Þjóðviljinn - 11.10.1985, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 11.10.1985, Blaðsíða 12
SAMKOMUR OG ÍÞRÓTTIR UM HELGINA Vestfirðir Norrœn vika Fyrir réttu einu ári varfitjaö upp á þeirri nýbreytni í starfi Norræna hússins og Norræna félagsins að kynna norræn málefni úti á landsbyggðinni og hlaut kynning- ardagskráin heitið Norræn vika. Nú er röðin komin að Vest- fjörðum. Sýningar og samkomur verða á Patreksfirði ætlaðar suðurhluta Vestfjarða og á ísa- firði og í Bolungarvík ætlaðar norðurhlutanum og verður dag- skráin sem hér segir: Laugardaginn 12. október kl. 14.00 í fclagsheimiiinu á Patreks- fírði: 1. Sýnishorn úr starfi Norræna hússin. Opnuð sýning á grafík- verkum, norræn bókasýning o.fl. 2. Norrænt samstarf. Hjörtur Pálsson flytur erindi. 3. Norræna félagið. Karl Jeppe- sen kynnir félagið og starfsemi þess, þar á meðal útgáfustarf fé- lagsins. 4. Finnland í myndum. Ný skyggnuröð með Ijósmyndum frá Finnlandi. Sunnudaginn 13. október kl. 17.00 í Skjaldbreið, Patreksfírði: Bróðir minn, Ljóshjarta. Sænsk kvikmynd með íslenskum texta. Aðgangur ókeypis og öllum heimill. Sunnudaginn 13. október ki. 20.30 í félagsheimilinu Patreks- firði: Norræn vaka. Félagsdeildir Norræna félags- ins á ísafirði og á Bíldudal standa sameiginlega að þessari dagskrá. Meðal dagskráreína: - Hjörtur Pálsson ræðir um Fær- eyjar. - Karl Jeppesen sýnir nýlega kvikmynd frá Færeyjum. - Dagskrá um Færeyjar og Fær- eyinga undirbúin og flutt af heimamönnum. Dagskráin nánar auglýst á staðnum. Bóka- og veggspjaldasýning í héraðsbókasaf ninu: Sérstök sýning á norrænum bókum verður í héraðsbókasafn- inu á Patreksfirði þessa viku ásamt sýningu á veggspjöldum um Kalevala-þjóðkvæðin finnsku. Frá bókasafni Norræna hússins verða svo sendar til útláns norrænar bækur. Laugardaginn 12. október kl. 16.00 í Hafnarhúsinu á ísafírði: Erró á íslandi. Opnuð sýning á málverkum og veggspjöldum eftir listamanninn Erró. Meðal myndanna eru nokkrar, sem voru á sýningu hans í Norræna húsinu, og eru þær til sölu. Sýningin verður opnuð al- menningi kl. 18.00 þennan dag og verður opin almenningi til sunnu- dagskvölds 20. október. Sunnudaginn 13. október kl. 14.00 í bókasafninu á ísafirði: Norrænar nýbókmenntir. Opnuð verður sýning á nýjum og nýlegum bókum á norrænum málum, einnig á samísku, finnsku og grænlensku. Norrænar bækur úr bókasafni Norræna hússins verða til útláns. Aðgangur að sýningunni er ókeypis og öllum heimill. Sunnudaginn 13. október kl. 17.00 í ráðhúsinu í Bolungarvík: Kynningamót hjó Víkingslœkjarœtt Víkingslækjarætt efnir til kynn- ingarmóts í Háskólabíói sunnu- daginn 13. október kl. 2. Þar mun koma fram margt tónlistarfólk af ættinni, svo sem söngvararnir Sigrún Hjálmtýsdóttir og Júlíus Vífill Ingvarsson, sellóleikarinn Inga Rós Ingólfsdóttir og píanó- leikararnir Lára Rafnsdóttir, Þóra Fríða Sæmundsdóttir og Helga Laufey Finnbogadóttir. Flutt verða m.a. lög, sem tón- skáldið Gunnar Reynir Sveins- son hefur samið við kvæði Tóm- asar Guðmundssonar, eins af ljóðskáldum ættarinnar. Golfleikararnir Ragnhildur Sigurðardóttir og Steinunn Sæ- mundsdóttir munu reyna golf- þrautir með sér á sviðinu. Árni Johnsen flytur gamanþátt ogstýrirfjöldasöng. Kynnirverð- ur Kristinn Hallsson. Á samkomunni verður kynnt hin nýja útgáfa Niðjatalsins, er Pétur Zophoníasson samdi á sín- um tíma, en 2. bindi þess kemur út um þessar mundir á vegum bókaútgáfunnar Skuggsjár. Það bindi mun liggja frammi á sam- komunni