Þjóðviljinn - 11.10.1985, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 11.10.1985, Blaðsíða 13
VIÐHORF Bónusinn fylgifiskur lágra launa eftir Bryndísi Þórhallsdóttur Stöðvarfirði Fundarstjóri, góðir fundar- menn. Ég er ekki hingað komin til að leggja til neinar úrbætur í fisk- vinnu í landinu, heldur langar mig til að ræða lítillega kjör og aðbúnað þeirra fjölmörgu kvenna sem vinna í frystihúsum víðsvegar um landið. Ég þykist trúlega geta talað af nokkurri reynslu því að ég hef unnið í frystihúsi undanfarin átta ár. Kyrrstaða - binding - vinnuhraði í hér um bil öllum frystihúsum er unnið í bónus eða á fínu máli eftir afkastahvetjandi launakerfi. Bónus er þó nokkuð flókið fyrirbæri, eins og fram kom í fréttum af bónussamningunum á dögunum, en í stuttu máli má segja að mikil vinnuafköst og góð nýting á hráefni skili þeim konum mestum tekjuauka sem verkið vinna, og vinnuaðstaða þeirra einkennist af kyrrstöðu, bindingu við vinnuna og miklum vinnu- hraða. Enda þótt karlmenn hafi fund- ið upp bónusinn og hafi fundið upp bónusgrunn, staðaltíma, marknýtingu og fastanýtingu þá vinna eingöngu konur í bónus í frystihúsunum. Með öðrum orðum, karlarnir vilja ekki vinna eftir þessu fína afkastahvetjandi vinnulauna- kerfi, sem þeir bjuggu til. Gífurlegt erfiði í bónusvinnu má bæði finna kosti og galla. Möguleiki er að tvöfalda launin sín, mikil ósköp, og það sjá flestir við bónusinn, því tímakaup í frystihúsi er svo lágt, að það tekur því varla að tala um það og svo iná líka segja að starfið sé ekki eins einhæft þegar maður er alltaf að keppast við að fá heldur fleiri krónur í dag en í gær, og fyrir frystihúsin borg- ar sig að láta vinna eftir bónus- kerfi því að afköstin vaxa. En gallar í þessu kerfi eru ansi margir. Afköstin eru á kostnað gæðanna og að vinna eftir þessu kerfi til að hafa upp úr því er gífurlegt erfiði svo að ekki sé meira sagt. í vinnu sem þessari, þar sem mikil endurtekning er á sömu hreyfingum, þ.e. einhæf vinna, þá er stöðugt álag á vissum vöðvum, og ég er með það alveg á hreinu að hveí einasta kona sem hefur unnið 1 eða 2 ár í bónus í frystihúsi er slæm af vöðvabólgu sem aftur getur leitt af sér tauga- spennu, kvíða, þunglyndi og svefnleysi. Já, ég býst við að ykkur ofbjóði vælutónninn í mér en mér dettur oft í hug það sem var sagt við mig í vetur: „Blessuð góða farðu nú að hætta í þessum bónus, svo þú verðir ekki fimmtug áður en þú verður fertug.“ En talandi um álagið í vinnunni þá finnst mér dálítið merkilegt á þessum tímum framfara og þekk- ingar á flestum sviðum, hvað dæmalaust lítið er gert til þess að gera okkur fiskvinnuna léttari og þægilegri. Borðin eru t.d. þannig að það er illmögulegt að sitja við þau, fyrir utan það að það eru óvíða til stólar undir rassinn á okkur, þó að við vildum prófa, þau eru öll nákvæmlega jafn há. Æskileg hæð frystihúskvenna sýnist mér að ætti að vera svona 1.70. Eina breytingin sem sýnilega hefur orðið á þessum borðum er að þau standa nú á álfótum í stað- inn fyrir tréfótum. Sumpart okkur sjálfum að kenna Hér ekki alls fyrir löngu ruku menn upp til handa og fóta þegar uppgötvaðist að fólk sem vinnur við tölvu- og sjónvarpsskerma væri farið að kenna veiki í augum sem kölluð er skjáþreyta. Hvað ætli við fiskvinnslukonur þurfum að rýna mörg ár í ljósaborðin áður en uppgötvast hjá okkur einhvers konar flúrpípuþreyta? En það á heldur ekki að þegja yfir því sem vel er gert, hjá okkur hefur t.d. ekki staðið á því að fá gúmmímottu að standa á, þegar manni er farið að finnast steingólfið einum of hart og kalt. Pað má kannski færa rök fyrir því að þetta sé okkur konunum, sem vinnum við fiskinn, sjálfum að kenna. Við erum ekki nógu duglegar að heimta úrbætur. All- avega erum við varla nógu dug- legar að standa upp og láta í okk- ur heyra í stórum hópi. Við ber- um öllu við, að við kunnum ekki, þorum ekki, viljum ekki, svo er líka dálítið vinsælt að segja: „Það þýðir ekki“. En við megum passa okkur á því að láta ekki karlana Með öðrum orðum, karlarnir vilja ekki vinna eftir þessu fína afkastahvetjandi vinnulaunakerfi sem þeir bjuggu til tala okkur í kaf, við verðum að láta heyrast í okkur líka. Að geta ekki skipt um starf Það er mikið talað í hópi fisk- vinnslufólks um einhæfni vinn- unnar og vinnuleiðann og í litlu byggðarlögunum úti á landi þar sem atvinna er fábreytt og allar starfandi hendur vinna í frysti- húsinu á staðnum, nema þessar tvær eða þrjár sem vinna í kaupfélaginu, þá er það kannski ekki erfiðið, vosbúðin og ein- hæfnin sem skapar mesta leiðann, heldur tilhugsunin, - það að vita að maður getur ekki skipt um starf. Hugsunin um það að þegar maður fer að eldast og lýjast þá