún- ingshópur hefur unnið. Ætlunin er að gefa út 8 tölu- blöð á ári en stærðin er ekki fullfrágengin, þó verða ekki færri blaðsíður en 64 í venjulegu tíma- ritsbroti. Á fundinum í fyrrakvöld var staðfest ráðning ritstjóra og framkvæmdastjóra en þeir eru Jón Guðni Kristjánsson og Ólafur Ólafsson. Auk þess er frá- gengið að Áslaug Jóhannesdóttir tekur að sér auglýsingasöfnun. Á stofnfundinum í gær var Fé- lagsútgáfunni kjörin stjórn en í henni eiga sæti Asdís Ingólfsdótt- ir, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Magnús Ólafsson, Ólína Þor- varðardóttir, Reynir Ingibjarts- son, Svanur Kristjánsson og Þröstur Haraldsson og í vara- stjórn Jón Daníelsson, Ómar Harðarson og Sigurjón Jóhanns- son. -Ig- Við heimtum bara nýja ríkis- stjórn GARÐAB/ER GARÐATORG 5 ÍNÝ|UM MIÐBÆ Föstudaginn 11. október eru tímamót í sögu Garðabœjar. Þó flytja þrjórhöfuðviðskipta-og þjónustustofnanirbœjarbúa í ný og glœsileg húsakynni í hjarta nýja miðbœjarins við Garðatorg. Búnaðarbankinn, Brunabótafélagið og Póstur og sími bjóða Garðbœinga velkomna í nýja húsið Garðatorgi 5, til að skoða aðbúnað og þiggja léttar veitingar. Heilsuvernd 10 tíma skilyrðis- laus hvíld Verkamannasamband íslands vekur athygli á lögum og samningum um hvíldartíma launafólks Af gefnu tilefni vil VMSÍ taka fram, að ákvæði laga frá 1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum um 10 klst. sam- fellda hvfld á sólarhring og viku- legan frídag er afgerandi og und- antekningar einungis leyfðar ef um er að ræða hjúkrunar- og líknarstörf, vörslu dýra og gróð- urs, sérstakar aðstæður við þjón- ustu- og framleiðslustörf og öryggisstörf og varðveislu verð- mæta. í samkomulagi ASI við VSÍ og VMS frá 10. apríl 1981 er kveðið skýrt á um það að sé vikið frá vikulegum frídegi, skuli vera frí 2 daga næstu helgi á eftir þ.e. laug- ardag og sunnudag. Slík tilfærsla á vikulegum frídegi er því aðeins heimil að um hana hafi verið gert sérstakt samkomulag við við- komandi starfsmenn. Reykjavík Bruna- verðir þinga O Geymsluhólf fyrir vlð- Brunabótafélag íslands O Póst-ogsímaafgreiðslan skiptamenn hefúr œtíð lagt óherslu ó opin mónudaga - O Nœturhólf. að halda góðum tengslum föstudaga kl. 09-17. O Visa greiðslukort, við viðskiptamenn sína. O óll almenn póst- og O Ferðatékkar í helstu Með opnun nýrrar skrifstofu símaþjónusta, þ.ó.m. gjaldmiðlum. í Garðabce skapast sala símtœkja og leiga O Oll önnur innlend og möguleikartil betri og virkari pósthólfa. erlend bankaþjónusta. þjónustu O Sími 51777. O Nýr sími, 6517 00. Nýr sími, 651740. (^BÍNAÐARBANKINN B BHJnnBáTHFftflQD \^_y TRAUSTUR EiANKI AFÖRYGGISÁSTÆÐUM PÓSTUR og sími Dagana 11.-13 október nk. verður haldið að Hótel Hof! í Reykjavík 13. þing Landssam- bands slökkviliðsmanna. Þingið verður sett ki. 15.00 föstudaginn 11. Helstu mál þingsins verða væntanlega: 1. Skóla og menntunarmál ís- lenskra slökkviliðsmanna. 2. Réttindamál slökkviliðs- manna. 3. Aðstöðu og tækjakostur slökkviliða á Islandi. 4. Hvað veldur að lítil sem engin viðbrögð hafa komið upp vegna skoðanaágreinings brunamálastjóra og forstjóra Brunabótafélags íslands um hvort hér á landi séu óeðlilega tíðir stórbrunar? Má búast við að félagsmálaráð- herra Alexander Stefánsson ávarpi þingið og viðri skoðanir félagsmálaráðuneytisins á ís- lenskum brunamálum. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.