ásamt 1. bindi, er kom út fyrir tveimur árum. Að lokinn dagskránni verður kaffi á boðstólum í anddyrinu, og gefst þá tími til að hittast og blanda geði. ALÞYÐUBANDALAGIÐ Ráðstefna um Framhaldsskólann verður haldin laugardaginn 19. október n.k. kl. 10-17 að Hverfisgötu 105, Reykjavík. Ráðstefnan er liður í stefnumótun Alþýðubandalagsins um framhalds- menntun. Dagskrá: Kl. 10-12 Skólamálahópur AB kynnir hugmyndagrunn að: markmiðum og námsskipan, stjórnun og fjármögnun framhaldsskóla. Fyrirspurnir og almennar umræður. Léttur hádegisverður á staðnum. Kl. 13-17 Starfshópar ræða hugmynda- grunninn. Kaffihlé. Niðurstöður hópa. Næstu skref ákveðin. Ráðstefnan er opin öllu stuðningsfólki Alþýðubandalagsins. Til þess að auðvelda undirbúning eru væntanlegir þátttakendur vinsamlegast hvattir til aö skrá sig á skrifstofu AB í síma: 1 75 00. Skólamálahópur AB Af norrænum vettvangi. Opnuð sýning með sýnishorn- um af því sem fram fer í Norræna húsinu og hjá Norræna félaginu. M.a. verða sýndar bækur, vegg- spjöld og grafíkverk. Sýningin verður opin almenningi frá mánudeginum 14. október og út þá viku. Aðgangur ókeypis. Mánudaginn 14. október í menntaskólanum og grunnskól- anum á Isafírði. Lýðháskólanám á Norður- löndum. Kynning á lýðháskólanámi á Norðurlöndum í umsjá Norræna félagsins. Aðgangur ókeypis og öllum heimill. Siglufjörður Kynning á íþróttum fyrir fatlaða Á laugardaginn 12. október verður haldinn kynningarfundur um íþróttir fyrir fatlaða í Alþýðu- húsinu á Siglufirði. Fundurinn er haldinn fyrir til- stuðlan útbreiðslunefndar íþróttasambands fatlaðra og svæðisstjórnar um málefni fatl- aðra á Vestfjörðum. Á fundinum munu fulltrúar frá íþrótta- sambandi fatlaðra halda fyrirle- stra, sýna kvikmynd og svara fyrirspurnum milli kl. 10 og 12. Frá kl. 14 verður kynningunni fram haldið í íþróttahúsinu og í sundlauginni. Þar fá þátttakend- ur tækifæri til að prófa sig í hinum ýmsu íþróttagreinum sem fatlaðir leggja stund á. Allir sem áhuga hafa eru boðn- ir velkomnir á fundinn. íþróttir helgarinnar Handbolti í 1. deild karla ber hæst um helgina viðureign efstu liðanna, Vals og Víkings, í Laugardals- höllinni kl. 15.15 á sunnudaginn. Bæði lið hafa unnið alla sína leiki og allt stefnir í einvígi þeirra um íslandsmeistaratitilinn. Aðrir leikir eru: FH-Stjarnan í Hafnarfirði kl. 14 á laugardag, Fram-KA í Laugardalshöll kl. 14 á laugardag og KR-KA í Laugar- dalshöll kl. 14 á sunnudag. I 2. deild karla mætast HK og Þór Ve. í Digranesi kl. 14 á laugar- dag, ÍR-Þór Ve. í Seljaskóla kl. 14 á sunnudag og Breiðablik- Ármann í Digranesi kl. 20 á sunnudagskvöld. Körfubolti Tveir leikir eru á dagskrá í úr- valsdeildinni um helgina. KR og Valur leika í Hagaskólanum kl. 14 á laugardag og ÍR-ÍBK í Selja- skólanum kl. 20 á sunnudags- kvöldið. f 1. deild kvenna leika ÍA og ÍR á Akranesi kl. 20.30 í kvöld og ÍBK-Haukar í Keflavík kl. 14 á laugardag. Frjálsar iþrottir Úrslit í Frainhaldsskólamótinu verða haldin' á Laugardalsvelli á morgun, laugardag, og hefjast kl. 14. Þar keppa til úrslita lið frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, Fjölbrautaskólanum Ármúla, Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Menntaskólanum í Kópavogi. Margt af besta frjálsíþróttafólki landsins verður með í mótinu og má þar nefna Svanhildi Krist- jónsdóttur, Gunnlaug Grettisson og Kristján Hreinsson. Listahótíð kvenna Nýllstasafnið Augnablik, samsýning á Ijósmyndumtuttugu kvenna. Opiö kl. 16-22 