stendur maður enn við sama borðið í frystihúsinu og maður stóð fyrir 20 árum og er enn að rembast við að ná toppn- um í bónusnum. En það er auðvitað ljóst að á meðan stefnan er að fjölga enda- laust á suð-vesturhorninu þá fjölgar ekki atvinnutækifærum á landsbyggðinni og því verður varla neitað, að það er töluvert til í því sem sagt var við mig um daginn að það væri ósköp gott að búa úti á landi, en í Reykjavík væru tækifærin. Pað er oft gagnrýnt að fisk- verkunarfólk sæki illa fundi í sín- um verkalýðsfélögum. Ýmist telst það vera vegna lengdar vinn- udagsins, skorts á sjálfstrausti til að standa upp og tala, áhuga- leysis eða bara vonleysis um ár- angur, því að eins og segir í könn- un Gylfa Páls Hersis og Sigur- laugar Gunnlaugsdóttur sem þau gerðu snemma vetrar 1982 á hag fiskverkunarfólks, telur þriðj- ungur þess sig hafa takmarkaða möguleika á að ræða við vinnufé- laga í vinnutímanum og finnst samheldni eða samstaöa miður góð eða beinlínis slæm og heim- ingi þeirra kvenna sem unnu í einstaklingsbónus fannst sam- staðan slæm. Mjólkurfernu- samningarnir Það var talað um það í vor að taka fiskvinnslufólk út úr samn- ingum og semja sér fyrir það. Hver var kauphækkunin hjá okk- ur þá eftir öll þau fallegu orð? Andvirði tveggja lítra af mjólk á dag. Sem sagt það voru mjólkur- fernusamningarnir. Megnið af því fólki sem vinnur í frystihúsunum eru skólakrakk- ar, eldra fólk og fólk sem hefur ekki rnikla skólagöngu að baki og þegar atvinnurekendur eru orðn- ir leiðir á að auglýsa eftir fólki með þessa eiginleika, og auglýsa: „Næg atvinna, bónus og húsnæði á staðnum," þá eru fengnar ástr- alskar. Það nýjasta sem fiskverkunar- fólki er boðið upp á er námskeið í fiskvinnslu og hafandi upp á vas- ann meistarabréf frá þessum námskeiðum eigum við mögu- leika á að hækka í launum. Nám- skeiðin þau arna eru sjálfsagt góðra gjalda verð, en þau kenna okkur ekki að snyrta físk, því að það kunnum við, það er þess vegna óhætt að borga okkur betri laun strax. Undirsfaða gjaldeyristekna Þó hér sé verið að fjalla um vinnu í fiski og þá fyrst og fremst í frystihúsi og bónusinn sér í lagi, þá er engin ástæða að gleyma því að bónus er víðar greiddur og þá sérstaklega konum, t.d. í verk- smiðjum Sambandsins á Akur- eyri, og hann hefur víðast svipað- ar afleiðingar á heilsufar og er fylgifiskur launa sem eru svo lág að leitun er að öðrum eins. Sjálf- sagt mætti hafa langt mál um þessa hluti alla en það sem gerir fiskvinnuna svo sérstaka er að hún er lykillinn að helstu við- skiptalöndum okkar og undir- staða milli 70 og 80% af gjald- eyristekjum þjóðarinnar. Og svo er það annað sem einkennir hana, það er styttri uppsagnar- frestur en í nokkurri annarri starfsstétt. Með því að minnka bónus- álagið munu hin mannlegu sam- skipti aukast og batna og við mundum geta talast við í vinn- unni;vinnan yrði léttari og vöðva- bólgan í mínum herðum og sam- verkakvenna minna myndi trú- lega minnka ögn. En ef ég skil nýju samningana rétt þá er bón- usálagið ennþá það sama, við fáum bara hærri laun út úr dæm- inu, og þiggjum það sjálfsagt. En við vorum svo bjartsýn að vonast eftir breytingum í þá átt að bón- usálagið minnkaði. En það kemur sjálfsagt í næstu samningum eða þar næstu. Ólík kjör hér og í Færeyjum En hver eru svo launin, topp- urinn í dag, toppurinn sem 10% kvennanna er sagður ná og það bara stundum: rúmar 224 kr. í Færeyjum fá fiskverkunar- konur fyrir sömu störf og fyrir sama markað, tæpar 300 kr. á tímann í dagvinnu. Nei, ég held að starf í frystihúsi verði seint óskastarfið, til þess er það of blautt, kalt, illa lyktandi og erfitt. Það sagði mér að vísu einu sinni gömul kona, að öll vel unnin störf væru jafn mikils virði. (Millifyrirsagnir Þjv.). Erindi flutt á aðalfundi kjördœmisráðs AB á Austurlandi Endurskinsmerki Rauði krossinn kaupir100þús. Stjórn Rauða Kross íslands hefur ákveðið að festa kaup á eitt hundrað þúsund endur- skinsmerkjum og veðrur mestum hluta þeirra dreift ókeypis til skólabarna. Þessi endurskinsmerki sem væntanleg eru til landsins á næstu dögum, eru talin þau bestu sem völ er á og þau fullnægja að sjálf- sögðu öllum þeim skilyrðum sem umferðaryfirvöld gera til slíkra merkja. Endurskin þessara merkja er meira en þekkst hefur hér á landi til þessa. Rauði krossinn og Umferðar- ráð munu hafa samvinnu um dreifíngu merkjanna og ennfrem- ur verða gefnir út bæklingar með upplýsingum um rétta notkun þeirra og hafður verður uppi áróður um notkun þeirra, bæði meðal barna, unglinga og ekki síður fullorðinna. - Því við verð- um að geta treyst fullorðna fólk- inu í umferðinni. Föstudagur 11. október 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.