Þjóðviljinn - 11.10.1985, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 11.10.1985, Blaðsíða 3
FRETTIR Fjárhagserfiðleikar Ásmundarstaðabúið til sölu Eigendurþess hafa reistsér hurðarás um öxl við byggingu allt ofstórrar kjarnfóðurverksmiðju Stærsta fiðurfjárbú landsins. Ásmundarstaðabúið í Rangárvallasýslu, er nú til sölu og kostar 200 miljónir króna. Munu ýmsir aðilar vera að skoða málið, þar á meðal bæði ísfugl og ísegg sem hafa áhuga á að kaupa búið, sem bæði framleiðir kjúklinga og egg- Ástæðan fyrir því að búið er til sölu, að sögn aðila sem Þjóðvilj- inn ræddi við í gær og gerþekkir til mála í þessari atvinnugrein, er sú að eigendur Ásmundarstaða- búsins, sem eru aðal eigendur Fóðublöndunar hf., keyptu fóð- urverksmiðju fyrir 3 árum á 90 miljónir króna. Nú er svo komið að endurnýja verður allan vé- lakostinn og kostar það ekki undir 100 miljónum króna og ráða eigendurnir ekki við það nema með því að selja Ás- mundarstaðabúið. Mun fjárhags- staða þessarar fóðurverksmiðju vera mjög erfið. Þessi verksmiðja mun, eftir að nýju vélarnar eru komnar, geta framleitt margfalt meira magn af fóðri en notað er á öllu landinu auk þess sem hún þarf að standa í samkeppni við þær fóðurverks- miðjur aðrar sem fyrir eru í landinu. -S.dór Fjárlögin: Föstudagur 11. október 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Geir Gunnarsson og Skúli Alexandersson ganga vígreifir til átakaþings í gær. Mynd Sig. Þorsteinn mælir fyrir fmmvarpi Alberts Þrír aðstoðarráðherrar Sjálfstœðismanna á lausu? Geir Haarde verður áfram í fjármálaráðuneytinu „Ætli það komi ekki í minn hlut“, sagði Þorsteinn Pálsson í gær, aðspurður um hver myndi mæla fyrir fjárlagafrumvarpinu margumrædda, í þinginu. Albert Guðmundsson mun leggja frum- varpið fram strax eftir helgi eins og fjármálaráðherra ber, en Þor- steinn sagði óvíst hvenær mælt yrði fyrir því. Venjulega hefur það verið gert í byrjun nóvember. Þorsteinn sagði enga þversögn fólgna í því að hann mælti fyrir frumvarpi sem þingflokkur og miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hefði hafnað. „í Stykkishólmi var aðeins tekin ákvörðun um að frumvarpinu yrði breytt á ákveð- inn hátt í meðförum þingsins“, sagði Þorsteinn, „og það mun verða gert“. Geir Haarde hagfræðingur mun áfram gegna störfum að- stoðarráðherra í fjármálaráðu- neytinu en engin ákvörðun mun hafa verið tekin um hina aðstoð- arráðherra Sjálfstæðismanna: Ingu Jónu Þórðardóttur sem ver- ið hefur hægri hönd Ragnhildar í menntamálunum, Davíð Á. Gunnarsson, aðstoðarráðherra í heilbrigðisráðuneyti, og Hrein Loftsson, aðstoðarmann við- skiptaráðherra. _ÁI Fréttamannastúkan Dagur á þingi Þingmcnn Norðurlands munu væntanlega fá meiri athygli í fréttamannastúku alþingis í vet- ur, því þar er nú mættur til leiks fréttaritari Dags í Reykjavík, Adolf Erlingsson. Adolf hefur verið fréttaritari blaðsins í Reykjavík frá því Degi var breytt í dagblað og sagðist hann í gær einkum hafa fjallað um íþróttaviðburði hér syðra. Á því verður nú breyting og sagðist hann einkum mundu fylgjast með frammistöðu sinna manna, þ.e. þingmanna fyrir Norðurland eystra og vestra. Þess má geta að Adolf er tvíefldur: tekur bæði ljósmyndir og skrifar fréttir. kemur svartur í veg fyrir það. Eftir f3 leikur hann einfaldlega Dh8 og hefur vinningsstöðu. 