virka daga og 14-22 um helgar. Sfðasta sýningar- helgl. Norrænahúsið Karlar og konur karla, póstkortasýning Carinar Hartmann í kjallara Nor- ræna hússins. Sýningin er opin daglega kl 14-19 og lýkur 16. október. Listasafn ASI Úr hugarheimi. Sigurlaug Jónasdóttir og Gríma sýna. Sýningin er opin kl 14-22. Sfðasta sýningarhelgl. Stúdentakjallarinn Ljósmyndasýning Ingu Straumland. Síðasta sýn- ingarhelgi. CafóGestur Rúna Porkelsdóttir og Sig- ríður Guöjónsdóttir sýna. Sfðasta sýningarhelgi. Mokkakaffi Guörún Hrönn Ragnars- dóttirogSólveigAðal- steinsdóttir sýna grafík og teikningar. Sýðasta sýn- ingarhelgi. Hafnarborgir Móöir-formóöir. Samsýn- ing á frjálsum myndvefn- aði. Sýðasta sýningar- helgi. Gerðuberg: Bækurog bókaskreytingar kvenna. Sýning á frum- myndum, myndskreyttum bókum eftir konur og bók- verkum. Einnig bækur í tengslum viö Ijóðadagskrá listahátiðar. Sýningin er opin milli 16.00 og 22.00. Enginn aögangseyrir. Stendur yfirtil 20 október. Vesturgata 3 Sýning á tillögum arkitekta um nýtingu húsanna. Sýn- ingin stendur til 20. októ- ber. Akureyri Sýning Þóru Sigurðardótt- ur í Dynheimum var opnuð kl. 15 á laugardag. Konur flytja tónlist við opnunina. Opiðdaglegakl. 15-22til 17 október. Kjallaraleikhúsið Leikgerð Helgu Bachmann á Reykjavikursögum Ástu Sigurðardóttur. Næstu sýningar verða í kvöld kl. 21, á laugardag og sunnu- dagkl. 17. Jakobína Leik-, lestrar- og söngdag- skrá úr verkum Jakobínu Sigurðardóttur verður flutt í leikhúsinuáAkureyri sunnudaginn 13. október ki. 16. Aðeins þessi eina sýningáAkureyri. Kvikmyndir Álaugardaginn 12. októ- ber hefst kvikmyndahátíð í Stjörnubiói. Sýndarverða yfir tuttugu myndir eftirer- lendaroginnlendarkonur. Hátíð hefst á laugardag með sýningu myndarinnar Algjörtóráð (Heller Wahn), síðan verða sýndar mynd- irnar Önnur vitundarvakn- ing Kristu Klages (Der zweite erwachen der Christa Klages), Norna- veiðar (Förfölgelsen), Haf hinna týndu tíma (El mar del tiempo perdido) og Pip- armyntufriður (Peppermint Frieden).Sjá nánarí laugardagsblaði. TÓNLIST Stúlknakór Danskur stúlknakór frá Klarup heldur tónleika i Norræna húsinu laugar- daginn 12. október kl. 17 og á sunnudag 13. október IHáteigskirkjukl. 17.Á mánudag heldur kórinn tónleika í Félagsheimilinu á Húsavík. Píanótónleikar Willem Brons frá Hollandi heldurpíanótónleika í Nor- ræna húsinu á sunnudag 13. október kl. 17. Á efn- isskránni eru verk eftir Bach, Schubert, Lisztog fleiri. MYNDLIST YMISLEGT LEIKLIST Þjóðleikhúsið Grlmudansleikur eftir Verdi verður sýndur í kvöld og á sunnudagskvöld 13. október kl. 20.00. Valkyrjurnar Leiklestur á litla sviðinu á sunnudag 13. október kl. 16.00. íslandsklukkan sýnd á laugardagskvöld kl. 20.00. Leikfélag Reykjavíkur Söngleikurinn Land míns föður verður sýndur á föstudags- og laugardags- og sunnudagskvöld kl. 20.30. Alþýðuleikhúsið Þvílíkt ástand verður sýnt á laugardag 12. október og sunnudag 13. október kl. 15.30 og á mánudags- kvöld kl. 20.30. Ferjuþuiur eftir Valgarð Egilsson verða sýndar í menningarmiðstöðinni Gerðubergi á sunnudag 13.október kl. 20.30. Stúdentaleikhúsið sýnir rokksöngleikinn Ekkó I félagsstofnun stúdenta á sunnudagskvöld 13. októ- berkl.21. Hitt leikhúsið Sýningar á Litlu hryllings- búðinni verða á föstudags- og laugardagskvöld kl 20.30 og á sunnudag kl. 16.00. Revíuleikhúsið sýnirGrænu lyftuna á Bro- adway á sunnudagskvöld kl. 20.30. Gallerí Salurinn Árni Páll opnar sýningu á olíumálverkum og verkum unnum í kopar og ál í Gall- erii Salnum, Vesturgötu 3, laugardaginn 12. október. Sýningin er opin daglega kl. 14-21, lokað á mánu- dögum, og lýkursýning- unni 23. október. Listmunahúsið (Listmunahúsinu stendur yfirsýningáverkum Eyjólfs Einarssonar. Sýn- ingineropinvirkadagakl. 10-18ogkl. 14-18um helgar. Síðasta sýningar- helgi. GalleríKirkjumunir Sýning Sigrúnar Jónsdótt- ur í Kirkjumunum Kirkju- stræti 10 er opin daglega frá kl. 9 fyrir hádegi. Norrænahúsið I anddyri Norræna hússins sýnir sænski myndlistar- maðurinn PeterDahl grafíkmyndir gerðar við Pistla Fredmans eftir Bellman. Sýningin eropn- uð á laugardag, er opin á venjulegum opnunartíma hússins og lýkur 28. októ- ber. Hveragerði Jóhanna Brynjólfsdóttir Wathne sýnir 14 oliumál- verk I Eden. Sýningin er opin á venjulegum opnun- artíma hússins. Síðasta sýningarhelgi. Gallerí Borg Hólmfríður Árnadóttir sýnir pappírsverk i Galleríi Borg. Sýninginer opinvirka dagakl. 12-18og 14-18 um helgar. Ásmundarsalur Ríkey Ingimundar sýnir höggmyndir I Ásmundarsal við Freyjugötu. Sýningin er opin daglega kl. 15-22 og lýkur21.október. Ásgrímssafn Vetrarsýning stendur yfir. Opið sunnudaga, þriðju- daga og fimmtudaga kl. 13.30-16.00. Ásmundarsafn Nú stenduryfir I Ásmund- arsafni sýning er nefnist Konan í list Ásmundar Sveinssonar. Sýningin er opin i vetur á þriðjudögum, fimmtudögum, laugar- dögum og sunnudögum frá kl. 14-17. Oddi Listasafn Háskóla Islands sýnir nú verk sín í glæsi- legum húskynnum á efstu hæð Odda, nýbyggingar hugvísindadeildar. Opið daglegakl. 13.30-17.00. Úkeypisaðgangur. MfR Sovéskar frétta- og fræðlsumyndir með skýr- ingum á islensku og ensku verða sýndar í MlR-salnum Vatnsstíg 10 á sunnudag- inn 13. október kl. 16. Að- gangur er ókeypis og öllum heimill. Sjóréttur Laugardaginn 12. október verðurfræðafunduríHinu íslenska sjóréttarfélgi. Fundurinn verður í stofu 103 i Lögbergi og hefst kl. 14. Prófessor Thor Falkan- ger flytur fyrirlestur sem nefnist Kvantumskontrakt- er-magnsamningar. Er- indið verður flutt á ensku ogaðgangureröllum heimill. Galleri Langbrók I gallerí Langbrók stendur yfirsýningálömpum, hönnuðum I samvinnu Óskars Þorgrímssonar og Robs Van Beele. Sýningin eropinkl. 12-18virkadaga og 14-18 um helgar. Sýn- ingunni lýkur 26. október. Iþróttirfatlaðra Álaugardaginn 12. októ- ber verður kynningarf und- urum íþróttir fyrirfatlaða haldinn á Siglufirði. Fulltrú- ar frá íþróttasambandi fatl- aðra halda fyrirlestra, sýna kvikmynd og svara fyrir- spurnum í Alþýðuhúsinu. Kynningunni verður fram haldið í íþróttahúsinu og sundlauginni. Allir vel- komnir. Tónabær Danskennarasamband (s- lands mun í veturstanda fyrirdansleikjum ÍTónabæ aðra helgi hvers mánaðar. Fyrsta ballið verður á laug- ardag 12. október kl. 21-2. Dansáhugafólk velkomið. Vikingslækjarætt efnirtil kynningarmóts i Háskólabíói sunnudaginn 13. október kl. 14 og verður þar margt til gamans gert. Utivera Ferðafélag Islands Ásunnudagkl. 10.30er ferð á Fagradalsfjall og Núpshlíð. Sama dag kl. 13.00 er gönguferð um Höskuldarvelli, Græna- vatnseggjarog Núpshllð. I báðum ferðum er lagt af stað frá Umferðamiðstöð og ekið að Höskuldar- völlum. Verðið er 400 krón- uren fríttfyrir börn i fylgd fullorðinna. Hana-nú Laugardagsganga Hana- nú hefst kl. 10 fyrir hádegi. Lagt af stað frá Digranes- vegi 12 og gengið um Kóp- avog og næsta nágrenni. 12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 11. október 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.