19. Df3 Dh8 20. Bg2 Karpov mS alls ekki langhróka. Eftir 20. - Dh4 21. Hgl Rxf2 22. Bel jeikur svartur Df4+! 23. Dxf4 Rd3+ og hefur unnið peð. 20. - Dh4 21. b3 dS 22. Dg3 Dxg3 Svartur virðist ekki eiga um neitt annað að velja. 23. fxg3 Hd8 24. Ke2 Ke7 25. Bcl! d4 26. Ba3+ Ke8 27. cxd4 exd4 28. Hhl Rc5 29. Hh8+ Kd7 30. Hxd8+ Kxd8 31. Bb2 Bg4+ 32. Kd2 Rf3+ jafntefli. Eftir 33. Bxf3 (Kd3? Rel+ og vinnur mann) BxO 34. Bxd4 g6 35. Ke3 Bdl er komin upp staða með mislitum biskupum sem er steindautt jafntefli. Staðan: Karpov 7 Kasparov 7. Karpovs-árásin Alþingi franTá Hvítt: Anatoly Karpov Svart: Garry Kasparov Sikileyjarvörn. Karpovs árásin ■ 1. e4 c5 Rxd4 Rc6 2. Rf3 e6 5. Rc3 d6 3. d4 cxd4 6- g4 Hvað heitir nú þessi byrjun? Þetta líkist Keresar árásinni en þá verður svartur líka að leika Rf6 í ein- hverjum af næstu ieikjum. Ætli það sé ekki bara best að kalla þetta Karp- ovs árásina. 6. - h6 10- Dxd4 e5 7. h4 a6 11. Ddl Be6 8. Bg2 Be7 12. Rd5 Hc8 9. Bc3 Rxd4 13. c3 Rf6 Loksins kemur þessi riddari út. 14. Rxe7 Dxe7 15. g5 hxg5 16. hxg5 Hxhl + 17. Bxhl Rg4 18. Bd2 18. - Df8! Hvítur hótaði að vinna riddarann með B og De2. En með þessum leik Biöstaöa miövikudag Síðasta atriði stólaleiksins hefurforgang. Reglubundinþingstörf hefjast á miðvikudag Aþriðjudag verður fram haldið setningarfundi alþingis frá í gær og kosnir forsetar þingsins og þingnefndir. Á miðvikudag verð- ur síðan rikisráðsfundur og þar fara hin formlegu stólaskipti fram. Reglubundin störf alþingis munu því ekki hefjast fyrr en síð- degis á miðvikudag. Það varStefán Valgeirsson, aldursforseti alþingis^ sem stýrði fundi í gær, en hann var stuttur og hefðbundinn. Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir; setti þing- ið og þingmenn hylltu forseta og fósturjörð með ferföldu húrra- hrópi. Að því búnu minntist Stef- án látins fyrrverandi þingmanns, Axels Jónssonar, en hann átti sæti á 16 þingum fyrir flokk sinn, Sj álfstæðisflokkinn. Þingflokksfundir voru stuttir nema hjá Sjálfstæðisflokknum og voru allir þingflokksformenn endurkjömir nema hvað Sigríður Dúna Kristmundsdóttir var kosin þingflokksformaður Kvennalista í stað Kristínar Halldórsdóttur. Karvels Pálmasonar sem er í veikindaleyfi en stólar þeirra Matthíasar Mathiesen og Birgis Isleifs Gunnarssonar voru auðir. Allir þingmenn utan þrír voru mættir til þings í gær. Sighvatur Björgvinsson hefur tekið sæti Matthías er sem kunnugt er í Jap- an en Birgir mun erlendis að gagna erinda stóriðjunefndar. -ÁI.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.